Þá styttist í fyrstu mælinguna eftir fyrstu fjórar vikurnar. Margar skvísurnar velta fyrir sér hvað hefur gerst á þessum fjórum vikum og misjafnar tilfinningar fyrir því að fara aftur í mælingu. Ég er samt mjög vongóð og sé smá mun frekar en að finna fyrir honum. Tók eftir því í ræktinni um daginn þegar við vorum að lyfta að vöðvarnir í höndunum eru aðeins að koma aftur og byrjaðir að tónast pínu. Finnst ekkert eins flott og sjá þríhöfðan eða axlarvöðvana sperrast við átökin! Finn aðeins fyrir mun á fötum en kannski ekkert svo marktækt, frekar í hausnum á mér heldur en sjónrænt.
Annars hef ég alltaf haft það fyrir reglu að vigta mig á morgnana og tel ég það vera ein af ástæðunum af hverju ég hef aldrei leyft sjálfri mér að fara upp í þriggja stafa tölu, maður panikar þegar talan fer hækkandi og breytir aðeins til og þá fer talan niður en svo heldur maður bara áfram, þannig að þetta er ferlegt jójó dæmi. Annars hef ég aldrei verið eins nálægt þriggja stafa tölunni og sumarið 2012 þegar ég bjó á Ísafirði, þá var mikið unnið og þetta sumar var geggjað veður og þá var alltaf farið á barinn, setið í sólinni og hringt heim til að heyra í fólkinu sínu... það hefði því ekki átt að vera áfall þegar vigtin sýndi 98,9 kg einn daginn. Þá fór panik módið í gang og breytingar áttu sér stað og náði mér niður í 85 kg en já, svo missir maður sjónar af þessu paniki og ferlið fer í gang að nýju.
Þannig að ég hef verið að fylgjast með vigtinni minni á þessu lífstílsbreytingar ferli og talan er að fara niður. Auðvitað myndi maður vilja sjá hana fara hraðar en þar sem að við erum að lyfta svo mikið, þá eru að mótast vöðvar og þeir eru jú þyngri en fitan og brenna fitunni hraðar, þannig að ég er sátt og hef enn tíma til að ná góðum árangri í fyrstu mælingunni.