c

Pistlar:

14. júlí 2018 kl. 12:14

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Er Clipper í þínum bolla?

Ég spyr bara vegna þess að það er nánast alltaf í mínum bolla, hvort sem um er að ræða te eða frábæra instant kaffið frá þeim sem ég hef notað í fjölda ára. En aðeins aftur að teinu, sem er ekki lengur bara te í bolla, með mjólk og sykri, eins og það var einu sinni.

Tedrykkja og teframleiðsla hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum. Sumar af þeim breytingum má rekja aftur til ársins 1984, þegar Mike og Lorraine ákváðu að stofna Clipper og breyta teheiminum til frambúðar. Þeirra mantra varð strax í upphafi að “það sem væri í pokanum skipti mestu máli”.

Þeim tókst svo sannarlega ætlunarverk sitt og árið 1994 varð Clipper fyrsti teframleiðandi í Bretlandi til að vera einungis með “fair trade” te. Mikið af þeirra teum í dag eru líka unnin úr lífrænt ræktuðum laufum. Allir tepokarnir eru óbleiktir svo þeir hafa ekki verið hvítaðir með kemískum efnum og klór. Því skiptir máli að hafa Clipper í sínum bolla.

GRÆNT TE Á SÉR LANGA SÖGU

Talið er að rekja megi notkun á grænum telaufum um 3000 ár aftur í tímann. Þá fóru þeir sem bjuggu í suðvesturhluta Kína að tyggja og borða laufin, á sama hátt og íbúar Eþíópíu byrjuðu að tyggja kaffibaunir, löngu áður en þær voru malaðar og lagað úr þeim kaffi eins og við þekkjum það í dag.

Raunveruleg saga græna tesins hefst þó á áttundu öld, þegar menn uppgötvuð aðferð til að draga úr oxun telaufanna með gufusuðu. Á tólftu öld er svo farið að steikja laufin, en báðar þessar aðferðir gáfu græna teinu þetta ó-oxaða bragð og eru enn notaðar í dag.

  

GRÆNU TEIN FRÁ CLIPPER

Á síðari árum hafa vinsældir græna tesins aukist mjög og mikil þróun orðið á framleiðslu þess. Nú er það iðulega blandað öðrum jurtum, til að ná fram sem bestum eiginleikum þess fyrir andlega og líkamlega líðan.


Clipper er nú komið með ótrúlega flott úrval af grænum teum, sem sum hver eru hrein og óblönduð, jafnvel koffínlaus og önnur eru blönduð jurtum eins og engifer, mintu og túrmeriki, sem er styrkjandi fyrir lifrina og er mitt uppáhalds þessa dagana. Svo er líka til blanda af kamillu, lavender og sítrónu, sem er gott fyrir svefninn. Í hreinsandi teinu (detox) eru ylliblóm (elderflower), nettla, fennel og sítrus og í Skinni Mintie teinu er tvöfalt magn af mintulaufum, karamellu bragðefni og lakkrísrót.

Tetegundunum hefur fjölgað hratt, svo nú er ég á fullu að smakka mig í gegnum þær helstu, pakka eftir pakka.

GRÆNT TE HEFUR GÓÐ ÁHRIF Á HEILSUNA

Ýmsir halda því fram að grænt te sé heilsusamlegasti drykkur í heimi og ég verð að segja að fyrir utan vatn, er það að öllum líkindum rétt. Það er hlaðið andoxunarefnum sem hafa öflug áhrif á líkamann, bæta heilastarfsemina, auka fitubrennslu og draga á líkum á krabbameinum.

Hér er stutt samantekt á helstu eiginleika þess:

1 – Grænt te er ríkt af jurtaefnum, sem bæði geta dregið úr bólgum og krabbameinum. Það er líka ríkt af flavóníðum (catechin – EGCG), en það eru náttúruleg andoxunarefni sem koma í veg fyrir skemmdir á frumum, draga úr myndum frjálsra stakeinda og vernda frumur og mólekúl fyrir skemmdum.

2 – Grænt hefur góð áhrif á heilann, vegna þess að í því er koffín, þó ekki eins mikið og í kaffi. Það eykur virkni taugafrumna og samþjöppun taugaboðenfa eins og dópamíns og nóradrenalíns. En græna teið gerir meira en kaffi, því það inniheldur líka amínósýruna L-teanine, sem kemst í gegnum heilablóðþröskuldinn. Það eykur virkni GABA taugaboðefnanna, svo og framleiðslu á dópamíni og alfa-bylgjum í heilanum.

Ég sá nýverið í Bandaríkjunum instant kaffi sem bætt er með L-teanine.

3 – Grænt te örvar meltinguna og eykur fitubrennslu, auk þess sem það bætir líkamlegan styrk. 

4 – Andoxunarefnin í grænu te geta dregið úr líkum á ákveðnum krabbameinum, eins og brjóstakrabbameini, blöðruhálskrabbameini og krabbameini í neðsta hluta ristils og við endaþarm.

5 – Grænt te getur veitt heilanum vernd og komið i veg fyrir taugasjúkdóma eins og Alzheimer’s og Parkinson’s sjúkdómana á efri árum. Rannsóknir hafa sýnt að catechin efnin í græna teinu hafa verndandi áhrif á taugafrumur.

 

CLIPPER KAFFIÐ

Ef þú ert með viðkvæman maga og vilt drekka gott kaffi get ég mælt með lífrænt ræktaða “instant” kaffinu frá Clipper. Ég hef drukkið það í fjölda ára vegna þess að það er eina kaffið sem ég þoli í minn viðkvæma maga. Eitt sinn fékkst það bara í Brauðhúsinu í Grímsbæ, vegna þess að bakararnir þar drukku það, en nú fæst það í flestum stórmörkuðum, líkt og tein.

Það skiptir því ekki máli hvort um kaffi eða te er að ræða, það er alltaf frábært að hafa Clipper í sínum bolla.

Heimildir: Vefsíða Clipper og Healthline.com 

 

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira