c

Pistlar:

9. ágúst 2019 kl. 9:21

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Er þinn líkami enn í kaskó?

Ég hef oft í ræðu og riti líkt líkamanum við bíl, sem sál okkar eða andi ekur í gegnum lífið. Þegar við deyjum verður bíllinneftir, en andinn hverfur á annað tilverustig. Þar sem fæst okkar hafa lífvörð sem passar upp á okkar, þarf hver og einn að hugsa um sinn bíl,til að hann haldist í góðu standi eins lengi og við erum á lífi.

Við kaup á nýjum bíl (þessum sem við keyrum um göturnar) velja flestir að kaupa kaskótryggingu. Hún rennur reyndar út  eftir nokkur ár að mig minnir. Tryggingu fyrir bílinn(líkamann) okkar, eins og líftryggingu, var alla vega þegar ég keypti mína, hægt að kaupa hjá tryggingarfélögum eftir ákveðinn aldur. Kaupin ráðast þó af því hvort fólki hafi farið vel með bílinnsinn. Sé hann farinn að bila eitthvað eða láta á sjá af því að farið hefur verið illa með hann, vill ekkert tryggingarfélag tryggja hann.

Ábyrgðin á að halda okkar bíleða líkama í kaskó, eins lengi og hægt er, fellur því alltaf á eigandann.

TÁKNMÁL LÍKAMANS

Til að geta viðhaldið kaskóinu á bílnumþurfum við að læra á táknmál hans. Merkin sem hann gefur frá sér eru oft í formi verkja og vandamála. Ef við leggjum samasem merki á milli þessara merkja og þess að heyra breytt ganghljóð í bílnum okkar (þessum sem við keyrum), þurfum við að skoða hvað er til ráða. Annars er hætta á að bilunin verði alvarleg.

Merkin sem við fáum í gegnum táknmál líkamans geta komið fram í höfuðverkjum, sem oft eru slegnir af borðinu með nokkrum Treo eða öðrum verkjalyfjum. Sumir fá síendurtekningar kinnholusýkingar, ristilkrampa eða bólgur í liði. Flestir horfa á afleiðingarnar, það er að segja táknmálsmerkin, en leita ekki að grunnorsökinni, sem getur verið tengd mataræði, streituálagi eða öðru í lífsstílnum.

FÆÐAN GETUR HEILAÐ LÍKAMANN

Hippokrates, sem almennt er talinn faðir læknisfræðinnar og stundaði náttúrulækningar 300 árum f. Krist sagði:„Látið fæðuna vera lyf  ykkar og lyf ykkar vera fæðuna!“ Á þeim tíma sem hann stundaði lækningar sínar var hvorki notaður tilbúinn áburður né illgresiseyðir eins og Roundup við ræktun matvæla. Dýr sem fólk lagði sér til matar gengu um á sléttum, þar sem eini áburðurinn var það sem féll niður af þeim.

Þá var fæðan virkilegt lækningalyf, sem gat hjálpað fólki að byggja upp líkama sinn eftir veikindi eða sýkingar, enda allt lífrænt ræktað. Nú er stór hluti fæðunnar okkar mikið erfðabreyttur, úðað er á plöntur illgresiseyði og skordýraeitri, sem situr í bæði plöntunum og jarðveginum. Aukaefni í fæðunni eru ótrúlega mörg og stundum er ekkert lifandiefni í henni. Svo undrumst við yfir veikindum og sjálfsónæmissjúkdómum.

HEILDRÆNAR LÆKNINGAR

Í Bandaríkunum hafa heildrænar lækningar (functional medicine) rutt sér mjög til rúms á síðari árum. Heildrænar lækningar líkjast um margt náttúrulækningum og kínverskri læknisfræði, þar sem allir þættir líkamsstarfsseminnar eru skoðaðir. Farið er yfir næringu, kannað hvernig svefn og svefnvenjur eru, lagt mat á hversu mikið steituálagið er og ýmislegt fleira skoðað, áður en tekin er ákvörðun um hvað þarf að gera til að koma líkamanum í jafnvægi á ný.

Það er áhugavert að lesa bækur eftir bandaríska lækninn Mark Hyman, sem hefur stundað heildrænar lækningar í nokkra áratugi. Hann segist fyrst og fremst lækna fólk með breyttu mataræði og lífsstíl, bætiefnum og áherslu á að byggja upp góða örveruflóru í þörmum, því hún ráði svo miklu um heilsu líkamans.

KLISJUKENNT – EN SKILAR ÁRANGRI

Blaðamaður bað mig eitt sinn að svara spurningu um það hvað ég gerði til að viðhalda góðri heilsu. Ég var jafnframt beðin um að segja ekki að ég gerði það með “mataræði og hreyfingu”, því það væri svo klisjukennt. En reyndin er að þetta er einn helsti grunnurinn að góðri heilsu og góðir hlutir, sem gerðir eru aftur og aftur, leiða til frábærs árangurs.

Þess vegna æfir til dæmis afreksfólk aftur og aftur sömu æfingarnar, hleypur aftur og aftur sömu vegalengdina og sparkar bolta dag eftir dag, til að bæta sig og styrkja og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Því er eðlilegt að þeir sem vilja viðhalda góðri heilsu noti til þess mataræði, heyfingu, hvíld og bætiefni. Það þarf nefnilega frábært byggingarefni til að halda bílnumí kaskó sem lengst. 

 

Guðrún Bergmann hefur í rúm fjögur og hálft ár haldið HREINT MATARÆÐI námskeið, sem rúmlega sextán hundruð manns hafa sótt. Þau byggjast á 24ra daga hreinsikúr, sem er góður grunnur að breyttum lífsstíl og betri lífsgæðum – og lengir svo sannarlega kaskóábyrgðina

 

Heimildir: FOOD: WTF should I eat eftir Dr. Mark Hyman, rafbók gefin út af Yellow Kite í Bretlandi.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira