Pistlar:

11. september 2019 kl. 9:20

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Svuntuaðgerð, afmæli og Ðe Lónlí Blú Bojs

Þessi pistill hefði átt að líta dagsins ljós á sunnudaginn en ég var ofsalega upptekin. Aðallega við að vera í nettu kvíðakasti yfir því að litla barnið mitt (21 árs frá því á laugardaginn) var ekki heima á afmælinu sínu. Kvíðakastið tók sem sagt alla helgina, ásamt því að taka ákvörðun um hvaða aðkeypta mat ég ætti að bjóða upp á afmælisveislunni sem yrði haldin á mánudagskvöldið og hvaða mynd ég ætti að láta setja á aðkeyptu kökuna frá Mosfellsbakaríi. Það tók líka smá tíma að fyrirskipa verkaskiptingu á heimilinu á sunnudaginn á milli Bretans og dóttur okkar, á meðan ég tók þátt í kvennagolfmóti í Grafarholtinu. ,,Gætuð þið kannski sett í uppþvottavél og ryksugað allt húsið? Þá get ég farið beint í að þrífa baðherbergin og skúra þegar ég kem heim.‘‘ Bretinn átti að elda sunnudagssteikina.

Eins og hægt er að ímynda sér þá varð ég yfir mig glöð þegar ég kom heim og sá að það var búið að vinna öll verkin og þrífa klósettin að auki. Svo glöð varð ég að ég kveikti bara á fullt af kertum og sleppti því að skúra. Ég er enn ekki búin að því. Þið sjáið af hverju ég hef ekki haft tíma til að setja niður markmið þessarar viku á blað.

Tuttuguogeinsárs afmælisveisla fyrir Ian með einhverfuna hófst á mánudaginn klukkan 18.

Ian tók fyrirmælin frá mér alvarlega: ,,Ian, allir gestirnir eru að koma til þín til að fagna afmælinu þínu og þú þarft að taka á móti þeim.‘‘ Fólk varð hálfhvumsa þegar Ian fagnaði þeim í dyrunum og reif af þeim afmælispakkann.

Afmælisbarnið var hið hamingjusamasta með herlegheitin. Það sást best þegar hann hafði raðað öllum afmælisgjöfunum (allt tæknilego) í kringum stólinn sinn í stofunni, tók bakföll og hló sigri hrósandi hrossahlátri. Ég held hann hafi líka verið mjög sáttur með myndina sem ég valdi á kökuna en það var teikning eftir hann sjálfan. Hann hikaði samt ekkert við að skera strump og annan á háls.

Ian Kaka 2019

En markmið þessarar viku er nokkurn veginn eins og síðustu viku. Mér tókst ekki að halda öllu á pari en aldrei þessu vant er ég ekkert að berja sjálfa mig í hausinn fyrir það.

En ég er farin að láta mig dreyma um svuntuaðgerð. Ég hugsa sífellt um orð appelsínunnar í Ávaxtakörfunni:

En ef að það væri eitthvað,

sem mér líkaði ekki við,

ég skæri það burt og límdi svo nýtt,

sem ætti þá betur við mig.

Kviðurinn á mér, sem mér hefur tekið ótrúlega vel að halda í skefjum í gegnum árin, hefur eignast sjálfstætt líf. Hann vex og dafnar og er farinn að taka allt of mikið pláss í veröldinni. Og þegar tvö börn hafa verið rifinn út í gegnum láréttan skurð á þessum stað þá er tilfinningin í húðinni brengluð. Þess vegna er þetta alveg extra óþægilegt. Eins og klessu af trölladeigi hafi verið skellt framan á mig. Aukahlutur sem ekki tilheyrir mér og er fyrir mér. En appelsínan söng lika:

Ef spegillinn gæti talað,

þá myndi hann segja við mig,

að ég væri fegurst, flottust og fínust,

það mynd'ann segja við mig

Ég ætla að tileinka mér þau orð frekar og setja svuntuaðgerð á hold.

Vika 2 - 9.–15. September

1) Taka vítamínin mín og lýsi (hef trassað það í allt sumar) – Stóð mig 4 daga í síðustu viku

2) Mæta á 3 æfingar kl 6:10  (hef ekki mætt á 6-æfingu í amk 3 ár) – mætti 2x og svo gekk ég 18 holur á þriðjudag og sunnudag. Ekki alslæm frammistaða. Og vá hvað mér finnst það ljúf tilfinning að vera á undan mestu umferðinni í vinnuna eftir æfingu og vera sest við skrifborðið, hreyfð og sturtuð, fyrir kl 8. Mæli eindregið með þessu.

3) Drekka 2 x 750 ml af vatni yfir vinnudaginn (ég er þessi sem fylli vatnsglasið að morgni og stundum er það óhreyft þegar ég fer heim í lok dags) – stóð mig 99.89% í þessu. Þurfti reyndar tvisvar sinnum í vikunni að þræla í mig öllum seinni 750 millilítrunum rétt áður en ég hljóp út kl 17 og lá við drukknun. En niður fór vatnið.

4) Taka út kökur, sælgæti, brauð og gos annað en sódavatn (hef verið frekar hömlulaus í sumar) – mér reynist erfitt að sleppa öllu brauðmeti þegar ég er að golfast því oft er maður að hlaupa út á golfvöll óétinn og þá er svo auðvelt að grípa samloku. En auðvitað heitir það skipulagsleysi. Tvær kökusneiðar voru innbyrtar í vikunni og ½ líter af pepsi max

5) Í rúmið ekki seinna en 22:15 (er yfirleitt að leggjast á koddann um 00:30) – stóð mig í þessu kvöldin fyrir þessar tvær 6-æfingar

6) Nýja markmiðið í þessari viku er að sjá vigtina þokast niður á við. Engar tölur verða ræddar að svo stöddu

 

En þá er komið að hápunkti vikunnar og ástæðunni fyrir því að ég skrópaði á morgunæfingu á föstudaginn. Hápunkturinn heitir Ðe LÓNLÍ blú BOJS og ég brosi enn hringinn þegar ég hugsa um upplifunina. Á fimmtudagskvöldið fór ég í Bæjarbíó Hafnarfirði til að horfa á lítinn (að ég hélt), sætan söngleik eftir hinn kornunga Höskuld Þór Jónsson, sem jafnfram leikstýrir. Það kom fljótt í ljós að orðið ,,lítill‘‘ á ekki heima neinsstaðar í málsgrein þar sem rætt er um þetta verk.

Þegar maður fréttir af því að ungur maður hafi heyrt lag með Ðe lónlí blú bojs og heillast svo af hljómnum að hann fer á stúfana, les sér til um hljómsveitina, hlustar á tónlistina og sest svo bara si svona niður og skrifar handrit af söngleik eða leikriti… þá verður maður forvitinn.

Höskuldur Þór gerði meira en bara að skrifa handrit. Hann viðaði að sér góðu fólki og lét hlutina gerast. Úr varð dásamleg skemmtun með frábærum leikurum, söngvurum og tæknifólki. Persónusköpun er einstaklega skemmtileg, textinn hnyttinn, söngvarar eru hver öðrum betri og sagan er grípandi. Ég stóð mig að því í eitt skiptið að kalla fram í eins og börnin gera á dýrunum í Hálsaskógi eða öðrum spennandi viðburði. Ég bara gat ekki stillt mig.

Ég á ekkert í þessum stórkostlega hæfileikaríku ungmennum sem þarna stóðu á sviði og á bak við tjöldin og brilleruðu á allan hátt. En það kemur ekki í veg fyrir að ég sé stolt. Og skotin í þessum krökkum. Ég er óendanlega hreykin af ungu kynslóðinni okkar sem er óhrædd við að vinna að því hörðum höndum að láta draumana sína rætast.

Ég veit ekki hvort það séu fleiri sýningar framundan í Bæjarbíói en ég veit að þau verða með sýningar í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Þetta er svo sannarlega skemmtun sem brúar bil á milli kynslóða.

Eins og sannri grúppíu sæmir henti ég mér baksviðs eftir sýningu til að ausa lofi yfir liðið. Ég er hrædd um að ég hafi verið í pínu æst og uppnumin en þau hafa vonandi bara kunnað að meta það að hafa eignast einlægan aðdáanda í einni miðaldra kvinnu. Látum það liggja á milli hluta að eitt eða tvö glös af freyðivíni (hver er að telja) höfðu runnið ljúflega niður þetta kvöld.

Ég náði tveimur í myndatöku: Berglindi Öldu sem fer á kostum sem Stína og Inga Þór með gullröddina sem leikur Sörla. Eins og sjá má nær brosið á mér eyrna á milli.

Stína Ðe lónlíIngi Þór Ðe Lónlí

1. september 2019 kl. 14:55

Markmiðasetning og megrun í beinni

Frábært sumar er senn á enda. Þetta sumarið hef ég notið útiveru sem aldrei fyrr og fengið að spila golf í miklum mæli, ekki síst vegna þess að okkur áskotnaðist hjásætur fyrir "litla barnið," hver annarri dásamlegri. Ég hef oft sagt að ég var ekki viðlátin þegar var verið að úthluta íþróttageninu og er golfið þar engin undantekning. En það sem golfið hefur fram yfir aðrar íþróttir er að sama meira
mynd
29. júní 2018 kl. 21:38

Gaman að sjá þig!

      Neihhh hæææææj. Augabrúnir upp að hársrótum. Ji hvað það er gaman að sjá þig. Hvað er að frétta? Ertu alltaf á sama stað? Augu sem úr skín velvild og einlægur áhugi. Og þú hefur ekki minnstu hugmynd um hvaða manneskja þetta er. Jú þú kannast við hana en getur ómögulega staðsett hana og þig í huganum á einhvern sameiginlegan stað í fortíðinni. Kannist þið við þetta? Gleði meira
mynd
25. mars 2018 kl. 9:36

Helgarfjör

Í gærmorgun horfði ég á blánandi andlit sonar míns þar sem hann lá á gólfinu. Líkaminn kipptist til í flogaköstunum og froðan lak út um hægra munnvikið. Alveg eins og í bíómyndunum. Á enninu var ófögur blóðug kúla til marks um að lendingin hafði verið langt frá því mjúkleg. Á gólfinu við hlið hans lágu gleraugun sem höfðu bognað, en ekki brotnað, við höggið. Pabbi hans sem hafði verið meira
12. mars 2018 kl. 21:52

Ómálga Nýbúinn minn

Með mér býr sambýlismaður minn og barnsfaðir. Þetta er sem sagt einn og sami karlmaðurinn. Maðurinn er ekki af íslensku bergi brotinn og ég get svo svarið það að ég get ekki mælt með svona tungumála-blönduðum sambúðum. Sem skýtur kannski skökku við því við höfum búið saman í tæp töttöguogfemm ár. Þessi gaur nam land á austfjörðum fyrir sirka 30 árum er hann ók sportbílnum sínum út úr Norrænu og meira
mynd
6. mars 2018 kl. 21:17

Sjálfsvorkunn og Veruleikafirring

Ég er á fitubömmer. Ég veit að það er ekki í tísku að vera á fitubömmer en mér hefur aldrei gengið vel að tolla í tískunni. Ég reyni samt. Nú er í tísku að vera sáttur í eigin skinni og þakklátur fyrir það sem maður hefur. Og er það af hinu góða. Ég er ansi gæfusöm manneskja og margt sem mér ber að vera þakklát fyrir. Og ég er það. Ég man samt ekki alltaf hversu gott ég hef það og hversu heppin ég meira
12. desember 2010 kl. 14:11

Brjóst, sjóndepurð, klám, rauðvín og píkuhár

 Nokkrar ábendingar til ungra kvenna meira
1. desember 2010 kl. 23:58

Áratugalangt ástarsamband mitt við Björgvin Halldórsson

 Ástarsambandi mínu við Bjögga gerð ítarleg skil hér meira
29. ágúst 2010 kl. 14:33

Opið bréf til borgarstjóra

 Opið bréf til borgarstjóraog viðbrögð hans hér:    meira
11. ágúst 2010 kl. 13:22

Sá Einhverfi í pólitískum hugleiðingum

 Pistill um eitt atriði af fjöldamörgum sem þarf endalaust að berjast fyrir.... meira
26. júlí 2010 kl. 17:12

Litli Rasistinn kominn og farinn

  Pistill um Litla Rasistann meira
28. júní 2010 kl. 13:18

Get ekki beðið eftir að losna við son minn

 Pistill um fínar taugar og verk í eyrum meira
9. júní 2010 kl. 20:19

Eru karlmenn vanvitar og konur greindarskertar?

 Pistill um fáránleikann í samskiptum kynjanna meira
2. júní 2010 kl. 20:24

Úlfaldinn og mýflugan

 Pistill um fyrstu tannlæknaferð Þess Einhverfa meira
21. maí 2010 kl. 17:55

Þegar íslenskir tónlistarmenn koma út á mér tárunum

 Pistill um óhemjugang miðaldra konu á tónleikum    meira
9. maí 2010 kl. 18:30

Sumarið er tíminn til að þjálfa grindarbotnsvöðvana

  Pistill um sumarið og grindarbotnsvöðva meira
2. apríl 2010 kl. 11:13

Fjarstýring á afkvæmin

  Pistill um ''skemmtilega'' Kringluferð og aðstæður þar sem fjarstýring á Þann Einhverfa væri fýsilegur kostur meira
22. mars 2010 kl. 15:36

Við þörfnumst hvers annars

 Pistill um ljúft viðmót og góða þjónustu meira
17. mars 2010 kl. 21:01

Aldur er afstæður... eða er það ekki?

 Pistill um unga sál í gömlum líkama. Inniheldur örsögu meira
6. mars 2010 kl. 14:22

Ef ég gæti lifað lífinu upp á nýtt

 Pistill um hverju við myndum breyta ef við gætum gert þetta allt saman upp á nýtt meira
28. febrúar 2010 kl. 11:53

Bréf frá lesanda: Þegar fólk vex ekki upp úr screaming-tímabilinu

 Lesendabréf í framhaldi af síðasta pistli meira
21. febrúar 2010 kl. 11:19

Samfarahljóð unglingsáranna

 Pistill um gelgju- og unglingsárin og þær breytingar sem fylgja meira
15. febrúar 2010 kl. 23:43

Hinar ýmsu myndir skammdegisþunglyndis

 Pistill um veruleikafirringu, gardínur og vissa tegund skammdegisþunglyndis meira
12. febrúar 2010 kl. 22:39

Hvað meina konur og hvað vilja þær?

 Pistill um vanhæfni kynjanna til að skilja hvort annað. Inniheldur lista fyrir karlmenn til að auðvelda þeim lífið og forða þeim frá óþarfa sársauka í samskiptum við makann meira
8. febrúar 2010 kl. 19:26

Er ég barnið þitt?

 Pistill um ótta Þess Einhverfa að ég afneiti honum þegar hann hagar sér ekki vel  meira
4. febrúar 2010 kl. 21:41

Ber eins og hinir

 Pistill um afmælisdaga, lang-hangandi jólaskraut og mikilvægi þess að hafa tímastjórn á getnaði   meira
27. janúar 2010 kl. 15:15

Er hið óeðlilega, eðlilegra?

  Pistill á Pressunni um félagslega hegðun fatlaðra, jafnt sem ófatlaðra. Biðst þú afsökunar þegar þú gefur frá þér búkhljóð? http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Jonu_Agustu/er-hid-oedlilega-edlilegra- meira
25. janúar 2010 kl. 11:34

Strákarnir okkar - Í blíðu og stríðu

 Pistill um góða reynslu og slæma, flotta rassa og strákana okkar á EM: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Jonu_Agustu/strakarnir-okkar---i-blidu-og-stridu meira
21. janúar 2010 kl. 12:10

Takk fyrir mig

 Kæru þið öll.Ég mun hér eftir vera með reglulega pistla á Pressunni og kveð því mogga-bloggið að mestu.Hér steig ég mín fyrstu skref í opinberum skrifum árið 2007 og hefur það gefið mér heilmikið. Ég fékk mjög fljótlega byr undir báða vængi, þökk sé ykkur, og hefur það kvatt mig til frekari skrifa. Að ég tali nú ekki um að hér varð fyrsta bókin mín til. Ég segi fyrsta, því þær eiga eftir að meira
18. janúar 2010 kl. 15:31

Af munni barna....

  Ég fékk þessa litlu sögu senda í tölvupósti og finnst hún svo æðisleg að ég ákvað að setja hana hér inn.   The children began to identify the flavors by their color: Red......................Cherry Yellow.................Lemon Green..................Lime Orange ...............Orange Finally the teacher gave them all HONEY lifesavers (a candy). None of the children could meira
11. janúar 2010 kl. 12:58

Af afmælissöng, afmæliskertum, afmælispökkum og afrakstur löngu liðins keisara

 Gelgjan mín er 13 ára í dag og því orðinn unglingur. Eða táningur.Á þessu heimili er vaninn að vekja viðkomandi afmælisbarn með hinum klassíska afmælissöng, logandi kerti sem er stungið í kökusneið, múffu eða annað tilfallandi og að sjálfsögðu afmælispakka. Á vikuplan Þess Einhverfa, sem hann fékk afhent á laugardaginn, hafði ég skrifað í mánudagsreitinn, að systir hans ætti afmæli og meira
4. janúar 2010 kl. 12:29

Enn af veðurspekúlasjónum

 Sá Einhverfi heimtar loforð um rigningu, sól, regnboga, kulda...  bara hvað sem er annað en snjó og frost. Hann tengir ekki kulda við frost. Í hans huga er frost hvít héla á jörð.Og mamman lofar upp í ermina á sér. Alveg upp að handarkrika. Miskunnarlaust og án þess að kunna að skammast sín.Þannig var lofað sól, rigningu og regnboga fyrir síðasta miðvikudag. Það gekk auðvitað ekki meira
29. desember 2009 kl. 15:28

Cargo til Kína

 Á tímabili hættum við að telja niður í tannburstun á kvöldin fyrir Þann Einhverfa. Mér þótti þetta í raun ýta undir þráhyggjuna hans þar sem ekki var séns að sleppa með að segja: Bursta eftir 10 mínútur og segja svo næst: bursta eftir 5 mínútur. Nei, það varð að telja rétt niður og svo gleymdum við okkur auðvitað inn á milli og talning fyrir 10 mínútur gat tekið allt að 40 mínútur.Ég meira
28. desember 2009 kl. 13:04

Mamma veðurgyðja

 Ég er mætt til vinnu. Afskaplega syfjuð enda hefur sólarhringurinn hjá fjölskyldunni farið svolítið á annan endann í fríinu.Jólin voru ljúf í faðmi fjölskyldunnar. Engin jólaboð. Bara við á náttfötunum, horfandi á imbann eða með bók í hönd... og konfektkassann á lærunum (í fleiri en einni merkingu).Góðir göngutúrar með Vidda Vitleysing slógu á át-samviskubitið, sem reyndar var með minna móti meira
mynd
22. desember 2009 kl. 17:38

Hinn sanni jólaandi...

 Sá Einhverfi er kampakátur þessa dagana. Það er búið að vera yndislegt að ''setja upp jólin'' með honum síðustu vikur. Ég veit ekki hvort ljómar meira, jólatréið, sem stendur nú þegar í fullum skrúða í stofunni, eða augun í Þeim Einhverfa.  Hann vaknar á nóttunni til að gúffa í sig litlum gotterís-bitum sem jólasveinarnir skilja eftir í skónum hans en er alveg laus við meira
26. nóvember 2009 kl. 10:11

Lífshættir og hamingja kvenna - The Joys of Womanhood

 The Joys of Womanhood Höfundur: óþekkt afburðakona Brilliant Woman Author Unknown Íslenskað: óþekkur afburðakeliKonur yfir fimmtugt, eignast ekki börn. Þær mundu aldrei muna hvar þær lögðu þau frá sér. Women over 50 don't have babies because they would put them down and forget where they left them. Ein ráðgátna lífsins er hvernig 750 gr af konfekti verða 2 kg af konu. One of life's mysteries meira
19. nóvember 2009 kl. 11:13

Freaky friday fannst í gær

 Mig langar til að þakka öllum sem lögðu hér hönd á plóg... allar ráðleggirnar sem ég fékk í gegnum síma, bloggið, fésið og tölvupóst. Það kom mér gleðilega á óvart hversu mörgum þótti mikilvægt að Ian fengi myndina sína.DVD myndina fann ég ekki á neinum sölustað. Þrautalendingin hefði verið að panta hana á netinu en til þess kom ekki. Róslín vinkona mín á Hornafirði bauðst til að meira
mynd
17. nóvember 2009 kl. 23:17

Freaky friday óskast - DVD mynd óskast til kaups

 Laugardaginn síðastliðinn var mér og minni fjölskyldu boðið í mat hjá vinafólki. Langt er síðan við höfum eytt tíma með þessu vinafólki okkar og var þetta boð kærkomið og mér mikið tilhlökkunarefni.Unglingurinn og Gelgjan voru þó upptekin við aðra iðju og það varð til þess að mig langaði helst að fá pössun fyrir Þann Einhverfa og njóta kvöldsins barnlaus.Barnapía fékkst ekki og í sannleika meira
27. október 2009 kl. 12:35

Hlutir endurheimtir og börn öguð

 Ég er heppin. Svo endalaust heppin. En auðvitað hlýtur heppnin að renna sitt skeið á endanum.Í gærmorgun uppgötvaði ég að blessað Visa kortið mitt var ekki þar sem það á að vera, þ.e.a.s. í veskinu mínu. Eftir að hafa brotið heilann í nokkra stund komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hefði síðast notað það í Krónunni á laugardaginn. Svo ég hringdi. Og jú, viti menn, kortið var þar.Ég veit meira
13. október 2009 kl. 0:09

Ristað brauð með smjöri

 Sá Einhverfi var að rista sér brauð. Sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Hann er orðinn ótrúlega duglegur og auðvitað hvergi eins sjálfbjarga eins og í eldhúsinu, enda er það sem leynist þar í skápunum hans aðal áhugamál. Hann skellti tveimur brauðsneiðum í ristina og þegar þær poppuðu upp smurði hann svo ríflega með smjöri að ég sá þann kost vænstan að blanda mér í málið. Því var meira
6. október 2009 kl. 15:44

Saga án endis

 Eitt sinn var lítill, ljóshærður drengur sem vissi ekkert betra en sól og sumar, stuttbuxur og stuttermaboli og berar tær.Kvöld eitt, snemma í október á mildu hausti byrjaði að kyngja niður stórum hvítum snjóflyksum líkt og jólin sjálf væru gengin í garð.Litli drengurinn dróg fyrir gluggana á herberginu sínu, skreið upp í rúm og breiddi sængina upp yfir höfuð. Hann grét ofan í koddann sinn meira
5. október 2009 kl. 14:15

Hvar er vorið?

 Lítið að frétta frá þessum vígstöðvum. Við gerum okkur klár fyrir veturinn eins og aðrir Íslendingar. Andlega meira en hitt. Sá Einhverfi tjúllast við hverja hvíta flygsu sem kemur af himnum ofan og það var töluvert um slíkt um daginn.. sennilega í þar síðustu viku. Skiptist á haglél og slydda.Hvar er vorið? grætur stráksi og ég get eiginlega tekið undir það. Hvort það er aldurinn eða meira
28. september 2009 kl. 0:25

Upp með hendur niður með brækur

 Gelgjan og Viðhengið komu heim úr sundi í dag og hentust inn úr dyrunum með bægslagangi. Unglingurinn hafði hringt í systur sína og boðið þeim vinkonum með sér og kærustunni í bíó og þær voru eðlilega spenntar yfir því.Sá Einhverfi espaðist allur upp við lætin og var glaður að sjá stelpurnar. Hann verður sífellt félagslyndari.Þær byrjuðu að kasta sundbolta á milli meira
25. september 2009 kl. 10:38

Endurskinsmerki frá VÍS

 Fyrir mörgum mánuðum síðan rataði á úlnlið Þess Einhverfa endurskinsmerki. Þetta er svona renningur sem þú skellir á úlnlið eða arm og við höggið hringar renningurinn sig eins og slanga utan um umræddan líkamspart.Sennilega hefur þetta endurskinsmerki komið inn um lúguna með auglýsingu frá tryggingarfélagi eða einhverju slíku. Ég man það ekki lengur. En allavega, þá tók meira
22. september 2009 kl. 16:08

Rómantískt..... og ekki svo rómantískt

 Washington Post efndi til ljóðasamkeppni sem fólst í því að semja tveggja línu rímu. Skilyrði var að fyrri línan væri sérstaklega rómantísk en sú seinni andstæðan.    Hér koma 11 dæmi um innlegg1.My darling, my lover, my beautiful wife:Marrying you has screwed up my life.2.I see your face when I am dreaming.That's why I always wake up screaming.3.Kind, intelligent meira
2. september 2009 kl. 23:26

Stuttbuxur verði síðbuxur... eða öfugt?

 Haustið er að koma. Ég sé það á nokkrum gulnuðum laufum á trjánum fyrir utan eldhúsgluggann og ég finn það á kólnandi loftinu sem ég anda að mér á morgnana.Sá Einhverfi virðist ekki finna það. Hann bara sér það á vikuplaninu sínu þar sem móðir hans hefur sett inn á hvern einasta dag eftirfarandi texta: Ian ætlar í buxur í dag.Þannig hefur það verið í rúma viku en alltaf gengur hann út á meira
2. september 2009 kl. 13:08

Fifty dollars

 Góðan og blessaðan daginn. Ég er löt við bloggfærslur þessa dagana eins og sumir hafa orðið varir við. Mun taka mig á þegar tækifæri gefst til.Fékk þennan í tölvupósti og ákvað að leyfa fleirum að njóta: Morris and his wife Esther went to the state fair every year, and every year Morris would say, 'Esther,I'd like to ride in that helicopter.' Esther always meira
25. ágúst 2009 kl. 17:02

Hvað með póker-auglýsingarnar í sjónvarpi

 Ég er einmitt búin að vera að velta því fyrir mér í góðan tíma, hvað sé málið með allar þessar póker auglýsingar í sjónvarpi. Ég hef nú ekki hundsvit á þessu, en þetta er spilað á netinu, ekki satt?Ég hélt að það væri bannað að auglýsa fjárhættuspil á Íslandi. Eða er kannski ekki verið að spila upp á alvöru peninga? meira
20. ágúst 2009 kl. 0:31

Einhverfur eða ekki einhverfur

 Ég sat við skrifborðið mitt í vinnunni fyrri part kvölds við skriftir. Kom heim rétt fyrir kl níu og var ákveðin í að sjá fyrsta þáttinn í íslensku þáttaröðinni um Ástríði.Sá Einhverfi lá makindalega og afslappaður í sófanum fyrir framan sjónvarpið þegar ég kom inn og það breiddist lymskulegt glott yfir varirnar á honum þegar hann sá mig. Ég átti ekki von á góðu, þó ég vissi það ekki á meira
18. ágúst 2009 kl. 17:20

Vilt'arrrridið?

 Selurðu latte spurði ég dökkhærðu stúlkuna á bak við afgreiðsluborðið í bakaríinu. JáEr það ekki ofsalega gott hjá þér, sagði ég glaðlega.JáJæja, sagði ég og virti hana fyrir mér. Gæti hafa verið rétt innan við þrítugt. Myndarleg stelpa með steinrunnið andlit.Ég ætla að fá tvöfaldan latte með froðu, upplýsti ég hana um.Hún sneri sér við og fór að sýsla við kaffivélina.Áttu síróp, spurði meira
13. ágúst 2009 kl. 22:12

Freaky friday

 Þessa stundina situr Sá Einhverfi fyrir framan tölvuna og horfir á uppáhalds bíómyndarbrotið sitt. Freaky friday. Ég ranghvolfdi í mér augunum áðan, þegar ég sá hvaða leitarorð hann var að stimpla inn á Google. Ef hann langar í gott hláturskast þá leitar hann þetta myndbrot uppi. Tekur þá við dillandi og afskaplega smitandi hlátur sem yljar um hjartað og hrífur mann með... í meira
mynd
12. ágúst 2009 kl. 23:29

Vínflaska fyrir eiginmann

 Ég fékk þessa dásamlegu, litlu sögu senda í tölvupósti frá yndislegri samstarfskonu minni. Læt fylgja með useless information: Litli rasistinn kallar þessa samstarfskonu mína The Lobster Lady.Ég segi ykkur ÞÁ sögu kannski seinna.En hér kemur sagan um vínflöskuna. Hún er fyrir allar konur sem eru giftar, voru giftar, óska þess að vera giftar eða óska þess að meira
6. ágúst 2009 kl. 15:35

Sumarið 2009

 Sumarið 2009 er sumarið sem Íslendingar kusu að eyða krónunum sínum í bensín, íslenskar vegasjoppur, tjaldsvæði og grillmat og ferðuðust innanlands. Þetta átti að verða sumarið sem ég gerði nákvæmlega ekki neitt vegna efnahagsástandsins, en varð sumarið sem ég hef aldrei verið hreyfanlegri.Þrjár sumarbústaðarferðir, ein utanlandsferð, sólarhringsdvöl í sveitasælu meira
9. júlí 2009 kl. 13:36

Ég tek ofan fyrir rithöfundum

 Ef ég ætti hatt, tæki ég hann ofan fyrir rithöfundum!! Fjórar klukkustundir á dag við skriftir og ég er ámóta þreytt og eftir 13 klukkustunda vinnutörn í skrifstofujobbinu mínu. Gjörsamlega úr mér allur vindur, kraftur og þrek. Mér skilst að Arnaldur sitji við 8 klukkutíma á dag. Er það hægt, spyr ég? Arnaldur! Ha?Í dag ætla ég að sitja heilalaus í sundlaug og heitum pottum í Hveragerði eða meira
5. júlí 2009 kl. 13:48

Vísindalegar kannanir og próf sem við gerum á eiginmönnum okkar

 Ekki held ég að ég þekki þá konu sem ekki hefur framkvæmt ''vísindalegar'' kannanir á eiginmanni/sambýlismanni sínum. Kannski mætti þó frekar segja ''vísindalegar'' kannanir á viðbrögðum á vissum aðstæðum.Ekkert er án undantekninga en getum við ekki öll verið sammála um það að flestir karlmenn eru blessunarlega lausir við að láta óreiðu á heimilinu fara í taugarnar á sér. Má þá nefna föt sem meira
30. júní 2009 kl. 14:15

Dagur 1 í sumarfríi - Ég keypti mér skó í gær

 Mánudagur 29. júní 20091. dagur sumarfrís. Kerlingin eyddi peningum. Karlinn fór í golf. Ég keypti mér skó í gær...................................................................Segir það ekki allt sem segja þarf um gærdaginn? Það gefur auga á leið að hann var vel heppnaður.Friis & Company, Kringlunni, bauð mér (ásamt heilum helling af öðrum dömum) að koma og versla eftir meira
28. júní 2009 kl. 21:23

No búfé allowed to cross

 Við keyrðum austur í sumabúðirnar í dag með Þann Einhverfa. Hann var glaður, kátur, spenntur og fullur tilhlökkunar. Sitjandi í aftursætinu með gifsspelkuna sína á hægri handlegg og fatlann hangandi um hálsinn. Hann ljómaði eins og sólin þegar húsið á Laugalandi kom í ljós. Það gladdi mig ekki lítið.Við byrjuðum á því að kíkja á herbergið hans og losa okkur við töskuna. Svo fórum við meira
27. júní 2009 kl. 1:15

Ekki hægt að ímynda sér

 Þetta er eitt það sorglegasta slys sem ég hef heyrt um. Og ég finn svo til með foreldrunum að ég er með stingi í hjartanu.Það er á engan hátt hægt að ímynda sér hvað þau ganga í gegnum. Ansi hætt er við því að þau muni ekki geta unnið úr þessu saman. Ég veit hvað flestir hugsa. Að þessi maður hljóti að vera ömurlegt foreldri. Hafi ekki elskað barnið sitt. Verið í dópinu.....Og það er kannski meira
24. júní 2009 kl. 0:24

Úr á hægri fimmtudagur

 Sá Einhverfi kom heim úr Vesturhlið síðastliðinn föstudag, plástraður í bak og fyrir. Eða því sem næst. Þar sem hann virtist finna til í hendinni vakti plásturinn á hægra handarbaki sérstaklega forvitni mína. Ekkert var að sjá þegar hann var fjarlægður en okkur Bretanum tókst nú samt að sjá bæði vísbendingar um bruna, sem og tannaför. Nett ímyndunarveiki.Í samskiptabókinni var ekkert að meira
19. júní 2009 kl. 12:36

Góði Guð gefðu mér samfellda rigningu í sumarfríinu

 Er hægt að skrifa heila bók á 3 mánuðum? Það er sú spurning sem ég velti fyrir mér í dag. Og í gær reyndar líka. Og mun örugglega enn vera að velta henni fyrir mér á morgun.Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Eða er það ekki annars?Kannski er þetta spurning um að hætta að velta fyrir sér spurningum og koma sér að verki.Eftir viku fer ég í 2ja vikna sumarfrí. Kannski lengra. Svei mér þá meira
17. júní 2009 kl. 17:46

Frelsi

 Það var komið að hinni mánaðarlegu gistingu í Hólabergi í dag. Sá Einhverfi var afskaplega vel ballanseraður og engin mótmæli komu frá honum þegar ég tilkynnti að tími væri til kominn að fara í bílinn og keyra í Hólaberg.Hann gekk keikur inn í húsið, fór beint með töskuna sína inn í herbergi og kom sér síðan fyrir í sófa í sjónvarpshorninu. Ég talaði í skamma stund við starfsfólkið en fór meira
16. júní 2009 kl. 0:49

Geirvörtur og naflar

 Íslenska er fallegt mál að mínu mati, enda er ég Íslendingur. En sum orð mun ég aldrei geta sætt mig við.Hvað er til dæmis málið með orðið nafli (borið fram nabbli)??Íslenskir nabblar eru feimnismál og ég stend á þvi fastar en fótunum að ástæðan er þetta gelgjulega orð: NABBLI.Það er ekkert sætt, krúttlegt eða sexý við orðið nabbli. Muniði eftir unglingabókinni: Sjáðu sæta naflann meira
9. júní 2009 kl. 22:59

Gelgjan, Tannálfurinn og Sá Einhverfi

 Gelgjan fékk afskaplega fallegt silfurskrín í skírnargjöf á sínum tíma. Það er kringlótt, örsmátt og fóðrað að innan með kóngabláu filt-efni. Á lokinu situr undursmár, lítill tannálfur.Skrínið rúmar eina.. í mesta lagi tvær barnatennur.Þetta skrín hefur samviskusamlega verið lagt undir koddann, hvenær sem tækifæri hefur skapast og vegna míns einstaklega góða sambands við Tannálfinn hefur meira
8. júní 2009 kl. 0:17

Með rassinn úti

 Ég á engin föt!Ég held að við, sem tilheyrum kvenþjóðinni höfum allar með tölu, einhvern tíma á lífsleiðinni, látið þessi orð út úr okkur. Og þau eru mis-sönn þegar þau eru sögð. Kannski er réttara að segja að þau séu mismikil lýgi.Ég ákvað fyrr í kvöld, að byrja mánudagsmorguninn á því að fara í ræktina. Og þá hefst skipulagið. Taka til íþróttafötin, nestið til að hafa með í vinnuna og meira
5. júní 2009 kl. 11:13

Punghlíf vs hjálmur

  Fyrsta punghlífin var notuð í íshokkíi árið 1874 og fyrsti hjálmurinn árið 1974.Það tók karlmenn 100 ár að átta sig á að að hausinn væri líka mikilvægur! Fánýtur, en skemmtilegur fróðleikur. Og ég velti fyrir mér; er ekki líklegt að aðili með pung (þ.e. karlmaður) hafi fundið upp punghlífina, og aðili með heila (þ.e. kvenmaður) fundið upp hjálminn?  meira
3. júní 2009 kl. 18:12

Vasaklútar í brjóstastærðum

 Sá Einhverfi röltir nú í hringi úti á trampólíninu og öskrar og gólar út í loftið til að fá útrás fyrir reiðina. Öðru hvoru heyrist: ''HEIMSKA MAMMA'' og því er greinilegt að hverjum illskan beinist. Ekki að ég hafi verið í neinum vafa um það fyrir.Mér varð það á í dag, að vera komin heim á undan honum, sem er ekki vinsælt. Oft á tíðum brestur hann í sáran grát þegar hann horfist í augu meira
2. júní 2009 kl. 15:56

Kot í sveit

 Mér og minni familíu var boðið í bústað með Bakarahjónunum um helgina. Dvöldum í Grímsnesinu frá laugardegi til sunnudags. Og þvílík sæla.Hvernig stendur á því að fólk slakar betur á í bústað heldur en heima hjá sér? Er þetta nálægðin við náttúruna? Að geta setið úti á palli og heyra ekkert nema þyt í laufi og fuglasöng? Umferðarniður víðs fjarri.Að sjá börnin koma röltandi utan úr meira
29. maí 2009 kl. 19:32

Neiiii hættið nú alveg...

 Ekki þykir mér heimurinn mega við því að drepa niður þann náungakærleika sem enn er til. Fólkið sem finnur upp á þessari vitleysu, vinnur með börnum allan daginn og ætti að hafa menntun og þekkingu til þess. Og þá á ég ekki við stærðfræði- eða móðurmálsþekkingu. Heldur þetta sem flestir vita og allir ættu að vita; líkamleg snerting við annað fólk er okkur lífsnauðsynleg.Ég efast meira
11. maí 2009 kl. 23:26

Heppin, heppnari, heppnust

 Á einhverjum tímapunkti var trampólín veður um síðustu helgi og þau systkini, Gelgjan og Sá Einhverfi hömuðust sem mest þau máttu á ferlíkinu. Reyndar á Sá Einhverfi það til að láta systur sína um allt erfiðið. Hann sest niður með krosslagða fætur og bíður skælbrosandi eftir þjónustu. Þá tekur hún til við að hoppa hringinn í kringum hann og hann skoppar skellhlæjandi upp og niður meira
8. maí 2009 kl. 16:41

Föstudags-hugrenningar

 Það er föstudagur... svona ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum. Það er þægileg tilhugsun að geta farið heim eftir vinnu og þurfa ekki að hreyfa mig út úr húsi frekar en ég vil, alla helgina. Þó mig gruni að Viddi nokkur vitleysingur... loðinn gaur með fjóra fætur, muni pressa á að ég hreyfi mig eitthvað.Ég fór í ræktina í hádeginu í dag. Spratt upp úr skrifborðsstólnum og ákvað að meira
6. maí 2009 kl. 16:13

Ég fann lykt af vorinu

 Ég fann lykt af vorinu!!Mér hefur alltaf þótt þetta afar skáldleg setning og rómantísk setning. Hef aldrei tekið hana trúanlega samt sem áður. Veðrið í dag hefur verið með eindæmum fallegt. Sólskin, blár himinn og mjallahvítir skýhnoðrar. En kalt kalt kalt. Eins og fallegur haustdagur.Seinnipartinn í dag þurfti ég nauðsynlega að skjótast úr vinnunni til að skreppa í mjólkurbúðina að kaupa meira
5. maí 2009 kl. 0:43

I'm still alive in case somebody is interested

 Hér er allt við það sama. Tóm helvítis hamingja. Eða þannig.Fór í fertugs afmæli hjá Bakaranum á föstudag. Varð eitt af þessum partýum sem maður endurlifir í huganum aftur og aftur... brosir breitt eins og bjáni út í loftið við að rifja upp hinar og þessar uppákomur.Búin að taka nokkur símtöl með vinkonunum og hlæja hrossahlátri af upprifjunum.Bretinn yfirgaf samkvæmið um þrjúleytið um meira
26. apríl 2009 kl. 23:06

Amma og afi eða aðrir nánir aðstandendur

 Ég linka hérna á færslu hjá Huld S. Ringsted, athafnakonu með meiru og móður stúlku sem glímir m.a. við Asperger heilkennið. Bloggið hennar HuldarSkemmtileg og fræðandi lesning. Og líka óstjórnlega pirrandi. A.m.k. dæmin um athugasemdir sem foreldrar asperger barna hafa fengið. Get off your high horse, why don't you.......Þörf áminning til allra sem eiga í einhverjum mannlegum meira
21. apríl 2009 kl. 16:16

Matar- og undirfatatrend Þess Einhverfa

 Í gegnum árin hafa skotið upp kollinum, ýmsar sérþarfir hjá Hinum Einhverfa. Eða sérviska eins og amma kallaði það. Þú ert agalega sérvitur, sagði amma ansi oft við mig, svo drengnum kippir klárlega í kynið.Alls konar árátta eða æði grípur Þann Einhverfa og stendur yfir í mislangan tíma. Margt af því tengist mat. Hann borðar kannski næstum ekkert nema skyr í langan langan tíma og ísskápurinn meira
15. apríl 2009 kl. 22:40

Hvað er líkt með lóunni og trampólíni?

 Í hugum okkar flestra er lóan vorboðinn ljúfi. ''Þeir segja að lóan hafi sést fyrir austan...'' Fréttir eins og þessar þýða bara eitt: vorið er á næsta leiti.Og við tökum eftir því þegar við heyrum í lóunni í fyrsta skipti á árinu. Dirrindí og allt það.Sá Einhverfi kærir sig kollóttan um þessi mál þó að vorið og sumarið skipti fáa meira máli en hann. Undanfarna mánuði hef ég öðru hverju meira
14. apríl 2009 kl. 22:15

Finnst þetta afar skemmtilegt aflestrar þó örli á smávegis kvenrembu...

 Vissir þú að:- Það tekur matinn 7 sekúndur að fara frá munni og ofan í maga.- Hár af höfði manns getur haldið þrem kílóum- Lengdin á lim mannsins er jöfn lengd þumalsins, margfaldaðri með þremur.- Lærbeinið er hart sem steinsteypa.- Hjörtu kvenna slá hraðar en hjörtu karla.- Á hverjum fæti höfum við þúsundir baktería.- Konur blikka augunum tvöfalt oftar en karlmenn.- Við notum 300 vöðva meira
13. apríl 2009 kl. 23:47

Pjúúúúk

 Jesús minn hvað ég er glöð að einni stærstu átveislu ársins sé lokið. Ekki það að neinn bindi mig niður í stól, troði trekt niður í kokið á mér og helli ofan í mig bræddu súkkulaði, eða mauki kjötið og kartöflurnar og og næri mig í gegnum æð, eða neitt slíkt. Nei nei, allt er þetta gert með fúsum og frjálsum vilja af moi!Svo er það þetta með ræktina. Um leið og rútínan er brotin upp er stór meira
7. apríl 2009 kl. 18:53

Where can I find this shop?

 Gelgjan og faðir hennar Bretinn munu hverfa af landi brott í fyrramálið. Það sem átti að vera stutt heimsókn Gelgjunnar til Litla rasistans og annarra ættingja í Bretlandi, vatt örlítið upp á sig. Endar sem sagt með að feðginin fara bæði og verða yfir páskana.Bretinn er að horfa á meistaradeildina í sparkboltanum. Hvað á þetta að vera lengi á skjánum sagði égAt least 45 minutes, svaraði meira
6. apríl 2009 kl. 23:28

Þegar hænuegg verður dásemdin ein

 Ég lauk nýlega við að lesa bók sem heitir: Hér leynist drengur ( á frummálinu: There's a Boy in Here).Undirtitill: Saga um einhverfan dreng sem braust út úr skel sinni.Skrifuð af mæðginum: Judy Barron, móðir einhverfs drengs og Sean Barron sem er reyndar þessi einhverfi drengur.Þetta er saga fjölskyldu sem var heltekinn vegna fötlunar eldra barns af tveimur. Fyrir mig, móður meira
mynd
30. mars 2009 kl. 23:54

Mamma róa sig barasta

 Það er kominn tími á bloggfærslu en ef ég ætla að ná settu marki varðandi bókaútgáfu fyrir næstu jól (fáránlegt að vera að tala um ''jól-eitthvað''... jólin eru ný liðin) þá má ég ekki vera að eyða kröftunum í persónuleg skrif á blogginu. Því miður getur maður víst ekki gert allt sem mann langar.Því má vel vera að þessi færsla verði sú fyrsta og síðasta í langan tíma.Ferming Hafliða frænda meira
13. mars 2009 kl. 20:37

Þegar meira að segja Þeim Einhverfa blöskrar...

 Ég vildi svo gjarnan prýða heimilið mitt með fjöldanum öllum af grænum pottaplöntum; t.d. drekatrjám (næstum ódrepandi planta) eða burknum (fjandanum viðkvæmari). Og ég hef reynt. Margoft í gegnum árin. En ef það er til eitthvað í andstæðri merkingu við ''græna fingur'' þá endilega leyfið mér að heyra. Því ég hef það. Ein planta hefur lifað í allt að 2 ár hjá mér núna og það er lítið meira
mynd
12. mars 2009 kl. 18:44

Hárið á hausnum á okkur

 Í gegnum árin hefur mig oft langað að ganga berserksgang eftir að hafa eytt stund á hinum ýmsu hárgreiðslustofum... setið fyrir framan spegil og fylgst með stórslysi í uppsiglingu. Ég hef samt aldrei látið það eftir mér.Ég verð fjörutíu og eins árs á þessu ári og ég held að það séu ekki nema í mesta lagi tvö ár síðan þessi tilfinning kom yfir mig í síðasta sinn.Hún byrjar meira
9. mars 2009 kl. 0:22

Valdabarátta á heimilinu o.fl.

 Ég fór á djammið á laugardagskvöldið. Árlegt þemaball kvennadeildar Fáks. Þemað þetta árið var ''bleikur'' og það er alltaf jafn gaman að horfa yfir hópinn og sjá hugmyndaflugið og vinnuna sem hefur farið í klæðnaðinn hjá hestakonunum. Ég fór á fætur á sunnudagsmorguninn með Þeim Einhverfa, gaf honum morgunmat en skreið svo aftur upp í með bók. Sofnaði að sjálfsögðu aftur og svaf ansi meira
4. mars 2009 kl. 22:43

Heimilisþvotturinn

 Þvottahúsið er daglegur viðkomustaður. Hjá fimm manna fjölskyldu er alltaf hægt að finna sér eitthvað að dunda við í þvottahúsinu.Síðustu mánuði hefur reyndar, hægt og bítandi, þróast hefð á heimilinu, sem ég kann afskaplega vel við; ég sé um að setja í þvottavél (það felur í sér að tölta með, nær undantekningarlaust fulla, óhreina-taus-körfuna af efri hæðina niður í þvottahús meira
3. mars 2009 kl. 16:54

Atburðum hlaðinn mars-mánuður

 Hvar er rigning? spurði Sá Einhverfi í morgun. Aldeilis standandi hlessa á þessum endalausa snjó.Í gærmorgun var hann ekki jafn umburðarlyndur og argaði á mömmu sína yfir veðurfarinu. Mamman gargaði á móti. Hneyksluð á skilningsleysi krakkans: Ian það er vetur for Gods sake.EKKI VETUR, gargaði hann á móti.Sem sagt hugguleg morgunstund sem við áttum þarna mæðginin.Ég hef ákveðið að meira
2. mars 2009 kl. 19:44

Polli = Pólverji ?

 Eitt eru ryskingar á milli tveggja drengja á unglingsaldri þar sem hormónaflæði er á fullu blasti, sem kannski endar með smá blóðnösum og særðu stolti. Annað er hrein og bein líkamsárás tveggja drengja á jafnaldra sinn, sem svo endar á slysadeild eða spítala. Ég er furðu lostin yfir þessu viðtali við skólastjórann sem vill sem minnst úr málinu gera og finnst það blásið upp af meira
28. febrúar 2009 kl. 19:57

Hvaðan kemur fýlan

 Ég fór í Kolaportið í dag og keypti mér hvít stígvél fyrir 500 kall. Þess utan græddi ég skó og tösku sem Helgu hálfsystur vantaði að losna við.  Guð blessi hana Helgu hálfsystur. Svo keypti ég mér hallærisleg gleraugu í Tiger. Lillablá með steinum. Þurfti að skerpa sjónina fyrir saumaskapinn. Það má eiginlega segja að saumaskapurinn hafi átt hug minn allan í þunglyndiskastinu meira
20. febrúar 2009 kl. 17:09

Gulur litur

  færsluna sérðu hér meira
29. janúar 2009 kl. 18:51

Vafrað um í huganum

 Hugleiðing um afa, snjóinn og mögulegar ástir í meinumhér meira
28. janúar 2009 kl. 18:35

Þú ert alltaf...

 færslan er hér, á nýju síðunni minni. meira
23. janúar 2009 kl. 0:17

Vorið má koma mín vegna með góðum rigningarkafla jáááááááááááááá

 Mér er kalt            (sjá færslu)   meira
21. janúar 2009 kl. 1:54

Óvart allsber í sundi

 Þetta er eitthvað svo ég.... Óvart allsber í sundi meira
20. janúar 2009 kl. 14:12

Undarlegt skopskyn

 Ég hef húmor fyrir ólíklegustu hlutum. Stundum finnst mér kímnigáfa mín vera allt að því á gráu svæði. Jafnvel svörtu.Hvað er fyndið er að sjálfsögðu smekksatriði. Bara eins og það er smekksatriði hvaða fatnaður er fallegur, hvaða bíómyndir eru góðar, hvernig tónlist er skemmtileg.... En svo er bara sumt sem er ekki spurning um smekk. Eins og snjóþvegnar gallabuxur. Þær eru ljótar. meira
19. janúar 2009 kl. 0:17

Loforð loforð loforð

 Kíktu við hér meira
17. janúar 2009 kl. 14:28

Hitt og þetta á laugardegi

 Bókin mín á brjáluðum afslætti hjá Eymundsson.... meira
15. janúar 2009 kl. 22:57

Bleikt kökukrem og geðvonskukast

 http://jonagusta.bloggar.is/blogg/421486/Bleikt_kokukrem_og_gedvonskukast#ath meira
15. janúar 2009 kl. 1:09

Luft-skrift

 Sá Einhverfi rótaði í hillunum undir sjónvarpinu í dag. Ég vissi að hann var að leita að DVD mynd. Ég vissi bara ekki að hvaða mynd.''Hvar er hún'' sagði hann margoft með upptrekktu tilgerðarlegu röddinni sinni. Sem þýðir að setningin kemur úr einhverri bíómynd. Hún er ekki sprottin af frumkvæði hans sjálfs. Hún var færð honum á silfurfati úr einhverri bíómyndinni.Hvað viltu? Hvaða mynd meira
14. janúar 2009 kl. 15:48

Ný bloggsíða

 Kæru bloggvinir og aðrir vandamenn Ég hef ákveðið að opna aðra bloggsíðu, svona í tilraunaskyni. Ekki það að ég ætli að loka fyrir mbl síðuna mína. Alls ekki. Mun halda öllu opnu hér, aðallega til að auðvelda mér að fylgjast með ykkur.Og ég mun linka á allar bloggfærslur á bloggar.is hér.Vona... nei ég ætlast til þess að þið haldið áfram að kíkja við hjá mér. Og í öllum bænum ekki hætta meira
13. janúar 2009 kl. 22:25

Baráttan við bílinn

 Ég ákvað að sækja Þann Einhverfa í Vesturhlíð og dragnast með hann á sundæfingu (þetta heitir sko ''æfing'' eftir að kappinn tók þátt í sundmóti) kl 5 í gær. Ekki er hægt að segja að ég hafi verið hress eftir að hafa faðmað Gustavsberg óheyrilega nóttina áður.Það var skelfilega kalt í gær og ég hefði getað sagt mér það sjálf að ég myndi lenda í vandræðum með að opna bílinn minn. En meira
Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira