Hefurðu spáð í það hversu mikil áhrif streita hefur á heilsuna þína? Eða hversu oft þú segir: „Ég er svo stressuð/stressaður“? Það er eðlilegt að finna fyrir streitu, en óeðlilegt að ná ekki að slaka á inn á milli og losa sig við streituna.
Verst er þó að vita að viðvarandi streita hefur bælandi áhrif á ónæmiskerfi okkar. Undir miklu streituálagi eigum við því erfitt með að ná bata á ný ef við erum að takast á við einhverja sjúkdóma. Jafnframt erum við viðkvæmari fyrir hvers konar sýkingum.
STREITA SKAPAST Á MISMUNANDI HÁTT
Margir fara að tala um stress þegar þeir eru í skóla. Þá eru þeir stressaðir yfir að ljúka verkefnum ekki á réttum tíma eða stressaðir fyrir próf. Sú streita líður yfirleitt fljótt hjá og við tekur hamingja ef allt gengur vel.
Með aldrinum eykst yfirleitt áreiti á fólk og samhliða því aukast streituviðbrögðin. Fjármálavandamál geta verið mjög stressandi, samskipti við maka ef þau eru erfið, eða samskipti á vinnustað.
Spennan og streitan myndast líka þegar tími er naumur til að ljúka einhverjum verkefnum eða þegar verið er að þjóta á milli staða og umferðin hægir á ferðatímanum. Allt getur þetta valdið streituviðbragði í líkamanum.
KRÓNÍSK STREITA
Krónísk streita telst ekki bara vera afleiðing daglegrar streitu. Hún getur tengst fyrstu kynnum þínum af streitu, áföllum í æsku og neikvæðum innrætingum sem oft leiða til viðvarandi neikvæðra tilfinninga.
Neikvæðar tilfinningar geta með tímanum fest sig í sessi og leitt til neikvæðrar sjálfsmyndar og sjálfsmats. Neikvætt sjálfsmat getur leitt til eitraðra sambanda sem valda viðvarandi streitu og félagslegri einangrun. Allt hefur þetta neikvæð áhrif á heilsuna.
VAGUS TAUGIN OG STREITA
Vagus taugin stjórnar sjálfráða og ósjálfráða taugakerfi okkar. Ef þú ert undir stöðugu streituálagi er þetta sjálfvirka taugakerfi úr jafnvægi. Við það dregur úr styrk Vagus taugarinnar og hún nær ekki að stjórna bólguviðbrögðum líkamans.
Þegar sjálfráða taugakerfið (sympatíska), þetta sem er tilbúið til að „berjast eða flýja“ er í stöðugri virkni, hreinsast streituhormónin aldrei alveg úr líkamskerfinu. Stöðugt kortisólmagn leiðir því með tímanum til þess að vefir í líkamanum skaddast og viðvarandi bólga eigi sér stað í kerfinu.
Í dag klukkan 17:30 er ég með stutt ókeypis námskeið á Facebook síðunni minni, þar sem ég fjalla um Vagus taugina og streitu – og leiðir til að styrkja taugina, svo hún starfi betur.
SMELLTU HÉR ef þú vilt fá áminningu á Messenger þegar ég byrja.