Ég er með Facebook hóp sem heitir HEILSA OG LÍFSGÆÐI, sem opinn er öllum sem hafa áhuga á að efla heilsuna eftir náttúrulegum leiðum. Ég gerði smá könnun í hópnum um daginn og þá kom í ljós að margir hafa áhuga á að vita meira um áhrif eiturefna í umhverfinu á heilsuna.
Í framhaldi af þeim áhuga ákvað eru hér upplýsingar úr rannsókn sem unnin var af vísindamönnum við læknadeild Langone háskólans í New York, sem beindist að áhrifum eiturefna í umhverfinu á greind barna í Bandaríkjunum.
ELDTEFJANDI EFNI OG MEINDÝRAEITUR
Minna er nú um það en áður var að börn í Bandaríkjunum séu útsett fyrir áhrifum af blýi og kvikasilfri, en kvikasilfur var til dæmis í bólusetningarefnum hér áður fyrr – og allar silfurfyllingar í tönnum innihalda kvikasilfur.
Þrátt fyrir þetta leiddu áhrif af þessum efnum, svo og öðrum eiturefnum, einkum og sér í lagi eldtefjandi efnum og meindýraeitri, til meira en einnar milljón tilvika um greindarskerðingu (færnisskerðingu) meðal barna í Bandaríkjunum á árunum 2001 til 2016.
Þar sem takmarkanir á notkun þessara efna eru rúmar, segja sérfræðingar að áhrif frá eldtefjandi efnum og meindýraeitri séu helsta ástæður greindarskerðingar nú.
GREINDARSKERÐING VEGNA EITUREFNA
Við Grossmann læknaskóla háskólans í New York, komust vísindamenn að því að greindarskerðing féll úr 27 milljón greindarvísitölustigum á árunum 2001 og 2002, niður í 9 milljón greindarvísitölustig á árunum 2015 og 2016.
Þótt minnkunin sjálf lofi góðu, hafa vísindamenn komist að raun um hvaða efni virðast nú vera að valda mestum skaða. Rannsóknir sýndu að þau börn sem höfðu skerta greind voru aðallega útsett fyrir eldtefjandi efni, sem kallast polybrominated dephenly ethers (PBDEs) og að neikvæð áhrif af fosfati (organophosphate) í meindýraeitri jókst úr 67% í 81% meðan á rannsókninni stóð.
REGLURNAR EKKI NÓGU STRANGAR
Abigail Gaylord, MPH, sem leiddi rannsóknina hjá Grossmann segir að leiðir til að draga úr notkun þungmálma séu að skila sér, en að almenn útsetning fyrir eiturefnum í umhverfinu valdi gífurlegum skaða fyrir líkamlega, andlega og efnislega heilsu Bandaríkjamanna.
Ljóst sé að þær reglur sem gilda um notkun eldtefjandi efna og meindýraeiturs séu ekki nógu strangar.
EITUREFNI GETA EYÐILAGT LÍFFÆRI LÍKAMANS
Efnin sem voru rannsökuð fundust í ýmsu því sem er á venjulegum heimilum, eins og bólstruðum húsgögnum (eldtefjandi efni) og yfir í túnfisk (kvikasilfur vegna mengunar í sjónum). Þau geta safnast upp í líkamanum og eyðilagt líffæri hans.
Þungmálmar, einkum blý og kvikasilfur, eru þekktir fyrir að trufla starfsemi heila og nýrna. Að auki geta þeir, auk eldtefjandi efna og eiturefna í meindýraeitri, truflað starfsemi skjaldkirtils, sem gefur frá sér hormón sem hafa áhrif á þróun heilans.
Sérfræðingar segja að ef ung börn eru útsett fyrir þessum eiturefnum geti það valdið námserfiðleikum, einhverfu og hegðunarvandamálum.
MEIRA EN MILLJÓN BÖRN Á 16 ÁRUM
Rannsóknin stóð yfir í sextán ár og vísindamennirnir komust að raun um að dagleg útsetning fyrir þessum eiturefnum, leiddi til þess að rétt um 1.190.230 börn urðu fyrir einhvers konar greindarskerðingu. Í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að áhrifin af eiturefnum á heilsu barna kosti þjóðina um 7,5 billjónir (milljarða) bandaríkjadala.
Einn vísindamannanna við rannsóknina sagði að þótt fólk mótmæli auknum kostnaði við reglugerðir um notkun þessara eiturefna, þá sé óheft notkun þeirra mun dýrari þegar til lengri tíma er litið og að hún leggist þungt á bandarísk börn.
LENGSTA RANNSÓKN SINNAR TEGUNDAR
Niðurstöður úr þessari rannsókn voru birtar á netsíðu Molecular and Cellular Endocriology, en þetta er lengsta taugafræðilega og efnahagslega rannsókn sinnar tegundar.
Leitað var ummerkja um PDBE, organophosphate, blý og kvikasilfur í blóði kvenna sem komnar voru á barneignaaldur og fimm ára barna.
Notaðar voru niðurstöður úr ýmsum öðrum rannsóknum til að meta þann fjölda greindarvísitölustiga sem tapast ef einstaklingar eru útsettir fyrir þeim fjórum eiturefnum sem rannsökuð voru.
Gerð voru reiknilíkön til að áætla tap á framleiðni og auknum lækniskostnaði barna vegna eituráhrifa. Í því var skerðing á hverju greindarvísitölustigi metið á 22.268 bandaríkjadali og varanleg færnisskerðing á 1.272.470 bandaríkjadali.
OPNIR GLUGGAR OG LÍFRÆN FÆÐA
Dr. Trasande, einn af þeim sem leiddi rannsóknina hvetur fólk til að vera duglegt við að opna glugga og lofta út eiturefnum sem finnast í húsgögnum, raftækjum og gólfteppum – og að borða lífrænt ræktaða fæðu til að forðast þessi eiturefni.
Hann heldur því jafnframt fram að áhrifin af þessum efnum kunni að vera mun hættulegri en rannsóknin gat sýnt fram á, þar sem það eru mun fleiri hættuleg efni sem geta haft áhrif á þróun heilans en þau fjögur sem rannsökuð voru. Því sé enn meiri ástæða til að setja hertari reglur um notkun eiturefna.
Heimild: Grein frá New York University
P.S. frá greinarhöfundi: Þótt rannsóknin hafi snúist um að meta áhrif á greind eða greindarskerðingu barna, er líklegt að þessi sömu efni hafi einnig slæm áhrif á heila fullorðinna.
Guðrun Bergmann - www.gudrunbergmann.is