c

Pistlar:

24. febrúar 2021 kl. 11:10

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Spínat og skjaldkirtillinn þinn

Í dag langar mig til þess að deila með ykkur ástæðum þess að ég fór frá því að borða um 1/2 kg af spínati á viku yfir í að hætta algjörlega að borða hrátt spínat og velja frekar fæðutegundir sem hæfðu mér!

Spínat, eins hollt og okkur er sagt að það sé, hentar ekki fyrir alla.

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning vil ég nefna það strax að ég er ég ekki að mæla með því að þú hættir alveg að borða spínat eins og ég þurfti að gera. Þessi skæra og græna fæða er ein hollasta fæða sem völ er á, stútfull af C, E, og K-vítamínum, full af andoxunarefnum og fleiri frábærum eiginleikum sem styðja við heilsu þína. Þrátt fyrir alla þessa kosti þá þurfa konur samt að vera á varðbergi.

Ástæðan er sú að konur eru viðkvæmari fyrir hægari og vanvirkari starfsemi skjaldkirtilsins. Með of miklu spínati í mataræði mínu og of lítið af dýraafurðum kom í ljós að skjaldkirtillinn minn starfaði hægar.

Þetta gerði það að verkum að ég var þrjá mánuði í mjög góðri hreyfingu en sá engan árangur!! 

Málið er að…
Skjaldkirtillinn þinn framleiðir hormón sem hafa stjórn á notkun líkamans á orku, sérstaklega á notkun líkamsfitu. Til að framleiða þessi hormón krefst líkaminn steinefnis sem kallast joð. Efni í hráu spínati sem kallast goitrogens getur dregið tímabundið úr hæfni líkamans til að nýta joð úr fæðu.

Og hvað er þá joð..
Joð er snefilefni sem finnst í mjólkurafurðum, kjöti, fiski, flestum ávöxtum og grænmeti (þó getur magnið verið mismunandi eftir ástandi jarðvegs á vaxtaskeiði grænmetisins). Joð er einnig viðbætt í matarsalt sem veldur því að joðskortur er sjaldgæfur hjá þróuðum þjóðum. Skjaldkirtillinn þinn geymir hæfilegt magn af joði til framleiðslu skjaldkirtilshormóns.

Sannleikurinn um joð…

Þegar þú færð ekki nóg joð í mataræðinu þá getur líkaminn þinn ekki framleitt nóg af skjaldkirtils hormónum, sem eykur líkur á sjúkdómi sem kallast vanvirkur skjaldkirtill. Vanvirkur skjaldkirtill getur einnig haft fleiri vandamál í för með sér fyrir utan skort á joði. Án nægilegra skjaldkirtilshormóna, getur þú þyngst; orðið viðkvæm fyrir kulda; orðið veik og þreytt; upplifað meltingatruflanir; fengið viðkvæmt hár, neglur og föla húð.

Þegar skjaldkirtillinn er óheilbrigður þá nær hann ekki að geyma nægjanlegt joð.

Að neyta spínats í hófi er þó ólíklegt til þess að draga illan dilk á eftir sér nema þú sért með skjaldkirtils vandamál fyrir.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

P.S. Nýtt líf og Ný þú er þjálfun sem haldin er aðeins einu sinni á ári (eða sjaldnar). Markmið þjálfunarinnar er að koma þér í þitt besta form og skapa lífstíl sem er sérsniðinn þér. Smelltu hér til skrá þig á biðlista og vera fyrst að frétta þegar opnar fyrir skráningar!

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira