c

Pistlar:

2. október 2024 kl. 9:41

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Sólmyrkvi í dag og áhrif plánetanna í október

NT-02.10.24Síðdegis í dag eða klukkan 18:49 kveiknar nýtt Tungl í Vog og því fylgir hringlaga Sólmyrkvi á 10 gráðum í Vog. Við þennan öfluga Sólmyrkva erum við að ýta á ENDURRÆSINGAR hnappinn. Eins og alltaf á nýju Tungli eru Sól og Tungl í samstöðu, en ekki bara það, heldur eru báðar pláenturnar í samstöðu annars vegar við Suðurnóðuna sem er á 6 gráðum í Vog (ekki teiknuð inn á kortið) en hún alltaf í 180 gráðu spennuandstöðu við Norðurnóðuna sem er á 6 gráðum í Hrút (eins og lítil skeifa) og hins vegar við dvergplánetuna MakeMake sem er á 10 gráðum í Vog.

SÓLMYRKVAR OG SUÐURNÓÐAN

Sólmyrkvar í samstöðu við Suðurnóðuna leiða oft til endaloka og á eftir fylgir nýtt upphaf. Kannski það tengist samstöðunni við dvergplánetuna MakeMake en hún er hin nýja pláneta æðri kerfisvitundar. MakeMake er svo í 180 gráðu spennuandstöðu við dvergplánetuna Salacia, sem er pláneta æðri kærleiksvitundar.

SÓLMYRKVINN, MERKÚR, MARS OG VENUS

Sólmyrkvinn er líka í samstöðu við Merkúr á 11 gráðum í Hrút, sem er í 90 gráðu spennuafstöðu við Mars á 15 gráðum í Krabba. Þessar afstöður benda til þess að það gæti orðið spenna í viðræðum manna á milli og kannski er hún nauðsynleg til að hægt sé að finna jafnvægi (Vogin).

Hið góða er að Venus er á 11 gráðum í Sporðdreka, en Venus stjórnar myrkvanum. Venus er í samhljóma afstöðu í stórum þríhyrningi með Mars á 15 gráðum í Krabba og Satúrnusi á 15 gráðum í Fiskum. Samskipti okkar geta því tekið umskiptum til hins betra ef við erum tilfinningalega hreinskilin og tilbúin til að vera berskjölduð.

JÚPITER FER AFTUR Á BAK

Þann 9. október breytir Júpiter um stefnu og fer aftur á bak í Tvíburunum. Allt frá því Júpiter, sem stækkar og þenur allt úr, fór inn í Tvíburana í maí á þessu ári, hefur hann verið á fullu og farið hratt í gegnum merkið.

Nú hefur hann hins vegar stigið á bremsuna, en þar sem Júpiter er þekktur fyrir eirðarleysi þegar hann er í Tvíburunum, er gott að fara til baka og  og fara yfir eitthvað af smáatriðunum, sem kannski var skautað of hratt yfir í fyrstu umferð.

Þegar Júpiter er á ferð aftur á bak, veitir hann okkur öflugt tækifæri til innri vinnu og aukins þroska. Hann hvetur okkur til að endurmeta hinar djúpu sannfæringar okkar, hugsanamynstur okkar og í raun allt sem tengist því hvernig við stýrum lífi okkar. Við staðfestum í raun alltaf það sem við beinum huga okkar að, svo það er mikilvægt að skoða huglægar sannfæringar okkar núna, svo við getum gert breytingar fyrir framtíðina.

PLÚTÓ Á FERÐ FRAM Á VIÐ

Þann 1. september síðastliðinn breytti Plútó um stefnu og bakkaði í síðasta skipti næstu 248 árin inn í Steingeitina. Þann 11. október mun hann aftur breyta um stefnu á síðustu gráðunni í Steingeitinni og halda hægt og rólega út úr henni og fara inn í Vatnsberann í nóvember.

Því sem Plútó þurfti að sinna í Steingeitinni er lokið. Því sem nauðsynlegt var að breyta hefur verið breytt. Plútó mun á næstunni líta yfir farinn veg og ganga frá lausum endum ef segja má svo og finna endanlegar lausnir.

Núna er tími fyrir dýpri visku til að koma fram og leiðbeina okkur næstu skrefin. Plútó á 29 gráðum í Steingeit er eins og heilt Öldungaráð. Plútó hefur séð allt og gert allt. Á þessari síðustu gráðu í Steingeit býður Plútó okkur að horfa yfir farinn veg, draga ályktanir af því sem við höfum lært og taka þá þekkingu með okkur inn á svið Vatnsberans, sem hann stígur inn á í nóvember.

MERKÚR INN Í SPORÐDREKANN

Þann 13. október fer Merkúr inn í Sporðdrekann. Markmið Merkúrs í Sporðdreka er einbeittur fókus og harðskeyttur drifkraftur til að afhjúpa sannleikann. Þetta er ekki tími fyrir innihaldslaust spjall eða yfirborðskennd samskipti.

Þetta er stórkostlegt tækifæri til hreinskilinnar umræðna (við okkur sjálf og aðra), þerapíu eða til þess að skoða rætur hugsanamynsturs okkar. Þetta þriggja vikna  tímabil ýtir við okkur að tjá sannleika okkar, segja það sem við meinum – og meina það sem við segjum.

FULLT TUNGL Í HRÚT

FT-17.10.24Þann 17. október verður svo Fullt Tungl í Hrút, en við það myndast spennuþrunginn Kardinála stórkross, því Tunglið verður í Hrút og Sólin í Vog, í 90 gráðu spennuafstöðu við Mars í Krabba og Plútó í Steingeit.

Kardinála stórkross myndast þegar fjórar plánetur í kardinála merkjunum mynda 90 gráðu og 180 gráðu spennuafstöður sín á milli. Yfirleitt fylgir svona afstöðu dýnamísk spenna, sem krefst skjótra aðgerða. Þetta fulla Tungl verður því hlaðið háspennu!

Þegar Tunglið er fullt í Hrút, þurfum við að horfast í augu við allt það sem er ekki að virka lengur í lífi okkar. Hjá því verður ekki komist lengur. Boði þessi afstaða ekki nægilega spennu, þá er Tunglið líka í samstöðu við Chiron, sem er að draga upp á yfirborðið gamla veikleika eða vanmátt og gömul særindi, til að hvetja okkur til að takast á við þau og heila.

Bak við áfallaörin erum við enn þetta saklausa barn (Hrútur). Hinn guðlegi neisti er enn til staðar. Nú er tími til að tengja við hann, jafnvel þótt það snerti við okkar dýpstu veikleikum eða særindum (Chiron). Að VERA er að þora að sýna veikleika sína.

SÓLIN FER INN Í SPORÐDREKANN

Nokkrum dögur áður en Sólin fer inn í Sporðdrekann þann 22. október fer Venus inn í Bogmanninn. Venus rís upp úr djúpum undirheimum Spoðrdrekans og er nú tilbúin til að beina (ástar)örvum sín til himins. Þegar Venus er í Bogmanni er hún að örva til ævintýra. Segið já við þeim!

Þegar Sólin fer inn í Sporðdrekann hefst sá tími árs þar sem við leitum inn á við, inn á umbreytingarsviðið, þar sem allt hið mikilvæga er og allt sem er óþarft hverfur, svo það er svigrúm fyrir dýpri sannleika að koma upp á yfirborðið.

GEÓMETRÍSKU FORMIN

Þar sem það eru svo margar plánetur á 27 gráðum í sínum merkjum, mynda þær nokkur mjög mikilvæg geometrísk form. Þann 28. október verður stór þríhyrningur í vatnsmerkjum, þar sem 120 gráðu afstaða verður á milli Merkúrs í Sporðdreka, Mars í Krabba og Neptúnusar í Fiskum.

Þann 30. október, daginn fyrir Halloween, myndast svo stór þríhyrningur í jarðarmerkjum, þar sem Tunglið verður í Meyju, Úranus í Nauti og Plútó í Sporðdreka. Þegar elementin vatn og jörð koma saman, myndast mystískur ferningur með Merkúr í Sporðdreka, Mars í Krabba, Úranus í Nauti og Plútó í Steingeit.

SAMHÆFING Á HIMNUM

Þegar pláneturnar á himnum raða sér svona upp, getum við fundið samhæfingu í okkar innri heimi líka. Þá er eins og allar púslur lífsins falli á réttan stað. Við finnum dýpri tengingu milli líkama og sálar, tilfinningu fyrir jafnvægi og heilindum og okkur finnst við vera í takt við okkur sjálf og heiminn í kringum okkur. Við skynjum að við tilheyrum þessari Jörð og að við erum hér á réttum tíma og af réttri ástæðu.

Fannst þér þessi grein áhugaverð? Ef svo, deildu henni þá endilega með öðrum.

Þú getur pantað þér stjörnukort með dvergplánetunum með því að SMELLA HÉR!

Þú getur fylgst með YouTube rásinni minni með því að SMELLA HÉR!

Þú getur skráð þig á póstlistann minn og fengið ókeypis hugleiðslu með því að SMELLA HÉR!

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira