Stórir þríhyrningar eru hagstæðustu afstöðurnar í stjörnuspekinni, afstöður sem allir elska. Dagana 25. og 26. september mynda þrjár plánetur, allar í jarðarmerkjum, stóran þríhyrning, en þær eru Úranus á 27 gráðum í Nauti, Plútó á 29 gráðum í Steingeit og Merkúr á 28 gráðum í Meyju.
Afstaðan er góð en mun verða enn betri þegar Úranus fer inn í Tvíbuarana á næsta ári og Plútó inn í Vatnsberann, því þá munu þessar plánetur staðfesta alla möguleika orkunnar úr þessum þríhyrningi.
SÍÐASTI Í JARÐARMERKJUM
Þessi afstaða á milli Merkúrs, Plútós og Úranusar er öflug afstaða sem vert er að skoða. Þetta er í raun í síðasta skipti sem það verður stór þríhyrningur í jarðarmerkjum, þar sem koma saman tvær ytri plánetur (Úranus og Plútó) og ein persónuleg pláneta (önnur en Tunglið) í mjög langan tíma.
Merkúr mun færa okkur vitsmunalega/samskiptamiðaða sjónarhornið, sem hjálpar til við að beina umbreytingar- og byltingarorku Úranusar og Plútós í áþreifanlegar og hagnýtar niðurstöður.
MEÐVITAÐRI OG AFKASTAMEIRI
Þökk sé Merkúr verður það sem gæti að öðru leyti verið of óhlutbundið eða yfirþyrmandi, bæði aðgengilegra og skiljanlegra. Merkúr mun hjálpa okkur að vinna með Úranusi og Plútó á meðvitaðri og afkastameiri máta.
Úranus og Plútó búa yfir óáþreifanlegum, en samt kröftugum áhrifum sem móta heildarnálgun okkar á lífið. Má þar nefna tilfinningar okkar um hvað það þýðir að lifa lífinu á okkar forsendum (Úranus). Undir þetta fellur líka drifkraftur okkar til að skapa eitthvað þroskandi og skilja eftir okkur varanlega arfleifð (Plútó).
Hverjir eru mestu möguleikar okkar? Hver er besta mögulega útgáfan sem við getum orðið af okkur sjálfum? Hvernig myndi líf okkar líta út ef við værum í takt við mestu möguleika okkar?
Fylgstu því vel með öllum hugsunum, hugmyndum, upplýsingum eða samskiptum (Merkúr) sem verða á vegi þínum þessa tvo daga, 25. og 26. september.
VÆNGJAÐI BOÐBERINN
Í goðsögninni er Merkúr - eða Hermes - vængjaði boðberinn, eini guðinn sem getur ferðast á milli undirheima (Plútó) og himins (Úranus). Merkúr hjálpar til við að tengja punktana og afhjúpa leiðir á milli huldudjúpanna í undirmeðvitund okkar upp í hæstu draumsýn okkar á hvað er mögulegt.
Látum ekki stærð drauma okkar hræða okkur (Merkúr í 180 andstöðu við Neptúnus). Mestu afrek heimsins voru einu sinni bara til í ímyndunarafli einhvers. Núna höfum við fullan stuðning alheimsins (Merkúr í 120 gráðu þríhyrningi við Úranus og Plútó).
STÓR ÞRíHYRNINGUR – HIÐ KOSMÍSKA JÁ!
Þríhyrningar og stórir þríhyrningar búa yfir dulinni orku sem vinnur innan orkusviðsins. Þeim fylgir ekki alltaf ákveðin þróun, líkt og þegar um níutíu gráðu spennuafstöður er að ræða. Þær eru mun efnislegri og tengjast þriðju víddinni, ýta við okkur til að gera eitthvað, skapa eitthvað ákveðið eða fylgja málum eftir.
Þríhyrningar eru hins vegar eins og undiralda sem veitir stuðning. Við getum ekki “séð” hvernig þríhyrningarnir virka, því þeir vinna á bak við tjöldin, líkt og verndarenglar, til að tryggja að allt gangi vel og átakalaust fyrir sig.
Þegar um stóra þríhyrninga er að ræða er ólíklegt að hlutirnir verði samstundis að raunveruleika. Stórir þríhyrningar skapa hins vegar hið fullkomna umhverfi fyrir hugmyndir, skipulag eða ásetning til að breiða úr sér og blómstra.
STÓRIR ÞRÍHYRNINGAR ERU EINS OG:
NÝ VERKEFNI
Ef þú byrjar á nýjum verkefnum meðan það er stór þríhyrningur milli plánetanna mun allt vera auðvelt og í flæði. Allt mun auðveldlega renna saman. Allt sem við setjum af stað undir stórum þríhyrningi á eftir að njóta góðs af þessum guðlegu “kringumstæðum” og leiða til þess að það festir djúpar rætur. Stórir þríhyrningar eru okkar gullnu miðar, sem hjálpa okkur að einblína á það sem er mikilvægt, þýðingarmikið og gengur auðveldlega upp.
Ef þú átt ekki stjörnukort, geturðu pantað þér kort með því að SMELLA HÉR og séð hvernig þessi þríhyrningur er að hafa áhrif á fæðingarkortið þitt. Sértilboð: 25% afsláttur til 1. október.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum
Skráðu þig á póstlistann minn til að fá ókeypis Einhyrninga hugleiðslu.