VEIST ÞÚ HVAÐ MORINGA ER?
Það ekki út af engu sem ég spyr. Þetta er nefnilega lítt þekkt náttúruvara hér á landi og sjálf kynntist ég henni ekki fyrr en fyrir rúmum tveimur árum síðan.
Þá var ég stödd í Akshardham hofinu í Nýju-Delhi á Indlandi. Leiðin út úr hofinu lá í gegnum verslun sem þar er rekin, þar sem meðal annars eru seld alls konar jurtalyf, krem og bætiefni. Indverskur vinur minn sagðist ætla að kaupa Moringa fyrir móður sína. Ég spurði hvað það væri og hann svaraði: „Jurtalyf sem er gott fyrir allt, en móðir mín er með liðagigt.“
Mig langaði til að prófa og keypti mér þrjú glös með hylkjum sem kláruðustu á þremur mánuðum. Eftir það reyndi ég ekki einu sinni að leita að Moringa hér á landi, því ég taldi að það fengist ekki hér, fyrr en ég rakst á Moringa í Mamma Veit Best í Kópavoginum fyrir nokkrum mánuðum.
MORINGA ER RÍKT AF AMÍNÓSÝRUM
Moringa oleifera er stundum kallað „kraftaverkatréð“. Það rekur uppruna sinn til norðurhluta Indlands, en plantan getur einnig vaxið á öðrum hitabeltissvæðum eða í heittempruðu loftslagi, eins og í Asíu og Afríku. Blöðin, blómin, fræin og rætur plöntunnar hafa verið notuð í náttúrulækningum í margar aldir.
Moringa hefur í hefðbundnum indverskum lækningum (Ayurveda) verið notað sem úrræði gegn heilsufarsvandamálum eins og:
Sykursýki[i] – Langvarandi bólgum[ii] – Bakteríu-, veiru- og sveppasýkingum[iii] – Liðverkjum[iv] – Hjartavandamálum[v]og Krabbameinum[vi].
Ýmsar rannsóknir[vii] sýna að í Moringa er að finna mest prótínhlutfall allra plantna, auk þess sem í því er að finna allar amínósýrurnar. Það inniheldur þrisvar sinnum meira karótín en gulrætur og næstum því tvisvar sinnum meira af blaðgrænu en spínat, auk þess sem það er fullt af andoxunarefnum.
FULLT AF NÆRINGAREFNUM
Moringa er hluti af þeim trjám og runnum sem tilheyra Brassica eða „kál ættkvíslinni“ og er náskylt grænkáli og brokkolíi. Á vissan hátt er Moringa risinn í þessar ættkvísl – svona aðeins og baunagrasið í „Jói og baunagrasið“. Allt tréð er ætt, þar með talið börkur og rætur, en laufin og fræin eru algengasta neysluvaran.
Ef Moringa er borið saman[viii], gramm fyrir gramm, við grænkál er tvisvar sinnum meira prótín í því, sex sinnum meira járn og 97 sinnum meira B-2 vítamín. Í Moringa er einnig að finna A-vítamín, C-vítamín, kalk, kalín og járn, auk þess sem laufin eru sérlega trefjarík, sem gerir afurðir þeirra góðar fyrir örveruflóruna.
Auk þess að veita mikilvæga næringu og virka sem náttúrulyf, hafa fræin af Moringa trénu verið notuð í olíur og húðvörur. Með Moringa fræjunum er einnig hægt að hreinsa vatn[ix] á ódýran og auðveldan máta, en það er nokkuð sem þarf að gera á mörgum þeim svæðum þar sem Moringa trén vaxa helst.
MORINGA ER AUÐVELT Í NOTKUN
Moringadufti má bæta út í búst eða blanda við kalt vatn og drekka. Eins er hægt að gera sér Moringa-te með því að blanda duftinu saman við heitt vatn, bæta við góðri jurtamjólk og hræra í með kanilstöng. Hægt er að strá því út á chia-, kínóa- og hafragraut eða yfir salat og eggjakökur. Svo má bæta því í heimagerða hrábita eða setja út í brauðdeig.
Mynd: CanStockPhoto / bdspn
Heimildir:
[i] https://www.webmd.com/diabetes/default.htm
[ii] https://www.webmd.com/arthritis/about-inflammation
[iii] http://koreascience.or.kr/article/JAKO201435648479194.pdf
[iv] https://www.longevityinsiderhq.com/how-moringa-reduces-inflammation-and-soothes-joint-pain/71264
[v] https://www.medicalnewstoday.com/articles/319916#what-are-the-benefits
[vi] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4545797/
[vii] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4961408/
[viii] https://www.fastcompany.com/3050019/meet-moringa-the-african-superfood-thats-healthier-than-kale
[ix] https://news.psu.edu/story/358048/2015/06/09/research/researchers-study-inexpensive-process-clean-water-developing