Pistlar:

2. mars 2016 kl. 18:25

Sif Jóhannsdóttir (gullrikid.blog.is)

Mögulegur tvífari Adele?

finding-happiness-in-recovery

Þrátt fyrir glansmyndir af lífi fólks sem birtast stöðugt á samfélagsmiðlum þá getur lífið verið allskonar. Bland í poka. Og fyrir einhvern eins og mig sem vill frekar hafa stjórn á því sem ratar í pokann minn þá getur það verið erfiður biti að kyngja. Að sumu stjórnum við einfaldlega ekki. Lífslærdómur sem ég hef ekki enn fellt mig við en fæ næg tækifæri til að æfa mig svo það hlýtur að koma, fyrr en seinna, er það ekki? 

En þó lífið geti stundum verið stjórnlaust og hlutirnir séu ekki nákvæmlega eins og við viljum hafa það, þá eru ákveðnir hlutir sem ég hef á mínu valdi. Ég hef til að mynda enga stjórn á öðru fólki, það bara gerir það sem því hentar óháð mér, meira að segja dæturnar sem ég hlýt að eiga að stjórna, allavegana fram að 18 ára, eru stundum alveg stjórnlausar. En hvað get ég þá gert? Það er eitthvað sem ég er búin að hugsa mikið um undanfarið. Allskonar ástæður fyrir því, en það byrjaði til dæmis með flutningunum hingað til LA. Það er mikið valdleysi fólgið í því að hætta að vinna, mega ekki vinna. Fyrir fullorðna manneskju að vera algjörlega upp á aðra manneskju komin, hafa ekki einu sinni sinn eigin bankareikning því maður fær ekki ameríska kennitölu. Flytja í burtu frá öllu sem maður þekkir og koma sér fyrir í algjörlega nýju umhverfi, það er stjórnlaust, ég er að segja ykkur það! En hvað gerir kona þá?

Jú, ég ákveð og stjórna því hvernig ég bregst við þegar lífið lætur öllum illum látum. Ég vakna á hverjum degi og ákveð hvernig ég ætli að takast á við stjórnleysið. Og ég ætla ekki að bugast eða gefa eftir. Ekki fyllast biturð eða vonleysi. Stundum bugast maður tímabundið, það er líka val, stundum þarf maður bara að liggja uppi í rúmi og vorkenna sér. Þá er gott að láta það eftir sér. En svo þarf maður að rífa sig upp á rassgatinu og hugsa það hvernig, mitt í öllu kaosinu maður getur fundið stundarfrið, jafnvel smá hamingjuskot. 

Úrvinda og úttauguð mætti ég inn í snyrtivöruhimnaríkið Sephora einn daginn. Sagði við afgreiðslukonuna: "Mér líður ömurlega, en hef ákveðið að ég vilji ekki líta ömurlega út líka þó mér líði þannig. Reddaðu því!" Og þessi elska sem hún er græjaði það. Ég eyddi formúgu, já. En hverrar krónu virði. Síðan þá tekur fólk stöðugt eftir húðinni minni og segir mér hversu vel ég líti út. Ég tók svo upp á því að fara að blása á mér hárið og fékk athugasemd um daginn um að ég liti alveg eins út og Adele, ekki amalegt það. Ég fer í jóga því það gleður mig og orkan sem ég fæ út úr því hleður batteríin og gleðistöðina í langan tíma á eftir. Ég drekk bara gott kaffi og borða bara góðan mat. Ég hitti allt það yndislega fólk sem ég á í kringum mig, fólk sem gleður mig og gefur mér eitthvað. Og svo brosi ég bara. Ég hlusta á skemmtilega tónlist, horfi á þætti sem mér finnast skemmtilegir og hugsa á hverjum degi hvað ég geti gert til að gera þennan dag eins góðan og hann mögulega getur orðið. Hljómar einfalt en oft er þetta bara miklu meira en að segja það. 

Í morgun vaknaði ég með kvef, drulluþreytt og með vöðvabólgu eftir að hafa deilt rúmi með kolkrabba (yngri dóttirin) sem tók upp á því að grenja meira en góðu hófi gegnir um miðja nótt. Ég var krumpuð og pirruð og lífið hefur verið flókið undanfarið. En mig langar ekki til að lífið sé bara flókið svo ég klæddi mig upp, meira en venjulega. Setti upp Adele hárið, skærbleikan varalit og fann mér svo splunkunýtt kaffihús til að sitja á í dag og skrifa BA ritgerðina mína. Umkringd hipsterum með latte sem myndi sóma sér vel í 101 RVK. Af því að ég er búin að ákveða að þessi dagur, þó hann verði kannski köflóttur, verði líka góður. Ég brosi til fólks sem verður á vegi mínum því oft brosir það til mín til baka og það gleður mig. Kennari sem kenndi mér verkefnastjórnun sagði að þetta væri lykillinn að því að vera farsæll, að finna eitthvað sem gefur manni hamingju á hverjum degi! Þannig getur maður, mitt í því sem kannski ætti ekki að vera góður tími, fundið tækifæri til að eiga notalega stund, augnabliks hamingju. 

mynd
23. febrúar 2016 kl. 19:53

Hot or not?

Ég var farin að hafa áhyggjur. Undanfarna mánuði hefur mér liðið eins og ég sé mögulega að eldast, dottin úr sambandi við það hvað unga fólkið er að gera og fíla þessa stundina. Ég er að verða 36 ára á þessu ári, hef aldrei látið tölur sem þessar fara í taugarnar má mér en einhver titringur hafði gert vart við sig innra með mér. En hvaðan kom þessi þankagangur eiginlega? Jú. Það er afar einföld meira
mynd
18. febrúar 2016 kl. 14:56

Núvitund búhú!

Þegar ég var um átta ára ákváðu foreldrar mínir að taka andlega stefnu í lífinu. Þau skráðu sig til leiks í hugleiðslu hjá einhverjum frumkvöðli í þeim efnum. Þeim fannst þetta stórmerkilegt svo áður en ég vissi af var búið að troða mér á námskeið hjá honum. Hann kenndi mér að hugleiða og gaf mér mína eigin hugleiðslumöntru, eitthvað sem átti að leiða vitundina í ró. Hljómar skemmtilegt meira
mynd
12. febrúar 2016 kl. 19:17

Sexí jóga!

Ég hef ekkert skrifað heillengi hérna. Allskonar ástæður, meira um það seinna, kannski. Ég hef ekki lítið gert grín að "sexí spinning" tímunum í World Class. Hugmyndin er fáránleg að mínu mati en kannski er það bara af því að mér er lífsins ómögulegt að hreyfa mig og vera sexí á sama tíma. Þetta bara fer ekki saman þegar maður hefur tilhneigingu til að breytast í tómat ef maður labbar 5 metra, ég meira
mynd
23. október 2015 kl. 17:34

Þegar Ameríka borðaði börnin mín!

Þessi morgun var hlaðinn amerískum staðalímyndum. Einu sinni í mánuði er í skóla stórunnar minnar haldin útisamkoma með foreldrum og börnum. Einhverjir krakkar sýna listir sínar, dregið er úr gulum miðum sem krakkarnir fá fyrir framúrskarandi hegðun í skólanum og þau mynduð til að markera áfangann og svo óhjákvæmilega er fánanum sýnd tilskyld hollusta og þjóðsöngurinn sunginn af ungri stúlku með meira
mynd
8. október 2015 kl. 20:18

Lýs í rándýrum merkjafatnaði!

Ég man ekki eftir því að hafa fengið lús sem krakki en gleymi því seint þegar ég fékk hana eftir þrítugt. Dæturnar komu með þær heim af leikskólanum, svona eins og við tökum með okkur verkefni úr vinnunni. Ég taldi að við værum ónæm fyrir svona pöddufaraldri, klassískt „þetta kemur aldrei fyrir mig“ heilkenni. Góð vinkona var búin að kemba sig og börnin sköllótt eftir að meira
mynd
23. september 2015 kl. 4:45

Að búa með þremur svínum!

Þegar ég bjó á Íslandinu fagra átti ég mér minn eigin verndarengil. Konu sem var fyrir mér eins og álfkonan góða í Öskubusku. Hún birtist heima hjá mér vikulega og breytti svínastíu í paradís. Já, ég var með konu sem þreif heima hjá mér vikulega og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þvílík himinsæla sem slík fjárfesting er. Þetta byrjaði allt eftir að ég fór að vinna eftir fyrra fæðingarorlofið því meira
mynd
19. júlí 2015 kl. 15:54

Með sveitta rassaskoru

28 stiga hiti og 92% raki. Svitinn lekur niður bakið á mér og niður í rassaskoruna. Því það er sexí! Já, ég er komin heim til Santa Monica, eftir að hafa farið heim til Íslands. Nú eru tveir staðir sem kallast "heima". Mánuður á Íslandi var yndislegur og erfiður. Alltaf bæði. Yndislegt að vera með fólkinu sínu. Erfitt að átta sig á að tíminn stendur ekki stað. Líf annarra hélt áfram þrátt meira
mynd
23. apríl 2015 kl. 20:36

Fögnum fjölbreytileikanum!

Frá því ég man eftir mér hef ég átt í baráttu við sjálfið mitt. Fundist ég ekki nógu góð, ekki nógu sæt, ekki nógu mjó, ekki nógu klár, bara alltaf „ekki nógu“! Lengi vel eyddi ég tíma í að velta mér upp úr vanköntum mínum í stað þess að fagna því góða í fari mínu og leyfa mér að njóta þess einfaldlega að vera ég sjálf. Ég hef, eins og flestar konur, misþyrmt mér í þeim tilgangi að meira
mynd
13. apríl 2015 kl. 18:14

Rangur maður á röngum tíma...

Ég var eitt sinn þekkt meðal vina minna og fjölskyldu fyrir afbragðs gott minni og skipulagshæfileika. Minnið var gæfa mín og bölvun, ég mundi hvert einasta smáatriði sem gat komið sér vel. Til dæmis þegar ég var að rífast við kærastann sem hefur alltaf þjáðst af minnisleysi, ég gat rakið ofan í hann málavexti langt aftur í tímann og hann þurfti bara að kyngja því sem ég sagði, greyið mundi ekkert meira
mynd
30. mars 2015 kl. 17:26

Hleyp rassinn úr buxunum!

Er eitthvað sem segir að maður sé í fantaformi eins og að stunda útihlaup? Ég hef alltaf dáðst að fólki sem hleypur, hvað þá á Íslandi í því veðravíti sem það er! Útihlaup eru gríðarlega vinsæl hér í borg og auðvelt að skilja það. Það er alltaf sól og kjörhiti á morgnanna, um 15 -20 gráður. Vinsælasta hlaupaleiðin er að sjálfsögðu meðfram sjónnum á því sem þeir kalla "Boardwalk" og hægt að hlaupa meira
mynd
22. febrúar 2015 kl. 23:01

Prinsinn á sportbílnum

Ég þarf að gera hreint fyrir mínum dyrum. Játa svolítið. Segja sannleikann um afar viðkvæmt mál sem gæti stuðað marga.   ÉG ELSKA 50 Gráa skugga. Sorrí. Það er bara þannig. Ég veit að það þykir ekkert sérstaklega smart en maður verður að standa með sjálfum sér. Ástæðurnar eru margar. Við skulum ekki gleyma því að ég starfaði við bókaútgáfu. Var sú sem sá um að bjóða í herlegheitin fyrir hönd meira
mynd
28. janúar 2015 kl. 22:57

Kúrpartý í LA

Snerting. Svo mikill partur af lífi manns. En ég hafði ekki áttað mig á því að það er fjöldinn allur af fólki sem fær litla sem enga snertingu í sínu daglega lífi. Ekki eitthvað sem ég þarf að velta mikið fyrir mér, ég er búin að vera í sambandi síðan ég var rétt rúmlega tvítug og eftir fjórtán ára samband nýt ég þess ennþá að leiða hann um götur bæjarins og knúsa hann daglega. Ormarnir mínir meira
mynd
14. janúar 2015 kl. 17:27

Hrúgur og hrúgur af peningum!

Ég hef aldrei verið týpan sem eltist við miðla eða spákonur. Ég er svo svakalega áhrifagjörn að ég hef trúað því að það sem sagt yrði við mig af slíkum aðilum myndi ég gera að heilögum sannleika í lífi mínu og gilti þá einu um hvað ræddi. En síðustu daga hefur verið hér yndislegur húsgestur. Og með það að leiðarljósi að segja oftar já en nei (áramótaheitið) þá settumst við niður hjá spákonu. Sú meira
mynd
8. janúar 2015 kl. 22:27

Loksins komin með greiningu

Rifjaðist upp fyrir mér í gær, þessi tilfinning, þegar maður sest aftur inn í skólastofu í upphafi annar, þráin eftir því að kennarinn láti nægja að kynna áfangann og hleypi manni svo snemma út. Að sitja og horfa á klukkuna tifa og fara með hljóða bæn í síðasta tíma dagsins, í von um að ná strætóinum á undan. Svo ég tali nú ekki um föstudagsóeirðina sem kom í beinin og ágerðist eftir því sem leið meira
mynd
2. janúar 2015 kl. 18:32

Þá árið er liðið í aldanna skaut!

Jæja. 2014 liðið og mesti æsingurinn yfir Skaupinu að líða hjá. Eiginmaðurinn komst í fréttamiðla fyrir að tísta um skaupið á Kaliforníu tíma. Enn sannast sú fornkveðna vísa um að fjarlægðin geri fjöllin blá. Hér horfðum við á skaupið, 9 Íslendingar á breiðu aldursbili, yngsti þriggja og elsti 62. Og við hlógum. Oft og mörgum sinnum og stundum lengi. Það var bara svo margt gott í því og allt satt. meira
mynd
24. desember 2014 kl. 16:48

Gleðileg jól frá Griswold fjölskyldunni

Ég vaknaði í smá jólafýlu. Það er ekki vegna skorts á jólastemmningu. Nei, hér er allt morandi í stemmara. Smákökusortirnar orðnar einar sjö, jólatréð í stofunni stendur og stjörnuna glampar á,jólaísinn í frystinum, frómasinn í ísskápnum (allur í kekkjum, smá Griswold stund í eldhúsinu í gær), gjafir innpakkaðar, í hverju horni og allt eins og það á að vera. Eða næstum því. Fýlan stafar af því að meira
mynd
30. nóvember 2014 kl. 17:01

Jól á Rodeo Drive

Ég er að tryllast úr jólastemmningu. Ég hef alltaf verið jólabarn í hjarta mínu en það var aldrei tími til að detta á almennilegt jólafyllerí vegna jólabókaflóðsins. Ég hangi á vefmiðlum og les ritdóma og slefa af afbrýðisemi yfir facebook færslum og myndum sem tengjast flóðinu. Þess á milli reyni ég að pumpa pabba um bóksöluna þegar hringt er milli heimsálfa. En það er bara ekki eins. Þannig að. meira
mynd
5. nóvember 2014 kl. 17:18

Cougar Town

Ég hef verið dyggur áhorfandi sjónvarpsþátta síðan ég var krakki. Fyrstur upp í hugann er Derrick hinn þýski, svo var það hin fagra Angela í Murder She Wrote, Hasselhoffinn í Baywatch og loks yndislegu Vinirnir sem fylgdu mér lengi og gera raunar enn því ég horfi reglulega á allar 10 seríurnar.  Og í síðustu viku var ég svo heppin að standa í sama herbergi og ein af Vinum mínum og sjá hvernig meira
mynd
24. október 2014 kl. 20:13

Grasekkjan

Eiginmaðurinn þurfti að bregða sér af bæ í síðustu viku. Ég var grasekkja með börn og buru í 6 nætur. Tilstandið svo ógurlegt við  þetta að mamma þurfti að fljúga alla leið frá Íslandi til að passa mig og dæturnar.Það skal tekið fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég er í þessu hlutverki en það var langt síðan síðast. Næstum ár. Og ég var algjörlega búin að gleyma vanköntum mínum, frekar meira
mynd
9. október 2014 kl. 17:56

Tvífari óskast...

Úff. Ég er á barmi taugaáfalls. Mig dreymir um brúna pappírspoka til að anda ofan í. Þessi skemmtilegi áfangi sem ég valdi mér í skólanum, eitthvað sem átti að vera hressandi og mannbætandi fyrir mig hefur breyst í hreina og klára martröð. Fyrir þá sem ekki muna um hvaða tíma ræðir má lesa nánar um það hér.Það er stöðug krafa á að við séum að deila hinu og þessu í bekknum, lesa upp úr texta meira
mynd
5. október 2014 kl. 17:28

Kattakonan í Los Angeles

Líf mitt er litað köttum. Við áttum ketti frá því ég man eftir mér, tvo raunar, þegar ég fæddist. Ég gleymi aldrei kettinum sem dó úr blómaeitrun eða gamla Kisa sem hafði fylgt foreldrum mínum í árafjöld áður en ég fæddist og svaf svo fallega á rúminu mínu. Einn galli á gjöf Njarðar, hann var með krónískan bronkítis og hnerraði horklessum upp um alla veggi í herberginu mínu. Ég elskaði hann bara meira
mynd
25. september 2014 kl. 14:47

Guiding light leikkonan og tvífari Woody Allen

 Síðastliðið fimmtudagskvöld stigum við hjónin út fyrir þægindarammann sitt í hvoru lagi.  Ég skráði mig á námskeið í Community College Santa Monica. Námskeiðið heitir “How to write funny” og er liður í plani mínu um að enduruppgötva sjálfa mig. Ég get eytt miklum tíma í að velta mér upp úr og stressa mig yfir svona hlutum svo ég lét eins og þetta væri ekki að fara að gerast meira
mynd
20. september 2014 kl. 15:03

Gengin upp að hnjám!

 Fyrir ekki svo löngu las ég þrælskemmtilega grein eftir höfundinn David Sedaris. Greinin fjallaði um það þegar hann fékk sér Fitbit skrefamæli sem síðan tók yfir líf hans. Áhugi minn var vakinn og mér áskotnaðist svona gripur fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið er að ganga að minnsta kosti tíu þúsund skref á dag sem mér reynist auðveldar en ég átti von á. Það sem ég átti ekki von á er meira
mynd
14. september 2014 kl. 23:26

Brunarústir einar

 Þegar ég bjó á Íslandi átti ég margra ára birgðir af  hálftómum sólarvarnarbrúsum. Brúsarnir voru keyptir ýmist í útlöndum eða þegar sólin lét sjá sig á Fróni en veðrið entist aldrei nógu lengi til að brúsarnir kláruðust og voru birgðirnar í mis góðu ástandi. Sólarvörn er þó nauðsynjavara þegar að maður er fölari en Dracula og á eiginmann með rautt gen í sér. Ég hef nokkrum sinnum á meira
mynd
11. september 2014 kl. 16:20

Spegill, spegill herm þú mér!

Ég bý við götu sem heitir Montana og það er skemmst frá því að segja að hún er eins og mekka fegurðarinnar (eða útlitsdýrkunarinnar eins og ég kýs að kalla það). Á þessari götu ætti versta herfa að geta orðið að kvikmyndastjörnu ef marka má auglýsingaskilti þeirra og lausn að finnast á öllu sem gæti hugsanlega hrjáð mann útlitslega séð, hvort sem það er slæmt hár, slæm húð, ljótir hælar eða léleg meira
mynd
4. september 2014 kl. 16:22

Kjötsúpuveisla í Los Angeles

Ég er í dekri þessa dagana. Mamma og pabbi mættu á svæðið í síðustu viku. Ekkert eins og að hafa þau hérna. Þau mættu með ferðatöskur fullar af góssi sem gladdi heimþráða hjartað mitt óendanlega mikið. Undanfarna daga hefur því verið íslenskt þema á heimilinu, hálfundarlegt í 27 gráðu hita en ég læt það að sjálfsögðu ekki stoppa mig. Upp úr ferðatöskunum góðu komu m.a. eftirfarandi hlutir:  meira
mynd
30. ágúst 2014 kl. 22:44

Foreldar rændir

Ég hef verið étin af amerísku skólakerfi. Litla stóra stelpan mín byrjaði í skóla 19. ágúst. Ég sé strax að það verður meiri vinna fyrir mig en hana, þetta hefur algjörlega tekið yfir líf mitt. Skólinn okkar þykir fínasti skóli Santa Monica, það var fyrir einskæra heppni að gatan okkar tilheyrir póstnúmerinu sem fær aðgang að þessum skóla, einni götu neðar og við værum í öðrum skóla. Ég bý sumsé í meira
mynd
7. ágúst 2014 kl. 22:39

Íslensk kona týnd í Los Angeles

“Komdu með krakkann í vinnuna” dagur í dag. Það þýðir að eiginmaðurinn er með ormana 2 á skrifstofunni fyrir hádegi og mamman situr með dásamlegan kaffibolla á útikaffihúsi í borg englanna.  Ég er að byrja á nýju verkefni. Verkefnið er kallað “Sif finnur sjálfa sig”. Þetta er eiginlega björgunarleiðangur. 9 mánuðir sem heimavinnandi húsmóðir með 2 börn hefur valdið því meira
mynd
4. ágúst 2014 kl. 15:46

Étin af geitungum

Margir bíða eflaust spenntir eftir fréttum af útilegu fjölskyldunnar. Ég hef bara ekki treyst mér til að viðurkenna hvernig þetta endaði allt saman. En verð að játa útilegusyndirnar. Við lögðum af stað í brakandi sól á laugardagsmorgni. Horfðum á hitamælinn hækka eftir því sem við nálguðumst lendingarstaðinn. Keyrðum í gegnum ræktarland Kaliforníu við hlið trukka sem fluttu heilu tonnin af meira
mynd
25. júlí 2014 kl. 22:30

Björk og Tori Amos saman í eina sæng

Þessi vika hefur verið stórkostleg. Enn einn æskudraumurinn ræst.   Ég fór á tvenna tónleika. Mér áskotnuðust miðar á kostakjörum á Lady Gaga á mánudagskvöldið sem var alveg dúndrandi leið til að byrja vikuna. Ég er enginn sérstakur aðdáandi en það er ekki hægt að neita því að sýningin sem hún setur upp er ansi mögnuð. Tilfinningin var svolítið eins og að vera á Cirque de Soleil. Hún blaðrar meira
mynd
23. júlí 2014 kl. 15:56

Sumarið sem hætti ekki

Þið hélduð kannski að ég væri orðin birni að bráð. Ekki enn. Ég fer ekki fyrr en á laugardaginn í útileguna. Er enn stödd í siðmenningunni þar sem vandamálin eru af minni gerðinni og internet og sjónvarp ráða ríkjum. Undanfarnar vikur hefur Facebook síðan mín einkennst mikið af kvarti og kveini vegna veðurs á Fróni. Ekki halda að ég ætli að fordæma slíkt kvart, það á fullan rétt á sér. En það meira
mynd
14. júlí 2014 kl. 16:39

Útilegumenn

  Þegar ég var krakki voru foreldar mínir duglegir að ferðast með okkur (mig og litla bróður, stóri bróðir var vaxinn upp úr fjölskylduferðalögum) um landið. Oftast var tjaldið með í för enda kostaði formúgu að ferðast um landið þá eins og nú. Ég minnist þessara ferða með mikilli gleði en það er einkum tvennt sem stendur upp úr.  Efst á lista var að horfa á pabba gera atlögu að því meira
mynd
6. júlí 2014 kl. 16:17

May the 4th

  Í fyrsta sinn á ævinni er ég að upplifa 4. júlí í Bandaríkjunum. Og það er aldeilis lífsreynsla. Allir hafa séð einhverskonar útgáfu af 4. júlí í gegnum bíómyndirnar og hafði ég því einhverja hugmynd um það út á hvað þetta gengur. En að upplifa þetta á staðnum er engu öðru líkt.    Við tókum forskot á sæluna um síðustu helgi. Þá var sérstök hátíð hér í bæ undir nafninu meira
mynd
23. júní 2014 kl. 3:15

Pedíkúraðar tær

  Sprungurnar byrjuðu að birtast þegar ég var 18 ára. Alveg upp úr þurru. Ég áttaði mig ekki á því hvað hafði breyst, afhverju þetta var að gerast og bar það undir mömmu. Mamma horfði á mig með augnaráði fullu af stolti og móðurlegri ást og sagði: “Ástin mín, þú hefur erft fæturna hans pabba þíns” eins og ég hefði unnið í genahappdrættinu!    Hvað þýðir þetta? Þetta meira
mynd
16. júní 2014 kl. 15:40

5 stig sorgar

  Einhverjir vita að ég er að fylgja 30 daga hreinsunarplaninu hans Davíðs Kristinssonar. Það gengur svona frekar brösuglega framan af. Hér að neðan eru brot úr dagbókarskrifum undirritaðrar sem er nú á degi 8.     Fyrsti dagur hreinsunarinnar. Hann gekk líka svona ljómandi vel. Ég var hóflega geðvond. Sumir myndu segja að ég hefði bara verið jafn geðvond og venjulega (ekki meira
mynd
11. júní 2014 kl. 14:14

Hamingjusamasti staður á jörðu

  Já. Þangað hef ég farið. Allnokkrum sinnum nú þegar. Sumir vita kannski ekki hvar sú paradís er. Hún leynist hér í Ameríkunni og raunar á tveimur stöðum, Flórída og Kaliforníu. Já. Ég er að tala um Disneyland. Þeir þreytast seint starfsmennirnir þar á að minna á að maður er kominn í fyrirheitna landið. Þetta glymur víða í hátölurum og eru orðin sem starfsmenn nota til að bjóða gestina meira
mynd
7. júní 2014 kl. 15:53

Svarta sælan

Ég var 15 þegar ég byrjaði að drekka kaffi fyrir alvöru. Staðurinn: Café Au Lait, Hafnarstræti. Besta kaffihús fyrr og síðar. Þar lærði ég að drekka kaffi og nóg af því. Bollinn kostaði 150 krónur og honum fylgdu fríar áfyllingar eins og maður gat í sig látið. Ég drakk stundum 10 bolla, þegar fjárhagurinn var slæmur og leyfði ekkert nema kaffið og pakka af Viceroy. (Já ég reykti einu sinni, þegar meira
mynd
3. júní 2014 kl. 17:44

Frelsinu fegin eða hvað?

 Júní runninn upp. Í landi hins eilífa sumars er erfitt að gera greinarmun á mánuðum og árstíðum. Var að fara yfir árstíðirnar með stelpunum og átti erfitt með að heimfæra þær upp á þann veruleika sem við búum í núna. Ég þarf að afla mér upplýsinga um það hvernig árstíðirnar eru aðgreindar hér í Kalí svo ég geti komið því áfram til afkvæmanna. Einhvern veginn verðum við að aðgreina sumar og meira
mynd
20. maí 2014 kl. 23:32

Einkaþjálfinn

 Ég hef alltaf hatast við líkamsrækt. Allt frá dögum mínum í Landakotsskóla og helv... píp hlaupaprófunum. Ég vil aldrei komast að því hver fann þessi píp próf upp því ég er vís með að senda honum bréfasprengju. Ástæðan fyrir hatri mínu er einföld. Sem þybbna stelpan var ég aldrei best í neinni íþrótt (kappát er ekki enn orðin keppnisgrein í skólum landsins) og fullkomnunarsinninn í mér þoldi meira
mynd
15. maí 2014 kl. 15:11

Jason ég elska þig!

Mér fannst þetta frekar hallærislegt til að byrja með. En ákvað að ég gæti ekki sleppt þessu. Í gærmorgun keyrði ég í klukkutíma inn í L.A. Keypti mér annað eintak af bók bókanna, Jason Priestley - Memoir. Fékk priority armband til að hitta manninn sem ég elskaði milli 10 og 15 ára. Manninn sem mig dreymdi um að hitta, þó ekki  nema í andartak. Keyrði svo aftur til baka og lét daginn líða. meira
mynd
12. maí 2014 kl. 22:43

Listinn góði

Þegar ég fæ brottfarar depurð eða departure depression eins og ég kalla það (líðan manns eftir að góðir gestir sem hafa verið í lengri heimsóknum fara aftur til síns heima) finnst mér gott að gera lista yfir það afhverju það er betra að búa hér í Lala landi en heima á Fróni. Listinn er síbreytilegur en hér er sá nýjasti:1. Sigmundur Davíð býr ekki hér. Þetta er ástæða númer eitt. Fyrir alla meira
mynd
8. maí 2014 kl. 16:50

Hormónafylltar játningar unglings

 Ég hef skrifað frá því ég var barn. Fyrst barnalegt röfl í dagbækur. Svo byrjaði ég á óteljandi sögum. Þegar ég var 8 ára ræddi ég við pabba um möguleika á útgáfusamningi. Kveikjan var að hann gaf út bók eftir aðra 8 ára stelpu. Minnir að hún hafi heitið Sóley. Fannst sjálfsagt fyrst það var á annað borð hægt að gefa út 8 ára stelpur að hann gæti þá farið að gefa út sína eigin dóttur. Hann meira
mynd
6. maí 2014 kl. 20:28

Sif og stjörnurnar

Ég las frétt um stórviðburð í íslenskri stjörnusögu, þegar eitthvað módel hitti næstum því Hugh Hefner. Hún hitti nefninlega tvífara hans. Það er næstum alveg jafn gott. Er það ekki? Undanfarnar vikur hafa verið stjörnum stráðar hér í Lalalandi og þar eru engir tvífarar á ferð. Þetta byrjaði allt með því að við rákumst á Evan Handler (Lék manninn hennar Charlotte, þann seinni, í SATC og meira
mynd
28. apríl 2014 kl. 18:54

Æskudraumur rætist

Þegar ég var krakki voru ekki margar reglur en þær reglur sem voru var eins gott að virða. Ein af þeim var að vera til friðs þegar pabbi horfði á sjónvarpsfréttirnar. Þetta var helg stund og ekkert mátti raska ró hans. Mér gekk ágætlega að halda þessa reglu allt fram að því að Stöð 2 hóf göngu sína og fór að keppa við sjónvarpsfréttirnar með einhverju sem höfðaði frekar til mín. Uppáhalds meira
Sif Jóhannsdóttir

Sif Jóhannsdóttir

Sif Jóhannsdóttir er 34 ára húsfrú í Los Angeles þótt hún verði alltaf Vesturbæingur í hjarta sínu. Í fyrra lífi starfaði hún hjá Forlaginu sem verkefnastjóri útgáfu enda eru bækur hennar helsta áhugamál. Nú sinnir hún dætrunum tveimur og heimilinu í fullu starfi í sól og sumaryl. Nýja starfið er ansi krefjandi sem veldur því að hún lætur sig stöðugt dreyma um starfsframa, nám eða hvað sem er utan heimilis. Hún byrjaði að blogga í aðdraganda flutninganna til að halda utan um þær breytingar sem voru að eiga sér stað í lífi hennar.

Meira