c

Pistlar:

14. mars 2025 kl. 9:15

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Venus á ferð afturábak

shutterstock_2483202429Þann 2. mars 2025 stöðvaðist Venus á tíu gráðum í Hrút, til að breyta um stefnu og fara afturábak um sporbaug sinn. Plánetan stöðvast svo ekki aftur til að breyta um stefnu fyrr en 13. apríl og þá á tuttugu og fjórum gráðum í Fiskum.

Þetta ferli Venusar gefur okkur 40 daga til að kafa djúpt inn í okkur sjálf. Við höfum 40 daga til að ganga vegferð kvenhetjunnar - horfast í augu við langanir okkar, horfast í augu við ótta okkar og endurheimta eldinn okkar.

Það er engin tilviljun að Venus sé á ferð afturábak í nákvæmlega 40 daga. Talan 40 er heilög í næstum hverri hefð og er venjulega tengd við efndir loforða - en AÐEINS eftir tímabil prófrauna og íhugunar.

Tilgangurinn með „prófunum“, í afturábak ferlinu, er að leiðbeina okkur aftur til hjarta okkar - til að hjálpa okkur að tengjast aftur við okkar dýpstu langanir og hjálpa okkur að uppgötva hvað raunverulega skiptir máli.

ÞRIÐJA BJARTASTA STJARNAN

Systurstjarna okkar Venus, er þriðja bjartasta fyrirbærið á himnum (á eftir Sól og Tungli). Hún hefur almennt mikil áhrif á okkur en þegar hún breytir um stefnu hefur hún djúpstæð áhrif á líf okkar.

Afturábak ferli Venusar er sérstaklega mikilvægt vegna þess að það hefur umbreytandi áhrif á hjarta okkar og breytir forgangsröðun okkar. Í þessu ferli Venusar endurmetum við, hvað það er sem við raunverulega viljum og hugur okkar – eða öllu heldur hjarta – tekur ákvörðun í mikilvægum málum.

ÁTTA ÁRA FERLI VENUSAR

Ferli Venusar er ólíkt öllum öðrum plánetuferlum í þeim skilningi að ferlin endurtaka sig á nákvæmlega sömu svæðum himinsins (innan við um einni gráðu). Á hverri öld fer Venus aðeins afturábak í  fimm stjörnumerkjum: Hrút, Tvíburum, Ljóni, Sporðdreka og Steingeit.

Afturábak ferli Venusar endurtekur sig á 8 ára fresti (eða eftir fimm afturábak ferli). Á átta ára fresti snýr Venus aftur til sama hluta himinsins og virkjar sama svæðið í fæðingarkortinu þínu.

Þetta þýðir að hvert afturábak ferli Venusar er endurómun af ferlinu sem var fyrir 8 árum, 16 árum eða 24 árum síðan og svo framvegis. Afturábak ferli Venusar núna tengist ferlinu sem var í mars-apríl 2017 og mars-apríl 2009. Með endurskoðun sinni á sömu svæðum stjörnumerkjanna vekur Venus upp kunnugleg þemu.

Þeir sem eru með plánetur aftarlega í Fiskunum eða framarlega í Hrútnum, gætu tekið eftir endurteknum mynstrum sem koma upp aftur og aftur. Sem betur fer eru þau ekki alltaf þau sömu og við þroskumst og bregðumst öðruvísi við.

LYKILDAGAR OG AFSTÖÐUR

Sérhvert afturábak ferli Venusar er skilgreint af samstöðu Venusar við Sólina. Sú samstaða er vendipunkturinn því þá breytist Venus úr kvöldstjörnu í morgunstjörnu. Það sem gerir þetta tiltekna afturábak ferli Venus sérstakt er ferð stjörnunnar úr Hrút og aftur inn í Fiskana. Meðan Venus er í Fiskunum, verður plánetan í samstöðu við Neptúnus, Norðurnóðuna og Satúrnus, en það bendir til þess að það endurvakni draumur sem eitt sinni glataðist.

Þetta er boð um að endurvekja eitthvað sem vert er að kanna. Að rifja upp það hvísl sem sál þín eitt sinn heyrði og jafnframt – en ekki síst – að heiðra þá skuldbindingu sem þarf til að fylgja því eftir sem til þarf til að láta þann draum rætast.

VENUS OG JÚPITER Í TVÍBURUM

Þetta afturábak ferli Venusar hófst með Venusi í Hrút í sextíu gráðu samhljóma afstöðu við Júpiter í Tvíburum. Það bendir til þess að sú innri vinna sem við vinnum núna, hjálpi okkur að vaxa og þroskast á mikilvægan máta.

Venus endar svo afturábak ferli sitt í samstöðu við Satúrnus, sem minnir okkur á mikilvæga skuldbindingu: Til að vaxa að fullu inn í hina djörfu, sjálfstæðu birtingu Venusar í Hrútnum, verðum við líka að rótafesta okkur í einhverju sem er stærra en persónuleg þrá – þeirri djúpu skuldbindingu við sannleikann.

Hið áhugaverða er að Venus byrjar afturábak ferli sitt með því að daðra við Júpíter og endar það með því að haldast í hendur við Satúrnus. Ef þetta væri tekið saman í eina línu væri hún: "Allt þetta gæti orðið þitt - EF þú fylgir eftir leið sálarinnar og ert tilbúin/-n að gera það sem þarf."

Mikilvægustu dagsetningarnar í afturábak ferli Venusar í gegnum Hrútinn og Fiskana eru:

  • mars 2025 – Venus stöðvast til að fara afturá bak á 10 gráðum í Hrút
  • mars 2025 (plús mínus nokkrir dagar) – Venus verður ósýnileg
  • mars 2025 – Venus í samstöðu (í hjarta) við Sólina á 2 gráðum í Hrút
  • mars 2025 – Venus fer aftur inn í Fiskana
  • mars 2025 – Venus í samstöðu við Neptúnusá 29 gráðum í Fiskum
  • apríl 2025 – Venus í samstöðu við Norðurnóðuna á 27 gráðum í Fiskum
  • apríl 2025 (plús mínus nokkrir dagar) – Venus verður sýnileg á morgunhimninum
  • 7. apríl 2025 – Venus í samstöðu við Satúrnus á 25 gráðum í Fiskum 
  • 13. apríl 2025 – Venus fer beint fram á við á 24 gráðum í Fiskum

Venus á ferð afturábak færir fókusinn að því svæði í fæðingarkorti þínu, sem nær frá 24 gráðum í Fiskum að 10 gráðum í Hrút. Ef þú ert með plánetur eða afstöður á þessu svæði verða áhrifin frá Venusi sterkari.

Hins vegar munu allir upplifa áhrifin af þessu afturábak ferli Venusar að einhverju leyti, sérstaklega þegar plánetan myndar lykilafstöður við aðrar plánetur eins og sést hér að ofan.

FERÐ HETJUNNAR

Öll ferli Venusar afturábak eru upphafið að leið inn í undirheima - en þegar Venus er á ferð afturábak í gegnum Hrútinn, sem er fyrsta merkið í stjörnumerkjahringnum og  Hrúturinn er tákn hetjunnar, vitum við að við erum í raun að stíga inn í hjartaferðalag kvenhetjunnar.

Þegar Venus er á ferð afturábak um himinhvolfið, er því ferli oft líkt við ferð um undirheimana. Hluti af okkur verður að deyja svo að ný útgáfa af okkur sjálfum geti stigið fram. Ein mikilvægasta goðsögnin sem tengist afturábak ferli Venusar er sagan um ferð hinnar súmerska gyðju Inönnu niður í undirheimana.

Inanna, hin súmerska var hliðstæða Venusar, gyðja frjósemi og gnægða. Goðsögnin um ferð Inönnu niður í undirheimana er myndlíking um afturábak ferli Venusar:

  • Sagan hefst á því að Inanna ákveður að fara niður í undirheimana til að heimsækja systur sína Ereshkigal, gyðju undirheimanna. Trú Súmera var sú að þegar Venus hvarf undir sjóndeildarhringnum væri plánetan í undirheimunum.
  • Þegar Inanna fer í gegnum hliðin sjö sem þangað liggja, fjarlægðir hún fatnað eða skartgripi við hvert og eitt þeirra – sem tákn um ferlið sem fylgir því að fjarlægja gamlar sjálfsmyndir og losa sig við það sem ekki er þörf á lengur.
  • Þegar hún loksins kemur í undirheimana drepur systir hennar hana. Þetta táknar áfangann þegar Venus er í samstöðu við Sólina, sem markar upphafið á nýju ferli Venusar. Til að endurfæðast verður hluti af okkur fyrst að deyja.
  • Ereshkigal, gyðja undirheimanna, táknar skuggahlið okkar, sem við verðum að viðurkenna og samþætta.
  • Að lokum bjarga sendimenn frá Jörðinni Inönnu og koma henni aftur til lífsins. Hún er reist upp og snýr aftur til Jarðar. Goðsögn Inönnu er tengd því ferli Venusar, þegar hún breytist úr kvöldstjörnu í morgunstjörnu. Rétt þegar Venus er að endurfæðast, rís stjarnan upp á morgunhimininn – og þá mun ný útgáfa af þér birtast.

AÐ SIGRA OKKUR SJÁLF

Ólíkt hetjunni, heldur Inanna ekki út í heiminn. Hún ferðast inn í myndlíkingu undirheima. Afturábak ferli Venusar snýst ekki um sigra í umheiminum, heldur erum við kölluð til að sigra okkar eigið sjálf.

Það er enginn dreki til að drepa. Það er okkar eigin skuggi sem við verðum að samþætta. Það er okkar eigin myrka hlið sem við erum beðin um að mæta með samúð. Það eru óútskýrðar tilfinningar okkar og langanir sem okkur er boðið að heiðra. Afturábak ferli Venusar tengist ferðinni að hjarta okkar. En hvernig rötum við þangað?

40 DAGAR AF LEIT HJARTANS

Við gerum það sem Inanna hefur gert - við lítum inn á við. Inanna eyddi 40 dögum í ferð sína til undirheimanna og aftur til baka. Jesús eyddi 40 dögum í eyðimörkinni til að sigrast á vafa sínum. Búdda fastaði og hugleiddi í 40 daga áður en hann náði uppljómun.

Allar þessar ferðir eiga eitt sameiginlegt: djúpa íhugun og sjálfsskoðun. Þegar Venus er á ferð afturábak er okkur boðið að staldra við og líta inn á við – og spyrja spurninga eins og hvað skiptir okkur raunverulega máli? – eða hvað viljum við eiginlega?

Þá er nauðsynlegt að kafa enn dýpra og hlusta á okkar innri stríðsmann, kvenhetju Hrútsins:

  • Hvar hefur þér fundist þú vera óverðug/-ur, eða ekki nóg?
  • Hvar hefur þér verið sagt að tilfinningar þínar séu of miklar? Að eldurinn þinn sé of mikill?
  • Hvar dregur þú línuna? Hvað er óumsemjanlegt?
  • Á hvaða hátt þarftu að rísa upp og sýna heiminum hver þú ert í raun og veru?

Hrúturinn er eðlislæg þekking okkar á því hver við erum undir grímunni, sem allir setja upp til að verja sig. Hrúturinn er stilltur inn á hið sanna sjálf, án grímunnar. Innri gyðja Hrútsins þíns er ekki Barbie dúkka. Hún er ekki dyggi félaginn. Hún er ekki sú útgáfa af þér sem heimurinn sagði þér að vera.

Afturábak ferli aVenusar minnir þig á hráa fegurð þíns sanna sjálfs. Allt annað er hægt að byggja á þeim ekta og fullkomna grunni. Þegar Venus fer í gegnum seinni hlutann af afturábak ferli sínu - ásamt Neptúnusi, Norðurnóðunni og Satúrnusi – kemstu að raun um að löngun hjartans leysist ekki bara upp. Hún verður áttavitinn sem leiðir þig nákvæmlega þangað sem þér er ætlað að fara.

Þýtt og endursagt úr grein frá AstroButterfly

Ef þú átt ekki þitt eigið persónulega stjörnukort geturðu SMELLT HÉR til að panta þér kort.

www.gudrunbergmann.is

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira