Mjög miklar breytingar eru að eiga sér í stað í heiminum þar sem Jörðin og við sem á henni búum erum að fara í gegnum mikið umbreytingarferli. Tíðnin á og í Jörðinni er að hækka og þessi hækkun kemur til með að hafa áhrif á alla, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki.
Þessi tíðnihækkun tengist því að við erum að fara úr þriðju víddar orkutíðni og upp í fimmtu víddar orkutíðni, sem er mun fíngerðari og magnaðri.
HIN ANDLEGA SÓL
Þann 8. ágúst síðastliðinn opnaðist fyrir orkuhlið utan úr geimnum, sem almennt er kallað HLIÐ LJÓNSINS. Þetta gerðist á sama tíma og við Jarðarbúar fórum aftur að njóta ljóssins frá plánetunni eða stjörnunni Síríusi – sjá nánar í greininni: HLIÐ LJÓNSINS – en í dulrænum fræðum er fjallað um Síríus sem hin ANDLEGU SÓL.
Samkvæmt geislafræði dulspekinnar tengist Síríus öðrum geislanum, en annar geislinn vinnur með hjartaorkustöðinni og hóstarkirtlinum (sem er hærri hjartaorkustöðin) og bera með sér eiginleika KÆRLEIKA og VISKU.
LJÓSTÍÐNIN HÆKKAR STÖÐUGT
Frá því HLIÐ LJÓNSINS opnaðist hefur LJÓSTÍÐNIN á Jörðinni hækkað mjög mikið. Frakkinn Luc Bodin er lærður læknir, fyrirlesari og rithöfundur og hefur helgað sig andlegum málum undanfarin ár og spáir mikið í tíðni LJÓSS OG KÆRLEIKA.
Hann hefur meðal annars verið að mæla LJÓSTÍÐNINA sem hefur áhrif á Jörðina. Hún var um 6.500 BU (Bovie Unit – meðal annars notuð við rafskurðlækningar) í lok 20. aldar eða fyrir rúmum 20 árum. Luc Bodin talar reyndar líka um Vibratory rate – eða tíðnisveiflustig á Jörðinni, út frá því að opnast hafi fyrir mikla LJÓSORKU sem streymir til Jarðar núna.
Á þessu ári hefur tíðni LJÓSORKUNNAR hækkað mikið og var orðin 48.000 BU þann 15. júlí síðastliðinn. Sú háa ljóstíðni er í samræmi við mælingar annarra eins og til dæmis líffræði-jarðfræðingsins Rory Duff og stjörnuspekingsins Pam Gregory, þótt þau noti aðrar mælieiningar.
Samkvæmt mælingum Luc Bodin hækkaði tíðni LJÓSORKUNNAR mjög hratt í kringum 19. og 20. ágúst. Sú hækkun lagði mikið álag á líkama margra en í nýlegum pósti á vefsíðu hans kemur fram að tíðni LJÓSORKUNNAR sé nú orðin 170.000 BU.
Bodin telur að tíðnisveifla LJÓSORKUNNAR sér að komast í jafnvægi, en að styrkur hennar eigi hins vegar eftir að halda áfram að aukast. Hann segir að sífellt fleiri muni finna fyrir kraftinum í tíðninni sem kemur í gegnum þetta LJÓSHLIÐ. Það muni því veita fleirum tækifæri til að breytast og þróast... en bætir því jafnframt við að það sé undir hverjum og einum komið hvort þeir nýti sér það tækifæri til þess.
KÆRLEIKSSTUÐULL MANNKYNS
Luc Bodin hefur líka verið að mæla KÆRLEIKSSTUÐUL MANNKYNS og segir að hann sé að hækka, hægt en ákveðið, sem er alltaf gott. Hann stendur núna í 20% en ef kúrfa stuðulsins er framreiknuð, ætti hún að vera búin að ná 100% í kringum 20. desember næstkomandi. Bodin talar um að það sé nauðsynlegt að stuðullinn nái þeirri tölu, þar sem KÆRLEIKSSTUÐULLINN þarf að vera það hár, til að mannkynið geti færst yfir í nýtt hugarfar heilinda, umburðarlyndis, samnýtingar, ósérplægni og að sjálfsögðu meiri kærleika.
Reyndar segir Luc Bodin að möguleiki sé á því að þetta ferli vindi hraðar upp á sig en hann áætlar, en það á eftir að koma í ljós.
Heimildir: Vefsíðan luc-bodin.fr þar sem einnig er hægt að finna bækur og fleira efni eftir Luc Bodin