Eitt það tímabil sem allar konur fara í gegnum er tíðahvörf. Einstaklingsbundið er hversu lengi það stendur, en það getur náð yfir nokkuð mörg ár. Tíðahvörf eru ekki sjúkdómur, heldur óumflýjanlegt ferli á æviskeiði kvenna, tengt líffræðilegri klukku kvenlíkamans.
Algengast er að konur fari í gegnum tíðahvarfatímabilið á aldrinum 45-58 ára, en meðalaldur kvenna við tíðahvörf er í kringum 51 ár. Áætlað er að tuttugu prósent kvenna fái nánast engar aukaverkanir við tíðahvörf. Sextíu prósent fái mildar eða í meðallagi miklar aukaverkanir og tuttugu prósent fá svo miklar aukaverkanir að þær hafa áhrif á daglegt líf þeirra.
BREYTINGASKEIÐIÐ
Fyrsta tímabil tíðahvarfa er breytingaskeiðið, sem nær yfir árin áður en konur hætta að hafa blæðingar. Það tímabil getur varað í sex til tíu ár og því er ekki óalgengt að rúmlega fertugar konur fari að finna fyrir einkennum sem tengja má breytingaskeiðinu.
Mörg þeirra einkenna sem konur fara í gegnum eru tengd við breytingar í heila kvenna, sem verða vegna breytinga á hormónaframleiðslu líkamans. Estrógenmóttakar heilans eru á sama svæði og hitajafnvægi líkamans. Þegar sveiflur verða á estrógenframleiðslunni getur það valdið skyndilegum hitakófum, sem eru ein helstu einkenni breytinganna.
Kynorkan er líka tengd þessu svæði heilans og á meðan konur fara í gegnum þetta tímabil á ævi sinni dregur mjög oft úr löngun þeirra til kynlífs. Þegar löngunin dvín er mikilvægt að ræða það við maka og deila tilfinningum og líðan með honum, svo hann skilji að honum sé ekki hafnað, heldur séu þetta eðlileg viðbrögð við því ferli sem kona fer í gegnum.
BÆTIEFNI SEM STYRKJA FERLIÐ
Það eru einkum tvö bætiefni sem geta styrkt konur meðan þær eru að fara í gegnum breytingaskeiðið og eftir að þær eru komnar yfir tíðahvörfin.
Libido Fem frá NOW – Í þessari jurtablöndu er Maca, sem unnið er úr rót samnefndar jurtar, sem vex á hásléttum Andesfjallanna, ásamt Libifem, sem er fennelþykkni sem notað hefur verið í margar aldir til að örva kynlífslöngun kvenna. Klínískar rannsóknir á áhrifum Libifem á konur á aldrinum 20-49 hafa sýnt að það stuðlar að nándartilfinningu, auk kynferðislegrar örvunar og aukins lífskrafts í heilbrigðum konum. Einnig hefur sýnt sig að Libifem stuðlar að eðlilegri innkirtlastarfsemi hjá konum. Þótt rannsóknirnar hafi bara verið gerðar á konum undir fimmtugu er ekkert sem bentir til þess að konur sem komnar eru yfir tíðahvörfin geti ekki nýtt sér þessa jurtablöndu til að auka kynorku sína.
Maca frá NOW –Maca er unnið er úr rót samnefndar jurtar, sem vex á hásléttum Andesfjallanna. Það hefur lengi verið talið styrkjandi fyrir æxlunarfæri bæði karla og kvenna. Maca var mikið notað í gamla Inkaveldinu í Perú og í dag er talað um það sem Viagra Inkanna. Maca-rótin telst vera adaptógen, það er efni sem styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu, en vegna ýmissa annarra einstakra eiginleika er oft talað um Maca sem eina af náttúrulegum ofurfæðum heimsins.
Í duftinu úr Maca-rótinni er að finna yfir tuttugu amínósýrur, þar af átta nauðsynlegar amínósýrur. Í því eru líka fitusýrur (lauric, linolenic, palmitic acid, oleic og steric acid), B-1 og -2, C-vítamín og D-vítamín. Að auki eru í Maca-rótinni kalk, magnesíum, kalíum, kopar, sink, mangan, forfór, selen, brennisteinn, natríum og járn. Og svo til að toppa allt er í Maca-rótinni að finna mikið af jurtanæringarefnum (phytonutrients).
Rannsóknir á Maca-rótinni hafa sýnt að hún dregur úr skapsveiflum, kvíða og þunglyndi hjá konum sem komnar eru á breytingaskeiðið eða yfir tíðahvörf og eykur jafnframt hjá þeim kynhvötina. Maca-rótin eykur ekki bara kynhvöt hjá konum, heldur einnig körlum og telst vera gott stinningarlyf. Í Maca er járn sem hjálpar til við endurnýjun rauðra blóðfrumna og dregur þar með úr líkum á blóðleysi og stuðlar að heilbrigðara æðakerfi. Næringarefnin í Maca stuðla líka að betri bein- og tannheilsu.
Nýjasta bók Guðrúnar BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri fer í prentun í dag. Í dag er síðasti dagur forsölu á bókinni með 10% afslætti og ókeypis heimsendingu! SMELLTU HÉR til að tryggja þér eintak.
Neytendaupplýsingar: Maca og Libido Fem fást í vefverslun NOW á Íslandi
Mynd: Unsplash