Ég er nýkomin heim úr ferð til Indlands, sem fararstjóri í ferð Bændaferða þangað. Ferðaþjónustan þar er með slagorðið „Incredible India“ og landið stóð svo sannarlega undir því að vera ótrúlegt, koma sífellt á óvart og við sem í ferðinni vorum lærðum svo ótal margt um Indland, sem við vissum ekki fyrir.
FERÐALÖG KREFJAST UNDIRBÚNINGS
Allar ferðir sem ég fer í krefjasta ákveðins undirbúnings, þar sem ég er bæði með glúten- og mjólkuróþol. Þar sem allar máltíðir í ferðinni voru innifaldar (sem er frábært) hafði ég ekki hugmynd um hvað yrði boðið upp á eða hvort það innihéldi glúten eða ekki. Indverjar nota jógúrt mikið við matargerð og hún er eina mjólkurafurðin sem ég get borðað, án þess að verða illt af, svo ég áleit að ég slippi með hana.
Ég ákvað því að fókusa á það hvernig ég tækist á við glútenið og almenna meltingu á matnum.
MEÐ MORGUNVERÐINNI Í FERÐATÖSKUNNI
Hér heima fæ ég með alla jafnan búst með bláberjum og öðru góðgæti á morgnana, en almennt er mikið af brauðmeti á morgunverðarborðum hótela. Reynar var margt annað í boði á öllum hótelum sem við dvöldum á, en því komst ég að því síðar.
Ég útbjó mér morgunverð til að taka með mér og hélt mig við hann, þrátt fyrir glæsilegu morgunverðarborðin. Af þeim fékk ég mér bara vatnsmelónu, áður en nestispokinn var tekinn upp og beðið um heitt vatn.
Morgunverðurinn minn samanstóð af ½ bolla af Bunalun glútenlausu haframjöli, 1 msk af chia fræjum, 1 msk af rúsínum, ½ tsk af kanil og smá af fínu himalajasalti. Ég prófaði þetta heima og með því að hella heitu vatni yfir blönduna var ég komin með þennan fína graut eftir augnablik. Ég mældi því 12 skammta í litla plastpoka með rennilás sem ég mætti svo með til morgunverðar dag hvern.
Grauturinn varð ekki bara morgunverður minn á hótelunum, heldur líka í flugvélinni á leið frá Helsinki til Delhi. Þar sem ég var ekki með skál skipti ég blöndunni bara í tvo bolla og bætti svo heitu vatni út í.
MELTINGARENSÍM OG GLÚTENENSÍM
Þegar ég þýddi og gaf út bækurnar um Blóðflokkamataræðið á sínum tíma, talaði höfundur þeirra, náttúrulæknirinn Peter D‘Adamo, um að með aldrinum drægi úr framleiðslu meltingarensíma í líkamanum. Ég hef því lengi tekið inn eitt hylki af Digest Ultimate frá NOW fyrir hverja máltíð og hef fundið mikinn mun á mér við það.
Í þessa ferð tók ég líka með Gluten Digest frá NOW, en í þeirri blöndu eru ensím sem hjálpa til við niðurbrot glútens í fæðunni. Þetta eru að mínu mati ekki ensím til daglegrar notkunar, en það er hins vegar gott að grípa til þeirra undir sérstökum kringumstæðum eins og þegar verið er á ferðalögum.
Fyrir hvern hádegis- og kvöldverð tók ég inn 1 hylki af Digest Ultimate og til vara 2 hylki af Gluten Digest því það voru engar merkingar á matnum, sem yfirleitt var á hlaðborði, aðrar en þær að merkja hvað voru grænmetis- og hvað voru kjötréttir. Þessi forvörn leiddi til þess að ég fékk bara einu sinni slæman kviðverki eftir máltíð. Annars leið mér bara frábærlega vel, jafnvel þótt ég seildist annað slagið í smá bita af nan-brauði með matnum.
Mjólkurréttirnir og eftirréttirnir fengu að sjálfsögðu algert frí í þessari ferð.
Ef þú ert með glútenóþol eða lélega meltingu mæli ég með að þú prófir þessi ensím til að létta þér lífið, einkum og sér í lagi á ferðalögum – en ég mæli ekki með daglegri inntöku á Gluten Digest, nema í slíkum tilvikum. Þeir sem eru með glútenóþol þurfa alla jafnan að forðast glúten, vegna þeirra eyðileggjandi áhrifa sem það hefur á meltingarveginn og ýmis önnur líffæri í líkamanum.