Í dag, þann 28. febrúar 2025 kveiknar nýtt Tungl á 9 gráðum í Fiskum. Sólin og Tunglið ganga í lið með þeim plánetum sem þegar hafa raðað sér inn í Fiskana, svo þar verða sex mikilvægar plánetur sem er nokkurs konar met. Fyrir utan Sólina og Tunglið sem eru á 9 gráðum í Fiskunum, er Satúrnus á 20 gráðum og Merkúr á 24 gráðum og því er samstaða á milli þeirra. Norðurnóðan (sameiginlega stefna eða framtíð heildarinnar) er svo á 27 gráðum í samstöðu við Neptúnus sem tengist draumum okkar og innsæi og er á 28 gráðum.
Þetta nýja Tungl í Fiskum, er þrungið dulrænni orku Fiskamerkisins og annarsheimslegri samstöðu Neptúnusar við Norðurnóðuna og minnir okkur á kall hafmeyjunnar, en það kall er seiðandi og í raun ómögulegt að hundsa.
Þetta skrifa þeir hjá Astro Butterfly um þetta nýja Tungl og þar sem ég verð ásamt Bryndísi Fjólu Pétursdóttur með námskeið nú í mars, þar sem við vinnum með hafmeyjuorkuna finnst mér svo viðeigandi að deila þessari grein með lesendum.
KALL HAFMEYJUNNAR
Sagnir segja að fyrr á tímum hafi sjómenn heyrt seiðandi söngva hafmeyja bergmála yfir öldurnar, sem lokkuðu þá í átt að hinu óþekkta. Kall hafmeyjunnar er talið tákn um þá þrá, sem er í senn bæði villandi og á sama tíma heillandi og ómótstæðilegt. Hún togar okkur í átt að hinu dulræna, forboðna og óþekkta.
Stundum hefur kall hafmeyjunnar verið málað sem tælandi hætta – líkt og í gömlum sögusögnum, þar sem sjómenn sem gátu ekki staðist það hurfu í hið víðáttumikla haf. Samt vitum við í raun ekki hvort þessir sjómenn fundu eitthvað óvenjulegt þegar þeir svöruðu kalli hafmeyjunnar. Kannski giftust þeir hafmeyjum eða urðu eitt með sál hafsins. Eða kannski hurfu þeir inn í hið forna Atlantis.
MYNDLÍKING VIÐ NÝTT TUNGL Í FISKUM
Kall hafmeyjunnar er myndlíking fyrir nýja Tunglið í Fiskum. Nýja Tunglið er baðað orku Norðurnóðunnar í samstöðu við Neptúnus, en draumurinn (Neptúnus) um framtíðina (Norðurnóðan) tengir okkur við okkar dýpstu þrá eftir hinu nýja og umbreytta, sem við vitum samt ekki ennþá hvað er.
Hafmeyjan er myndlíking fyrir eitthvað sem við þráum en getum ekki alveg skilið – á vissan hátt eins og hverfulur draumur. Kall hafmeyjunnar er löngun okkar til að kanna eitthvað handan við hið venjulega. Vatnið (og hafið) er táknrænt fyrir tilfinningar, innsæi og ómeðvitaðan huga. Kall hafmeyjunnar er segulkrafturinn sem dregur okkur í átt að möguleikunum sem liggja handan hins venjulega.
TENGING VIÐ OKKAR INNRI KJARNA
Innst inni búum við nú þegar yfir svörunum. Við þekkjum nú þegar leiðina til að verða það sem okkur er ætlað að verða. Við fæðumst eins og marmarablokk, en allir hæfileikar okkar eru þegar til staðar, faldir í steininum. Lífið er ekkert annað en ferli til að höggva og móta marmarann - stykki fyrir stykki - þar til meistaraverkið hið innra kemur í ljós.
Vandamálið er að í heimi þar sem við erum undir stöðugu áreiti samfélagslegra væntinga, með fullt af reglum og skilyrtum viðhorfum, endum við oft á því að gleyma hver við erum. Gleyma því hver okkar einstæði innri kjarni er. Sem betur fer hættir alheimurinn aldrei að ýta við okkur og alltaf þegar við týnum áttum kemur kall hafmeyjunnar til með að leiða okkur aftur inn á rétta leið.
Merkúr í samstöðu við Satúrnus gæti til að byrja með fengið okkur til að efast um það sem innsæi okkar veit nú þegar. Samt getur sami Satúrnus einnig hjálpað okkur að beina leiðsögn frá innsæi okkar inn í hinn jarðbundna Merkúr huga okkar og hjálpað okkur að "sjá" eða treysta þeirri tilfinningu (innsæi) sem við höfum verið með allan tímann.
AFSTÖÐUR VIÐ NÝJA TUNGLIÐ Í FISKUM
Nýja Tunglið er í 120 gráðu samhljóma afstöðu við Mars í Krabba og 90 gráðu spennuafstöðu við Júpíter í Tvíburum. Mars er lengi búinn að vera á ferð aftur á bak, en snýr nú beint áfram á braut sinni, svo það er vindur í seglin – og hann er magnaðri en nokkru sinni fyrr.
Hin fallega 120 gráðu afstaða á milli Sólar og Tungls í Fiskum og Mars í Krabba bendir til þess að það sem við gerum eigi ekki rætur sínar að rekja til rökrétts og skynsamlegs huga, heldur tengist það innsæi okkar, þar sem þessar plánetur eru allar í vatnsmerkjum. Því eru líkur á að öðrum finnist val okkar ekki vera skynsamlegt, þótt það sé skynsamlegt í okkar huga/innsæi.
Til að komast áfram þurfum við að grípa til aðgerða (Mars) - jafnvel þegar það ögrar okkar núverandi viðhorfi (nýja Tunglið í spennuafstöðu við Júpiter). Við komumst nefnilega að raun að sumt af okkar dýpsta „sannleika“ er kannski ekki svo sannur þegar allt kemur til alls.
Sálin þekkir sannleika sem ekki er alltaf hægt að mæla, magngreina eða útskýra á rökréttan máta. Það þýðir ekki að getum ekki kannað staðreyndir, en þegar við tökum ákvarðanir (nýtt Tungl í 120 gráðu afstöðu við Mars), þá tengist það okkar innri visku og æðstu sýn (Sól og Tungl í samstöðu í Fiskum).
SÁUM FRÆJUM Á NÝJU TUNGLI Í FISKUM
Þegar Sólin (Yang) er í í samstöðu við Tunglið (Yin) er fræjum sáð í mold. Fræið sem þú sáir á þessu nýja Tungli í Fiskum er ekki hvaða fræ sem er. Það er kóðað með þá mögnuðu framtíðarsýn að allt sé mögulegt, þar sem Norðurnóðan er í samstöðu við Neptúnus.
Ef þú ert í einhverjum vafa, er gott að muna að Merkúr er í samstöðu við Satúrnus til að minna þig á að „allt sem hugurinn getur upphugsað og trúir, getur hann afrekað".
Heimild: Samantekt úr grein frá Astro Butterfly
Ef þú hefur áhuga á að þróa og efla eigið innsæi eru ÞRJÚ PLÁSS enn laus á námskeiðið LJÓSLÍKAMINN, HÆRRI TÍÐNIR, AÐRAR VÍDDIR OG AUKIÐ NÆMI – SMELLTU HÉR til að lesa meira og skrá þig.
Mynd: Shutterstock