Þann 7. desember 2024 breytir Mars um stefnu á sex gráðum í Ljóni til að fara aftur á bak. Mars verður í þessu aftur á bak ferli í næstum þrjá mánuði, því hann breytir ekki um stefnu til að fara beint áfram fyrr en 24. febrúar 2025, þá á sautján gráðum í Krabba.
Mars fer aðeins aftur á bak um sporbaug sinn á tveggja ára fresti, svo þegar það gerist er það töluvert mikið mál. Þetta aftur á bak ferli Mars telst því vera frekar sjaldgæft, stjörnuspekilega séð.
Á meðan Merkúr fer aftur á bak þrisvar sinnum á ári og ytri pláneturnar einu sinni á ári, fer Mars einungis afturábak á tuttugu og sex mánaða fresti… en þegar það gerist geturðu treyst því að ferlinu fylgja mikilvægar breytingar og óvænt þróun mála.
HVAÐ FELST Í AFTUR Á BAK FERLI MARS?
Þegar Mars fer aftur á bak, breytist skyndilega það sem áður var eins og sjálfgefna leiðin í tilveru þinni. Mars á ferð aftur á bak kallar á vakningu eða sterka þörf fyrir að endurskoða markmið þín og hvað það er sem hvetur þig til dáða. Þessi aftur á bak ferli Mars hafa því tilhneigingu til að vera mjög viðburðarík.
Þótt sumir stjörnuspekingar mæli með því að forðast djarfar aðgerðir eða stórar ákvarðanir á þessum tíma - á þeirri forsendu að „aftur á bak ferlið“ jafngildi „slæmri tímasetningu“ - finnst fólki það oft knúið til að bregðast við engu að síður vegna þess að ferlið skapar svo sterka þörf fyrir brýnar breytingar.
HVERS VEGNA ER ÞAÐ?
Ólíkt því þegar Merkúr eða Venus eru á ferð aftur á bak, en þær plánetur hverfa inn í glampa sólarinnar, er Mars enn sýnilegur og skín sem skærast á næturhimninum. Í stað þess að hörfa eflist Mars.
Mars á ferð aftur á bak virkar öðruvísi. Hjá Mars snýst ferlið ekki um það að „GERA EKKI“ eins og oft þegar Merkúr er á ferð aftur á bak, heldur frekar um að „GERA – með ásetningi.“ Í raun er ómögulegt er reyna að horfa framhjá ráðandi orkunni frá Mars.
Mars á ferð aftur á bak er Mars á sterum. Ferlið magnar upp og nær hámarki í öllu því sem Mars er táknrænn fyrir. Þegar Mars er á ferð aftur á bak, muntu herma eftir Marsorkunni. Líklegt er að þú hagir þér eins og Marsorkan – og að þú verðir eins og Marsorkan. Þegar líður að lokum þessa magnaða tímabils, munu hinar sönnu hvatir þínar og langanir koma í ljós – í svona „ég verð að gera þetta augnabliki“.
EKKI HUNDSA EÐLISHVÖTINA
Þótt ákveðnir hlutir gerist hægar, munu slíkar hindranir ekki draga úr krafti þínum. Þess í stað munu þær knýja þig til að grípa til aðgerða af meiri krafti en venjulega og það beint frá hjartanu.
Á meðan Mars er á ferð aftur á bak er „EKKI” rétti tíminn til að hunsa eigin eðlishvöt. Þess í stað veitir þetta ferli þér tækifæri til að stilla þig djúpt inn á hana og starfa með aukinni vitund og tilgangi.
Endanlegt markmið Mars þegar hann er á ferð aftur á bak, er að hjálpa þér að fletta ofan af því hvað það er sem raunverulega drífur þig áfram - hvað fær þig til að segja: "Mig langar svo að ná þessum árangri að ég mun gera allt sem ég get til að ná honum."
HVAÐ DRÍFUR ÞIG ÁFRAM?
Frekar en að reyna að forðast það, notaðu þá þetta tímabil til að tengjast innri eðlishvötum þínum, sem kannski hafa verið duldar mjög lengi. Spurðu þig að því hvað það er sem drífur þig raunverulega áfram?
Það er eitthvað mjög mikilvægt við raunverulegar langanir þínar og á meðan Mars er á ferð aftur á bak, mun orkan frá plánetunni hjálpa þér að uppgötva hvað það er sem ýtir undir ástríður þínar og knýr þig til að bregðast við þeim.
TÍMALÍNA MARS ÁRIÐ 2024-2025
Það er áhugavert að skoða þetta aftur á bak ferli Mars, hvenær hann fer beint áfram, hvenær hann yfirgefur skugga sinn og hvaða áhrif hann hefur í afstöðum sínum til annarra plánetna.
Það aftur á bak ferli Mars sem er að hefjast núna einkennist af mikilli andstöðu við Plútó, sem hófst þann 3. nóvember síðastliðinn og lýkur ekki fyrr en í lok apríl árið 2025.
Hér eru helstu dagsetningarnar tengdar Mars eru:
Gefðu gaum að þessum dagsetningum og taktu eftir breytingum, hvötum, byltingum eða atburðum. Venjulega eru þessir áfangar tengdir á einhvern hátt.
Þetta yfirgripsmikla ferli hefst yfirleitt þegar Mars fer inn í skugga sinn, verður skýrara þegar Mars fer aftur á bak, eflist með afstöðunum við aðrar plánetur, byrjar að leysast upp þegar Mars fer beint áfram og lýkur þegar Mars fer úr skuggafasa sínum.
Allar þessar tilfærslur fram og til baka segja sína sögu – sem birtist smátt og smátt, eins og verið sé að fylgja brauðmolum á slóð í gegnum þéttan skóg.
Meira um þetta ferli Mars eftir viku...
www.gudrunbergmann.is - @gudrun_bergmann