Vissir þú að það klukkan hvað við borðum hefur áhrif á brennslu líkamans?
Eftir að hafa sótt fyrirlesturinn “ Who wants to live forever” í Háskólabíó síðastliðinn september stóð eitt hugtak frá Dr. Satchin Panda helst uppúr, hugtak sem flestir gætu haft gott af því að kynna sér. Þú gætir hafa rekist á hugtakið um “intermittent fasting” enda orðin smá tískubylgja í dag, en hvað þýðir eiginlega intermittent fasting?
Hvað er Intermittent fasting eiginlega?
Fyrirlestur og rannsóknarvinna Dr. Satchin Panda, prófessor hjá Salk Institute, snýr að líffræðilegum rannsóknum tengdum “Intermittent fasting” sem þýðir að borða aðeins innan ákveðins tímaramma yfir daginn. Þessar rannsóknir eru m.a unnar útfrá náttúrulegri hringrás líkamans.
Fyrir rannsóknir sínar fékk Dr. Satchin tvo hópa til að borða sama kalóríufjölda og fæðu en breytti aðeins tímarammanum sem fólk borðaði innan. Komst hann að því að brennslan er í hámarki ef aðeins er borðað innan 8-12 klst á dag tímaramma og þá fasta (eða borða engan mat, vatn er í lagi) í 12-16.
Hvaða áhrif hefur þetta?
Með því að borða innan þess tímaramma sýndu þáttakendur þessarar rannsóknar hámarksbrennslu, jafnari blóðsykur, aukna orka og úthald meira, svefn betri og ónæmiskerfið sterkara.
Þetta tengist náttúrulegri hringrás og takti mannslíkamans uppá það hvenær hann losar sig helst við eiturefni og úrgang. Brennsla líkamans er í hámarki frá kl 6:00 á morgnana fram á kvöld en dregur síðan verulega úr um miðnætti. Um kl 20:00 á kvöldin eykst framleiðsla á melatónín, líkaminn róast og hefst handa við að hvíla sig og endurnýja.
Hvenær ættum þá við að borða?
Niðurstaðan frá rannsóknum Dr. Satchin er sú að fyrir hámarks brennslu og orku er best að borða innan 8-12 klst tímaramma og fasta í 12-14 klst. (Fyrir áhugasama má einng skoða app frá Dr. Satchin Panda hér: http://mycircadianclock.org/ .Appið hjálpar til við að finna takt líkamans og með því að nýta þér það leggur þú þitt af mörkum í rannsóknum Dr. Panda.)
Fleiri aðilar hafa gert álíka rannsóknir á því að borða aðeins innan ákveðins tímaramma á daginn og margir sammála því að fasta ætti í 14 klst fyrir hámarksbrennslu. Margir íþróttamenn taka því skrefinu lengra og fasta í 16 klst. Þetta mætti einfaldlega gera með því að borða milli kl: 8:00-18:00 á daginn eða t.d frá kl.10:00-20:00.
Hvernig er best að prófa þetta?
Einfaldasta leiðin velja þann tímaglugga að fasta sem þér hentar, 12 eða 14 klst sem dæmi. Þú þarft ekki að styðjast við Intermittent fasting á hverjum degi. Hugsaði bara með þér að borða ekkert 2-4 klst fyrir svefn á virkum dögum. Þar sem konur eru viðkvæmari fyrir blóðsykursójafnvægi en karlar m.a mæli ég því fremur með konur fasti í 12-14 klst fremur en lengur.
Fyrir hámarksbrennslu og árangur er samt sem áður nauðsynlegt að para intermittent fasting saman við sykurminna og hreint mataræði. Smelltu hér til að kynna þér ókeypis fyrirlesturinn “3 einföld skref sem halda sykurlöngun burt, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!” fyrir ókeypir ráð og uppskrift.
Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi