Pistlar:

31. október 2024 kl. 8:58

Lára Guðrún Sigurðardóttir (laragsigurdardottir.blog.is)

Döpur án D-vítamíns

 

Um þessar mundir skríður skammdegið yfir landið. Á morgnana þegar vekjaraklukkan segir að það sé tími til að vakna smýgur myrkrið inn í sálu mína og hvíslar að enn sé nótt. Síðar sama dag læðir það sér aftur inn að vitum mínum, allt of snemma, með þeim skilaboðum að það sé kominn háttatími. Jafnvel þótt heita eigi miðaftann. Já sum okkar eiga það til að detta í drunga og dæsa í svartamyrkri á meðan aðrir gera sér góðar stundir við kertaljós og kósíheit.  

Þrátt fyrir að verma þriðja sæti hamingjusömustu þjóða heims hættir okkur sem höfum aðsetur hér á norðurhjara veraldar við skammdegisþunglyndi - sérstaklega kvenkynið sem nálgast tíðahvörf. Estrógensveiflur eru taldar trufla jafnvægi serótóníns - stöffið sem lætur okkur sjá heiminn í bjartara ljósi. Tilhneiging til skammdegisþunglyndis er einstaklingsbundin, en skortur á D-vítamíni getur átt þátt í depurð og þunglyndi, og jafnvel fæðingarþunglyndi.

D-vítamín er fyrir margar sakir áhugavert. Það er í raun mikilvægt hormón fyrir margskonar líkamsstarfsemi, en svefntruflanir, sýkingar, slen og beinverkir geta allt verið merki um D-vítamínskort. 

Skráargöt D-vítamíns

Til að hormón geri gagn þurfa líffærin sem þau virka á að hafa viðtaka, sem eru einskonar skráargöt ef við gefum okkur að hormón séu lykill. Heilinn hefur talsvert af þessum skrárgötum fyrir D-vítamín, sérstaklega á svæðum sem tengjast andlegri líðan, það er í svartfyllu (e. substantia nigra) þar sem ánægjuhormónið dópamín er framleitt og undirstúku (e. hypothalamus) sem er aðalstjórnstöð ósjálfráða taugakerfisins sem tekur m.a. þátt í streitustjórnun. Síðan er taugaþjálni (e. neuroplasticity) með  endurnýjun taugafruma og styrking taugabrauta talið vera undir áhrifum D-vítamíns. Auk þessa er D-vítamín nauðsynlegt fyrir ensímið sem framleiðir hamingjuhormónið serótónín, en til að framleiða þetta hormón þurfum við líka amínósýruna tryptófan (t.d. í laxi, alifugli, kjöti, edamame baunum, soja og mjólk) og B-6 vítamín (t.d. í kjúklingabaunum, nautalifur, lax og túnfiski)

Húð og heili af sama meiði

Í móðurkviði þróast taugkerfið og húðin út frá sama fósturlagi, en D-vítamín er einnig afar mikilvægt fyrir húðina. Sýnt hefur verið að D-vítamín er mikilvægt fyrir heilbrigðan varnarvegg húðarinnar sem tryggir m.a. góðan raka í húðinni og minnkar líkur á ofnæmi og ertingu. Síðan styður það við hárvöxt ásamt því að styrkja ónæmiskerfið og hjálpa til við gróanda. Eins er mikilvægt að tryggja að D-vítamín sé innan eðlilegra marka í ýmsum húðsjúkdómum, allt frá bólum til sortuæxlis. Svo er D-vítamín nauðsynlegt fyrir meltingarveginn og getur skortur valdið lekum þörmum, sem aftur eykur líkur á sjálfsónæmissjúkdómum og fæðuóþoli. 

Að fá nóg D-vítamín

Engum kemur líklega á óvart að hér á landi er D-vítamínskortur æði algengur, bæði meðal fullorðinna og barna, en könnun fyrir nokkrum árum sýndi að meirihluti barna náði ekki viðmiðunargildum. 

Hvernig tryggjum við góðan D-vítamínbúskap? Flestir þurfa um 600 IU á dag, börn aðeins minna og eldri borgarar aðeins meira, en þessar leiðbeiningar miðast við eðlileg gildi. Mælt er með hærri skammti sé skortur til staðar. Ekki getum við treyst á sólina því hér á landi höfum við einungis þrjá mánuði yfir hásumar til að kveikja á D-vítamínframleiðslu í húðinni. Og eftir sem við eldumst verður húðin lélegri í að nýta UVB-geisla til að mynda D-vítamín. Flest þurfum við því að fá okkar D-vítamínskammt úr fæðunni. Feitur fiskur (t.d. silungur, sardínur og makríll) og þorskalýsi innihalda góðan skammt af D-vítamíni. Um 50g af silungi inniheldur um 380 IU og ein matskeið af þorskalýsi um 1.360 IU, en eitt 50g egg aðeins um 40 IU. Ef fyrrgreindar fæðutegundir eru sjaldan borðaðar er mælt með að taka inn bætiefni að staðaldri. 

Huga þarf þó að heildinni því D-vítamín er enginn einyrki. Það þarf til dæmis magnesíum til að ræsa sig. K2-vítamín er einnig á hliðarlínunni því það opnar m.a. dyrnar fyrir kalsíum inn í beinin og kemur með því í veg fyrir að mjúkvefjir kalki, en D-vítamín eykur upptöku kalks um þarmana. 

Hægt er að ræða við heimilislækni upp á að kanna eigin D-vítamín gildi eða gera sjálfur heimapróf, ef grunur vaknar um skort. 

Dagljósalampar til að halda dampi

Auk þess að fylla á D-vítamín dunkinn hafa dagljósalampar reynst hjálplegir til að stemma stigu gegn skammdeginu. Þá er hægt að fjárfesta í vekjaraljósi og/eða dagljósalampa á skrifborðið. Síðan kostar ekkert að fá sér göngutúr í hádeginu þegar sól er hæst á lofti, en bjarta ljósið frá sólinni er talið örva framleiðslu serótóníns sem breytist í melatónín um nóttina og styður þannig við ljúfan svefn. 

Vissulega er rót depurðar stundum dýpri en D-vítamínskortur, en það er aldrei að vita nema smá D-vítamín geti fengið okkur til að dansa í gegnum myrkrið með fullan tank af gleðihormónum og heilbrigðari húð.

19. júní 2024 kl. 7:35

Barbí brúnka

Ein fyrsta minning mín af læknisheimsókn nær aftur til upphaf táningsáranna. Móðir mín hafði áhyggjur af því hve föl og veikluleg ég væri. Læknirinn stakk upp á að senda mig í ljósabekk – enda var skaðsemi þeirra ekki þekkt á þeim tíma og ekkert verið að skoða hvort litlaus húðin gæti helgast af miklum tíðarblæðingum. Ljósabekkjaferðirnar urðu að vana og þau sem komin eru á minn aldur þekkja meira
22. febrúar 2024 kl. 22:57

Svona verður húðin heilbrigðari án áfengis 

“Ég ætla að hætta að drekka á morgun” hljómar kunnuglega, en ekki einungis undir tónum slagarans Blindfullur eftir Valgeir Guðjónsson og Sigurð Bjólu. Segja má að við mennirnir höfum átt í stormasömu sambandi við áfengi í yfir 9.000 ár, en við byrjuðum að brugga áfengi löngu áður en við fórum að skrifa. Líkt og með önnur fíkniefni nær áfengi heljartökum á heilanum. Við notum allskonar meira
17. apríl 2023 kl. 20:27

Að vakna sem ný manneskja 

  Í samfélagi sem er í gangi alla 24 tíma sólarhringsins er auðvelt að verða svefnvana. Vakna enn einn morguninn hugsandi: “ég fer fyrr í háttinn í kvöld” - þar til sami vítahringur endurtekur sig! Mikið hefur verið fjallað um mikilvægi svefns og síðustu ár hafa sjónir beinst að tengslum svefns og húðar. Það er nefnilega þannig að þegar maður sefur illa, þá verður húðin líka meira
22. janúar 2023 kl. 17:42

Hvaða húðmeðferð er best fyrir svolítið þreyttar konur um 45 ára?

  Við erum kannski duglega að taka mataræði eða hreyfingu í gegn svona í upphafi árs - en húðin er einnig mikilvæg fyrir heilbrigði. Hún er aðaltengingin okkar við umhverfið og síðan hefur verið sýnt að útlit húðarinnar tengist beint líðan okkar. Þá eldist húðin gjarnan hraðar en manneskjan sem hún hylur. Ástæðan fyrir því er að húðin er í beinum tengslum við umhverfið þaðan sem sólargeislar meira
11. janúar 2022 kl. 11:14

Af hverju roðnar maður? 

  Þú segir eitthvað og áttar þig eftir á að orðin gætu verið móðgandi. Kinnarnar hitna og hjartslátturinn eykst. Líklegt er að lófarnir verði örlítið þvalir og bragðlaukarnir greini vott af kopar. Þú skammast þín svolítið fyrir það sem þú sagðir og já - roðnar! Og ef þú roðnar ekki getur þú mögulega roðnað við tilhugsunina um hve vandræðalegt það væri ef þú myndir roðna. Hvað þá ef einhver meira
7. maí 2021 kl. 4:46

Haltu þér á tánum!

Þótt árin færast yfir er hugurinn ekkert endilega að fylgja tímatalinu. Þess vegna kemur alltaf jafn mikið á óvart þegar líkamleg einkenni öldrunar gera vart við sig. Fyrir nokkrum árum bankaði eitt slíkt upp á hjá okkur hjónum og sýndi ekkert fararsnið. Við vorum samstíga með tábergssig okkar og á tímabili við það að ganga af göflunum. Tábergssig er afskaplega hvimleiður kvilli, tala nú ekki um meira
21. janúar 2021 kl. 16:08

Að kalka á réttum stöðum

Eftir langan vetur má búast við því að farið sé að ganga á birgðirnar af sólskinsvítamíni. D-vítamín er eitt af fituleysanlegu vítamínunum sem er hormón og líkaminn getur geymt fyrir dimma daga í fitufrumum. Þrátt fyrir birgðahaldið er D-vítamínskortur algengur. Rannsókn sem birtist fyrir tæpu ári í Læknablaðinu sýndi að meirihluti íslenskra barna voru með gildi undir viðmiðunarmörkum. Þá man ég meira
11. nóvember 2020 kl. 17:42

Silkimjúkar hendur

Mikið hefur mætt á höndunum þínum sem af er ári. Sápa, þurrka, spritta. Versla í matinn. Sápa, þurrka, spritta. Bora í nef (já 91% viðurkenna að bora í nef). Sápa, þurrka, spritta. Opna hurð. Sápa, þurrka... Eftir þjösnaganginn er hætt við að einhverjir fingur séu farnir að taka á sig mynd Dauðadalseyðimerkurinnar, tala ekki um ef þú hefur viðkvæma húð. Handþvottur hreinsar hendurnar af meira
18. maí 2020 kl. 18:10

Er sólarvörn hættuleg?

Húðin á mörgum hér í Kaliforníu er eftirtektarverð, þá einkum miðaldra ljóst hörund sem fengið hefur að baða sig árum saman í Kaliforníusólinni. Húðin verður þurr, líflaus, leðurkennd, með mikið af línum og brúnum litaflekkjum. Sömu áhrif sjást eftir ljósabekki.  Að taka dúninn úr úlpu Á forsíðu fréttamiðils var nýlega fjallað um að fólk ætlaði að flykkjast um miðja nótt til að baða sig í meira
2. apríl 2020 kl. 5:38

Að ná slökun í streitu

  Hvert sem við lítum loga áminningar um hættuna sem við búum við um þessar mundir, ásamt skilaboðum um að koma sér í öruggt skjól. Það er skrítin tilfinning að geta ekki faðmað fólkið sitt. Að hafa sífellt á tilfinningunni að mögulega geti maður verið að smita aðra eða bera smit heim í kæruleysi. Glundroði, óvissa, einangrun, einmanaleiki og kvíði virðist vera daglegt brauð sem borið er á meira
4. mars 2020 kl. 17:14

Litlir lúmskir blettir

Bletturinn á vinstra læri dökknaði að því er virtist á einni nóttu. Uggur myndaðist innanbrjósts. Að vera af kvíðakyni sem gæti unnið heimsmeistaratitla væri keppt í áhyggjum var ekki að hjálpa mér. Um hugann flugu allar mögulegu verstu útkomurnar. Þangað til framheilinn á mér náði stjórn og sagði stelpunni að líklega yrði þetta allt í lagi.  Síðustu ár hef ég lært að þegar kvíði bankar upp á meira
16. janúar 2020 kl. 23:00

Tíu leiðir til að halda húðinni heilbrigðri

Það er stundum svo kalt inni hjá mér að ég er ekki viss um að fingurnir á lyklaborðinu séu mínir því ég hef næstum enga tilfinningu í þeim. Og sem verra er, húðin á handarbökunum skreppur saman eins og þurrkuð sveskja - ef sveskja getur verið náhvít á litinn. Allt þetta er tilkomið vegna þess að æðakerfið ákvað að halda hita á "mikilvægari" líffærum. Hvenær ákvað skaparinn meira
13. desember 2019 kl. 5:06

Það sem gerir þig að gulli

Hefurðu leitt hugann að því að leið þín um lífið er einstök. Enginn annar fetar í nákvæmlega sömu fótspor og því getur enginn sett sig fullkomlega í þín spor. Við göngum stundum í gegnum svipaða lífsreynslu en hvernig við upplifum hana er háð erfðum og umhverfi, sem mótar hvert og eitt okkar. Því erum við misvel í stakk búin til að takast á við áföll og lífsins verkefni sem verða á vegi okkar. Auk meira
mynd
30. október 2019 kl. 18:54

Halló vetur!

Við erum vön að setja vetrardekk undir bílinn þegar frysta tekur en fær húðin okkar næga athygli þegar kuldaboli byrjar að bíta í kinnar! Hvað gerist þegar kólnar í veðri - af hverju líta t.d. handarbökin út fyrir að vera tíu árum eldri? Og til hvers ættum við að verja húðina fyrir kulda? Þegar kólnar í veðri lækkar rakastig gjarnan í andrúmsloftinu sem þýðir að loftið verður þurrt og dregur til meira
mynd
30. ágúst 2019 kl. 4:02

Hin sanna fegurð

Hefurðu einhvern tíma fengið athugasemd um útlit þitt? Sjálf hef ég í gegnum tíðina fengið meira en ég kæri mig um. Nefið ku vera stórt, ennið hátt og handleggir stuttir eins og á mörgæs. Verandi með miðlungs sjálfstraust ferðaðist ég lengi með þá tilhugsun að láta minnka á mér nefið - aðeins erfiðara að eiga við handleggina og ennið! Ég prófaði þó að klippa á mig topp en hann varð svo grisjóttur meira
mynd
21. júní 2019 kl. 6:10

Sólbruni í skýjunum

Það er svo merkilegt að þó maður viti eitthvað upp á tíu þá fer maður ekki endilega eftir því. Það var alskýjað þennan dag þarna sem ég var stödd með fjölskyldunni í klifurferð hátt upp í fjöllum Ítalíu - svo hátt að við komumst í snertingu við skýin. Það var ekkert sérstaklega hlýtt. Líklega vegna veðuraðstæðna vorum við ekki innstillt á að vernda húðina og bera á okkur sólarvörn. Sem mér finnst meira
mynd
24. maí 2019 kl. 4:40

Allt nema hamingja og svefn. Nr.IV

Með kollageni fáum við 19 af þeim 20 aminósýrum sem líkami okkar notar til að byggja ýmiss prótein, ensím og fleira til að halda okkur gangandi. Sjálfur getur kroppurinn búið til tíu aminósýrur en hinar tíu þurfum við að fá með matnum okkar. Eina aminósýran sem við fáum ekki með kollagen fæðubótarefnum  er sú sem telst uppspretta gleði og svefns - tryptófan er nefnilega aðalhráefni serótóníns meira
7. maí 2019 kl. 3:56

Smiðir húðarinnar. Nr.III

Í húðinni þinni eru kröftugir smiðir að störfum allan sólarhringinn - eins og smiðirnir sem eru að gera borg og bæi fegurri. Nema smiðirnir í húðinni (kallast réttu nafni bandvefsfrumur) smíða aðallega kollagen og aðra góða muni. Í húðinni er mest smíðað á miðhæðinni (leðurhúð) en líka á öðrum hæðum og víðar í kroppnum.   Ómissandi verkfæri Eins og húsasmiður notar hamar til að smíða þá meira
23. apríl 2019 kl. 17:04

Æskubrunnur eða nýtt æði? Nr.II

Fiskihlaup á veisluborðum Hefur þú smakkað fiskihlaup - þetta sem var vinsælt á veisluborðum áttunda áratugsins? Þá varstu mögulega að borða kollagen óafvitandi því hlaupið sem heldur réttinum saman og kallast venjulega matarlím eða gelatín er unnið úr kollageni.  Orðið kollagen (e. collagen) er tekið úr grísku þar sem kolla þýðir lím og viðskeytið -gen þýðir afurð og vísar til þess að áður meira
11. apríl 2019 kl. 17:57

Æskubrunnur eða nýtt æði? Nr.I

Hrukkur minnka, húðin verður fallegri, hárið heilbrigðara og liðamótin mýkri ef við bætum kollageni á innkaupalistann - ef marka má auglýsingar. Vinsældir kollagens hafa aukist svo mikið að fyrir ári síðan var nær ómögulegt að finna það í búðum en núna er erfitt að sjá það ekki. Auk þess eru sífellt fleiri vörumerki að bætast í hillurnar.  Þó svo að það sé gott að eldast (já meira
4. mars 2019 kl. 18:20

Skulda­dag­arn­ir koma fram um fer­tugt

Okkar mikilvægasta klæði kemur í litrófi frá hvítu, svörtu og allt þar á milli. Stundum ber það keim af gulum lit og stundum út í rautt. Það heldur á okkur hita og kælir ef okkur verður heitt. Það endist okkur út lífið, ver okkur gegn innrás sýkla og reynir að forða okkur frá skaða - eins og einhverju beittu eða brennheitu. Það er nokkuð sjálfbært og endurnýjar sig á 28 dögum en byrjar að þynnast meira
Lára Guðrún Sigurðardóttir

Lára Guðrún Sigurðardóttir

Læknir og doktor í lýðheilsuvísindum með brennandi áhuga á líffræði líkama og huga. Meðhöfundur Húðbókarinnar (2022) og meðeigandi húðmeðferðarstöðvarinnar HÚÐIN skin clinic.

Meira