c

Pistlar:

1. apríl 2025 kl. 14:03

Hildur Jakobína Gísladóttir (hildurjakobina.blog.is)

Listin að lifa með erfiðum hugsunum

Acceptance Commitment Therapy(ACT)hefur verið viðurkennd sem evidence-based þerapía fyrir þunglyndisröskun, mismunandi kvíðaröskun, þráhyggjuröskun, langvarandi verki og fl.(APA, 2010, Gloster et al., 2020). Einnig hefur ACT reynst árangursrík í því bæta almenn líðan, og þar með er ekki nauðsynlegt sálfræðileg vandamál séu til staðar til njóta ávinnings af þessari meðferð. 

Með aðferðum ACT getur þú aukið seiglu þína og með því betur tekist á við erfiðar tilfinningar, hugsanir og atburði. ACT meðferð veitir þér tækifæri til gefa þessum atburðum eða hugsunum meira rými í lífi þínu, fremur en reyna bæla þau niður, og gerir það verkum þú getur sleppt tökum á neikvæðum hugsunum og tilfinningum á áhrifaríkari hátt sem og unnið með sjálfsefa og lágt sjálfsmat.  

Við reynum oft forðast erfiðar hugsanir með litlum árangri en til lengri tíma litið koma þær sterkar tilbaka, líkt og boomerang sem þú hefur hleypt af stað 

  • Lærðu takast á við óþægilegar hugsanir og tilfinningar á áhrifaríkan hátt, þannig þú getir haldið áfram fjárfesta í þeim hlutum sem raunverulega skipta þig máli í þínu lífi.  
  • Lærðu láta mótlæti ekki stöðva þig í áttina settum markmiðum 
  • Lærðu aftengja sjálfan þig frá þessum hugsunum 
  • Lærðu sjálfssamkennd  

ACT meðferðin byr yfir mörgum æfingum og verkfærum sem verða til þess að þú öðlist meiri stjórn á lífi þínu og náir þannig vinna með þær áskoranir sem mæta þér á leiðinni með yfirveguðum hætti. 

Hildur Jakobína Gísladóttir

Hildur Jakobína Gísladóttir

Vinnusálfræðingur og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Officium ráðgjöf ehf. Hildur er með grunnmenntun í sálfræði, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, stjórnendamarkþjálfi(Executive Coach) frá opna Háskolanum, Leadership Management International stjórnendaþjálfi og mastersgráðu í Vinnusálfræði frá London Metropolitan University og mastersnemi í klínískri sálfræði frá sama skóla.

Meira