Kaffi og kortisól
Þú vaknar, lufsast inn í eldhús og byrjar að útbúa fyrsta kaffibollann… þú færð koffínið beint í æð og þá fyrst ertu tilbúin í daginn!
Kannast þú við þetta?
Mig deila með þér afhverju þú ættir ekki að drekka kaffi á fastandi maga. Þetta á sérstaklega við um konur, vegna viðkvæms og flókins hormónakerfis.
Hvað gerist þegar við drekkum kaffi á fastandi maga?
Í fyrsta lagi, þá eykur kaffi kortisól oft kallað streituhormón, sem getur haft neikvæð áhrif á egglos, þyngd og hormónajafnvægi (þ.a hitakóf, skapsveiflur og önnur áhrif sem tengjast breytingaskeiði). Ef þú bætir við sykri, sírópi eða kaffijróma með sykri í kaffið veldur það enn meiri kortisól hækkun.
Þetta streituhormón, ásamt öðrum þáttum, hjálpar þér að hafa stjórn á orkunni og vera vakandi.
Kortisól magn er breytilegt yfir daginn en er sérstaklega hátt á morgnana, allt að fyrsta klukkutímann og lækkar svo með deginum og er hvað lægst á kvöldin áður en þú ferð að sofa.
Þegar þú drekkur kaffi strax í morgunsárið, þegar kortisól magn er nú þegar hátt, þá dregur þú úr hormónaframleiðslu og getur því ruglað líkamsklukkuna. Líkaminn gæti því farið að framleiða kortsól á tímum sem hann myndi vanalega ekki gera það, eins og t.d. áður en þú ferð að sofa.
Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef við drekkum kaffi þegar kortisól magn er hátt þá framleiðir líkaminn meira kortisól yfir daginn. Of hátt kortisól magn getur sett líkamann í óþarfa streitu ástand sem hann á erfitt með að vinna úr. Sérstaklega ef hann er þegar undir miklu álagi.
Afhverju er kortisól slæmt?
Kortisól er heilbrigt innan ákveðna marka, en of mikið af því getur leitt til þyngdaraukningar, svefn vandræða eða jafnvel skert ónæmiskerfið, svo eitthvað sé nefnt. Jafnvægi í kortisól magni spilar lykilhlutverk í að kvenlíkaminn starfi eðlilega.
Aðrar ástæður fyrir því að kaffi á fastandi maga er ekki æskilegt
Það að drekka kaffi á fastandi maga getur einnig haft slæm áhrif á þarmana. Þetta á ekki við um alla. Það er algengur misskilningur að kaffi sé gott fyrir meltinguna vegna þess að við eigum það til að þurfa á klósettið eftir einn sterkan bolla.
Jæja, hvenær má ég þá fá mér kaffi?
Ef þú vaknar á nokkuð hefðbundnum tíma, þá er best að fá þér fyrsta bollan eftir morgunmat, t.d. milli 9:30 og 12:00, þá er kortisól magnið í líkamanum tiltölulga lágt.
Ef kortisól magnið er svona hátt á morgnana, af hverju finn ég fyrir þreytu?
Vellíðan sem fylgir því að hafa kaffið í hófi
Ég fæ oft að heyra frá konum sem hafa lokið Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá mér, þar sem kaffi drykkjan er komið innan heilbrigða marka yfir 30 daga tímabil og jafnvel lengur fyrir marga, þær finna fyrir meiri orku, minni freistingum og stöðugari blóðsykri.
Breytt mataræði og lífsstíll spila að sjálfsögðu inn í þessa vellíðan, en það er þess virði að staldra við og velta því fyrir sér hvaða áhrif kaffibollinn er að hafa á mann.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi