Klukkan 09:01 í fyrramálið, þann 20. mars, verða Jafndægur á vori hér á landi. Dagur og nótt verða jafnlöng, dagurinn táknrænn fyrir ljósið og nóttin fyrir myrkrið. Svo fer daginn að lengja og ljósið kemur til með að lýsa upp myrkrið.
MÖRG ORKUHLIÐ
Þessi jafndægur lenda nánast mitt á milli almyrkvans á Tungli sem varð 14. mars og Sólmyrkvans (hlutamyrkvi) sem verður 29. mars á níu gráðum í Hrút, svo okkur gæti fundist við vera að “ganga í gegnum hvert orkuhliðið á fætur öðru”. Stjörnuspekilega séð er þetta afar magnaður tími, því myrkvum fylgja yfirleitt varanlegar breytingar, auk þess sem plánetur eru að fara úr Fiskunum, sem er síðasta merkið í stjörnumerkjahringnum yfir í Hrútinn sem er fyrsta merkið í stjörnumerkjahringnum. Það eitt og sér er táknrænt fyrir nýtt upphaf.
Bæði myrkvarnir og Jafndægrin virka sem nokkurs konar orkuhlið og þeim fylgja yfirleitt varanlegar breytingar til lengri tíma, allt fram til næstu Jafndægra á hausti eða jafnvel til næstu vorjafndægra árið 2026.
YTRI PLÁNETUR MILLI MERKJA
Allar ytri pláneturnar koma til með að fara milli merkja, það er úr einu í annað, næstu þrettán mánuðina. Neptúnus ryður brautina og fer úr dreymandi Fiskunum inn í framkvæmdasaman Hrútinn þann 30. mars í fyrsta skipti síðan árið 1861. Það ár fór Neptúnus inn í Hrútinn 12. apríl og degi síðar hófst borgarastyrjöldin í Bandaríkjunum.
Hvort það verður borgarastyrjöld þar núna eða einhvers staðar annars staðar í heiminum vitum við ekki, en ljóst er að gömlu kerfin eru að hrynja og við að verði vitni að endalokum hins gamla heims. Framundan er tímabil sem kallast hefur Ný Jörð eða Hin Gullna Framtíð, sem við getum öll verið þátttakendur í að skapa með aukinni vitundarvakningu og kærleiksríkari framkomu gagnvart öllu og öllum.
FYLGJUMST MEÐ INNRI BREYTINGUM
Allar þessar breytingar gerast innra með okkur, svo fylgstu sérstaklega með því sem er að gerast innra með þér. Skoðaðu hvar NÚLL gráðan í Hrút lendir í stjörnukortinu þínu, í hvaða húsi og hvort hún sé með einhverjar afstöður við aðrar plánetur í kortinu þínu.
Hvaða nýju draumar eru að gerjast innra með þér á þessum tíma þegar Neptúnus er að fara yfir í Hrútinn? Hvaða breytingar eru að gerjast innra með þér? Upp úr hverju hefurðu nú þegar vaxið? Hvað þjónar þér ekki lengur? Hvað er orðið gamalt og venjubundið? Hvaða skilaboð ertu að fá í gegnum drauma eða hugleiðslur? Hvert er verið að leiða þig?
Auk áhrifanna frá Neptúnusi eru líka sterk áhrif frá VENUSI sem er á ferð afturábak um sporbaug sinn alveg fram til 13. apríl – Sjá nánar í greininni: VENUS Á FERÐ AFTURÁBAK - og Venus kallar líka á okkur að endurskoða drauma okkar og negla niður hvað það raunverulega er sem okkur dreymir um að vera/gera.
NÆTURDRAUMARNIR
Stundum getum við fundið svör við öllu þessu í draumum næturinnar. Við þurfum þá að segja áður en við förum að sofa: “Sýndu mér næsta skref í draumum mínum í nótt.” Svo þurfum við að halda draumadagbók, með því að vera með bók og blýant/penna á nóttborðinu, svo við getum skrifað niður draum næturinnar strax og við vöknum, ÁÐUR en við förum fram úr rúminu.
Svo er gott að morgni dags að biðja Alheiminn um að sýna þér töfra hvern dag, og sjá hvað kemur til þín. Koma töfrarnir frá þér sjálfri/sjálfum eða koma þeir fram í góðvild frá einhverjum öðrum.
LAÐAÐU HLUTINA TIL ÞÍN
Við megum alveg eiga von á að það ríki mikil Neptúnusarþoka – munið að Neptúsus var konungur hafsins – á næstunni, svo það er gott að hafa skarpan fókus og ásetning. Það má gera til dæmis með því að setja sér ákveðinn ásetning fyrir hvern dag. Mikilvægt er að hafa hann í fyrstu persónu í nútíð, eins og til dæmis: “Ég elska nú þegar nýja heimilið mitt.” eða “Ég elska nú þegar að keyra um í nýja bílnum mínum.”
Stígðu svo inn í þá orku með því að ímynda þér að þú sért nú þegar á nýja draumaheimilinu þínu eða keyrir um á nýja draumabílnum. Með því magnar þú upp þá orku og laðar drauminn til þín. Mikilvægt er samt að treysta því að þessi aðferð skili sér, því þegar farið er að efast, virkar það eins og bremsa á að draumurinn rætist. Við þurfum að þora að láta okkur dreyma og halda fast í drauminn, svo hann rætist.
Við erum nú þegar í orku Tunglmyrkvans sem varð þann 14. mars og í orku komandi Sólmyrkva sem verður þann 29. mars á níu gráðum í Hrút. Það er mikilvægt fyrir þig að skoða hvar þessar gráður falla í stjörnukortinu þínu, til að þú getir betur gert þér grein fyrir því, hvar í lífi þínu þessi orka kemur til með að hafa áhrif.
Myrkjum fylgja almennt varanlegar breytingar á lífi þínu. Þær tengjast lexíum á þroskabraut sálar þinnar. Hrútnum fylgir mikil framkvæmdaorka. Hrúturinn er frumherjinn eða landkönnuðurinn og orka hans tengist aðgerðum. Hrúturinn getur hjálpað þér að hrinda draumum þínum í framkvæmd, svo framarlega sem þú veist hvað það er sem þig dreymir um að gera eða vera.
Hrútnum fylgir líka ákveðin stríðsorka. Beittu þeirri orku á friðsamlegan máta í eigin lífi og biddu fyrir friði í heiminum. Sjáum fyrir okkur friðsaman heim, þar sem við getum lært að lifa í sátt og samlyndi og notið gjafa Jarðar án þess að slást um yfirráð fyrir þeim.
ATH! Ef þú átt ekki persónulegt stjörnukort geturðu pantað þér kort með því að SMELLA HÉR – Í boði er sérstakur 20% “LÁTTU DRAUMINN RÆTAST” afsláttur þangað til Neptúnus fer inn í Hrútinn – eða til og með 30. mars – sem ætti að hjálpa þér að gera drauma þína að veruleika.