Nú er mikið rætt um annan faraldur af Covid-19, sem virðist þó ekki vera jafn skæður og sá fyrri, því hvorki er fjallað um margar sjúkrahúsinnlagnir né fólk í öndunarvélum, sem er frábært.
Ég fjallaði fyrr á þessu ári um nokkrar leiðir sem geta stuðlað að öflugra ónæmiskerfi, því það er ein besta vörnin gegn öllum veikindum.
Í þessari grein tek ég saman nokkrar nýjar og gamlar ráðleggingar um lífsstíl og bætiefni sem styrkja ónæmiskerfið.
1 - LÍFSSTÍLLINN SKIPTIR MÁLI
Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeir sem farið hafa illa út úr Covid-19 sýkingu eru gjarnan með einhver meltingar- og/eða efnaskiptavandamál og með of hátt sykurmagn í blóði. Þar sem 80% af ónæmiskerfi okkar er í þörmunum, er mikilvægt að næra líkamann á hreinni og góðri fæðu og velja fæðutegundir sem styrkja ónæmiskerfið.
Margir hafa dottið í óhollustuna í Covid-ástandinu og tala um Covid-kíló, Covid-snakk og fleira í þeim dúr. Til að styrkja ónæmiskerfið er gott að hafa í huga að:
1 - Vírusar elska glúkósa – þ.e. sykur og sætindi hvers konar, svo það er góð vírusvörn að forðast slíkt.
2 - Að fersk matvara, elduð frá grunni er betri fyrir ónæmiskerfið en unnin matvara.
3 - Að nú er mikið úrval af fersku íslensku grænmeti að koma á markað, sem hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið.
4 - Að bláber, brómber og hindber (bráðum kemur berjatíð) eru sérlega andoxunarrík og öflug fyrir ónæmiskerfið – svo gott er að nota þau í búst eða þeytinga.
5 - Að mikilvægt er að drekka minnst 2 lítra af vatni á dag til að stuðla að reglulegri hreinsun úrgangsefna úr líkamanum.
6 - Tryggðu minnst sjö til átta tíma svefn á nóttu.
2 - STYRKTU VAGUS TAUGINA
Með því að örva og styrkja Vagus taugina, líka kölluð flökkutaug, sem tengist við flest líffæri líkamans eflirðu ónæmiskerfi líkamans. Það er gert með ýmsum einföldum daglegum æfingum, sem stuðla bæði huglægt og líkamlega að því að styrkja ónæmiskerfið. Sjá nánar greinina „Hvað veistu um Vagus-taugina?“.
Næsta námskeið hjá mér hefst 11. ágúst. Eins og annað á Covid-tímum fer það fram í gegnum netið, með fyrirlestrum og daglegum póstum í lokuðum Facebook hópi.
SMELLTU HÉR ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið nánar.
3 - C-VÍTAMÍN VEITIR GÓÐA VÖRN
Fram hefur komið víða í fréttum að þeir sem veiktust á sínum tíma í Wuhan hafi aðallega verið meðhöndlaðir með C-vítamíni og þá í æð, enda fátt sem styrkir ónæmiskerfið jafn vel og C-vítamín gerir.
Það besta við C-vítamín er að það er vatnsuppleysanlegt og því lítil hætta á að taka of mikið af því. Það sem líkaminn ekki notar skilar hann frá sér með þvagi.
Bandaríski náttúrulæknirinn Dr. Sharon Stills ráðleggur 2 x 2 töflur af C-vítamíni á dag, sem myndi vera um 4000 mg samtals.
4 - KÚRKÚMÍN VEITIR ÖFLUGA VÖRN
CurcuFRESH Curcumin er líka eitt af þeim bætiefnum sem Dr. Stills ráðleggur. Það er þekkt fyrir að hindra bindingu neikvæðra efna við frumur líkamans.
Kúrkúmín er virka efnið í túrmerik rótinni.Líkaminn getur hins vegar átt erfitt með upptöku á því. Þess vegna er tilvalið að nota 2 hylki á dag af CurcuFRESH Curcumin frá NOW, sem er sérlega unnið til að hámarka upptöku líkamans á virka efninu.
5 - STEINEFNABLANDA
Margir erlendir læknar mæla með Selenium og Zinc steinefnum, til að styrkja ónæmiskerfið. Hægt er að kaupa þessi bætiefni stök, en einfaldast er að kaupa steinefnablönduna Full Spectrum Mineral Caps frá NOW. Blandan inniheldur mikið af öflugum steinefnum, meðal annars Selenium og Zinc.
Með því að taka 2-4 hylki á dag fær líkaminn það magn af steinefnum sem hann þarf á að halda til að styrkja ónæmiskerfið.
6 - ÖNDUNARFÆRIN OG MELTINGIN
Nýlega fjallaði ég um tvö náttúruleg efni sem virka vel á frjókornaofnæmi. Í blöndunni sem um ræðir eru bæði Quercetin og Bromelain.
Quercetin er eitt öflugasta andoxunarefnið í flokki flavonóíða. Rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr bólgum og stuðlar að styrkari starfsemi öndunarfæranna. Líkaminn framleiðir ekki sjálfur Quercetin, svo annað hvort þarf að taka það inn sem bætiefni eða neyta mikils magns af ýmsum ávöxtum eins og vínberjum og öðrum berjum.
Bromelain* er bólgueyðandi efni, sem hentar vel þeim sem eru með asma eða önnur ofnæmi í öndunarveginum. Bromelain hefur meðal annars virkað vel við að draga úr bólgum, stíflum og öðrum einkennum sem tengjast kónískum kinnholubólgum
7 - GLUTATHIONE
Glutathione er af mörgum talið eitt öflugasta andoxunarefni líkamans og ýmsar rannsóknir hafa sýnt að sé gildi þess í líkamanum lágt, þá sé ónæmiskerfi hans veikt.
Í nýlegri grein eftir rússneska lækninn Alexey V. Polonikov, sem ber yfirskriftina: Endogenous Deficiency of Glutathione as the Most Likely Cause oaf Serious Manifestations of Death From Novel Coronavirus Infection ( Covid-19), setur hann fram þá tilgátu, byggða á rannsóknum sínum, að hátt eða lágt gildi Glutathiones í líkama fólks ráði því hvernig það bregst við smiti.
Hann uppgötvaði að hlutfall virks súrefnissambands (reactive-oxygen-species eða ROS) við Glutathione í líkamanum gat gefið til kynna hversu alvarleg áhrif Covid-19 hefði á heilsu sjúklingsins.
Þegar sjúklingurinn sýndi lágt hlutfall ROS gagnvart Glutathione (sem þýddi að nægilegt magn af Glutathione var í líkamanum) voru áhrif sýkingar mjög mild. Hiti hvarf á fjórða degi án nokkurrar meðferðar.
Þegar hlutfall ROS gagnvart Glutathione var hátt, komst sjúklingurinn oft í andnauð á fjórða degi, fékk háan hita, hæsi, vöðvaverki og síþreytu sem stóð yfir í 13 daga. Mjög hátt hlutfall ROS gagnvart Glutathione, leiddi yfirleitt til sjúkrahúsdvalar og meðhöndlunar gegn Covid-tengdri lungnabólgu.
Byggt á eigin rannsóknum og ýmsum öðrum heimildum telur Polonikov að Glutathione skortur sé ein helsta skýringin á alvarleika sýkinga og andláti þeirra sem smitast af Covid-19.
Glutathione bætiefni fæst í heilsuvöruhillum allra helstu matvörumarkaða og í apótekum.
ATHUGIÐ* Ekki má taka inn Bromelain ef verið er að taka inn blóðþynningarlyf. Vegna blóðþynnandi eiginleika þess má heldur ekki nota það rétt fyrir eða fljótlega eftir skurðaðgerð.
Heimildir: Fréttabréf Dr. Sharon Stills – Viðtal við Dr. Andrew Weil – Skinna.is – Researchgate.net