Ég er alltaf jafn spennt að deila með ykkur árangurssögum frá flottu konunum á Frískari og orkumeiri námskeiðinu hjá okkur! Þær veita mér endalausan innblástur.
Birta lauk Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá mér fyrir um það bil þremur mánuðum og hefur náð ótrúlegum árangri og breytt lífi sínu og fjölskyldu sinnar til hins betra.
Hún hefur misst 16 kíló (10 á 30 dögum), veit nákvæmlega hvað hún á að borða fyrir hámarks vellíðan, hefur aukna orku til þess að sjá um 8 mánaða dóttur sína og hefur uppgötvað leyndarmálið að fullkominni húð.
Við tókum létt viðtal við Birtu til þess að undirstrika árangur hennar og deila með öðrum sem innblæstri til þess að taka sömu ákvörðun um að hefja hollari lífsstíl.
Þetta snýst nefnilega allt bara um þessa einu litlu ákvörðun. Ákvörðun að setja þig í forgang og ekki leyfa kringumstæðum að segja til um eigin getu. Allt annað fylgir.
Birta byrjaði heilsuferðalag sitt með vafa um eigin getu…
„Ég hélt ég myndi ekki geta haldið þetta út og hélt í alvöru að ég gæti aldrei borðað sykur aftur ef ég myndi fara á þetta námskeið, en ég bara höndlaði þetta, hélt þetta út og uppgötvaði að það má leyfa sér innan heilbrigðs lífsstíls”
Kom í ljós að…
„Þetta var alls ekki eins svakalegt og ég hélt”
Mesta áskorunin var að stundum var ekki búið að undirbúa mat vikunnar (sem fólk lærir á námskeiðinu), en ef það er stærsta áskorunin þá er maður í góðum málum!
„Ég var mjög mikill nammigrís, var alltof mikið í nammi og gosi, og oftast fékk ég mér oft á diskinn og var ógeðslega svöng”
Birta fann þó strax mun á fyrstu vikunni og upplifði sykurþörfina hverfa og hana langaði ekkert í sætindi og segir hún „Eftir námskeiðið hefur mig ekkert langað í sætindi, fæ ég mér bara einn disk og er saddari. Núna er lífsstíllinn algjör andstæða”
Ég skráði mig því ég var komin í 3 stafa tölu á vigtinni og er núna í tveggja, er alveg að komast niður í 80 kílóa markið.
Ég var í 110kg þegar ég byrjaði á námskeiðinu, léttist um 10kg á meðan á því stóð á þessum 30 dögum og er komin í 94kg núna, held áfram að fara hægt og sígandi niður á við.”
Það var hinsvegar ekki allt sem hún fékk út úr þessum 30 dögum: „Já ég léttist mikið, en svo fékk ég svo miklu meiri orku. Var t.d. ekkert mikið í því að fara út með dóttur mína en núna fer ég hvern einasta dag og fæ hreyfingu sjálf í leiðinni!”
10kg á 30 dögum, húðin ljómar og orkan er mun meiri, það er ekki hægt að biðja um betri árangur!
Meira að segja þegar maðurinn sat við hliðina á henni með sætindi freistaðist hún ekki, töluvert afrek að vera komin á þann stað!
„Maðurinn vildi ekki vera með og vildi frekar styðja við mig, hann hélt áfram að borða nammi en mig langaði ekkert í og það truflaði mig ekkert”
Maturinn féll vel í kramið hjá fjölskyldunni en einn réttur stóð alveg upp úr!
Birta er ánægð með að hafa fleiri hollar uppskriftir þar sem lítið var um þær áður
„Við vorum mikið í kjötinu áður, ég gerði linsubauna bolognese einn daginn og hélt að þetta myndi ekki vera neitt rosalega gott en þetta var bara eitt það besta sem ég hef borðað lengi!”
Við gátum ekki fengið álit frá dóttur hennar þar sem hún var aðeins of ung til að geta smakkað en „manninum fannst samt linsubauna bolognese það besta sem hann hefur smakkað líka.”
Birta bætir við að núna þrem mánuðum eftir að námskeiðinu lauk heldur hún í sykurleysið og segir þetta um það mikilvægasta sem hún tók með sér frá námskeiðinu „maður þarf ekkert sykur, vitandi hvað það er mikill sykur í öllu mögulegu kíki ég alltaf á innihaldslýsinguna og tékka hvað mikill sykur og hvernig sykur er í matnum sem ég kaupi.”
Það hefur gengið rosalega vel að halda mataræðinu við: „Þær uppskriftir sem ég nota mest ennþá frá námskeiðinu eru Avókadó stappan, linsubauna bolognase og súrdeigsbrauðið með heimagerðu “nutella sem er það besta”
(uppskriftir sem fást gegn skráningu í Frískari og Orkumeiri samfélagið)
Hún fær sér hollari valkosti þegar hana langar í snarl: „Stundum langar mann í nammi en þá fæ ég mér eitthvað annað frá uppskriftum námskeiðs og það bjargar mér algjörlega!”
Í lokin er hér það sem Birta vill koma á framfæri við fólk sem er að íhuga námskeiðið:
Vel sagt Birta og það sem við hjá Lifðu til fulls erum stolt af þér!
Afhverju ekki „go for it” eins og Birta segir og trúa aðeins á eigin getu?
Málið er að við munum aldrei finnast okkur vera tilbúin, alveg eins og sagan hennar Birtu sannar snýst þetta allt um ákvörðun – það er bara að demba sér í djúpu laugina.
Núna er tíminn til að setja heilsuna í forgang – engar fleiri frestanir kannski hefur þú verið að velta þessu fyrir þér fram og aftur. Alltaf að fresta til morgundags.
Sláðu til fyrir sjálfa þig og taktu heilsuna með trompi með réttum stuðning og a-ö áætlun núna í janúar.
Skráningar í Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið standa nú yfir næstu 2 sólarhringa í viðbót og bjóðast á sérstöku afmælis tilboði, bestu kjörum sem við höfum veitt. Verð hækkar þar eftir.
Einnig þegar þú skráðir þig kemstu í pottin að getað unnið vitamix blandara að andvirði 74.900 kr. Það gerist ekki betra!
Um leið og þú skráir þig færðu tafarlausan aðgang að 5-mín drykkjar uppskriftum sem slá vel og hratt á sykurþörfina, draga úr bjúg og efla brennslu og svo hefjumst við handa í 30 dagana í janúar!
Framtíðarútgáfan af þér treystir á þig að vera djörf og fara út fyrir þægindaramman!
Þetta er þitt tækifæri. Þú ert þess virði og þú ERT tilbúin!
Heilsa og hamingja,
Júlía