c

Pistlar:

4. nóvember 2018 kl. 11:48

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Styrking fyrir húð, hár og neglur

Hverju tekur þú fyrst eftir þegar þú hittir fólk? Sumir taka eftir augunum, aðrir eftir hárinu eða hvernig húðin er og þegar við réttum fram hendur í samskiptum við fólk, taka margir eftir nöglunum. Bætiefnaframleiðendur taka líka eftir þessu, því nú streyma á markaðinn ný bætiefni fyrir húð, hár og neglur.

Eitt það allra nýjasta er frá NOW Solutions og heitir einfaldlega Hair, Skin & Nails. Í þessari bætiefnablöndu er Cynatine® HNS, sem er nýtt og byltingarkennt einkaleyfisvarið og auðupptakanlegt form af keratíni, sem getur stuðlað að þykku og gljáandi hári og nöglum sem eru sterkar en samt sveigjanlegar.

HÁRMISSIR, HÁRÞURRKUR OG ÖNNUR HÁRVANDAMÁL

Mismunandi þættir hafa áhrif á það hvort eða hvenær fólk missir hárið. Hárþurrkur og „dautt“ hár getur tengst mikilli noktun hárlitar, lélegri umhirðu eða mataræði og lífsstíl. Ýmis áföll virðast valda því að ég missi hárið. Ég fékk örugglega fæðingarþunglyndi (ekki fjallað um það þá) þegar ég átti eldri son minn. Í framhaldi af fæðingu hans hrundi hárið af mér og bustinn var ýmist fullur af hári eða niðurfallið í sturtunni stíflað af því sem af mér féll.

Síðar á æviskeiðinu hafa áföll eins og missir eiginmanns, missir foreldra og bestu vinkonu leitt til þess að hárið á mér þynntist verulega. Ég hef prófað ýmislegt til að ná upp hárvextinum á ný, sem hefur gengið svona og svona. Ég er því spennt að prófa þessa nýju formúlu frá NOW og er byrjuð á 3ja mánaða prufutíma. 

HÚÐIN FÆR AUKNA MÝKT OG RAKA

Í þessari nýju blöndu er Cynatine® HNS, sem stuðlar ekki bara að auknum hárvexti, heldur líka að því að húðin haldi sínum unglega raka og mýkt. Efnið vinnur einnig gegn öldrunaráhrifum frjálsra stakeinda (oxandi efna) á húðina. Ásamt keratíninu inniheldur Hair, Skin & Nails bætiefnablandan ótal vítamín sem stuðla að og viðhalda heilsusamlegu og unglegu útliti húðarinnar.

MÖRG ÖNNUR STUÐNINGSEFNI

Í blöndunni eru mörg önnur stuðningsefni, meðal þeirra bíótín, sem einnig er þekkt sem B-7. Það er vatnsuppleysanlegt B-vítamín sem hjálpar líkamanum að umbreyta fæðu í orku. Það er talið sérlegt mikilvægt fyrir konur sem eru þungaðar eða með barn á brjósti. Auk þess er bíótín mjög mikilvægt fyrir heilbrigt hár, húð og neglur.

Þótt ekki sé alveg vitað hvernig bíótín virkar á húðina, er samt vitað að sé skortur á því í líkamanum eru líkur á að fólk fái rauð, hrúðurkennd útbrot. Bíótín er ekki bara mikilvægt fyrir húð, hár og neglur, því það spilar líka stórt hlutverk í framleiðslu á mýelíni, sem er efnið í slíðrum taugafrumna í heila, mænu og augum. Því hefur bíótín verið prófað á fólki sem er með MS og hafa þær tilraunir lofað góðum árangri.

INNIHALDSEFNIN ÓERFÐABREYTT

Það hafa farið fram klínískar prófanir á Cynatine® HNS, sem hafa sýnt fram á virkni efnisins innanfrá og út á húð, hár og neglur. Í bætiefnablöndunni er hvorki að finna mjólkurvörur, egg, glúten, né hnetur og hún er vottuð sem nothæf fyrir þá sem eru íslamstrúar.

NOW er með stefnu um að nota einungis óerfðabreytt efni í sínar vörur, svo að sjálfsögðu eru öll innihaldsefni í Hair, Skin and Nails af óerfðabreyttum uppruna.

Heimildir: NowFoods.com og MedicalNewsToday.com

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira