c

Pistlar:

2. mars 2020 kl. 7:28

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Astaxanthin þegar sól fer að hækka á lofti

Ég hef oft áður skrifað um Astaxanthin, en þegar kemur fram á þennan árstíma er gott að rifja upp hversu mikilvægt þetta bætiefni er fyrir húðina.

Um leið og sól hækkar á lofti fara flestir að verja meiri tíma utandyra. Því er gott að byrja á næstu vikum að taka inn Astaxanthin til að verja húðina fyrir geislum sólarinnar.

Ég hef notað Astaxanthin reglulega í tæp fimmtán ár og það er ekki síður mikilvægt að taka það inn ef fara á í sólarfrí að vetri til.

FALLEG HÚÐ, FRÁBÆR SÓLARVÖRN

Rannsóknir hafa sýnt að Astaxanthin verndar stærsta líffæri líkamans, en það er húðin. Það bætir rakastig hennar, mýkt og teygjanleika og dregur úr fínum hrukkum, blettum og freknum – auk þess sem það örvar brúna litinn í húðinni.

Ef við sólbrennum myndast bólgur í húðinni, en ef við tökum inn Astaxanthin fer það inn í húðfrumurnar og dregur úr þeim skaða sem útfljóubláu geislarnir valda húðinni.

Astaxanthin verndar húðina sérstaklega gegn frumudauða sem orsakast af útfjólubláum (UV) geislum sólarinnar. Ólíkt sólkremum sem borin eru á húðina, blokkar Astaxanthin ekki UV geislana, þannig að það kemur ekki í veg fyrir að UVB geislarnir breytist í D–vítamín í húðinni. Það ver húðina einfaldlega gegn skemmdum.

Gott er að taka Astaxanthin inn með mat, sem í er einhver fita (t.d. ólífuolía eða taka það samhliða Omega 3) því það er fituuppleysanlegt bætiefni. 

EN HVAÐ ER ASTAXANTHIN?

Astaxanthin frá NOW er unnið úr Haematococcus örþörungum, sem framleiða Astaxanthin til að vernda viðkvæma þörungana. Karótínóíðin eru litarefni sem myndast í náttúrunni og stuðla að góðri heilsu.

Astaxanthin er öflugt andoxunarefni með víðtæk heilsufarsleg áhrif og ólíkt öðrum andoxunarefnum eins og beta-karótínI, zeaxanthini, E-, C- og D-vítamínum og seleníum, verður Astaxanthin aldrei að oxandi efni í líkamanum.

VIRKAR Á MÖRG KERFI LÍKAMANS

Auk þess að vera gott fyrir húðina er Astaxanthin öflugt og breiðvirkt andoxunarefni sem virkar vel á mörg kerfi líkamans og stuðlar meðal annars að heilbrigði augna, heila og hjarta.

Það hefur einnig reynst vel gegn hvers konar meltingarvandamálum, sykursýki, ýmsum meltingarsjúkdómum, lifrarsjúkdómum, ófrjósemi karla og nýrnabilun.

7 FRÁBÆRIR EIGINLEIKAR ASTAXANTHINS

Nokkur lykilatriði greina Astaxanthin frá öðrum karótínóíðum og gerir það að bætiefni sem borgar sig að taka reglulega. Þessi lykilatriði eru:

#1-VINNUR Á FRJÁLSUM STAKEINDUM

Líkt og önnur andoxunarefni, gefur Astaxanthin frá sér elektrónur sem gera frjálsar stakeindir hlutlausar. Frjálsar stakeindur eru oxandi efni sem hafa eyðileggjandi áhrif á vefi og líffæri líkamans.

Stakeindirnar eyða upp flestum öðrum andoxunarefnum, en Astaxanthin býr yfir miklum birgðum, sem þýðir að það er virkara lengur – samanborið við önnur andoxunarefni.

Astaxanthinið helst líka óskaddað, sem þýðir að það eru engin efnaviðbrögð sem brjóta það niður, en slíkt gerist hjá flestum öðrum andoxunarefnum. Það ræður til dæmis við fleiri stakeindir í einu en bæði E- og C-vítamín, sem teljast þó nokkuð öflug.

# 2-HÆGIR Á ÖLDUNARFERLINU

Einn af einstökum eiginleikum Astaxanthins er að geta varið bæði vatns- og fituuppleysanlega hluta líkamsfrumunnar. Karótínóíðin skiptast yfirleitt í vatnsuppleysanlega eða fituuppleysanlega hópa, en Astaxanthin tilheyrir hópi sem er mitt á milli og getur haft áhrif á bæði vatn og fitu. 

Þetta þýðir að Astaxanthin sameindirnar geta haft áhrif á og þanið út himnu allra frumna og fljóta því ekki um í blóði okkar, heldur samlaga sig frumuhimnunni. 

Þetta á líka við um hvatberana (mítókondruna eða orkudreifingarhlutann) í frumum hjartans, sem er ein ástæða þess að Astaxanthin er svo gott fyrir hjartað.

Þar sem ástand hvatberanna (mítókondrunnar) skiptir miklu máli þegar við eldumst, er stuðningur við hvatberana í frumukjarnanum (mítókondrunni) eitt af því besta sem hægt er að gera til að hægja á öldrunarferlinu.

#3-VERNDAR TAUGAFRUMURNAR

Astaxanthin fer í gegnum heilablóðþröskuldinn. Á þennan hátt verndar Astaxanthin taugafrumurnar og hægir á áhrifum aldurstengdrar heilabilunar og skynhreyfigetu.

Að auki hafa rannsóknir á dýrum sýnt að Astaxanthin getur dregið verulega úr þeim skaða sem fylgir heilablóðfalli.

#4-VELDUR EKKI OXUN

Einn af lykileiginleikum Astaxanthin er að það getur ekki valdið oxun. Mörg andoxunarefni, valda oxun frekar en andoxun, þegar nægilega mikið er til staðar af þeim.

Þess vegna viltu ekki taka of mörg andoxandi bætiefni í einu. Þar sem astaxanthin veldur ekki oxun, jafnvel þótt mikið sé af því í líkamanum, er það bæði öruggara og öflugra andoxunarefni en mörg önnur.

#5-ÖFLUGT GEGN BÓLGUM

Astaxanthin virkar á í það minnsta fimm mismunandi bólguferla, svo það er öflugt þegar kemur að því að slá á bólgur í líkamanum og viðhalda jafnvægi í líkamskerfinu.

Auk þess að vinna á bólgum dregur Astaxanthin um leið úr sársauka, því það blokkar virkni mismunandi efna í líkamanum, sem undir öðrum kringumstæðum fengju þig til að stynja af sársauka.

Einnig dregur Astaxanthin úr virkni bólgumyndandi efna sem ýta undir marga króníska sjúkdóma.

#6-ASTAXANTHIN ER ÖFLUGT GEGN SÍÞREYTU

Þeir sem þjást af síþreytu ættu að taka inn Astaxanthin. Það kemur góðu jafnvægi á orku líkamans og veitir aukið úthald. Þess vegna virkar það vel á þá sem komnir eru með útbrunaeinkenni vegna vinnu eða álags.

Hreint náttúrulegt Astaxanthin eykur úthald, styrk og bætir árangur líkamans almennt. Þar sem það stuðlar að skjótu jafnvægi í líkamanum eftir æfingar, er það mjög gott fyrir íþróttamenn sem vilja ná sem bestum árangri í því sem þeir eru að gera.

#7-ASTAXANTHIN STYRKIR AUGUN

Astaxanthin býr yfir þeim eiginleikum að komast í gegnum ýmsar hindranir í líkamanum og ná meðal annars til sjónhimnunnar.

Ýmsar klínískar rannsóknir sýna að Astaxanthin bætir augnheilsu sykursjúkra, dregur úr þreytu og álagi á augum og stuðlar að skýrari sjón.

Astaxanthin er bætiefni mánaðarins hjá NOWfoods á Íslandi og er með 15% afslætti út marsmánuð.

Heimildir: Grein eftir Suzy Cohen, R.Ph. á Huffington Post

Grein á vef Dr. Mercola

Guðrún Bergmann heldur úti vefsíðunni www.gudrunbergmann.is með ýmsu fræðsluefni.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira