Þar sem ég sjálf og ýmsir sem ég þekki eru að ganga í gegnum miklar líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar breytingar í þeirri hækkandi tíðni sem við erum í á Jörðinni, birti ég hér útdrátt úr The Age of Unity Series eftir Terri Morehu, sem skýrir mjög vel það ferli sem við erum í núna.
MEIRA LJÓS
Líkamar okkar eru að breytast og við erum að ganga í gegnum mikla losun til að meira ljós komist inn í frumur okkar, svo hægt sé að endurvirkja það sem vísindamenn kalla stundum óvirkt DNA í okkur. Samhliða því sem gömlu karmísku áhrifin í lífi okkar eru að brenna upp í helgum eldum umbreytingarinnar (gullgerðarlistarinni eða alkemíunni, sem er í raun umbreyting), geta frumur okkar tekið á móti meira ljósi. Þessu ferli fylgir heilmikið umrót.
Við finnum flest öll fyrir hinum fjölmörgu fíngerðu breytingum sem eru að eiga sér stað í kringum okkur og innan í líkama okkar. Það ferli mun halda áfram að eiga sér stað á meðan orkan okkar er að aðlagast nýju tíðnunum sem streyma til Jarðar, sem eru að hjálpa okkur að leysa upp gamlar stíflur og taka á móti orku sem hefur ný einkennismynstur. Margir finna samhliða þessu fyrir ótrúlega mikilli þreytu og orkuleysi.
ÁVINNINGURINN
Eftir því sem tíðnin hækkar getur verið erfitt að sjá ávinninginn af þessum umbreytingum og við átt auðvelt með að missa sjónar af því að framfarir séu að nást. Við erum öll að ganga í gegnum hreinsun og losa okkur við eiturefni og tilfinningalegar stíflur sem hafa safnast upp í gegnum mörg æviskeið. Áframhaldandi blossar (gos) á Sólinni eru stöðugt að magna upp tíðnina og hjálpa okkur að uppfæra DAN-ið okkar.
Samhliða hærri tíðni og uppfærslu fylgir aukið næmi. Við getum líka fundir fyrir nokkurs konar rafbylgjum og titringi í líkömum okkar, auk þess sem við erum næmari fyrir hljóði og orku. Stundum fylgja þessu vöðvakrampar og hitakóf, sem tengjast því að aukin kundalini orka streymir um líkamann, svo og svefntruflanir og aukin þörf fyrir meiri kyrrð og ró.
Sumir finna líka fyrir svima, óútskýrðum flensulíkum einkennum, svefnhöfgi og höfuðverkjum eða heilaþoku án sýnilegrar ástæðu. Þessu ferli getur líka fylgt þreytu- eða kulnunartilfinning og jafnvel hjartsláttartruflanir þegar hjartastöð okkar vaknar til æðri veruleika, líkt og sofandi risi sem vaknar úr dvala.
Lífskraftur okkar endurstillir sig þegar mildar ljósbylgjur fara í gegnum okkur. Þessi óþægilegu einkenni munu líða hjá þegar tíðni líkama okkar heldur áfram að hækka, við komum á innra jafnvægi og losum okkur við innri orkustíflur og uppsöfnuð hegðunarmynstur. Þessar innri aðlögun er að endurstilla okkur og hjálpa okkur að hreinsa í burt þá innri mengun sem upp hefur safnast í gegnum tíðina.
SKUGGASJÁLFIÐ
Því meira sem við vinnum úr skuggasjálfinu og því meira rými sem við veitum húsinu (líkamanum) sem andinn dvelur í, þeim mun áreynslulausari verða umskiptin og því meira ljós kemst inn í líkamann. Við erum í raun að uppfæra innra “skiptiborð” okkar og læra að tengja okkur við mun fleiri rafrásir sem hafa hingað til ekki verið í boði fyrir okkur. Við getum hins vegar aðeins tekið á móti ákveðnu magni af orku í einu, svo við brennum ekki yfir.
Okkar er hins vegar að vera opin fyrir þeirri hækkandi tíðni og auknu spennu, sem ekki hefur verið í boði fyrir okkur hingað til. Til að slíkt geti átt sér stað með farsælum hætti er mikillvægt að við hreinsum andlegan, tilfinningalegan, líkamlegan og huglægan líkama okkar.
Ath! EF þú hefur áhuga á að auka meðvitað eigið næmi bendi ég á ÞETTA NÁMSKEIÐ sem verður um næstu helgi.