c

Pistlar:

29. október 2016 kl. 15:42

K Svava (ksvava.blog.is)

Geðbiluð törn

Já þeir þekkja það sem að vinna mikið eða eru í skóla að það geta komið upp erfiðar tarnir þar sem eitthvað situr á hakanum og/eða ekki tekist á við eins og hægt eða viljað er.

Nú er svakaleg törn í gangi hjá mér, er ég að vinna mína fimmtu 12 tíma vakt, fékk einn frídag í vikunni og hann var algjörlega tekinn í lærdóm.  Ég er líka á 12 tíma vakt á morgun og þri og mið, fæ frí á mán sem að verður algjörlega tekinn í lærdóm og svo skóli á fim, fös og lau í næstu viku.  Ræktin er því bara tekin heimafyrir þessa dagana, þar sem að ég hef ekki orku í að vakna of snemma til að keyra til og frá í ræktina.  Ég er samt að passa mig roslega vel og matarræðið er orðið mjög flott hjá mér.  Ég hef nánast verið brauðlaus í 3 vikur og það er ekki af því að ég er að banna mér það, heldur af því að ég hef reynt að stýra því að hafa kolvetni fyrri hluta dags en þá vil ég oft eitthvað léttara og hef því bara sneytt ómeðvitað hjá brauðinu og er bara nokkuð ánægð með það.

Þannig að matarræðið er að koma, hjá mér eins og ég vil hafa það, fyrir mig.  Ræktin, mætti vera betri en maður verður bara að tímasetja sig rétt.  Svo maður tali nú aðeins um bjórinn, sem að er minn eini veikleiki í augnablikinu.. þá er núna kosninganótt og mig langar svooo í bjór, reyndar búið að langa síðustu daga en er of uppgefin þegar að ég kem heim til að fá mér en ég skal fá mér einn annað kvöld og þá vonandi dregur úr þörfinni, þar til næsta nammi dags.

Elsku þið fólk, sem eruð uppgefin og upptekin eins og ég, það er alltaf hægt að finna glufur í tímanum til að sinna öllu, maður þarf bara að ætla sér það!

K Svava

K Svava

Létt geggjuð háskólamær í fullri vinnu sem ætlar að taka nýjan lífstíl í nefið! Meira