Pistlar:
13. desember 2023 kl. 10:38
Guðrún Arnalds (gudrundarshan.blog.is)
Gjafir myrkursins
Sól, sól! Komdu aftur sól! Þriggja ára dóttursonur minn sat í aftursætinu og fannst myrkrið vera allt of snemma á ferðinni. Og því var ekki hægt að neita. Það væri svo sannarlega vel þegið að fá lengri daga á þessum dimmasta tíma ársins. Svo ræddum við um það hvað myrkrið er líka mikilvægt og að nóttin færir okkur svefninn sem er svo sætur þegar við verðum þreytt.
Þessir stuttu dagar geta reynt á. Margir finna fyrir þreytu og skort á bjartsýni í skammdeginu. En myrkrið hefur líka sína kosti. Á þessum dimmasta tíma ársins færist það sem venjulega hvílir í undirvitundinni, nær yfirborðinu. Það er sagt að skilin á milli heima verði gegnsærri og að við getum betur nálgast það sem annars liggur í dvala í undirvitundinni. Á þessum árstíma höfum við eðlislæga tilhneigingu til að leita inn á við. Ef við hlustum á hana og látum ekki heiminn fyrir utan dáleiða okkur um of, þá getum við nýtt þennan tíma til að tengja við uppsprettuna innra með okkur og til að endurnærast. Við getum treyst því að ljósið kemur alltaf aftur. Þangað til getum við boðið ljósinu innra með okkur að lýsa okkur leiðina.
Í annríkinu sem ríkir í ytri heiminum, ekki síst þessa dagana, getur það gleymst að taka stund til að vera með okkur sjálfum. En sá tími skilar sér fljótt til baka. Við verðum einbeittari og eigum auðveldara með að hvíla í andartakinu sem er að líða. Hvað gerir þú til að næra þig?
Eftir áramótin verður í boði námskeiðið „Stærri en streitan“ hjá okkur í Andartaki, þar sem við ætlum að skoða hvernig við getum betur lifað með álagi og verið í góðu sambandi okkur sjálf.
Guðrún Arnalds, jógakennari, hómópati og leiðbeinandi í Fókusing, aðferð til að husta a lifið innra með okkur
Andartak jóga- og heilsustöð
andartak@andartak.is
13. júní 2023 kl. 12:14
Við vöknum á morgnana og segjum, „ég svaf ekki nóg“ og við leggjumst á koddann og segjum, „ég kom ekki nógu í verk“, segir Brené Brown Við eyðum miklu af okkar daglega lífi í línulegum tíma, sem gefur okkur tilfinningu fyrir skorti, og þessa nagandi hugsun að sama hvað við reynum þá séum við aldrei nóg og gerum ekki nóg. Þessi upplifun okkar á tíma sem stefnir í eina átt
meira
7. júní 2023 kl. 12:03
Hefurðu einhvern tíma reynt að setjast niður að hugleiða og fundið eitthvað allt annað en kyrrð og frið? Ein leið til að hjálpa huganum að slaka á er að syngja möntrur. Möntrur geta virst mjög framandi, og þær eru það auðvitað við fyrstu kynni. Ég hef reyndar alltaf verið mjög heilluð af fjarlægum menningarheimum og framandi tungumálum. Í mínum huga eru möntrur leyndardómar til að kanna og
meira
24. apríl 2023 kl. 10:07
Náttúran umbreytist við hver árstíðaskipti. Hvalir ferðast langar leiðir, fuglar fljúga heimshorna á milli til að laga sig að umskiptum árstíðanna. Laufin falla af trjánum og hver einasta lífvera gerir breytingar í lífsháttum sínum, dvalarstað og rútínu. Allar lífverur, nema maðurinn. Við förum bara í meiri föt eða fækkum þeim og hækkum eða lækkum hitann í ofnunum. Verslanir bjóða upp á sama
meira
18. apríl 2023 kl. 8:50
Jógaheimspekin býr yfir hugtakinu Sattva sem er einn af þremur eiginleikum lífsins. Sattva merkir ljós eða léttleiki. Birta. Önnur orð sem túlka sattva eru samhljómur, tærleiki, sköpun, jákvæðni og friðsæld. Í jóga viljum við næra Sattva og kveikja ljósflæðið í okkur. Hinir tveir eiginleikarnir eru Rajas og Tamas. Rajas er drifkraftur hreyfingar, virkni og
meira
3. mars 2023 kl. 20:05
Við eigum öll okkar stundir og tímabil þar sem okkur finnst heimurinn vera að brenna. Þar sem okkur finnst að við verðum að gera eitthvað í málunum. Bara eitthvað. Streita getur kallað fram ástand innra með okkur sem er mjög líkt því sem gerist þegar það verða hamfarir. Langvarandi streita og áföll birtast í líkama okkar á svipaðan hátt. Líkami okkar gefur okkur þau skilaboð að það sé hætta á
meira
16. febrúar 2023 kl. 9:32
Ayurveda, systurvísindi jógafræðanna er mjög heillandi heimur sem kennir okkur að lifa í takti við náttúruna í kring um okkur og innra með okkur. Að fylgja árstíðunum og takti dagsins og að hlusta á líkamann. Við eigum það stundum til að borða með huganum og týna sambandinu við líkamann. Eftir því sem við öðlumst betra samband við hvað við þurfum þá fer hugurinn að fylgja með og við
meira
5. janúar 2023 kl. 9:07
Við lifum í óstöðugum heimi sem á það til að gera ofurmannlegar kröfur til okkar. Heimi sem leggur megináherslu á að styrkja hugann og gera okkur hæf á því sviði, oft á kostnað líkamans og hæfileikans til að vera, njóta og slaka á. Flestir hafa upplifað einhvers konar áföll. Þau þurfa ekki að vera stór til að hafa áhrif. Flestir eiga það til dæmis sameiginlegt að hafa ekki fengið nægan
meira
2. janúar 2023 kl. 11:37
Hvernig gerum við streitu að vini okkar? Það má auðvitað segja að það sé kannski ekki mjög aðlaðandi tilhugsun að vingast við hana yfirleitt. Við fáum þau skilaboð daglega að streita sé óholl. Streita er skrýtið hugtak. Hún er sögð vera valdur að helstu heilsuvandamálum nútímamanneskjunnar. Og á sama tíma er hún ómissandi hluti af lífinu. Streita virkar nefnilega hvetjandi í hæfilegum
meira
31. desember 2022 kl. 11:57
Nýtt ár er nýtt upphaf. Í minni fjölskyldu hefur skapast sú hefð að setjast niður og fara yfir liðið ár, að velja tóninn fyrir næsta ár og eitt eða fleiri orð sem við ætlum að nota sem áttavita þetta árið. Flest okkar tengja nýtt ár við að skapa sér nýjar venjur, að lyfta lífinu upp í nýja tóntegund. Áramótaheit endurspegla þessa ósk okkar um nýtt og betra
meira
21. desember 2022 kl. 16:11
Á jólunum komum við saman til að njóta samvista við okkar nánustu, styrkja böndin sem tengja okkur og borða góðan mat. Hér á eftir fara nokkrir punktar úr viskubrunni jóga og ayurveda til að hjálpa okkur að melta betur jólamatinn, sem stundum er dálítið þungur í maga. Þá getum við betur notið hans með góðri samvisku. Engifer fyrir ónæmiskerfið og meltingunaÁ þessum árstíma erum við
meira
24. nóvember 2022 kl. 12:23
Í dag er þakkargjörðardagur haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum. Þakklæti er sú dyggð sem hefur einna mest áhrif á hamingju okkar. Þakklæti hjálpar okkur að upplifa jákvæðar tilfinningar, lifa við betri heilsu, takast betur á við streitu og byggja upp sterkari sambönd. Hugmyndin um dag til heiðurs þakklæti er því mjög vel viðeigandi. Undanfarin ár hefur þakklæti mikið verið rannsakað og áhrif
meira
15. nóvember 2022 kl. 10:45
Skammdegið er skollið á. Það er misjafnt hversu vel það fer í okkur. Flestir finna fyrir einhverjum breytingum á líðan eftir árstíðum. Þegar dagarnir styttast og skuggarnir lengjast getur verið átak að kveikja bjartsýnisneistann á morgnana. Þá er dýrmætt að eiga aðgang að leiðum til að nálgast ljósið innra með okkur. Rannsóknir sýna að myrkrið getur skapað ójafnvægi í starfsemi hormóna og þá
meira
7. nóvember 2022 kl. 20:30
Þegar haustar og laufin eru fallin af trjánum verður það svo sýnilegt að lífsorka trésins býr ekki í laufum þess. Trén eiga sér heilan heim sem við sjáum ekki. Það er sagt að heilbrigði trés endurspeglist í rótarkerfi þess. Í hávaða heimsins og hraða tímans virðast flestir vera að glíma við einhvers konar þreytu eða streitueinkenni. Og fylgifiska á borð við einbeitingarskort
meira
4. nóvember 2022 kl. 9:39
Þögn á sér marga liti og tóna. Stundum er þögnin þrúgandi og stundum spyrjandi. Stundum er hún full af innra skvaldri, og öðrum stundum fylgir henni einmanatilfinning. En þögnin getur líka verið djúp og full af kyrrð. Við getum styrkt kyrrðina innra með okkur eins og við styrkjum vöðva. Samskipti okkar við aðra verða mun ánægjulegri þegar við ræktum þessa kyrrð sem er okkur í raun
meira
10. október 2022 kl. 13:17
Hluttekning eða samkennd er hæfileikinn til að sjá hvernig öðrum líður. Að finna til með öðrum og vera til staðar fyrir fólkið í kring um okkur. Ólíkt vorkunnsemi sem er örlítið dæmandi þá er samkennd ekki með fordóma. Moshim Hamid rithöfundur, orðaði það svona: "Hluttekning er að finna bergmál af annarri manneskju í sér." Til að finna sanna hluttekningu þurfum við að
meira
21. september 2022 kl. 11:32
Ég bý svo vel að eiga matjurtagarð. Á þessum árstíma er svo dásamlegt að geta hlaupið út í garð og sótt mér ferskt brokkolí og nýsprottnar gulrætur í soðið. Mér finnst það mikil forréttindi að geta notið gjafmildi jarðar svona milliliðalaust. Á föstudaginn kemur eru jafndægur að hausti. Þá skín sólin beint á miðbaug og dagur er nokkurn veginn jafn langur
meira
14. september 2022 kl. 12:32
Gott jafnvægi, seigla í lífsins ólgusjó, lífsgleði og sátt. Friðsælt hjarta. Öll viljum við geta höndlað hamingjuna þó ekki sé nema einstaka sinnum inn á milli. Það er svo margt sem hefur áhrif á það hvort okkur líður vel og hvernig okkur gengur að takast á við álag og erfiðu kaflana í lífinu. Þegar ég fór fyrst að stunda kundalini jóga þá fann ég mjög fljótt aukið sjálfstraust og innri
meira
6. september 2022 kl. 11:14
Það eru til ótal margar bækur um orkustöðvarnar. Margir listar yfir það hvað tilheyrir hverri orkustöð. En þær segja þér ekki hvernig þú skynjar lífið. Ef þú vilt koma jafnvægi á þínar eigin orkustöðvar þá þarftu að fara inn á við og upplifa. Að tengja við lífið sem þú hefur lifað og hvernig það hefur leitt þig á þann stað sem þú ert á núna. Orkustöðvarnar eru fyrir mér eins og
meira
30. ágúst 2022 kl. 8:00
"Jógaheimspekin kennir okkur að snákagyðjan Kundalini standi fyrir þróun lífsorkunnar innra með hverri manneskju. Hún vaknar af svefni sínum í jörðinni til að dansa sér leið í gegn um hverja orkustöð og endurreisa regnbogann sem yfirnáttúrulega brú milli efnis og vitundar." (Anodea Judith) Allt jóga miðar að því að vekja Kundalini orkuna sem annars liggur í dvala við rætur hryggjarins.
meira
24. ágúst 2022 kl. 14:40
Lífsorkan þín er undirstaðan að heilun og jafnvægi líkama og hugar. Við þurfum að fylla reglulega á tankinn til að hún næri veruna sem erum við sjálf. Eins og með batteríið á símanum þurfum við líka að hlaða okkar eigið orkubatterí og hleypa orkunni út reglulega. Við gerum þetta meðal annars í gegn um öndun, hreyfingu, svefn, hlátur og nærandi samveru. En með tímanum fer hleðslan á
meira
13. júní 2022 kl. 11:20
Sumir hlutir teygja á tímanum og færa mig nær óendanleikanum. Eins og þegar ég hlusta á fuglasöng. Á þytinn í trjánum. Djúpt og innilegt faðmlag getur líka gefið tilfinningu fyrir tímaleysi. Við þekkjum öll tilfinninguna og einhvers staðar innst inni vitum við að þetta er það eina sem skiptir máli í lífinu. Að njóta andartaksins. Að vera með því sem við upplifum af heilum
meira
12. júní 2022 kl. 12:54
Hljómar þetta kunnuglega? Kaupa fisk og kartöflur í matinnBorga reikningaSenda hamingjuóskir til afmælisbarns dagsinsBrjóta saman þvottinnSækja börninElda kvöldmatinnByrja á verkefninu sem er búið að sitja á hakanumTaka tilGera við vaskinnFara með bílinn í smurninguBóka flugiðLaga girðinguna Og SÍÐAN...Fara í gönguferð (ef tími vinnst til)Hvílast (ef tími vinnst til)Hugleiða
meira
3. júní 2022 kl. 10:10
Kannastu við að ákvörðun sem gæti hafa virst vera sú besta sem þú hefur nokkru sinni tekið gæti 15 mínútum seinna virst vera sú versta? Ef þú kannast við þetta gæti hugsast að þú sért að taka ákvörðun í gegn um jákvæða eða neikvæða hugann og átt eftir að bera þær undir hlutlausa hugann. Þrjár hliðar hugans: Kundalini jóga kennir okkur að hugur okkar sé þrískiptur. Í jákvæða-
meira
12. maí 2022 kl. 9:14
Ég fór í mína árlegu vorhreinsun um helgina. Mér finnst ég léttari og glaðari í alla staði og hugurinn skýrari. Ég sef betur á nóttunni og morgunhugleiðslan mín verður dýpri. Ég var komin með nokkrar venjur sem ég vissi að væru ekki að þjóna mér. Ég sótti t.d. í snakk þegar hugurinn varð eirðarlaus og sætt þegar ég var orkulaus. Núna finnst mér auðveldara að hlusta á
meira
25. apríl 2022 kl. 12:55
Vorið er endurfæðing náttúrunnar. Um leið og náttúran byrjar að senda græna sprota upp úr moldinni býður hún okkur líka að endurnýja samband okkar við lífið. Við getum gert þetta í gegn um líkamlega hreinsun, gegn um tiltekt í huganum og í viðhorfum okkar til lífsins. Við getum skoðað venjurnar okkar, hverju við getum sleppt og hvernig við getum betur nært okkur sjálf. Vorið er
meira
4. apríl 2022 kl. 13:40
Vorið er tími töfra og umbreytinga. Náttúran kemur úr klakaböndum og köldum raka vetrarins og inn í vorið. Lífspúlsinn tekur kipp, jörðin fer að hlýna og grænir sprotar taka að teygja sig upp á móti ljósinu. Náttúran virðist eiga svo auðvelt með þetta en fyrir okkur manneskjurnar er það oft ekki eins áreynslulaust að taka á móti nýjum árstíðum. Ferðalagið úr vetri yfir í vor getur tekið
meira
6. janúar 2022 kl. 10:26
Ég hef verið að upplifa þrá eftir einfaldleika undanfarið. Að lifa einfaldara lífi. En það er ekki einfalt að einfalda í flóknum heimi nútímans. Samskipti okkar fara meira og meira fram í gegn um tölvur og síma. Við erum orðin háð tækjum og rafrænni veröld. Rafræn samskipti eru mun minna nærandi en að hittast og snertast. Þegar ég hugleiði á einfaldleika koma upp minningar úr æsku. Ein af þeim er
meira
8. september 2021 kl. 11:15
Þegar haustar er nóg að gera við að koma öllu í skorður og finna taktinn upp á nýtt. Ég þarf að hafa mig alla við að að setja tímanum mörk og ætla mér ekki of mikið. Að ýta til hliðar og forgangsraða. Ég tala við verkefnin og segi þeim að þau þurfi að bíða aðeins lengur og minni sjálfa mig á að ég er eitthvað meira og stærra en hugsanirnar mínar og verkefnin sem bíða. Ef ofvirkur hugurinn nær að
meira
7. apríl 2021 kl. 9:52
Þó vetur konungur sé enn ekki farinn að gefa okkur mjög skýr merki um að hann ætli að fara að láta af völdum þá vitum við samt í hjarta okkar að vorið er á næsta leiti. Bjartir morgnar eru mjög kærkomnir eftir allt myrkrið og innan um snjóbreiðurnar má sjá í grænt gras sem heldur sjálfsagt að það sé að villast þegar það lítur í kringum sig. En á meðan getum við að minnsta kosti farið í
meira
26. janúar 2021 kl. 9:06
Nýja árið er í startholunum og það gamla er ekki alveg farið úr kerfinu okkar. Þessi tími í byrjun árs er tilvalinn til þess að skoða hvað gamla árið kenndi okkur og hvernig við viljum fagna lífinu á nýjan hátt þetta árið. Í hvaða átt viljum við vaxa og blómstra? Ég hef tekið eftir því að um leið og ég fer að gefa því gaum hvert ég vil fara og hvernig ég vil
meira
22. september 2020 kl. 10:41
Við erum öll að glíma við streitu á einhverjum sviðum. Einn af streituvöldunum í nútímasamfélagi er stöðug samkeppni. Að finnast við þurfa að standa okkur til að sýna að við séum einhvers virði. Við berum okkur saman við aðra, við það sem virðist vera að ganga vel hjá öðrum og förum að ímynda okkur að við séum ekki nóg. Við eigum það jafnvel til að upphefja okkur á kostnað annarra til að
meira
7. september 2020 kl. 10:07
Nú er lífið að færast aftur í fastar skorður eftir ævintýri sumarsins. Eins og hægt er miðað við aðstæður. Þetta eru skrýtnir tímar og margt nýtt sem við þurfum að laga okkur að. Við vonum auðvitað öll að heimurinn komist aftur af stað og geti farið að rísa upp úr öldudalnum. Á sama tíma væri óskandi að við gætum fundið leið upp úr dalnum sem fær okkur til að lifa meira í sátt og í takti við
meira
27. apríl 2020 kl. 21:17
Ég glími við hugann minn alla daga. Hann er stundum eins og sólargeisli sem lýsir upp alla mína dimmustu kima. En það er bara stundum. Þess á milli er hann alls konar. Stundum rásar hann um allar trissur og engin leið að hemja hann. Þá á ég erfitt með að halda athyglinni við eitthvað eitt. Þá er ég líka stundum fljót að sjá það neikvæða í lífinu. Og hætti að njóta þess að vera með því sem er.
meira
25. febrúar 2020 kl. 9:34
Þegar lífið ögrar mér á einhvern hátt - þegar ég lendi í erfiðleikum eða óvæntum áföllum þá á ég alltaf minn besta vin, sem er jógaiðkunin mín. Ég játa það samt að þó þessi vinur minn sé alltaf til staðar þá á ég það til einstaka sinnum að gleyma honum. Þetta getur einmitt gerst þegar ég þarf mest á honum að halda. Þegar álagið er mest. Þá fer ég að reyna að gera allt sjálf og
meira
7. janúar 2020 kl. 9:52
Nýtt ár markar ferskt upphaf fyrir óskir og drauma. Það er líka tilvalin stund til að horfa yfir farinn veg og taka eftir því sem við getum verið þakklát fyrir. Mér finnst gott að byrja árið á því að fara inn á við og skoða hvert ég vil stefna og hvað skiptir mig máli í lífinu. Áramótaheit eiga það til að sitja aðeins of nærri fullkomnunarpúkanum. Stundum hef ég strengt áramótaheit út frá
meira
22. október 2019 kl. 13:29
Þegar ég hef mikið að gera kemur það fyrir að ég hætti að muna hvað ég er sterk og stöðug. Ég fer að samsama mig með streitunni og öllum þessum verkefnum sem verður að sinna NÚNA. En sem betur fer hef ég fengð góða þjálfun í jógaiðkuninni minni og þegar ég sest niður við að hugleiða man ég aftur “hver ég er”. Þessi stutta stund sem ég man - hjálpar mér við að takast á við álagið
meira
13. maí 2019 kl. 7:22
Við erum búin að vera að fjalla um orkustöðvarnar í jógatímunum okkar undanfarnar vikur. Þær eru mjög skemmtilegt viðfangsefni og eitthvað sem allir geta tengt við. Orkustöðvarnar eru eins og prismi sem við getum notað til að horfa á líf okkar og upplifun í mismunandi ljósi og litum. Og skoðað hvort við erum sátt á öllum sviðum. Í jóga tölum við um orkustöðvarnar sem eins konar hringiður af
meira
29. apríl 2019 kl. 10:24
Gleðilegt sumar! Það er svo skemmtilegt að sjá fuglana fylla himininn og heyra aftur líf í móanum. Ég er búin að njóta þeirra forréttinda að vera í jógaferð í sveitinni eftir páska. Það er ákaflega upplyftandi og endurnærandi að vera í samfélagi með öðrum sem eru líka að næra andann og finna fyrir lífinu í hjartanu.Við lifum flesta daga í samfélagi þar sem allt gengur út á að hugsa og
meira
17. apríl 2019 kl. 9:46
Í jóga erum við með hugtakið Santosha - sem þýðir ánægja, að gera sér hlutina að góðu. Iðkun Santosha snýst um að rækta með sér þakklæti og að læra að meta það sem er. Að horfa innan við girðinguna en ekki yfir hana. Að taka eftir hvað gerist innra með mér frekar en að vera upptekin af umhverfinu og viðbrögðum annarra. Að draga úr þeirri venju að sækja í þægindi og það sem mér
meira
7. mars 2019 kl. 11:54
Jóga er ekki bara líkamsrækt. Við getum líka nýtt okkur jóga til að skoða veröldina innra með okkur og heimsækja staði og tilfinningar sem eru ekki alltaf aðgengileg í daglegu lífi. Við höfum undanfarið verið að skoða mjaðmirnar í jógatímunum okkar. Stundum er sagt að mjaðmirnar geymi okkar viðkvæmustu tilfinningar. Þær sem við erum kannski síst til í að mæta og deila. Þess vegna kallar það á
meira
2. janúar 2019 kl. 13:43
Nýtt ár 2019 er framundan með ný ævintýri og ný verkefni að takast á við. Ný tækifæri og ný fyrirheit. Ég settist niður á gamlárskvöld með fjölskyldunni minni og við skoðuðum hvað okkur fannst standa upp úr fyrir nýliðið ár og hvað við vildum hafa að leiðarljósi fyrir komandi ár.Ég ákvað að hafa hjartað mitt að leiðarljósi á þessu komandi ári. Að gefa mér tíma til að hlusta á hjartað þegar ég er
meira
22. október 2018 kl. 11:37
Eitt af því sem ég hef lært í gegnum mína jógaiðkun er að þrátt fyrir áskoranir og erfiðleika þá á ég alltaf það sem þarf til að standast álagið. Ég þarf bara að muna eftir að nýta mér þær leiðir sem ég kann. En eins skrýtið og það virðist þá er það samt ekki alltaf auðvelt að koma mér á staðinn, að taka skrefið og fara í jóga, að setjast niður og hugleiða. Algengasta afsökunin sem hugurinn minn
meira
3. október 2018 kl. 10:57
Ein af mínum uppáhaldsfyrirmyndum er Lína Langsokkur. Hún kann þá list að að gera hvern dag að ævintýri og finna töfrana sem leynast undir hverjum steini ef vel er að gáð. Mér finnst mjög heillandi að skoða hvað það er sem fær okkur til að lifa lífinu til fulls og á sama tíma að halda jafnvægi. Hamingja er ekki endilega stöðug gleði heldur tengist hún líka hæfileikanum til að njóta þess sem er.Við
meira
27. ágúst 2018 kl. 13:43
Það er að koma haust. En sumarið er samt enn að senda geisla sína inn í hjörtu okkar og hlýja okkur og stríða á víxl. Ég er búin að njóta þess að vera í sveitinni undanfarið. Að fara í feluleik í skóginum, sækja salat í matjurtagarðinn og baka brauð með krökkunum yfir eldi á veröndinni á kvöldin. Að sitja úti eins og núna og skrifa, lesa og drekka í mig sólargeislana. Þegar sólin skín er eins og
meira
3. apríl 2018 kl. 12:10
"Þegar þú eignast andardráttinn þinn þá getur enginn rænt friðsæld þinni.” Andardrátturinn er eitthvað sem flestir hugsa sjaldnast um í daglegu lífi. Hann bara er þarna. En samt getum við ekki lifað án hans nema í örstutta stund. Ég á minningu frá ferðalagi með fjölskyldunni. Við sátum í aftursætinu í bílnum og vorum búin að keyra langa leið þegar systir mín sagði allt í einu upp úr
meira
6. febrúar 2018 kl. 22:31
Ég átti samtal við dóttur mína nýlega á netinu og hún gerði þá athugasemd að ég væri of stutt í spuna og notaði ekki nægilega mikið af brosköllum og myndum til að tjá mig. Mér fannst þetta pínu fyndið og ég varð að játa að ég hef ekki öðlast hennar leikni í netsamskiptum. Ég velti þvi fyrir mér hvernig þetta myndi birtast í daglegu lífi. Að segja bara það mikilvægasta og gleyma að láta bros fylgja
meira
4. janúar 2018 kl. 14:15
Nýtt ár markar nýtt upphaf. Ljósið hefur fæðst á ný í myrkrinu,sólin byrjar að hækka á himninum og daginn tekur að lengja smátt og smátt. Nýtt ár býður okkur að horfa á lífið í nýju ljósi og sá nýjum fræjum. Ef við skoðum árið 2018 út frá talnaspeki þá færir árið okkur þörf fyrir stærri sýn á lífið. Við verðum ekki lengur ánægð með að hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið á neinu sviði
meira
6. nóvember 2017 kl. 14:07
Andartakið endurspeglar hugarástand okkar og innri líðan. Lífið býr í andardrættinum. Um leið og við öndum að okkur súrefni öndum við að okkur lífsorku og nærum hugann. Þegar andardrátturinn verður grunnur þá verður hugurinn og tilfinningar okkar að sama skapi grunnar og yfirborðskenndar og við missum einbeitinguna. Við hættum að njóta lífsins og verðum fangar hugans. Meðvituð öndun hjálpar okkur
meira
26. apríl 2017 kl. 22:30
Vorið er tími til að fæðast upp á nýtt og njóta þess að sjá lífið vakna í kringum okkur.Tími til að sá fræjum og skjóta rótum svo við getum nærst í gegnum sumarið og haldið stöðugleika okkar. Þetta er upplagður tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur og koma okkur upp nýjum siðum sem þjóna okkur og næra.Þó vorið sé kærkomið þá getur verið átak að
meira
12. janúar 2017 kl. 14:42
-Einhver sagði einhvern tíma að það skipti ekki máli hversu lengi við lifum, heldur hversu full af lífsorku við erum í andartakinu. Ekkert okkar vill bara halda lífi. Við viljum finna lífið streyma um æðarnar og leyfa lífinu að finna fyrir okkur.Í grískri goðafræði er sagt frá Eos, gyðju dögunar og Tithonus elskhuga hennar sem var mannlegur. Eos bað Seif um að gera elskhuga sinn eilífan svo þau
meira
5. janúar 2017 kl. 12:37
Nýtt ár markar nýtt upphaf. Ljósið hefur fæðst á ný í myrkrinu, sólin byrjar að hækka á himninum og daginn tekur að lengja smátt og smátt. Við komum aftur til starfa eftir jólafrí, vonandi með endurnýjaða krafta og löngun til að takast á við áskoranir komandi árs. Nýtt ár er þannig tækifæri til að horfa á lífið í nýju ljósi og jafnvel velja og forgangsraða upp á nýtt.Ef við skoðum árið 2017 út frá
meira
6. desember 2016 kl. 16:50
Vetrarsólstöður og aðventa eru mjög heillandi tími og líka erfiður fyrir marga. Á þessum tíma fylgjumst við með hvernig myrkrið vex og vex, dagurinn styttist og nóttin lengist, þangað til sólin kemst ekki neðar og getur bara byrjað að rísa á ný. Þannig fæðist ljósið enn og aftur í myrkrinu og sólin fer að hækka á lofti. Nýtt upphaf og ný tækifæri.Á þessum tíma er sagt að blæjan sem aðskilur hinn
meira
19. október 2016 kl. 22:16
Það að kunna að slaka á er ekki sjálfgefið – að minnsta kosti ekki fyrir okkur sem lifum við álag og áreiti nútímalífs. Við erum misviðkvæm fyrir streitu og áreiti en flest eigum við það sameiginlegt að geyma streitu í líkamanum – líka þegar dagurinn er að kvöldi kominn og við gefum sjálfum okkur leyfi til að taka lífinu með ró. Þetta er oft djúpt liggjandi spenna í taugakerfinu sem
meira
29. september 2016 kl. 14:13
Nú er komið haust og lífið að komast í skorður. Ég lagði af stað inn í haustið með skýrar fyrirætlanir um að leyfa sumarhvíldinni að fylgja mér inn í veturinn og að muna nú að láta ekki streituna ná tökum á mér. Það hefur gengið ágætlega hingað til en það gerist ekki alveg af sjálfu sér. Ég þarf að minna sjálfa mig á og taka mér stundir til að endurnærast bæði þegar lífið flæðir áreynslulaust og
meira
30. mars 2016 kl. 14:33
Þó vetur konungur sé enn ekki farinn að gefa okkur mjög skýr merki um að hann ætli að fara að láta af völdum þá vitum við samt í hjarta okkar að vorið er á næsta leiti. Bjartir morgnar eru mjög kærkomnir eftir allt myrkrið og innan um snjóbreiðurnar má sjá í grænt gras sem heldur sjálfsagt að það sé að villast þegar það lítur í kringum sig. Sumir aðkomurunnar eru jafnvel farnir að bruma þó
meira
23. febrúar 2016 kl. 10:42
Á undanförnum árum hafa sprottið upp ýmsar aðferðir sem spegla leit okkar að kjarnanum í okkur sjálfum – mitt í öllu því áreiti og álagi sem við búum við. Við þurfum á því að halda að safna okkur saman og slaka á og um leið að gefa sköpunarkraftinum okkar lausan tauminn. Shakti dans er form af dansi og jóga sem hefur notið vaxandi vinsælda víða um heim. Jóga sem hægt er að dansa við.
meira
20. janúar 2016 kl. 8:13
Jóga og ayurveda eru systurvísindi - bæði upprunnin frá Indlandi og hafa þrátt fyrir háan aldur náð að afla sér mikilla vinsælda á vesturlöndum. Jóga er leið til að tengja við birtuna innra með okkur og gefa henni rými. Nokkuð sem er mjög mikilvægt og dýrmætt einmitt núna í skammdeginu. Jóga gefur okkur verkfæri til þess að hlúa að okkur sjálfum og efla innri styrk. Kundalini jóga getur stutt
meira
13. október 2015 kl. 18:42
Nú er haustið byrjað að feykja okkur eins og laufum í vindi inn í gula og rauða litadýrð – og blauta rigningadaga. Lífið er að komast í fastar skorður aftur eftir langa daga sumarsins. Mér finnst svo stutt síðan ég byrjaði að forrækta grænmeti í eldhúsglugganum mínum og beið eftir vorinu með fiðrildi í maganum. Núna andartaki síðar er ég að borða af allsnægtum jarðarinnar – gulræturnar
meira
24. mars 2015 kl. 16:53
Þekkir þú þinn eigin huga? Kanntu að hafa hemil á honum? Veistu að meirihluta fólks skortir virkt og meðvitað samband við eigin huga? Og veistu að ef þú ert ekki með meðvitað samband við hugann þá er það hugurinn sem stjórnar þér - ekki öfugt? Það þýðir að ef þér gengur illa að glíma við einhverja venju sem er farin að hafa neikvæð áhrif á líf þitt – þá er það hugurinn sem er búinn að taka
meira
10. febrúar 2015 kl. 15:52
Þessa vikuna stendur tímaritið "Í boði náttúrunnar" fyrir skemmtilegum viðburði undir heitinu "Friðsæld í febrúar" þar sem verið er að gefa fólki kost á að prófa hugleiðslu á mismunandi formi út um allt land. Mjög skemmtilegt framtak. Jóga- og heilsustöðin Andartak tekur þátt í viðburðinum og býður upp á fjörutíu daga sameiginlegt hugleiðsluátak. Ég hugleiði daglega sjálf og finnst það alveg
meira
8. janúar 2015 kl. 1:10
Fyrst skapar þú vanann og svo skapar vaninn þig. Þú ert það sem þú endurtekur. Það sem þú gerir aftur og aftur ómeðvitað styrkir “meðvitundarleysi" og “slæmu og óhollu” venjurnar þínar. Það sem þú endurtekur meðvitað og reglulega styrkir “góðu og hollu” venjurnar þínar. Góðu venjurnar styrkja þig í að verða betri manneskja, að vaxa og upplifa þig sem sterka
meira
11. desember 2014 kl. 11:26
Á hverju ári þurfum við að mæta myrkrinu og á hverju ári fylgjumst við með því hvernig ljósið fæðist á ný um leið og sólin fer aftur að hækka á lofti. Vetrarsólstöður eru 21. desember og þá er lengsta nótt ársins. Orðið sólstöður vísar til þess að sólin stendur í stað. Hún hættir að lækka á lofti, fer síðan að hækka aftur hægt og bítandi og ljósið sigrar myrkrið. Vetrarsólstöður eru á
meira
30. september 2014 kl. 17:12
Ég kynnti mér nýlega hugmyndina um “Meistaramánuð" og komst að því að hún snýst um að hvetja okkur til að taka höndum saman um að víkka út þægindarammann og setja okkur markmið. Það er auðveldara að gera hlutina saman en hvert í sínu horni. Við í Andartaki ákváðum að nota tækifærið og hvetja jógaiðkendur og aðra sem vilja vera með – að koma sér upp daglegri hugleiðsluiðkun í
meira
26. september 2014 kl. 11:05
Hugurinn er okkar mikilvægasti félagi. Við þurfum að vera í góðu sambandi við hugann til blómstra og lifa hamingjusömu lífi. Jógarnir segja að með því að sigrast á huganum getirðu sigrað heiminn.Það eru tvær leiðir til að eiga samband við hugann; annað hvort stjórnar þú huganum eða hugurinn stjórnar þér! Ef hugurinn fær að ráða þá verðum við stefnulaus – eins og lauf í vindi
meira
14. ágúst 2014 kl. 14:24
Að setja sjálfa-n sig í fyrsta sæti þýðir ekki að gleyma öllum hinum. Ef við munum eftir að sinna okkur sjálfum og gefum okkur stundir til að endurnærast þá erum við meira í stakk búin til þess að gefa af okkur. Það að gefa af okkur er það sem gefur okkur lífsfyllingu og gleði - og gleðinni fylgir frelsi. Frelsi til að vera við sjálf. Nú fara skólarnir að hefjast og þá kemst allt í sitt fasta
meira
4. júní 2014 kl. 17:45
Nú er vorið loksins alveg búið að syngja burtu veturinn og sumarið framundan. Íslenska sumarið er okkur dýrmætt - það varir svo stutt og er fullt af birtu og endurnærandi orku. Vorið er góður tími til að hreinsa bæði líkamann og hugann, að létta á farangrinum sem við burðumst með. Það er svo miklu auðveldara að taka sumrinu opnum örmum með opinn huga.Við í Andartaki erum búin að eiga dásamlega
meira
22. apríl 2014 kl. 10:45
Við erum öll með áru eða rafsegulsvið í kringum okkur, hvort sem við skynjum hana eða ekki. Áran gefur okkur næmni og vernd. Í gegnum það að skynja áruna okkar getum við líka lært að skynja fíngerðari víddir í okkur sjálfum. Sterk ára verndar okkur og gefur okkur geislandi nærveru. Árið 2014 er samkvæmt jógískri talnaspeki ár árunnar. Áran tengist tölunni sjö- en hún fæst með
meira
20. febrúar 2014 kl. 11:46
Konur eru alltaf að takast á við breytingar í gegnum ævina. Í hverjum mánuði með mismunandi hormónaflæði og í gegnum ævina í þeim mismunandi hlutverkum sem konan gegnir. Dóttir, móðir, amma – konur samsama sig mjög sterkt með hlutverkum sínum – mun sterkar en karlar gera – og þess vegna hafa þessar breytingar mjög djúp áhrif á okkur. Konur eru í eðli sínu mjög sterkar
meira
15. febrúar 2014 kl. 13:24
Andartakið endurspeglar hugarástand okkar og innri líðan. Lífið býr í andardrættinum - við öndum að okkur súrefni og um leið lífsorku og nærum hugann með djúpum andartökum. Þegar andardráttur okkar verður grunnur þá verður hugurinn og tilfinningar okkar að sama skapi grunnar og yfirborðskenndar og við missum einbeitinguna. Við hættum að njóta lífsins og verðum fangar hugans. Öndunin er lykill
meira
13. janúar 2014 kl. 14:20
Janúar er upphaf á nýju ári. Hann markar nýtt upphaf sem fæðir af sér marga hluti eins og ný áform, nýja sýn á hlutina og tilfinningu fyrir endurnýjaðri skuldbindingu við líf okkar. Janúar er góður tími til að skapa sér nýja framtíð. Til þess að taka á móti nýjum venjum þurfum við að sleppa þeim gömlu sem oft getur verið átak. Ef við hugsum um það sem við viljum fá í staðinn fyrir það sem var þá
meira
4. janúar 2014 kl. 19:23
Nú er komið nýtt ár og margir hafa þann sið að strengja áramótaheit. Áramót eru ágætur tími til að horfa yfir farinn veg og setja okkur ný markmið. Málið fer hins vegar að vandast ef við ætlum okkur meira en við getum staðið við. Þá bætist samviskubit ofan á álagið sem fyrir er. Og ekki þjónar það okkur. Einhvers staðar rakst ég á lista yfir tíu algengustu áramótaheitin: Þar voru mjög hátt á
meira
11. desember 2013 kl. 15:59
Jólin nálgast óðum. Mér finnst ég stundum vera í kapphlaupi við tímann fyrir jólin. En þar sem ég er svo rík að búa yfir daglegri hugleiðsluiðkun, þá staldra ég við á hverjum morgni og anda að mér jólailminum innra með mér. Og þrátt fyrir að dagurinn sé stundum tóm hlaup og mikið að gera þá er oftast einhver hluti af mér sem man eftir innra rými sem er mun stærra en stærsta Bónusverslun eða
meira
15. nóvember 2013 kl. 16:55
Hugurinn er okkar mikilvægasti félagi. Við þurfum að vera í góðu sambandi við hugann til blómstra og lifa hamingjusömu lífi. Jógarnir segja að með því að sigrast á huganum getirðu sigrað heiminn. Það eru tvær leiðir til að eiga samband við hugann; annað hvort stjórnar þú huganum eða hugurinn stjórnar þér! Ef hugurinn fær að ráða þá verðum við stefnulaus – eins og lauf í vindi
meira
10. október 2013 kl. 0:07
Ég kynntist fyrir nokkrum árum jógaiðkun sem kallast Kundalini jóga og er kennd eftir forskrift jógameistarans Yogi Bhajan. Ég heillaðist strax af þessu heildræna æfingakerfi sem var að mörgu leiti ólíkt þeirri jógaiðkun sem ég hafði áður kynnst. Það sem heillaði mig mest voru þau djúpu áhrif sem ég varð fyrir strax af iðkuninni. Fyrir mig var þetta ást við fyrstu sýn og ég ákvað mjög fljótt
meira
5. september 2013 kl. 12:10
Flest okkar erum að glíma við streitu og álag hvort sem það er heima fyrir eða í vinnunni. Streita birtist á ólíka vegu hjá okkur. Sumir verða kvíðnir, aðrir pirraðir, sumir fá vöðvabólgu og enn aðrir eru sífellt þreyttir. Streita veldur því að hugsanir fara að hringsóla í höfðinu og við hættum að geta einbeitt okkur. Hún hefur áhrif á meltinguna, hormónastarfssemina, ónæmiskerfið og hæfileika
meira