Nýja Tunglið í Meyju kveiknaði klukkan 01:55 síðastliðna nótt á 11 gráðum í Meyju. Eins og alltaf á nýju Tungli þá eru Sól og Tungl í samstöðu. Að auki er dvergplánetan Orcus í samstöðu við Sólina og Tunglið, en orkan sem fylgir þeirri plánetu er refsing fyrir þá sem svikið hafa eiða eða loforð við aðra.
Nýja Tunglið er mikið umbreytingartungl, því það er í raun undanfari Tunglmyrkva á næsta fulla Tungli og Sólmyrkva á næsta nýja Tungli í október. Myrkvum fylgja alltaf mikil umskipti því þeir eru hér til að vekja athygli okkar á því sem við þurfum að vera meðvituð um innra með okkur sjálfum og í sameiginlegri reynslu okkar, í því umbreytingar- og vakningarferli sem við erum að fara í gegnum.
Sabian táknið fyrir Tunglið á 11 gráðum í Meyju er: „Brúður með blæju sem hrifsuð er af henni.“
Hin dýpri esóteríska merking á Sabian tákninu er að Tunglið er táknrænt fyrir þær blekkingar sem hafa haldið okkur óupplýstum og þegar þær opinberast og afhjúpast, verður aukin vitundarvakning hjá mannkyninu sem heild.
ÚRANUS OG PLÚTÓ Á FERÐ AFTUR Á BAK
Í gær þann 2. september stöðvaðist Úranus á 27 gráðum í Nauti, til að fara aftur á bak, en við slík umskipti magnast orka viðkomandi pláneta upp. Plútó fór líka aftur inn í Steingeitina í gær, nú í síðasta sinn í rúmlega 240 ár, en þar er hann að grafa upp leyndarmál og brjóta niður þau kerfi sem virka ekki lengur í samfélögum okkar. Hann verður í Steingeitinni til 20. nóvember næstkomandi og því er líklegt að það verði mikið umbyltingatímabil með breytingum sem eiga eftir að koma mörgum á óvart.
Plánetum sem eru á ferð aftur á bak fylgir mikið endurmat og því megum við búast við að endurmatið skili óvæntum uppákomum og niðurbroti á því gamla, en það er eitthvað sem er óhjákvæmilegur hluti af því umbreytingarferli sem heimurinn er að fara í gegnum.
Við sjáum umskiptin meðal annars í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Þýskalandi, þar sem ráðandi flokkar töpuðu miklu fylgi. Fólk vill eitthvað nýtt og betra.
VARUNA Í FYRSTA HÚSI
Kortið fyrir nýja Tunglið í dag miðast við Reykjavík og þar sem ég er með dvergpláneturnar líka inni í kortagrunninum hjá mér, er dvergplánetan Varuna í fyrsta húsi kortsins. Rísandinn í kortinu er í Ljóni og Ljónið er hugrakkt og elskar að fá að skína og láta eftir sér taka.
Dvergplánetan Varuna er nefnd eftir indverskum vatnaguði og sem réði höfunum og því áhugavert að einmitt núna skuli æfingarnar Norður-Víkingur vera haldnar á hafinu úti fyrir Íslandi undir stjórn Nató, sem samkvæmt ummælum utanríkisráðherra er þar með að sýna mátt sinn og megin á þessum hafshluta.
SÓL, TUNGL OG SATÚRNUS
Sól og Tungl eru í hundrað og áttatíu gráðu spennuandstöðu við Satúrnus í Fiskum, sem er í samstöðu við Miðhimininn í kortinu. Miðhimininn er táknrænn fyrir orðspor okkar og Satúrnus fyrir þá ramma eða girðingu sem við höfum sett upp í kringum líf okkar, meðal annars hvað varðar vitund okkar.
Þar sem Satúrnus er í vatnsmerki getum við hugsað okkar að ramminn sé eins og girðing og við vitum vel að girðingarstaurar í vatni hafa tilhneigingu til að falla og leggjast niður. Á vissan hátt er það að gerast hjá okkur núna og vitund okkar þar með að víkka og skilningur okkar á heildarmynd heimsins að aukast.
STÓRU ÁHRIFAVALDARNIR
Stóru áhrifvaldarnir í kortinu á þessu nýja Tungli eru þó pláneturnar Plútó á 29 gráðum í Steingeit; Neptúnus á 29 gráuðm í Fiskum og Úranus á 27 gráðum í Nauti. Á milli Plútó og Úranusar er 120 gráðu samhljóma afstaða, en báðar pláneturnar eru svo í 60 gráðu samhljóma afstöðu við Netpúnus.
Neptúnus er að færa okkur nýjar og öflugar andlegar tengingar og nýja sýn á heiminn, á sama tíma og Plútó er að saxa niður gömlu kerfin og grafa upp síðustu leyndarmálin í kringum þau kerfi sem verið hafa ríkjandi í heiminum. Úranus elskar sannleikann og kemur honum auðveldlega upp á yfirborðið eftir ýmsum óvæntum leiðum, en hann er í samstöðu við dvergplánetuna Sedna.
Plánetan Sedna er hins vegar að ýta við okkur, stundum harkalega, svo við sleppum taki á því gamla, til að við getum umfaðmað hið nýja. Við erum í raun að skapa framtíðina með hugsunum okkar alla daga, því þannig mótast hún. Þegar vð þorum að sleppa því gamla gerist eitthvað magnað.
Sedna er líka táknræn fyrir svik feðraveldisins, öll þau loforð sem það veldi hefur gefið almennum borgurum um allan heim. Einnig mynstur úr fjölskyldum, sem við þurfum ekki lengur að endurtaka, heldur vinna úr og sleppa þeim svo. Með því að sleppa tökum á því gamla gefum við okkur sjálfum tækifæri til að umbreytast í nýja og betri útgáfu af okkur sjálfum – og umbreyta um leið heiminum sem við búum í.
MERKÚR Í LJÓNI
Merkúr er í Ljóni í öðru húsi kortsins en það hús er táknrænt fyrir okkur sjálf og samskipti okkar við þá sem í kringum okkur eru. Ljónið er hugrakkt en jafnframt fast á sínu og því eru líkur á að samskipti orðið stirð víða þar sem stangast á stálin stinn – einn með þessa skoðun og annar með allt aðra.
Merkúr er líka í 60 gráðu afstöðu við bæði Mars og Júpiter sem eru í Tvíburum, sem getur verið táknrænt fyrir hugrakkar og stórtækar hugsanir, sem settar eru í framkvæmd kannski áður en þær hafa verið hugsaðar til enda.
NEPTÚNUS OG NORÐURNÓÐAN
Neptúnus á 29 gráðum í Fiskum er í samstöðu við Norðurnóðuna á 6 gráðum í Hrút. Norðurnóðan er táknræn fyrir sameiginlega stefnu heildarinnar, þá leið sem við erum að fara sem mannkyn. Hinum megin við Norðurnóðuna er svo Salacia á 10 gráðum í Hrút, en sú dvergpláneta er nefnd eftir eiginkonu Neptúnusar, sem bjó yfir hafmeyjuorku og er táknræn fyrir ljósið sem merlar á vötnum og höfum í Sólar og Tunglsljósi.
Salacia er í raun táknræn fyrir þær ljóseindirnar sem streyma til okkar frá Sólinni í ótal Sólgosum. Ljósið þarf leiðni og vatnið er táknrænt fyrir hana. Því þarf að gæta þess að vökva líkamann vel, en muna jafnframt að við höldum ekki vatni í líkamanum nema borða líka salt.
Allir eru að verða fyrir áhrifum frá þessum ljóseindum, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki. Þeir sem eru hins vegar meðvitaðir um að taka á móti þeim, nýta sér þær betur, því við erum að umbreytast í meiri ljóslíkama með minni þéttleika í hækkandi tíðni.
Neptúnus er svo í 180 gráðu utan merkja spennuafstöðu við Venus sem er á 5 gráðum í Vog. Ég met það sem svo að Neptúnus og Norðurnóðan séu að vekja upp í okkur skilning á því að kærleikurinn er það eina sem gildir og að við þurfum að vinna allt úr frá kærleiksríku hjarta héðan í frá.
NÝ JÖRÐ – NÝ SAMSKIPTI
Fimmta húsið sem er samskiptahús, líkt og sjöunda hús kortsins tengist líka leik og gleði. Hið dásamlega er að í því húsi eru bæði dvergplánetan Haumea á 0 gráðu í Sporðdreka og dvergplánetan Varda á 26 gráðum í Bogmanni.
Báðar þessar plánetur eru táknrænar fyrir endurnýjun og uppbyggingu. Plánetan Haumea er nefnd eftir Hawaí’í-skri sköpunargyðju, sem skapaði eyjarnar með eldgosum og bjó líka yfir þeim krafti að geta með töfrastaf sínum breytt eyddum og illa förnum jarðvegi í frjósama mold. Haumea verndaði líka rétt þeirra sem minni máttu sín gagnvart ofurvaldi þeirra sem stjórnuðu eyjunum og vildi réttlæti fyrir alla.
Plánetan Varda er hins vegar nefnd eftir eiginkonu Manwe, en saman sköpuðu þau heiminn og hún sá meðal annars um að setja stjörnur og himintungl á himnafestinguna. Hennar afstaða í þessu húsi getur verið táknræn fyrir tengingar út í heiminn, en sífellt fleiri eru að miðla upplýsingum frá verum á öðrum plánetum eða frá The Federation of Light, líkt og Blossom Goodchild gerir.
UPPREISNARGYÐJAN ERIS
Plánetan Eris sem nefnd er eftir uppreisnargyðjunni sem var í mýtunni systir herguðsins Mars er í langvarandi 90 gráðu spennuafstöðu við Plútó sem nú er í Steingeit. Við megum því áfram búast við uppreisnum og ólgu í hinum ýmsu samfélögum, því fólk er orðið þreytt á að vera kúgað af stjórnvöldum að ofan og vill meira jafnvægi og réttlæti í þeim samfélögum sem það býr í.
Eris er í samstöðu við Chiron (Kíron) í Hrút, en sú afstaða er að hvetja okkur til að vinna út öllum gömlum áföllum, einkum atvikum úr æsku sem hafa mótað mynstur hjá okkur sem við þurfum að losa okkur við til að geta haldið inn í framtíðina.
PLÚTÓ Í SJÖTTA HÚSI
Plútó er í sjötta húsi kortsins sem tengist vinnu, þjónustu og heilsu. Gott er því að líta í eigin barm og kanna hvað þarf að gera til að styrkja heilsuna og hugsa vel um líkamann, því við getum lítið ef hann er ekki í lagi. Plútó er líka öflugur í niðurbrotinu og umbreytingunum í vinnuhúsinu, svo það verður áhugavert að sjá hvernig honum tekst til þessa síðustu daga sem hann verður í Steingeitinni.
Í sama húsi erum dvergpláneturnar Quaoar, Ceres og Ixion. Plánetan Quaoar er nefnd eftir sköpunarguði Tonga fólksins sem bjó á því svæði sem Los Angeles er á núna. Það notaði dans og söng til að staðfesta það sem það dreymdi um og gera að veruleika. Quaoar kallar á okkur að verja meiri tíma með öðrum og styrkja samskiptin við þá sem í kringum okkur eru og að nota röddina ekki bara til að tala, heldur líka til að syngja.
Ceres færir okkur uppskeruna og við uppskerum eins og við sáum. Líf okkar er sameiginleg útkoma af öllu því sem við höfum valið að gera í gegnum líf okkar. Þess vegna er í raun aldrei eins mikilvægt að vanda val okkar og nú, því val okkar ræður framtíð okkar og því á hvaða tímalínu við förum eftir inn í framtíðina.
Ixion getur í lægri birtingu sinni verið nokkuð svikull en í æðri birtingu sinni sýnir hann okkur hvert okkar andlega leið liggur. Inn í meira ljós, meiri kærleika og inn í betri heim sem við sköpum með draumum okkar.
STÓR ÞRÍHYRNINGUR
Í kortinu er líka stór þríhyrningur milli Plútós í Steingeit, Úranusar í Nauti og Sedna í Tvíbura í samstöðu við Úranusinn og svo utan merkja (jarðarmerkja) afstöðu við Venus á 5 gráðum í Vog.
Á bak við alla umbreytingu sem í gangi er liggur leið okkar alltaf til kærleikans, því hann kemur til með að verða sú orka sem kemur á jafnvægi og samvinnu manna á meðal. Meðan við erum að fara í gegnum umbreytingarferlið getur virst sem að svo muni ekki verða, en meðan hvert og eitt okkar velur að hugsa kærleiksríkar hugsanir og senda þá strauma frá sér – erum við að búa til kærleiksríkari heim.
Í september eru stjörnukortin frá mér, sem bæði eru með persónulegu plánetunum og helstu dvergplánetunum á 25% afslætti. SMELLTU HÉR til að panta þér kort – og þú munt kynnast sjálfri/sjálfum þér betur.
Þér er velkomið að skrá þig á fréttabréfið mitt og fá ókeypis hugleiðslu!