Undanfarið eitt og hálft ár hef ég unnið mikið með stjörnuspekiskýringar breska stjörnuspekingsins Pam Gregory í tengslum við námskeið mitt STJÖRNUSKIN. Pam
telst vera ein af betri stjörnuspekingum í heiminum í dag, enda starfað við fagið í meira en 40 ár.
Í þessari grein er ég með stutta samantekt á því sem við megum eiga von á að komi til með að gerast á komandi ári, út frá stjörnuspekiskýringum Pam í upphafi árs.
OPINBERANIR OG BYLTINGAR
Pam hefur valið að kalla árið 2022, ár OPINBERUNAR OG BYLTINGAR. Hún tengir þetta við allar þær opinberanir sem eru að koma upp á yfirborðið núna – eins og til dæmis yfirlýsing Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra á opnum fundi Velferðarnefndar Alþingis þann 29. desember, þar sem hann staðfesti að sú „bólusetning“ sem eigi að fara að framkvæma á börnum sé tilraun til ársins 2026 og því viti í raun enginn hvernig efnin virki.
Við ráðherraskiptin hefur greinilega gleymst að segja honum að þegja yfir þessum upplýsingum, því heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa hingað til neitað að um tilraun sé að ræða.
ÚRANUS MEÐ YFIRHÖNDINA
Þessi opinberun af Willums hálfu er bara ein af mörgum sem hrannast nú á ógnarhraða upp um allan heim, vegna þess að Úranus er að ná yfirhöndinni í 90° spennuafstöðu sem hefur verið milli Satúrnusar og Úranusar síðustu tvö árin. Meðan Satúrnus var með yfirhöndina var allt í lokunum og stöðugum þrengingum að frelsi fólks.
Nú þegar Úranus er að ná yfirhöndinni verður umbylting og fólk gerir kröfu um frelsi og vill fá sannleikann upp á yfirborðið. Úranus er líka táknrænn fyrir framtíðina og aukna vitundarvakningu, svo margir eiga eftir að vakna óþyrmilega til vitundar um að allt er ekki eins og það hefur sýnst vera.
Þegar sannleikurinn kemur í svona miklu magni upp á yfirborðið eru líkur á að hann leiði til byltinga víða um heim – en Úranus er líka tengdur byltingum, eldgosum, jarðhræringum og fleiru óvæntu, bæði í Jörðinni og hjá mannkyninu – svo við megum eiga von á þessu öllu.
SPILLING OG UPPGJÖR
Við megum líka eiga von á því að gerð verði úttekt á viðbrögðum yfirvalda í flestum löndum heims við „farsóttinni“ og þau tekin til gagngerrar endurskoðunar. Líkur eru á að spilling og ýmis óheilindi opinberist og að skortur á gagnsæi komi í ljós, svo og staðfesting á að ýmis lög og lögvarin réttindi hafi verið freklega brotin í þessu ferli.
Í kjölfarið má vænta lögsókna, því siðblinda og önnur óheilindi hafa leitt til þess að framdir hafa verið glæpir gegn mannkyninu.
Fólk hefur víða um heim safnast saman í mótmælagöngur á árinu sem er að kveðja, Eftir því sem opinberanir verða meiri á má gera ráð fyrir að uppþotum, kröfugöngum eða friðsamlegum mótmælumfjölgi, því fólk mun krefjast réttlætis og frelsis.
EFNAHAGSLEG ÓKYRRÐ
Upp úr miðjum janúar eða í byrjun febrúar eru líkur á ókyrrð í efnahagsmálum heimsins. Plútó er að koma aftur að þeirri gráðu sem Plútó er á í stjörnukorti Bandaríkjanna. Þar er Plútó í 2. húsi, sem er táknrænt fyrir hagkerfi og fjármál landsins.
Plútó brýtur niður og byggir upp og niðurbrot hans á fjármálakerfi Bandaríkjanna mun hafa áhrif um allan heim. Við megum því eiga von á miklu umróti í tengslum við efnahagsmál almennt, breytingar á gjaldmiðlum, sköttum og ýmsu fleiru. Segja má að gjaldmiðlar og rafeyrir séu í kastljósinu á næsta ári.
Þessi ókyrrð getur líka tengst opinberun á ýmsum leyndarmálum hinna ríku og voldugu, einkum í tengslum við fjármál og kynlíf.
ALLT GERIST HRATT
Júpiter er í Fiskamerkinu nú fyrri hluta árs eða fram til 11. maí. Hann fer á ofurhraða í gegnum það merki og Júpiter fylgir alltaf mikil þensla. Allt mun því gerast mjög hratt og óvænt á þessu ári, einkum eftir lok janúar. Þar sem Júpiter er í Fisknum fylgir honum mikið vatn og flóð eru því mjög líkleg, jafnvel stórflóð.
Uppljóstranir og opinberanir eiga eftir að koma mörgum í opna skjöldu og fólk á eftir að vera vantrúað á það sem það sér og heyrir, því það er enn fast í gömlu sannfæringarkerfunum. Hraðinn gerir það hins vegar að verkum að það verður engin grið gefin og við verðum að móta nýjan skilning á heiminum.
Það verður ýtt all harkalega við vitund okkar og við hvött til að vakna til hærri vitundar en hingað til. Við erum á vendipunkti Vitundarvakningarinnar Miklu – svo annað hvort vöknum við núna eða bara alls ekki.
SJÁLFRÆÐI OKKAR
Okkar eigin sjálfræði, vald okkar yfir eigin lífi og stjórn á því verður líka í forgrunni á komandi ári. Við komum til með að hætta að treysta eins mikið á stjórnvöld, stofnanir og stórfyrirtæki – og vilja taka völdin í eigin lífi í okkar hendur.
Árið verður að öllum líkindum róstusamt og það má líkja því við rússíbanareið. Í öllu þessu umróti er mikilvægt að halda innri ró og innra jafnvægi, því við erum okkar eigin máttarstólpar.
Með því að hugleiða reglulega og stunda bænahald náum við að halda innri ró og jafnvægi. Það er nefnilega mikilvægt að hafa Guð (sama hvaða nafni við nefnum hann) inni í lífi okkar, því hann skapaði okkur í sinni mynd, svo hann er í okkur öllum eða eins og segir í einu erindi í ljóðinu Lífshvöt eftir Steingrím Thorsteinsson: „Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber, Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér.“
Ef þær fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
www.gudrunbergmann.is