Fyrir réttum þrjátíu árum fór ég að halda ýmis konar heilsu- og sjálfsræktarnámskeið. Þátttakendur voru aðallega konur, en þegar á leið fór einn og einn karlmaður að slæðast með. Sjaldan voru þeir þó fleiri en einn til þrír á hverju námskeiði.
Undanfarin fimm ár hef ég haldið stuðningsnámskeið við HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn. Samsetning þátttakenda er enn sú saman og var fyrir 30 árum. Meirihlutinn er konur og ef karlmenn mæta, eru þeir sjaldan fleiri en þrír á hverju námskeiði. Samt er ég búin að halda námskeið fyrir 1750 einstaklinga á sextíu og einu námskeiði.
KARLMENN ÞURFA LÍKA AÐ GÆTA HEILSUNNAR
Það er eins og karlmenn fatti ekki að þeir þurfi líka að hugsa um eigin heilsu og að forvarnir séu besta leiðin til að njóta góðra lífsgæða sem lengst. Þeir geta náð alveg jafn góðum, jafnvel betri árangri en margar konur sem til mín koma.
Eitt dæmið er Sigurður Helgi, sem hefur komið tvisvar á HREINT MATARÆÐI námskeið og náð sérlega góðum árangri í bæði skiptin:
“Ég var að ljúka við mitt annað HREINT námskeið. Hið fyrra var fyrir ári síðan og þá náði ég mjög góðum árangri sem ég hef viðhaldið að miklu leiti. Eftir það námskeið hélt ég inni ákveðnum breytingum á lífsstíl, en svo fór mataræðið aðeins úr böndum í sumarfríinu og yfir hátíðarnar.
Undanfarna mánuði hef ég þurft að taka inn auka steratöflur daglega vegna liðverkja, en eftir að ég byrjaði í hreinsuninni hef ég ekki þurft þess. Bólgur og bjúgur hafa runnið af mér. Fyrir hreinsun voru hægðirnar ekki í lagi. Ég var með stöðugan niðurgang, en núna er hægðalosun eins og best verður á kosið. Mikið slím hefur losnað uppúr mér, sem er frábært, því ég er með alvarlegan lungnasjúkdóm.
Fyrir hreinsun þurfti ég stundum að fara þrisvar sinnum á nóttu framúr til að pissa, en núna bara einu sinni og þar af leiðandi sef ég miklu betur. Blóðþrýstingur hefur lækkað verulega og hef ég minnkað lyfjaskammtinn úr 20 mg í 5 mg og er með fínan blóðþrýsting núna.
Ég hef verið með kæfisvefn en mér skilst á konunni að ég hrjóti minna og kannski þarf ég ekki lengur tækið á nóttunni. Ég er orkumeiri og ekki eins mæðinn og hef meira úthald.
Ég léttist um 8 kg á þessum 24 dögum. Fundirnir eru mjög góðir og nauðsynlegir og öll eftirfylgni og hvatningin frá Guðrúnu Bergmann frábær. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði.“
KARLMENN LÉTTAST MEST
Þótt HREINT MATARÆÐI sé fyrst og fremst hugsað sem hreinsikúr, en ekki megrunarkúr, léttast flestir um einhver kíló, en þó karlmenn alltaf mest. Þeir hafa verið að léttast þetta frá 7 og upp í 13 kíló á meðan á 24ra daga hreinsun stendur.
Síðastliðið vor var einn húsasmíðameistari sérlega ánægður með sinn árangur. Hann losnaði við alla vöðvaverki úr öxlum og hnakka og léttist um 7 kg „... og passaði aftur í mótorhjólagallann!“
Einn smiður var líka sérlega ánægður með sinn árangur. Hann kom á námskeiðið af því að hann sér um eldamennskuna heima hjá sér og vildi læra að elda eitthvað hollt. Hann lærði það svo sannarlega og losnaði við 11 kg í leiðinni.
Fleiri karlmenn hafa farið í gegnum hreinsikúrinn og náð miklum árangi, meðal annars lækkuðu bæði kólesteról og blóðsykur í eðlileg gildi hjá einum þeirra, en þau voru komin yfir í hættumörk fyrir hreinsun.
EKKI GERA EKKI NEITT
Ég skrifa þessa grein til að hvetja ykkur stráka til að taka meiri ábyrgð á ykkar heilsu. Hvaða leið sem þið veljið að fara, hvet ég ykkur til að byrja strax að spá í hana.
Heilsa ykkar eftir fimm, tíu eða fimmtán ár á nefnilega eftir að ráðast af því sem þið gerið í dag – svo gerið eitthvað marktækt sem allra fyrst. Þið getið náð samskonar árangri og dæmin hér að ofan sýna, jafnvel betri, og endurheimt fyrri orku og vellíðan.
Ef HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn verður fyrir valinu, þá hefst næsta námskeið 18. febrúar.
Guðrún Bergmann er rithöfundur, heilsu- og lífsstílsráðgjafi og leiðbeinandi á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum