Fæstir gera sér grein fyrir því að sykur er efstur á lista yfir þá matvöru sem veldur bólgum í vöðvum og liðum. Ótal rannsóknir benda til þess að unnar sykurvörur losi um bólgumyndandi efni í líkamanum, sem leiði til bólginna liða nánast um allan líkamann.
LIÐVERKIR OG BÓLGUR
Oft er rætt um bólgur í tengslum við heilsuna, enda eru bólgur yfirleitt fyrirrennari alvarlegri sjúkdóma í líkamanum. Því er mikilvægt að nota bætiefni og fæðu sem draga úr líkum þess að við myndum langvarandi bólgur í líkamanum.
Skammtíma bólguviðbrögð eru eðlilegur hluti af varnarkerfi líkamans. Bólgan, roðinn, sársaukinn og hitinn, sem myndast þegar við skerum okkur á putta sýna að innri her varnarkerfisins er mættur á staðinn til að byrja að gera við svæðið.
Bólgur eru einn hluti af því ferli að sár grói, að við losnum við úrgangsefni úr líkamanum og þegar barist er við sýkla sem hafa fundið sér leið inn í líkamann.
Þegar bólgurnar verða viðvarandi, fer her varnarkerfisins að valda umfrymiskiptingu (cytokines) og fer að skaða þá hluta líkamans, sem annars voru heilbrigðir, þar á meðal liðina. Við verður svo vör við þessar bólgur þegar við fáum liðverki.
AUMINGJA HNÉN MÍN!
Algeng form liðagigtar eru þvagsýrugigt, hrygggigt (hryggsekkjabólga), iktsýki eða liðagigt og slitgigt, auk þess sem vefjagigt er tengd þessum gigtarflokkum.
Liðagigtin hefur verið skilgreind sem sjálfsónæmissjúkdómur, en sjálfsónæmissjúkdómar myndast þegar líkaminn ræðst á eigin vefi og telur að þeir séu óvinurinn. Eins og með aðra sjálfsónæmissjúkdóma er talið að fæðan sem neytt er ráði miklu um birtingu þeirra.
Slitgigtin er ekki flokkuð sem sjálfsónæmissjúkdómur. Hún myndast yfirleitt með tímanum en getur samt sem áður valdið miklum bólgum. Slitgigtin kemur gjarnan fram í hnjám, mjöðmum, baki, höndum, olnbogum eða jafnvel á öllum þessum stöðum og verður meira áberandi með aldrinum.
Slitgigtinni fylgja bólgur, sem leiða til þess að brjóskið byrjar að gefa sig og mikið af frumuúrgangi fer að safnast upp í kerfi líkamans. Það leiðir aftur til frekari framleiðslu á bólguvaldandi efnum eins og cytokines og hvítfrumuboða (interleukin-1).
Mikil sykurneysla getur leitt til ýmis konar liðvandamála á eftirfarandi hátt:
TENGINGIN MILLI SYKURS, VERKJA OG STIRÐLEIKA
Líkur eru á því að dagleg neysla á sykri sé að valda þér sársauka og bólgum. Sykurneysla hefur aukist margfalt á undanförnum 70 árum eða svo. Í nútíma mataræði okkar er að finna mikið af fullunninni sterkju og sykurafurðum, sem geta valdið bólgum, sem leiða til fjölda sjúkdóma og skammtíma eða viðvarandi verkja.
Hvernig finnum við fyrir sársauka og bólgum af völdum sykurneyslu? Við upplifum hann sem stiðleika í liðum, vöðvaverki, sem strengi og spennu víða um líkamann, sem meltingarvandamál, vöðvagigt, mígreni og jafnvel sem fyrirtíðaspennu.
Þér finnst þú kannski ekki vera að neyta mikils sykurs, en ef þú leiðir hugann að öllum þeim falda sykri sem er í fæðunni – og því að heilsusamleg kolvetni umbreytast í sykur í líkamanum – þá er sykurneyslan mun meiri en þú heldur.
BÆTIEFNI SEM STYRKJA LIÐINA
Þegar sykurneyslu er hætt, eins og í SYKURLAUSUM SEPTEMBER, er tilvalið að taka inn bætiefni sem styrkja liðina og draga úr cytokine myndun í líkamanum. Þau bætiefni sem ég get mælt með eru:
Glucosamine og Chondroitin með MSM frá NOW, sem dregur úr bólgum og stuðlar að uppbyggingu brjósks í liðunum.
Astaxanthin frá NOW, en það er eitt af þeim efnum sem rannsóknir hafa sýnt að dregur úr cytokine (offramleiðsla bólguvaldandi efna í líkamanum) framleiðslu í líkamanum.
Glutathione frá NOW sem er eitt mikilvægasta andoxunarefni líkamans. Það styrkir ónæmiskerfi líkamans, en þegar það er sterkt er minna um bólgur í líkamanum.
Omega-3 frá NOW sem virkar eins og smurning á liðina og eykur um leið liðleika, auk þess sem Omega-3 er mjög mikilvægt fyrir heilann og viðhald hans.
Mynd: CanStockPhoto.com
Heimildir: www.caryortho.com – www.thatsugarmovement.com – www.vtfc.com