12. mars 2021 kl. 9:10
Vissir þú að það eru 5 fæðutegundir sem hjálpa okkur losna við sykurþörf?
Ein þeirra er kókosolía!
Eitthvað sem ég geri oft þegar ég fæ sykurlöngun er að fá mér 1 msk af kókosolíu beint í munninn (mér finnst hún mjög bragðgóð) en einnig er hægt að setja hana út í búst. Það er til lyktar- og bragðlaus kókosolía ef þér finnst hún ekki bragðgóð.
Kókosolían er líka frábær fyrir aukna brennslu.
Önnur fæðutegund sem minnkar sykurþörf er grænt kál!
Bragðið af dökku grænu káli, eins og grænkáli og spínati, getur dregið úr sykurlöngun þar sem beiskjan í því hefur þau áhrif á bragðskynið!
Grænkál er líka ofurfæða, stútfull af vítamínum, steinefnum og trefjum, sem eru nauðsynleg fyrir þyngdartap!
Viltu læra meira? Ég tala um áhrif fleiri fæðutegunda á sykurlöngun, og ýmislegt annað, á fyrirlestrinum „3 einföld skref til að tvöfalda orkuna, losna við sykurlöngun og brenna fitu náttúrulega!“
Fyrirlesturinn er ókeypis og fer fram í gegnum netið, svo eina sem þú þarft að gera er að smella hér og skrá þig! :)
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi.