Ég trúi þessu varla, Lifðu til fulls er 7 ára! Tíminn flýgur aldeilis!
Það sem mig langar mest af öllu að gera í dag er fagna afmælinu með þér!! Ertu ekki til í smá afmælisgleði?
Við byrjum gleðina á afmælistilboði og 7 lærdómsríkum árangurssögum!
Bókin mín gefur yfir 100 uppskriftir fyrir orku og ljóma. Allar lausar við glútein, sykur, mjólkurafurðir og henta því þeim sem eru vegan. Gefinn er sérkafli með kjöt- og fisk uppskriftum. Smelltu hér til að tryggja þér afmælistilboðið.
Námskeiðið sem er A-Ö áætlun að fyllast orku, losna utan sykurfíkn og öðlast sátt í eigin skinni. Láttu verða að þeim líkama og vellíðan sem þú átt skilið. Þetta námskeið er engu öðru líkt og það er ekki að ástæðulausu að hundruðir manns eru sammála um það. Sem afmælistilboð færðu 33% afslátt og uppskriftabók mína í kaupbæti! Smelltu hér til að tryggja þér afmælistilboðið.
Ath: afmælistilboðin gilda aðeins í dag.
Hér koma nokkrar sögur frá árunum sem standa uppúr, við urðum að velja af handhófi enda svo MARGAR flottar konur með sína sögu að segja og allar jafn dásamlegar.
Hvort sem þú ert á námskeiði hjá okkur eða ekki, mundu að svona sögur eru hér til að hvatningar, uppörvunar, ekki til að svekkja þig á því að vera ekki komin nægilega langt eða miða okkur við aðra.
ÞÚ þarft að skapa þína útgáfu af því að Lifa til fulls.
Guðrún Auður var í tilvistarkreppu og óánægð með sjálfa sig (hver kannast ekki við það!) þangað til hún tók ákvörðun að breyta til og hefja heilbrigðan lífstíl með FO námskeiðinu (stendur fyrir Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu)! Hún missti 11,8 kíló, fylltist orku og losnaði við verki og höfuðverk sem hrjáðu hana! (Sjá fulla sögu hér)
Saga Guðrúnar sýnir okkur hvernig við getum ákvarðað hvernig líf okkar spilast. Við ráðum hvort við ætlum að halda áfram í tilvistarkreppu eða gera eitthvað í okkar málum!
Marta er kærkomin vinkona í dag og heyrumst við reglulega. Hún býr í Þýskalandi þessi frú og hættir ekki að blómstra! Hún hefur lést um rúmlega 40 kíló á síðustu 3 árum, er laus við heilsukvilla, er full af orku og lifir lífinu til fulls, ekki hömluð af verkjum og kvillum.
Lykilinn að velgengni Mörtu er að vera ekki í megrun, heldur einblína á fæðu sem er hrein og stuðlar að vellíðan!
Ef þú ert með mikla sykurlöngun bíddu þangað til að þú kynnist Kolbrúnu! Það hafði verið draumur hennar í 10 ár að losna við sykurinn og LOKSINS náði hún því með hjálpar hugarvinnu. Hugarvinnan er í raun afar einföld og þjálfar hugann af því að vilja sykur. Aðferð sem tekin er á FO námskeiðinu. Kolbrún segir námskeiðið vera það besta á markaðinum þegar kemur að því að sleppa sykri og breyta mataræðinu (og hefur hún prófað þau mörg). (Sjá fulla sögu hér).
Átt þú draum sem þú vilt láta verða að veruleika, sama hversu lítill eða stór þá sýnir saga Kolbrúnar að hann getur ræst.
-
Þorgerður er meðlimur í FO samfélaginu. Sagan hennar ætti að veita öllum innblástur til að setja heilsuna í forgang því hún sýnir svo greinilegan árangur bæði andlega og líkamlega.
Eftir erfitt ár og áföll, og eftir að hafa þurft að hætta að vinna, náði Þorgerður að snúa blaðinu algjörlega við. Hún var uppá sitt allra besta á sjötugsafmælinu! Það er nefnilega aldrei of seint. (Sjá fulla sögu hér)
Þegar Sigrún byrjaði að taka mataræðið í gegn var hún 110 kg. Hún hefur náð glæsilegum árangri, sefur betur og er orkumeiri. Sigrún var alltaf ótrúlega dugleg að deila myndum af mat og uppfærslum af ferðalagi sínu í átt að betra matræði og heilsu á Frískari og orkumeiri námskeiðinu.
Sigrún lagði sérstaka áherslu á að það væri tilvalið að taka heilsuna í gegn á sumrin og læra að njóta á sama tíma og maður nær jafnvægi á mataræðið. Það er enginn tími betri en annar! Það þarf bara að taka fyrsta skrefið. (Sjá fulla sögu hér).
Bryndís hafði prófað allt, að eigin sögn, og ekkert virkaði. Hún þjáðist m.a. af verkjum sem höfðu alvarlega fylgifiska, en hún tók gríðarlegt magn af verkjatöflum til að halda þeim niðri, sem er alls ekki gott til lengri tíma. En árangurinn var enn meiri en að losna við verki og þyngdartap, því Bryndís fann sjálfstraustið til að fara enn lengra og skráði sig meira að segja í förðunarnám sem hana hafði dreymt um í mörg ár!
Það besta við lífsstílsbreytingu Bryndísar er að henni hefur auðveldlega tekist að halda aukakílóunum af og að halda lífsstílnum við! Enda er þetta langtímalausn.
Katrín losnaði við bakverki og liðverki, ásamt því að tala um aukna orku á degi 2 á mataræðinu! Hún missti 3 kíló en árangurinn var mun dýrmætari en bara það, þar sem lífsgæðin aukast til muna við það að losna við verki.
Breytt mataræði hefur oft áhrif á alla fjölskylduna en Katrín talaði um að bæði börn hennar og eiginmaður hrósuðu henni daglega fyrir þessa frábæru rétti sem hún var að töfra fram!
Það sem Lifðu til fulls stendur fyrir er...
Vertu með í Lifðu til fulls samfélaginu með því að nýta þér afmælistilboðin í dag! Smelltu hér til að kaupa bókina. Smelltu hér til að kaupa Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið og fá bókina í kaupbæti.
Endilega deildu greininni yfir á samfélagsmiðla til að fagna 7 ára afmælinu með okkur!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi