Þann 27. júlí breytir Chiron (Kíron) um stefnu á tuttugu og þremur gráðum í Hrút til að fara afturábak. Plánetan Chiron sem er nefnd eftir grískum guði, sem var kentár, að hálfu maður og að hálfu hestur, ver að meðaltali 4-5 mánuðum ár hvert í að fara afturábak um sporbaug sinn. Chiron er táknrænn fyrir hinn særða heilara, þann sem hefur fengið stór sár snemma á ævinni, en nær að heila þau. En hver er munurinn á því þegar plánetan fer fram á við eða þegar hún fer afturábak?
Á FERÐ AFTURÁBAK
Þegar hægfara plánetur stöðvast til að breyta um stefnu til að fara annað hvort áfram eða afturábak um sporbaug sinn, magnast orka þeirra og áhrif upp þegar þær eru í kyrrstöðufasanum. Hann er því oft mikilvægari en afturábak ferlið sjálft.
Kyrrstöðufasinn vísar til tiltekinnar viku (nokkrum dögum fyrir og nokkrum dögum eftir) í kringum þann dag sem pláneta breytir um stefnu. Stefnubreytingin er mikilvæg því hún markar ákveðin tímamót og umbreytingu á orkunni, sem breytir því hvernig við upplifum áhrif plánetunnar.
KYRRSTAÐAN
Í kyrrstöðu verður orka plánetunnar mjög einbeitt og áköf og skyggir oft á áhrif frá öðrum plánetunum. Þess vegna fanga plánetur sem eru að breyta um stefnu yfirleitt athygli okkar. Reikistjörnur hægja verulega á sér við stefnubreytingar, sem veldur því að þær sitja lengur á sama stað.
Chiron fer afturábak á tuttugu og þremur gráðum í Hrút, sem þýðir að hann verður á þeirri gráðu mun lengur en hann var til dæmis á þeirri nítjándu, tuttugustu eða tuttugustu og fyrstu. Það þýðir að ef einhver er með plánetu eða afstöðu við tuttugustu og þriðju gráðuna, einkum ef það eru plánetur sem eru í Hrút (samstaða), Krabba (90 gráðu spennuafstaða) eða Vog (180 gráðu spennuandstaða), verða áhrif Chiron mun magnaðri á meðan hún er kyrrstæð á þeirri gráðu.
LÆST INNI MEÐ CHIRON
Þegar Chiron er í þessu snúningsferli, má gjarnan nota þá myndlíkingu að við séum í sama herbergi og plánetan. Ef við ímyndum okkur að það herbergi sé með hurð sem er læst með lykli sem er í skráargatinu, þá opnast hurðin sé lyklinum snúið rangsælis og Chiron getur farið út, og haldið ferði sinni fram á við áfram, en pláneturnar fara rangsælis í hringi um Sólina.
Þegar pláneta er hins vegar á ferð afturábak, snúum við lyklinum réttsælis. Við læsum okkur inni með Chiron, því plánetur sem eru á ferð afturábak eru næst Jörðinni á braut sinni. Áhrif hans verða óumflýjanlega persónulegri, þar sem við erum beinlínis að upplifa nærveru Chiron eða hverrar annarar plánetu sem er á ferð afturábak. Þess vegna er sagt að fólk fái meiri innsýn í málin þegar pláneta er á ferð afturábak.
FYRRI REYNSLA OKKAR
Með því að „fara til baka“ erum við að endurskoða fyrri reynslu okkar. Á því augnabliki sem hún átti sér stað, brugðumst við oft við aðstæðum, án þess að vinna að fullu úr þeim. Það var ekki nægur tími til að „melta“ upplifun okkar að fullu þegar hún átti sér stað.
Hins verar öðlumst við sannan skilning þegar við tökum skref til baka og endurskoðum fyrri reynslu út frá skilningi okkar í dag.
Það ferli sem felst í því að endurskoða og ígrunda sárin okkar er mikilvægt, þótt margir forðist slíka sjálfsskoðun því það er óþægilegt að horfast í augu við neikvæðar tilfinningar. En ef við ekki upplifum og skiljum þær, erum við föst í endurteknum mynstrum sem við mótuðum til að fela þessar tilfinningar.
HIN SÆRÐA SJÁLFSMYND
Þegar Chiron er í Hrútnum þurfum við að takast á við sárin sem tengjast sjálfsmynd okkar. Hrúturinn er fyrsta stjörnumerkið og táknar sjálfið og persónulega sjálfsmynd okkar, en Chiron kom ekki inn í Hrútinn fyrr en árið 2018.
Við þurfum að spyrja “Hver er ég?” Þessi spurning er kannski mikilvægasta spurningin sem við getum spurt meðan Chiron er í Hrútnum. Hún hjálpar okkur að staðfesta tilvist okkar, því hún tengist þeirri grundvallarhvöt sem hefur áhrif á alla þætti lífs okkar. Samt vanrækjum við oft að kanna og svara þessari spurningu.
Chiron dregur fram á sjónarsviðið tilfinningar sársauka og óöryggis. Þær tilfinningar sem við upplifum þegar einhver viðurkennir okkur ekki, okkur er hafnað eða þegar okkur mistekst og okkur finnst við hafa svikið okkur sjálf eða aðra.
Með Chiron í Hrútnum efumst við um tilfinningar okkar og tilverurétt, veltum fyrir okkur af hverju alltaf sé gengið framhjá okkur eða af hverju okkur skortir sjálfstraust. Við finnum fyrir sársauka þegar einhver vísar okkur á bug, gagnrýnir okkur eða þegar okkur finnst að litið sé niður á okkur? Þetta eru nokkrar af helstu tilvistarspurningunum sem tengjast þessu afturábak ferli Chirons.
ALLT TENGT SJÁLFSMYNDINNI
Síðan Chiron kom inn í Hrútinn höfum við verið mjög næm á allt sem tengist sjálfsmynd okkar, sem leitt hefur til aukningar á menningar-, kynja- og sjálfsmyndarhreyfingum.
Þessi aukna áhersla á sjálfsmyndinni hefur einnig stuðlað að aukningu í andlitstengdum lýtaaðgerðum, sérstaklega með andlitsfylliefnum (þar sem Hrúturinn stjórnar andlitinu), samanborið við aðrar aðgerðir eins og brjóstaaðgerðir (sem tengjast Krabbanum).
Sjá má hvernig allt á samfélagsmiðlunum tengist þessari þróun og þótt Neptúnus í Fiskum hafi þar áhrif, þá er meginatriðið bundið við sjálfsmynd okkar og hvernig við kynnum okkur sjálf – en það er sterkt þema Hrútsins.
ÓÖRYGGI OKKAR
Það er ekki þar með sagt að eitthvað sé athugavert við þessa þróun. Að bæta sjálfsálitið með ýmsum aukahlutum eða meðferðum getur sannarlega verið gagnlegt og græðandi fyrir suma.
En málið er að Chiron í Hrút dregur fyrst og fremst fram í dagsljósið óöryggi okkar. Þegar við tökumst á við þetta óöryggi getur það leitt til heilunar, því það er mikilvægt að festast ekki í yfirborðskenndum lagfæringum eða ytri lausnum.
Sönn lækning verður þegar við horfumst í augu við og skiljum dýpri hliðar vandans. Særindi og óöryggi fólks eru sjaldnast eins og þau virðast vera. Oft eru þau sár sem við sjáum „viðbragðssár“ - yfirborðsviðbrögð sem sýna ekki endilega uppruna sársaukans.
Til dæmis, ef einhver er örvæntingarfullur í tengslum við stöðuhækkun í vinnunni, bendir sú örvænting til annarra undirliggjandi vandamála. Ef einhver leitar hins vegar í „örvæntingu“ að maka er kannski eitthvað annað í gangi. Ef til vill eru viðkomandi aðili þá að leita eftir viðurkenningu eða félagsskap.
Það er óvissan, þessi djúpstæða ringulreið sárindanna og skortur á samhengi, sem fær okkur til að trúa því að eina lausnina sé að finna í nýjum maka eða félaga og að það muni laga allt.
GRÆÐUM SÁRIN
Chiron í Hrút er að sýna okkur að þangað til við tökum á þessu innra tómarúmi og græðum okkar innri sár, munum við halda áfram að laða að okkur sært fólk og aðstæður sem endurspegla sársauka okkar, vegna þess að við skiljum ekki hin sönnu skilaboð, sem felast í því að lækna okkur sjálf fyrst.
Það versta sem við getum gert meðan Chiron er á ferð aftur á bak er að hunsa ákall hans til okkar á heilun. Að forðast símtalið sem við þurfuð að taka og neikvæðu tilfinningarnar sem óumflýjanlega koma upp þegar við leggjum af stað í heilunarferli okkar. Chiron á ferð afturábak, veitir okkur frábært tækifæri til að ígrunda, endurmeta og tengja saman punktana, heila okkur og losa um mynstur sem halda okkur föstum í því sem ekki virkar lengur.
CHIRON OG TUNGLIÐ
Dagana 26.-27. júlí 2024 verður Tunglið einnig í Hrút og í samstöðu við Chiron. Þessi helgi veitir okkur því frábært tækifæri til umbreytingar og heilunar, því Tunglið virkjar kraftinn í kyrrstæðum Chiron. Chiron og Tunglið í Hrútnum eru líka í 120 gráðu samhljóma afstöðu við Venus sem er á átján gráðum í Ljóni, en sú afstaða ætti að auðvelda okkur sátt við okkur sjálf og aðra og auðvelda heilunarferlið.
Það er því tilvalið að nýta sér þessa orku um helgina, til að endurspegla sárin sem hafa verið að láta á sér kræla undanfarna mánuði, eða frá apríl og hingað til. Reynið að kafa dýpra. Horfið lengra til að finna upphaflegu særindin eða jafnvel það sem er undirliggjandi þeim. Horfist í augu við sársaukann og heilið hann.
Hann má oft heila með hinni einföldu Hawai’ísku bæn: Mér þykir þetta leitt, vinsamlegast fyrirgefðu mér, þakka þér fyrir, ég elska þig. Bænina má fara með gagnvart sjálfum sér og öðrum þótt þeir séu ekki viðstaddir.
Stjörnukort sýna þér í hvaða húsi Chiron er í fæðingarkortinu og gefur vísbendingu á hvar og hvenær á ævinni særindin eða sárið urðu til. Ef þú átt ekki stjörnukort geturðu pantað þér kort með því að SMELLA HÉR.
Þér er velkomið að skrá þig á póstlistann minn og fá um leið ókeypis hugleiðslu.
Mynd: Shutterstock.com