c

Pistlar:

24. apríl 2018 kl. 12:34

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

3 fæðutegundir sem við ættum öll að borða!

Mig langar að deila með þér þremur fæðutegundum sem ég nota mikið í mataræðið og jafnframt þær sem getað aukið orkuna, dregið úr sykurlöngun og eflt heilsuna!

pexels-photo-57042

Möndlur

Möndlur eru bæði próteinríkar og fituríkar, en á sama tíma lágar í kolvetnum sem styðja við þyngdartap. Möndlur eru einnig taldar vera eina besta fæðan fyrir heilastarfsemi.
Möndlur eru fullar af E-vítamínum og innihalda um 17% af ráðlögðum dagskammti B2, sem hjálpar til við upptöku vítamína og steinefna úr matnum sem við borðum og stuðlar þannig að aukinni orku. Ekki skemmir fyrir hvað þær eru bragðgóðar og henta vel í margt! Ég geri gjarnan möndlumjólk og nýti hratið í bakstur. Svo bæti ég við möndlum eða möndlusmjöri útá jógúrt, búst eða morgunverðinn minn. Möndlur eru  líka frábært millimál sem alltaf er hægt að hafa í töskunni til að halda orkunni uppi yfir daginn.

pexels-photo-750952

Grænt salat

(veljið íslenskt eða lífrænt)

Ég hef oft komið inná það að grænt salat sé fæðan sem við öll gætum aukið í daglegt mataræði enda er hún stútfull af næringarefnum.  Ég veit að grænt salat er ekki endilega “sexý” fæða en hún er ofboðslega orkurík og finna margir gríðarlegan mun á orku og heilsunni á því einu að bæta henni við. Beiska bragðið frá salati (eins og spínati og grænkáli sérstaklega) getur hjálpað til að draga úr þörfinni á sætleika svo bara með því að bæta við grænu salati í morgunbústin gætir þú áttað þig á því að þú sækist minna í nammi yfir daginn! Grænt salat er að auki ríkt af B-vítamíni, sem eykur orkuna og C-vítamíni sem styrkir ónæmiskerfið. Grænt salat er einnig frábært fyrir húðina og talið efla æskuljómann.
Hentugasta og einfaldasta leiðin til að auka grænt salat í mataræðið (grænkál, brokkolí, spínat, klettasalat, salat) er að setja það útí búst eða djúsa. En síðan eru möguleikarnir endalausir, á samlokur eða í vefjur, eldað á pönnu eða ofni t.d. sem grænkálssnakk, útí elduð buff eða ferskt með kvöldmatnum.

pexels-photo-691162

Chiafræ

Chiafræ eru rík af omega-3 fitusýrum og trefjum. Fræin gera það að verkum að umbreyting kolvetnis í sykur í líkamanum verður hægari sem leiðir til þess að orkan varir lengur og sveiflur í blóðsykri verða minni sem dregur jafnframt úr sykurlöngun! Þess vegna eru chiafræin frábær fæða fyrir þá glíma við sykurlöngun eða blóðsykursvandamál.
Chiafræin eru einnig próteinrík,  full af andoxunarefnum og innihalda lífsnauðsynlegar amínósýrur sem gefa okkur kraft. Mér finnst chiafræin svo góð í morgunmat eða millimál og tilvalin til að borða fyrir æfingar.

Þetta eru aðeins 3 af 5 fæðutegundum sem ég mæli sérstaklega með fyrir meiri orku og minni sykurlöngun. Getur þú smellt HÉR til að læra um þær allar ásamt því að fá uppskrift af drykk sem er skotheldur gegn sykurlöngun og einföld ráð til breyta mataræðinu og hefja orkuríkara líf.

Með skráningu í kennslusímtalið lærir þú einnig betur um Frískari og orkumeiri á 30 dögum sem er a-ö áætlun að auka orkuna, losna við sykurlöngun varanlega og léttast á varanlegan hátt.  Skráningar á námskeiðið hafa opnast á ný vegna vinsælda en þó aðeins í takmarkaðan tíma.


Heilsa og hamingja,

Júlía Heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira