c

Pistlar:

8. nóvember 2021 kl. 15:08

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

17 leiðir til að öðlast innri frið

Við megum vænta mikils titrings í pólitík, í Jörðinni og samfélögum heims í þessum mánuði. Framundan eru kannski mestu breytingar sem við eigum eftir að ganga í gegnum á lífsleiðinni.

Þá er gott að vera í innra jafnvægi og halda innri ró sinni. 

Eftirfarandi listi er settur saman af Alex Elle og ég rakst á hann á Facebook. Langaði að deila honum með ykkur, því á honum eru mörg hollráð.

aaron-burden-eZrIiv5bKxY-unsplash 

HÆTTU ÞESSU TIL AÐ ÖÐLAST INNRI FRIÐ:

  1. Rífast við fólk
  2. Eyða orku í einhliða sambönd
  3. Taka of mikið að þér þegar þú hefur ekki orku í það
  4. Sætta þig við og afsaka eitraða hegðun annarra því það er þægilegra en að gera breytingar
  5. Leyfa fjölskyldumeðlimum með fíknir eða önnur vanhæfnis vandamál að stela gleði þinni
  6. Reyna að „laga“ fólk út frá „kærleiksríkri umönnun“
  7. Horfa framhjá mörkum þínum til að falla (óþægilega) að þörfum annarra
  8. Halda í takmarkandi sannfæringar um líf þitt, sjálfsmat og möguleika
  9. Þykjast vera hamingjusöm/-samur þegar þér líður illa
  10. Þegja og greina ekki frá þínum eigin þörfum
  11. Velta of mikið vöngum yfir fortíð þinni og því sem ekki er hægt að breyta
  12. Halda í fólk sem þú átt ekki samleið með lengur, vegna þess að þú hefur „lagt svo mikið í samskiptin“
  13. Að gera eins og hinir, því það er svo þægilegt
  14. Yfirsjást allt það góða í eigin lífi og bera líf þitt saman við líf annarra
  15. Fórna sjálfri/sjálfum þér, sannleika þínum og heildindum „til að passa í hópinn“
  16. Bíða eftir mati annarra á þér til að auka sjálfstraust þitt
  17. Reyna að breyta fólki sem er ákveðið í að breyta engu

Svo er alltaf hægt að ná sér í ókeypis MORGUNHUGLEIÐSLU á síðunni minni til að vinna að innri friði.

Ef þér fannst þessi listi áhugaverður, deildu honum þá endilega með öðrum. 

Mynd: DreamLand_Media

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira