Nú þegar jólin nálgast er mikilvægt að halda í hollustuna og stilla sér hófs svo hægt sé að fara inn í jólamánuðinn án þess að missa sig alveg í kræsingum og konfekti.
Það kannast eflaust flestir við það að ætla bara að fá sér einn konfektmola, en um leið og hann er horfinn kemur upp hugsun á þessa leið: “æji ég er hvort eð er ‘dottin í það’, best að fá sér nokkra mola í viðbót” og svo stuttu seinna er konfektkassinn búinn...
Fyrsti bitinn er jú yfirleitt bestur, en svo getur verið ansi erfitt að stoppa eftir það, ekki satt?
Að geta notið sín í hófi og fundið jafnvægi sem hentar okkur getur vissulega skipt sköpum þegar kemur að vigtinni og ekki síst orku okkar og vellíðan. Að njóta í hófi hjálpar okkur að detta ekki alveg í macintosh dósina kvöld eftir kvöld.
Við finnum þetta fullkomna jafnvægi m.a. með því að:
Þetta mun ég fara ítarlega í á ókeypis net-fyrirlestri mínum „Aukin brennsla og jafnvægi yfir jólin án þess að missa þig algjörlega”. Það kostar ekkert að skrá sig og veglegir vinningar eru í boði fyrir þá sem mæta.
Allir sem koma munu einnig fá 5 mín heilsudrykk minn sem slær á sykurþörf og inniheldur náttúrulega fæðu sem styður við brennslu líkamans. Ég deili ráðum sem hjálpa okkur að finna þetta yin-yang jafnvægi í mataræðinu svo að við getum notið hátíðanna án bjúgs, aukakílóa eða slens. Ég fer líka yfir hvaða staðgengla sykurs er hægt að nota til að setja hollt ‘twist’ á gömlu góðu smáköku uppskriftirnar sem margir notast við um jólin.
Skráning hér: https://lifdutilfulls.lpages.co/jolafyrirlestur/
Okkar matarvenjur eru ekkert nema vani og ef við náum að innvikla meiri hófsemi getum við byrjað að skapa venjur, ekki bara fyrir desember mánuð, heldur venjur sem við tökum með okkur inn í nýtt ár og áfram næstu árin..
Heilsa og hamingja,
Júlía