Pistlar:

29. janúar 2021 kl. 9:28

Marta María Jónasdóttir (martamaria.blog.is)

Þegar áföllin banka upp á

Það gengur ýmislegt á í lífi fólks og hingað til hef ég ekki hitt neina lifandi manneskju sem hefur siglt lygnan sjó og ekki upplifað sorgir og áföll. Áföll fólks eru misstór og einhvern tímann heyrði ég sérfræðing halda því fram að það skipti ekki höfuðmáli hvert áfallið væri heldur hvernig fólk ynni sig út úr þeim. Það fylgdi líka sögunni að ef fólk tækist ekki á við áföllin jafnóðum myndu afleiðingar þeirra banka upp á síðar á lífsleiðinni. Ég veit ekki hvort það er rétt en ég trúi þó að það sé eitthvað til í því.

Þegar fólk verður fyrir áföllum deyfir líkaminn sig upp til að byrja með. Svo hverfur doðinn og þá þarf fólk sjálft að ákveða hvernig það ætlar að takast á við breyttan veruleika. Hvað fólk gerir er auðvitað misjafnt og eru aðferðirnar líklega jafnmargar og mannkyn heimsins.

Ég fer þó ekki ofan af þeirri skoðun að það sé nauðsynlegt að fá aðstoð fagfólks þegar aðstæður í lífinu breytast. Að fá leiðsögn um hvað séu eðlileg viðbrögð og hvað séu óeðlileg getur verið mjög hjálplegt. Fólk gerir skrýtna hluti þegar það er undir álagi og þarfirnar breytast. Mér er líka sagt að bataferli fólks í sorg hefjist ekki þegar það kemst ekki fram úr rúminu. Á meðan fólk liggur í rúminu og treystir sér ekki á fætur er fólk í kyrrstöðu. Til þess að fólk komist sem fyrst á þann stað að geta lifað eðlilegu lífi þarf rútínan að vera heilbrigð. Fólk þarf að reyna að halda áfram að gera það sem það gerði áður. Á heimili þarf að elda mat, sofa, hreyfa sig, setja í þvottavél, ryksuga og sortera sokka.

Ef það er eitthvað sem ég get mælt með þegar sorgin yfirtekur lífið þá er það að labba. Þetta ráð virkar kannski heimskulegt en ég hef upplifað það á eigin skinni hvað göngutúrar geta hjálpað mikið þegar lífið er eiginlega óbærilegt. Að labba með þeim sem manni þykir vænt um getur lyft andanum og aukið bjartsýni til muna. Svo eru það sérleg lífsgæði að komast í sund og þá er ég ekki að tala um að fólk þurfi að synda kílómetra heldur bara hanga í pottinum, spjalla og fara í gufu. Þeir sem hafa vanið sig á að fara í kalda potta ættu endilega ekki að hætta því enda gerist eitthvað í líkamanum þegar hann hitnar og kólnar til skiptis. Fólk hressist.

Einu sinni fór fólk í ræktina ef það var orðið of þykkt en í dag finnst mér fólk almennt fara í leikfimi til þess að láta sér líða betur. Það var því ansi hressandi þegar líkamsræktarstöðvar voru opnaðar aftur á dögunum og fólk gat farið að fara í sína uppáhaldstíma og eiga stund fyrir sig.

Í öllum öldugangi lífsins með sorgum og sigrum, áföllum og kórónuveiru hefur aldrei verið mikilvægara að hugsa vel um sig. Ef allir hugsuðu um sig eins og þeir væru ungbörn væri líklega minna vesen í heiminum. Það myndu nefnilega fáir gefa ungbarni vodkaskot og franskar.

15. janúar 2021 kl. 9:59

Afplánun barnæskunnar

Fyrir 35 árum snerist leikfimi í flestum skólum á Íslandi um að keppa í handbolta eða fótbolta. Taka píptest til að mæla árangur iðkendanna. Þessir tímar voru sérhannaðir fyrir fólk með virkara vinstra heilahvel. Fólk með virkara vinstra heilahvel býr yfir þeim eiginleikum að geta raðað hlutum upp í kassa í höfðinu á sér og ef það stillir sig rétt af þá nær það frábærum árangri í lífinu á þeim meira
mynd
2. október 2020 kl. 12:37

Hver hendir svona?

Eftir að hafa verið andlega fjarverandi á Facebook í um það bil 12 ár er ég smátt og smátt að missa þolinmæðina fyrir því sem er leiðinlegt á þeim vettvangi. Ég nenni til dæmis ekki að fylgjast með fólki níða skóinn af öðru fólki eða tala niður allt sem gerist í þessu samfélagi. Kórónuveiran hefur líka haft sitt að segja og þegar fólk er að rembast við að draga andann og vera til þá þarf það að meira
5. júní 2020 kl. 10:30

Best klædda kennitalan í LÖKE

Fyrir um tveimur áratugum var Tinna Aðalbjörnsdóttir (sem prýðir forsíðu þessa blaðs) ein af dægurstjörnum næturlífsins í miðbæ Reykjavíkur. Hún bar af hvað stíl og smekklegheit varðar og eftir því var tekið. Á þessum árum var mesta fjörið á Kaffibarnum og á Prikinu þar sem fáir voru að velta því fyrir sér hvort hægt væri að ganga of hratt inn um gleðinnar dyr. Síðan leið tíminn og á meðan margir meira
22. maí 2020 kl. 13:04

Að vera sáttur við sitt

Garðyrkja er listgrein eins og myndlist, fatahönnun, grafísk hönnun, skrautskrift, nútímadans og skrautfiskarækt. Ef þú ætlar að verða góður ræktandi þarftu að setja kraft í garðræktina líkt og þú værir að læra fyrir próf eða reyna að vinna þig upp á vinnustaðnum. Þú þarft að setja allan kraftinn í það; hlúa að, sýna þolinmæði og reyna að hafa svolítið gaman á leiðinni. Fæstir fæðast fullskapaðir meira
3. apríl 2020 kl. 11:18

Ég lifi í voninni!

Leið þér eins og þú værir komin/n í viðbjóðslegt stofufangelsi þegar þríeykið Alma, Víðir og Þórólfur, tilkynnti að best væri að fólk héldi sig innandyra um páskana? Þetta minnti svolítið á atriði úr Áramótaskaupinu 1984 þegar Gísli Rúnar Jónsson og Edda Björgvinsdóttir sátu í baststólum inni í stofu og voru gjörsamlega að missa lífsviljann í verkfallinu sem geisaði það herrans ár. Þessi meira
21. febrúar 2020 kl. 11:37

Sjaldan mælst jafnmikið kókaín í skólpi Reykjavíkur

Kaffistofur landsins loga vegna norsku þáttanna Exit (eða Útrás eins og þeir kallast á íslensku) sem sýndir eru í sarpi RÚV. Þættirnir fjalla um norska útrásarvíkinga sem lifa lífi sínu á glannalegan hátt. Líf þeirra snýst fyrst og fremst um að græða peninga, taka kókaín og sofa hjá konum sem selja líkama sinn. Til þess að fá frið hafa þeir komið sér upp sérstakri íbúð þar sem þeir geta djammað í meira
16. desember 2019 kl. 11:24

Þegar óheiðarleikinn fann sér farveg

Í vikunni var það í fréttum á Smartlandi að íþróttakonan Jane Slater hefði komist í hann krappan þegar hún áttaði sig á því í gegnum snjallúr að þáverandi kærasti hennar væri að halda framhjá henni. Þessi þáverandi kærasti hafði gefði henni FitBit-snjallúr í jólagjöf og tengdu þau úrin saman svo þau gætu fylgst með framförum hvort annars á íþróttasviðinu í gegnum tæknina. En svo kom að því að meira
3. desember 2019 kl. 15:59

Góðmennskan í öndunarvélinni Facebook

Aðventan gengur ekki bara út á að baka kökur, kaupa jólagjafir, skreyta heimilið, fylla belginn á jólahlaðborðum og gefa neysluorgíunni lausan tauminn. Hinn eini sanni jólaandi snýst um að rækta mennskuna í sér og sýna náunganum hvað hjartastöðin er full af kærleika. Það gerum við með því að gleðja aðra og jafnvel gera eitthvert pínulítið gagn í leiðinni. Það er heldur ekki verra að reyna að meira
20. nóvember 2019 kl. 17:13

Átti nokkuð eftir að taka til?

Fasteignakaup geta tekið á fólk enda ekki á hverjum degi sem fólk höndlar með aleigu sína. Það er taugatrekkjandi að bjóða í íbúð, sérstaklega ef fólk á fasteign fyrir sem það á eftir að selja. Einhvern veginn þarf þetta ferli að hanga saman og það getur kallað á þanin viðbrögð eins og Auður Jónsdóttir rithöfundur myndi segja. Til að minnka líkur á þöndum viðbrögðum þarf fólk að anda inn og anda meira
15. nóvember 2019 kl. 11:24

Aldrei að sleppa tökunum og treysta!

Síðustu ár hefur undirrituð tekið miklum framförum í að pakka létt, lesist ferðast heimsálfa á milli aðeins með handfarangur. Þetta trix hefur sparað ógurlegan tíma og aukið ánægju á ferðalögum svo um munar sérstaklega ef undirrituð hefur þurft að skipta um flugvél á miðri leið. Það að ferðast með handfarangurstösku gerir það að verkum að fólk þarf að vera búið að hanna atburðarás frísins og taka meira
28. ágúst 2019 kl. 14:12

Ég hefði getað sagt þér þetta frítt

Heilsan er okkur flestum töluvert dýrmæt þótt við áttum okkur kannski ekki á því fyrr en örlítið seint á lífsleiðinni. Flest komumst við upp með að fara illa með okkur fyrstu 30 árin eða svo, en hjá flestum kemur einhvern tímann að skuldadögum. Svo er það oft ekki fyrr en eitthvað fer að „bila“ sem við neyðumst til að skipta um gír. Við klípum af svefntímanum, hreyfum okkur ekki meira
17. maí 2019 kl. 10:18

Boðhátturinn er dottinn úr móð!

Það að flytja er mikill streituvaldur og það er kannski þess vegna sem fólk reynir að vera ekki endalaust að færa eigur sínar á milli húsa, ef það hefur val. Á dögunum fluttum við maðurinn minn á einn stað eftir að hafa rekið tvö heimili í tæplega fjögur ár eða frá því við hnutum hvort um annað á björtu ágústkvöldi. Á þessum fjórum árum hefur sú hugmynd oft kviknað að við ættum kannski að fara að meira
17. apríl 2019 kl. 15:10

Er sálin eins og geisladiskahrúga í eftirpartíi?

Hver elskar ekki páskana? Eina væntingalausa stórhátíðin þar sem hver og einn getur dansað eftir sínu nefi. Það er engin krafa um að klæða sig á ákveðinn hátt eða haga sér eins og heimsborgari, kaupa gjafir handa fólkinu í kringum sig eða vera búin/n að skipuleggja þrjár veislumáltíðir með forrétt, aðalrétt og desert. Heldur máttu bara vera bolurinn sem þú ert, í friði. Þú getur legið uppi í sófa meira
12. apríl 2019 kl. 10:56

Því miður, húsgögnin þín eru of ljót

Rannsóknir sýna að flutningar valda mikilli streitu og eru í áttunda sæti yfir mestu streituvalda í lífi fólks. Á undan kemur makamissir, hjónaskilnaður, dauði einhvers nákomins, sjúkdómar og atvinnumissir svo dæmi sé tekið. Fólk þarf að vera meðvitað um þetta þegar það flytur og reyna að stilla hlutunum þannig upp að þeir valdi sem minnstu álagi ef það er hægt. Það er til dæmis mun einfaldara meira
5. apríl 2019 kl. 9:58

Skráði sig næstum í sambúð með ömmu

Ástin er eitt sterkasta afl veraldar því með henni er hægt að flytja fjöll og dali eins og þeir vita sem hafa orðið ástfangnir. Hér í blaðinu eru fjölmörg viðtöl við ástfangið fólk sem ákvað að ganga lífsins veg saman. Það er hægt að ganga í hjónaband á ótal vegu og er engin ein leið rétt. Sumir kjósa að tjalda öllu til en aðrir vilja hafa brúðkaupið sitt lágstemmt. En hvers vegna er hjónabandið meira
8. mars 2019 kl. 10:12

Allt sem þú biður um skaltu fá

Það er um fátt rætt meira þessa dagana en að ungt fólk geti ekki keypt sér þak yfir höfuðið. Þeir sem ná að safna peningum og kaupa íbúð segja að fólk verði bara að leggja meira á sig en þeir sem ekki ná þessu takmarki segja að það sé allt kerfinu að kenna. Auðvitað er engin ein töfralausn en það þýðir ekki að þræta um það að í dag eru kröfur ungmenna – að líta vel út, skoða heiminn og eiga meira
4. janúar 2019 kl. 11:32

Karlarnir á sólbaðstofunni

Á þessum árstíma eru flestir staddir á svipuðum stað. Allt of saddir eftir gleði og glaum jóla og áramóta og þrá ekkert heitar en að koma lífi sínu í jafnvægi á ný. Það er hægt að fara ýmsar leiðir í átt að betra lífi og misjafnt hvað hentar hverjum. Einu sinni skellti fólk sér bara í einn ljósatíma ef það þurfti jafnvægi í líf sitt, en í dag þykir slík iðja ekki sérlega árangursrík. meira
5. nóvember 2018 kl. 13:11

Íslenskar kvenhetjur

Lífsstílsvefurinn Smartland fór í loftið 5. maí 2011 og er því á áttunda ári. Frá fyrsta degi hefur vefurinn verið vinsæll lífsstílsvefur sem hefur sett áhugamál kvenna í forgrunn. Smartland hefur einbeitt sér að því að gefa konum rödd og draga fram jákvæðar hliðar mannlífsins. Ég hef alltaf hugsað Smartland sem sumardvalarstað, ákveðið fríríki, sem hægt er að leita í þegar við þurfum pásu frá meira
mynd
4. júní 2018 kl. 9:22

Lifi litabyltingin

Það er svo gaman að sjá hvað Íslendingar leggja mikinn metnað í heimili sín og það að gera fallegt í kringum sig. Þróunin í innanhússhönnun er líka áhugaverð og skemmtileg. Við fórum úr því að hafa allt hvítt og svart og stílhreint yfir í meira dót og meiri liti. Og auðvitað miklu meira stuð! Fyrir hrun voru það hvítar innréttingar og svart granít, hvítmálaðir veggir og helst bara ein stálskál til meira
23. maí 2018 kl. 10:12

Ertu alveg goslaus á Insta?

Það er hægt að finna óþægilega fyrir því að vera pre-miðaldra (goslaus) þegar maður hangir of mikið á Instagram (sem þéttbókaðar 41 árs gamlar kerlingar eiga náttúrlega ekki að gera. Þær eiga að vera að gera eitthvað gáfulegt við líf sitt, ekki haga sér eins og unglingar). Það var dálitið lágskýjað hjá mér um daginn. Ég hafði sofið of lítið og var nokkrum númerum of krumpuð þegar ég hringdi í meira
22. febrúar 2018 kl. 17:09

Þetta geta peningar ekki keypt

Vor- og sumartískan 2018 kallar á nokkra hjartastyrkjandi dropa, jafnvel bara heila flösku af skriðdrekaolíu ef því er að skipta. Málið er nefnilega að þeir tískustraumar sem eru ráðandi akkúrat núna hafa sést margoft áður. Það getur verið erfitt fyrir tískuskvísur til sjávar og sveita að kyngja því og taka fagnandi á móti gjöfinni. Mögulega vorum við búin að kveðja útvíðar buxur og pils yfir meira
4. janúar 2018 kl. 8:59

Keðjureykti og léttist um 25 kíló

Á þessum árstíma virðist maður einhvern veginn alltaf vera í sömu sporum. Búinn að borða yfir sig og leitar villuráfandi í myrkrinu að lausn lífsins. Það er í raun furðulegt að þokkalega hugsandi fólk skuli fara svona með sig. Að troða látlaust í líkamann gerir það að verkum að leiðin til betra lífs verður ennþá þyngri í upphafi árs og einfaldara að draga bara sængina upp fyrir höfuð og éta vondu meira
21. desember 2017 kl. 11:39

Jól skilnaðarbarna

Jólin eru býsna magnaður og ævintýralegur tími. Flestir eru fullir eftirvæntingar og leggja mikinn metnað í að hafa jólin sem flottust og best. Og mömmur þessa lands (og auðvitað stöku pabbar) leggja sig fram við að töfra fram heilan heim sem er fullur af ævintýrum, glimmeri og sykurhúðuðu stuði og þess gætt vel að lífsblómið sé vökvað. Þótt glassúrinn velli af jólahlaðborði lífsins þá getur þessi meira
27. október 2017 kl. 10:03

Óþægilegur október

Vinur minn heldur óþægilegan október hátíðlegan hvert ár. Eins og nafnið gefur til kynna setur hann óþægindin í forgrunn og reynir að vera eins óþægilegur í garð annarra og hann getur. Og það í heilan mánuð. Óþægilegur október er svolítið eins og heimilislíf Láka jarðálfs og foreldra hans nema hann er ekki vondur, bara óþægilegur. Vinur minn gerir ekki öðrum illt, hann tekur bara einn mánuð í að meira
mynd
6. júní 2017 kl. 13:40

Leigubílstjóri nútímans

Lentuð þið aldrei í því fyrir hrun að leigubílstjórinn sem keyrði ykkur heim af djamminu talaði um hvað hann væri að græða mikið á hlutabréfakaupum? Og hvernig hann ætlaði að byggja upp stórveldi með einstökum hæfileikum á þessu sviði? Nei, kannski lentuð þið ekkert í þessu eftir að hafa drukkið kampavín úr bjórglasi á b5. Enda er þetta eitthvað sem vandað og gott fólk segir ekki frá. Allavega meira
16. maí 2017 kl. 11:26

Greifar dagsins í dag!

Það er frekar skemmtilegt að fylgjast með því sem er að gerast í hönnunarheiminum í dag og hvernig það endurspeglar tíðarandann. Ungt fólk leggur mikinn metnað í að gera fallegt í kringum sig (og auðvitað miðaldra fólk líka – það er bara ekki eins duglegt að deila afrekum sínum á Instagram og Snapchat). Skandinavísk áhrif eru áberandi í bland við hinn heillandi evrópska stíl þar sem hvítar meira
mynd
18. apríl 2017 kl. 10:44

Ástin er ekki til sölu!

Brúðkaup eru svo innilega uppáhalds fyrir svo margar sakir. Það er alltaf gaman að fagna því að þeir sem manni þykir vænt um hafi hitt hinn helminginn af sér. Það er nefnilega alls ekki sjálfsagt. Í flóru einhleypra er í raun merkilegt að tvær manneskjur nái saman, verði eitt og ákveði að ganga lífsins veg saman með öllum kostum og göllum hvors annars. En kraftaverkin gerast eins og sjá má á meira
5. desember 2016 kl. 14:13

Stórhættuleg hátíðahöld

Vr hitti naglann á höfuðið fyrir nokkrum árum í auglýsingum sínum um hvíldartíma starfsfólks í desmber. Fólkið í auglýsingunum sofnaði ofan í súpuna á aðfangadag og var andlega fjarverandi í vinnunni eins og gerist þegar fólk ofkeyrir sig. Allt var þetta sett upp á kómískan hátt eins og þetta væri gamanmál – sem það var og er ekki. Stundum þarf þó að nota húmorinn til að ná í gegn því húmor meira
24. september 2016 kl. 13:18

Skál fyrir Angelinu Jolie

Angelina Jolie og Brad Pitt eru að skilja. Hún óskaði eftir skilnaði á mánudaginn og síðan þessar fréttir bárust hefur heimsbyggðin logað. Hjónin hafa verið stöðugt í sviðsljósinu síðan þau hnutu um hvort annað 2004. Þá var hann kvæntur Jennifer Aniston en var til í að fórna því hjónabandi fyrir dökkhærðu þokkadísina með húðflúrin. Síðan þau kynntust hefur barnalánið leikið við þau en saman eiga meira
mynd
23. september 2016 kl. 9:40

Að skúra undan ríku börnunum

Þegar fólk er spurt hvað heimili geri fyrir það þá er svarið gjarnan að heimilið sé griðastaður. Staður þar sem fólk fær að vera í friði og getur látið eins og því sýnist. Ég ætla nú ekki að telja upp alla kreisí hlutina sem hægt er að gera inni á heimilum enda eru áhugamál fólks misjöfn. Frá því ég flutti að heiman hefur heimilið verið mitt áhugamál og ég hef fengið mikla útrás fyrir meira
15. september 2016 kl. 21:40

Lífið í ljósinu

Foreldrahlutverkið er eitt stærsta og jafnframt erfiðasta hlutverk flestra sem ákveða að eignast börn. Í október er ég búin að vera móðir í 10 ár en þá kom frumburður minn í heiminn. Það er auðvelt að fá aulahroll yfir sjálfum sér og þeim þankagangi sem var í gangi fyrir tíu árum. Satt best að segja verður mér hálfillt í hjartanu þegar ég hugsa til þess að ég hafi í raun haldið að barnið yrði meira
30. ágúst 2016 kl. 16:28

Vertu bara þú

Haustið er tím­inn til að núllstilla sig eft­ir vellyst­ing­ar sum­ars­ins og taka upp betri venj­ur í eitt skipti fyr­ir öll. Haustið var samt ekki skollið á af full­um þunga þegar fólk talaði um það í fjar­skipta­heim­in­um hvað það vantaði marga tíma í sól­ar­hring­inn og hvað til­ver­an væri eitt­hvað bug­andi. Það meira
28. ágúst 2016 kl. 20:47

Húsvörðurinn

Haustið fer að skella á og þess vegna er mikilvægt að taka örlítið til í fataskápnum, setja sumarfötin til hliðar og draga fram dimmari liti. Þetta á ekki bara við um kvenpeninginn heldur líka um karlpeninginn. Þetta á líka innilega við um ástmann smáhestsins, sem við skulum kalla húsvörðinn. Til þess að hann yrði ekki úti á sumarjakkanum sínum var farið með hann í leiðangur. Leiðangur til að gera meira
25. ágúst 2016 kl. 13:23

Pása frá lífinu

Smáhesturinn tók sér pásu frá lífinu og dvaldi hluta af sumrinu á heimaslóðum Kardashian- og Jenner-systranna í hinni sólríku Kaliforníu. Megnið af tímanum gerði smáhesturinn einungis það sem hann hefur aldrei tíma til að gera í sínu raunverulega lífi – hann hangsaði. Einu sinni eða tvisvar brá hann undir sig betri fætinum (lesist hellti í sig áfengi sem gerist allt of sjaldan) og endaði í meira
2. júlí 2016 kl. 14:58

Borðar enginn slátur lengur?

Þegar tískuspekúlantar pældu í sumartískunni var gert ráð fyrir að bomber-jakkar, leðurjakkar með biker-sniði og hvítar gallabuxur yrðu hittarar sumarsins. Bomber-jakkar kölluðust reyndar hyskisjakkar þegar ég var að alast upp í Árbæ City á tíunda áratugnum. Þeir allra óþekkustu gengu náttúrlega ekki í öðru, en í þá daga þóttu jakkarnir passa best við rauðan Winston og landabrúsa (og eflaust meira
mynd
20. júní 2016 kl. 15:07

TREYJAN ER UPPSELD!!!

Manni líður svolítið eins og eina Íslendingnum á Íslandi þessa dagana. Allir og amma þeirra sleikja sólina þessa stundina í 100% pólýester-treyju, með andlitsmálningu og neglur í fánalitunum, EM strípur í hárinu og auðvitað er enginn edrú. Það þarf bjór til að kæla niður innri og ytri æsing (og mikið af honum). Þessi lýsing hljómar náttúrlega svolítið eins og hluti af þjóðinni sé kominn í forgarð meira
11. júní 2016 kl. 10:56

Heróínfylltar lakkrísreimar

Stundum hugsa ég með mér hvað lífið væri frábært ef ég væri karl. Ef ég væri karl væri ég alltaf ótrúlega ánægður með allt sem ég gerði. Ef enginn hefði orð á því hvað ég byggi yfir miklum yfirburðum myndi ég til dæmis sjá til þess að láta alla í kringum mig vita hvað ég væri töff. Og absalút hvað fæðing mín inn í þennan heim hefði mikil áhrif á söguna í heild sinni. Ég hjólaði í öll verkefni og meira
10. apríl 2016 kl. 9:52

Það sem ekki má

Þegar húsmóðirin í 108 var lítil stelpa voru henni kenndir ýmsir mannasiðir sem hún hefur reynt að hafa í forgrunni í lífi sínu. Henni var til dæmis kennt að hún mætti aldrei hringja í fólk á matmálstímum, eftir klukkan tíu á kvöldin eða fyrir klukkan tíu á morgnana um helgar. Henni var líka kennt að bera virðingu fyrir eigum annarra og að hún ætti ekki erindi inn í annarra manna garða. Og að það meira
12. mars 2016 kl. 21:35

Candy Crush

Nánasti aðstandandi smáhestsins er farinn að hafa töluverðar áhyggjur af honum. Hann hefur nefnilega verið að sýna hegðunarmunstur síðustu daga sem þykja kannski ekki alveg nógu vönduð – allavega miðað við aldur og fyrri störf. Þetta byrjaði allt í síðustu viku þegar smáhesturinn lærði að spila tölvuleik um borð í flugvél. Þegar ferðafélagi smáhestsins dró upp símann sinn og fór að raða meira
1. mars 2016 kl. 14:00

Hér kem ég!!!

Eftir langt og strangt tímabil þar sem svarti liturinn hefur ráðið ríkjum taka blómamunstur, „ethnic“ og grafísk munstur við í öllu sínu veldi. Íslenska konan krossleggur auðvitað hendur og herpir saman varirnar því hún heldur því auðvitað fram að hún geti sko ekki klætt sig svona. „Maður verður náttúrlega eins og fíll í dótabúð,“ segir spariguggan og fer í svart frá toppi meira
22. febrúar 2016 kl. 14:00

Það hefur ekki verið reynt svona við mig eftir að ég fitnaði

Árshátíðarvertíðin stendur sem hæst um þessar mundir og öll heimsins fyrirtæki keppast við að gera vel við starfsmenn sína. Árshátíðir eru dálítið fyndið fyrirbæri því á þeim er samankomið fólk sem oft á ekkert sameiginlegt nema vinnustaðinn sinn. Þó svo að það sé lagt mikið upp úr því í dag að öllum líði vel í vinnunni þá er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Þegar þessir ólíku einstaklingar meira
mynd
16. febrúar 2016 kl. 10:15

Beyoncé bjargar heimilisbókhaldinu

Smáhesturinn brosti hringinn þegar hann sá vinkonu sína, Beyoncé Knowles, slá í gegn í bandarísku Ofurskálinni í vikunni. Ekki nóg með það heldur frumflutti hún nýtt lag í leiðinni, svona fyrst hún var að massa þetta á annað borð. Myndbandið við lagið Formation er ekki bara fullt af fallegum fáklæddum konum heldur sýndi vinkonan það að hún er gallharður aðgerðarsinni. Í verkinu tekur vinkonan meira
4. febrúar 2016 kl. 10:42

Sue Ellen bjargar málunum

Kaffifélagi smáhestsins var örlítið bugaður í vikunni. Hann hafði gert þau hræðilegu mistök að stíga á vigt rétt fyrir áramótin, sem allir með meðal IQ vita að er glórulaust rugl. Hann komst sem sagt að því að hann var við það að komast í þriggja stafa tölu. Það er auðvitað ekkert að því að vera 100 kg en þessi félagi minn var ekki á því að þetta væri að klæða hann nægilega vel. Með sinn slánalega meira
21. desember 2015 kl. 19:16

Vantar far upp í Víðidal?

Smáhesturinn á í bölvuðu basli með sjálfan sig þessa dagana. Honum líður nefnilega akkúrat núna eins og fólki líður yfirleitt annan í jólum. Ástandið er svona eins og þegar fólk er búið að ofstöffa sig af allt of góðum mat og langar varla til að lifa lengur vegna ofgnóttar. Það verður að játast hér með að það er ekki alveg eðlilegt að vera kominn á þennan stað fimm dögum fyrir jól. Eins og staðan meira
19. desember 2015 kl. 16:29

Hagsýna húsmóðirin flippar

Smáhesturinn er ekki bara að reyna að ala börnin sín upp þessa dagana heldur er það nánast full vinna fyrir hann að ala sjálfan sig upp. Þótt forritið sé gott þarf stundum að uppfæra það og hlaða inn nýjum fídusum. Það verður þó að játast hér og nú að aðalsjálfsuppeldið felst í því að greina á milli raunverulegra þarfa og gerviþarfa og síðast en ekki síst að átta sig á því hvað keyrir upp hina meira
9. desember 2015 kl. 15:20

Vanþakklæti heimsins

Smáhesturinn er að reyna að standa sig í barnauppeldinu og varð svona líka ánægður þegar hann hnaut um litla jólasokka með númerum sem hægt var að nota sem dagatal. Smáhesturinn sá fyrir sér hvað börnin yrðu þakklát og glöð þegar þau gægðust í sokk dagsins og þeirra biði eitthvað sniðugt. Fyrstu dagana gekk þetta svona líka vel. Smáhesturinn hafði keypt einhverja sleikipinna og svolítið súkkulaði meira
3. desember 2015 kl. 11:49

Andlitið lýgur ekki

Akkúrat á þessum árstíma á smáhesturinn alltaf í djö... basli með sjálfan sig. Togstreitan á milli þess að borða bara grænmeti, prótein og vatn og allt það (djók) eða byrja örlítið að hita upp fyrir desember getur flækt hversdagsleikann um 63% eða svo. Eftir að hafa dregið andann í rúmlega 38 ár veit smáhesturinn að ef hann byrjar að dreypa örlítið á jólaöli eða hvað þetta heitir allt saman þá er meira
16. nóvember 2015 kl. 22:25

Hver er óhamingjusamur í pallíettum?

Smáhesturinn á í mikilli innri baráttu þessa dagana. Hann veltir því fyrir sér hvort það sé bæði hægt að vera að tryllast yfir pallíettum (sem hann verður að eignast) og á sama tíma velta fyrir sér hvernig hann geti verið örlítið mínimalískari í öllum glundroðanum. Pallíettur og kampavín passa nefnilega ekki inn í 4.000 króna regluna sem smáhesturinn reynir að lifa eftir. Mögulega er þessi innri meira
9. nóvember 2015 kl. 9:31

Heitasta jólagjöfin 2015

Smáhesturinn getur víst ekki verið maður með mönnum nema að vera pæla pínulítið í jólunum og svona. Hann datt náttúrlega í snemmbúið jólaskap þegar IKEA geitin brann í 20. skipti á dögunum. Það minnti smáhestinn á að mögulega mætti aðeins fara að huga að jólagjöfum (eða grafa þær upp sem hann var nú þegar búinn að kaupa). Hættan er nefnilega alltaf fyrir hendi að jólagjafirnar fari fram úr meira
3. nóvember 2015 kl. 10:07

4.000 króna reglan

Síðustu ár hefur umræðan verið að opnast og í dag ræðir fólk allskonar hluti opinberlega sem það hefði aldrei gert fyrir áratug eða svo. Í hverri viku heyrum við sögur af hugrökku fólki sem hefur ýmsa fjöruna sopið og skammast sín ekki fyrir það. Þrátt fyrir þessa opnun þar sem heiðarleikinn er hafður að leiðarljósi er merkilegt að upplifa það að við erum alls ekki komin á þann stað sem þjóð að meira
mynd
13. október 2015 kl. 10:24

Með ómögulegheitasvip

Haustverk smáhestsins eru af ýmsum toga. Fyrir utan að láta járna sig fyrir haustið gerir hann eitt og annað sér til skemmtunar og dægrastyttingar. Eitt af haustverkunum þetta árið var að grandskoða komandi tískustrauma. Stundum er ágætt að vita hvað næsta „season“ býður upp á. Ýmist til þess að geta undirbúið sig betur fyrir komandi árstíð eða til þess að koma í veg fyrir ægileg meira
mynd
7. október 2015 kl. 10:22

Fjögurra milljóna kjóllinn

Smáhesturinn á það til að vera dálítið barnalegur og hvatvís. Alveg sama hvað árin bætast við og hrukkurnar (tölum ekki um þær) þá hverfur hvatvísin aldrei. Smáhesturinn sem hér skrifar veit að þetta hefur nokkrum sinnum komið honum í vandræði. Mismikil og misdýr en oft skapað óþarflega mikið vesen. Á dögunum var smáhesturinn staddur í útlöndum og þegar hann komst í outlet fór blóðþrýstingurinn meira
mynd
29. september 2015 kl. 16:03

Ertu dóttir Mörtu Maríu?

Það blasti ekki fögur sjón við smáhestinum þegar hann leit í spegil fyrr í vikunni og áttaði sig á því að það yrði að gerast kraftaverk. Það væri ekki nóg að kaupa bara D-vítamín, minnka sykurneyslu og bæta við leikfimisæfingum heldur þyrfti stærra inngrip. Hann gæti bara ekki farið inn í næstu árstíð eins og framliðinn. Sumarbrúnkan, sem smáhesturinn hafði mikið fyrir að mastera, ýmist í Sundlaug meira
mynd
20. september 2015 kl. 21:53

Mömmulíkaminn leggur línurnar

Smáhesturinn fór að velta því fyrir sér hvort hann þyrfti að fara að klæðast tvöföldum aðhaldssokkabuxum innanundir kjólnum, eða mögulega borða örlítið minna, eftir að hann fékk þá spurningu hvort hann gengi með folald. Þessi spurning kom frá miðaldra, hvítum, íslenskum ritstjóra sem starfar á glanstímariti. Viðbrögð smáhestsins voru eitthvað á þessa leið: „Hva ... ertu að segja að ég hafi meira
mynd
6. september 2015 kl. 10:54

Gull fer ekki vel í maga

Haustið er að skella á með öllum sínum flottheitum og spariguggurnar eru alveg að tryllast eins og lög gera ráð fyrir. Upp vakna náttúrlega mjög mikilvægar spurningar um hvernig þær eiga að taka á móti nýrri árstíð með glans? Bæði smáhestar og arabískir veðhlaupahestar þurfa að finna út hvernig þeir ætla að brokka þetta haustið. Gullið hefur sjaldan verið meira áberandi. Spariguggurnar eru samt meira
mynd
30. ágúst 2015 kl. 22:41

Óhreyfður smáhestur á inniskóm

Smáhesturinn er búinn að komast að því að það að vera tábrotinn er afar fín leið til þess að einfalda lífið en fá á sama tíma mjög mikið fyrir peninginn. Tábrot er augljóslega ákveðin kyrrsetning og fólk virðist átta sig á því að tábrotinn smáhestur getur bara ekki gert það sama og hinir. Það að vera tábrotinn er svolítið eins og að vera í endalausum frímínútum. Það nennir til dæmis enginn að vera meira
28. ágúst 2015 kl. 23:11

Tábrotinn smáhestur

Smáhesturinn beið aldeilis spenntur eftir að sperra sig í öllum haustlægðunum vopnaður splunkunýjum gúmmístígvélum úr spænska móðurskipinu Zöru. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem smáhestar hnjóta um háhæluð stígvél og það á frekar góðu verði. Smáhesturinn sá fyrir sér hvernig öll gömlu dressin yrðu eins og ný þegar stígvélin væru komin á fótinn og því þyrfti ekki að gera sig frekar upp meira
mynd
19. júlí 2015 kl. 22:44

Sparigugga sparar ...

Það getur ekki verið annað en hollt fyrir hverja manneskju að flytja reglulega. Það að bera kassa á milli húsa er góð líkamsrækt og svo reyna flutningar á vinstra heilahvelið. Það er nefnilega bara fólk með virkt vinstra heilahvel sem getur raðað í sendiferðabíla án þess að allt fari í fokk. Auk þess hafa allir gott af því að fara í gegnum veraldlegar eigur sínar og spyrja sig óþægilegra spurninga meira
mynd
13. júlí 2015 kl. 21:30

Þarna fór hún með okkur

Katrín, hertogaynja af Cambridge, lét okkur hinar tveggja barna spariguggu-mæðurnar fá nett hland fyrir hjartað þegar myndirnar úr skírn Karlottu birtust í fjölmiðlum. Sú stutta var skírð formlega síðasta sunnudag og móðirin var eins og kvikmyndastjarna eða kannski bara drottning. Þarna var hún glæsilegri en nokkru sinni fyrr í beinhvítum kápukjól, vel útsofin með hatt. Við kápukjólinn var hún með meira
mynd
5. júlí 2015 kl. 20:37

STOPP - ég er með húðdropa í augunum!

Ég vissi svo sem að húsbílaferð okkar vinkvennanna um síðustu helgi yrði efni í heila bók en ég gerði mér ekki grein fyrir að svona þriggja daga ferðalag myndi hækka hamingjustuðulinn um 57%. Að vera í þrjá sólarhringa með vinkonum sínum, kryfja málefni líðandi stundar, borða hressandi mat, þurrbursta á sér húðina og hleypa ævintýradólgnum út er ávísun á gleðivímu. Fyrir nokkrum árum fékk ég meira
mynd
29. júní 2015 kl. 14:36

Spariguggur á húsbíl

Lífið væri nú sannarlega litlaust og leiðinlegt ef samferðafólkið væri ekki svona ansi uppátækjasamt og létt. Ég vil nú alls ekki meina að fávitar laði að sér aðra fávita en máltækið líkur sækir líkan heim býr yfir ákveðnu sannleikskorni. Mögulega eru það bara fávitar sem segja yfirleitt já í stað nei. Reynslan hefur samt kennt undirritaðri það, og er hún nú ekki fædd í gær, og sannað að með því meira
mynd
9. júní 2015 kl. 11:13

Smáhestur pósar

Eftir að hafa farið nánast óhreyfð í gegnum fyrstu 33 ár ævinnar breyttist hugarfarið og undirrituð áttaði sig á því að hún gæti ekki gert kyrrsetunni svona hátt undir höfði. Hugsandi fólk trítar kyrrsetu ekki eins og einhverja drottningu og alls ekki ef þetta fólk stefnir á að verða 100 ára. Mögulega hafði þessi hugarfarsbreyting eitthvað með það að gera að undirrituð var á þessum tímapunkti búin meira
mynd
1. júní 2015 kl. 15:52

Sterkar konur sem standa í lappirnar

Ég klippti á mér hárið, keypti gleraugu, hætti að mála mig, fór í dragt í stað þess að vera í kjólum. Ég ætlaði að manna mig upp. Það gekk hins vegar ekki. Ekkert gekk neitt frekar og ég leit bara hræðilega út,“ sagði Ingrid Vanderveldt frumkvöðull, sem hefur stofnað og selt fjölmörg fyrirtæki sem samanlagt velta milljörðum króna. Á ráðstefnunni Startup Iceland sagði Vandervelt að sér hefði meira
mynd
27. maí 2015 kl. 11:07

Lífið er of stutt til að vera meðvitundarlaus

Fyrir níu vikum hófst heilsuferðalag Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar. Fimm stelpur voru valdar úr stórum hópi fólks til þess að takast á við þá áskorun að breyta lífi sínu til góðs með hreyfingu og heilbrigðu mataræði. Öfgarnar voru skildar eftir heima og daglegri hreyfingu komið inn í dagskrána. Svona fyrst þær voru byrjaðar skoraði ég á þær að vera sykurlausar í 10 vikur. Ég veit nefnilega meira
20. apríl 2015 kl. 15:44

Að skilja tilfinningarnar eftir heima

"Djöfull átti ég ömurlegan dag,“ sagði vinkona mín mæðulega þegar hún hringdi í mig á dögunum og svo byrjaði hún að telja upp allt sem fór úrskeiðis þann daginn og hvernig hún hefði siglt á milli skers og báru í lífsins ólgu sjó og rétt náð að sigla í höfn án stórslysa. „Og svo þurfti ég aðeins að stelast til að reykja til að ná mér niður eftir daginn,“ sagði hún og bætti við: meira
mynd
9. apríl 2015 kl. 18:58

Ertu að ala upp litla karlrembu?

Metnaðarfyllsta verkefni hvers foreldris er líklega að reyna að koma afkvæmum sínum nokkuð ósködduðum til manns. Að ala börnin okkar þannig upp að þau verði ekki óþolandi hrokafullar og leiðinlegar manneskjur á fullorðinsárum er mögulega stærsta verkefni lífsins. Og að þau verði heldur ekki mestu sóðar sem fyrirfinnast á plánetunni jörð. Sem drengjamóðir finnst mér líka mjög mikilvægt að reyna að meira
1. apríl 2015 kl. 9:56

Tepokarnir sem komust ekki á netið

Eitt af heillasporunum í lífinu var stigið þegar ég flutti í miðbæinn og fór að venja komur mínar á Kaffifélagið við Skólavörðustíg. Fyrir utan það að bjóða upp á eitt besta kaffið á höfuðborgarsvæðinu sogar þetta kaffihús til sín hóp af smörtu fólki sem lætur sko ekkert framhjá sér fara. Þess vegna kom það ekki á óvart að ég væri rukkuð um brjóstamynd þegar ég mætti kappklædd í mínum meira
22. mars 2015 kl. 13:08

First class guggur í Hafnarfirði

Lífið getur verið svo dásamlega svart/hvítt og stundum er bara ekki vinnandi vegur að halda sig á mottunni, jafnvel þótt maður sé alveg að komast í fullorðinna manna tölu. Í miðjum sparnaðaraðgerðum undirritaðrar, þar sem öll útgjöld eru skrifuð samviskusamlega niður og engu eytt í rugl, var gamla skyndilega sest upp í sinn einkabíl og keyrði á 200 inn í Hafnarfjörð. Ferðin í Hafnarfjörð var nú meira
22. mars 2015 kl. 12:19

Að komast í fullorðinna manna tölu ...

Það mun aldeilis draga til tíðinda í lok mars því þá kemst undirrituð loks í fullorðinna manna tölu. Eftir löng og ströng unglingsár mun 38 ára afmælisdagurinn renna upp bjartur, þurr og fagur. Eins skringilega og það kannski hljómar þá hefur undirritaðri alltaf fundist þeir sem eru 38 ára mjög fullorðnir eða mun fullorðnari en þeir sem eru 36 ára eða 37 ára. Ég mun því að sjálfsögðu gera ráð meira
mynd
9. mars 2015 kl. 16:23

Fatastíll óþekkra kvenna

Claire Underwood birtist aftur á skjánum á mánudagskvöldið á RÚV þegar þriðja serían af House of Cards fór í loftið. Stíllinn á frúnni er eitthvað svo áreynslulaus en á sama tíma elegant og vandaður. Fyrirferðarmiklir skartgripir eru ekki að þvælast fyrir, ekkert skraut og lítið um pallíettur. Eini skartgripurinn er oft bara dökku gleraugun eða kannski úr, en svona dagsdaglega er bara unnið með meira
mynd
3. mars 2015 kl. 11:14

Húsmæðrahagfræði 101

Febrúar er búinn að vera einn stór brandari með allskonar óvæntum uppákomum. Hverjar eru líkurnar á því að kona á fertugsaldri býtti við vinkonu sína á Diane von Furstenberg-kjól og tveimur bandarískum lúxusklósettum? Maður hefði mögulega haldið að líkurnar væru engar en annað átti eftir að koma á daginn. Grunaði alls ekki ég yrði týpan sem stæði uppi með lúxusklósettin og einum Furstenberg meira
28. febrúar 2015 kl. 10:55

Börn eru ekki fylgihlutir

Kim Kardashian átti ekki sjö dagana sæla þegar hún mætti með 19 mánaða dóttur sína, North West, á tískuvikuna í New York. Mæðgurnar voru í sínu fínasta pússi á fremsta bekk þegar pabbinn, hann Kayne West, sýndi línu sem hann hannaði fyrir Adidas. Við hlið þeirra mæðgna sat ein valdamesta kona tískuheimsins, Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue. Það sem gerðist næst var að þessi 19 mánaða var meira
mynd
9. febrúar 2015 kl. 11:11

Með fullt veski af 500-köllum

Ef einhver hefði sagt að konur ættu eftir að vera trylltar árið 2015 að díla með eigur sínar og sætu heilu og hálfu kvöldin í tölvunni hefðu örugglega einhverjir haldið að um grín væri að ræða. Hversu fyndið er það að draga fram flík í fataskápnum, stilla henni upp, taka mynd af henni, setja hana á einhverja lokaða grúppu á Facebook og bíða eftir lækum og viðbrögðum. Svo er skipst á skilaboðum og meira
mynd
11. janúar 2015 kl. 13:22

"Mjúkir mömmufætur" 2015

Á þessum árstíma keppast landsmenn um að verða nú loksins, í eitt skipti fyrir öll, besta útgáfan af sjálfum sér. Hinar árlegu heitstrengingar eru í forgrunni, allavega svona fyrstu vikurnar í janúar og mögulega fram í febrúar – ef fólk er óvenjumikið í ljósinu. Auðvitað er mamma ekkert öðruvísi en hinir nema hvað hún ákvað að taka nýja árið með óvenjumiklu trompi í ár og vinna dálítið með meira
21. desember 2014 kl. 17:16

Að stand'ann flatan...

Það er ekki tekið út með sældinni að hafa sama bílasmekk og eldri menn í laugardagsfötum. Því hefur mamma nú aldeilis fengið að finna fyrir síðustu vikuna og er ekki skemmt. Þetta myndi kannski sleppa ef mamma væri hætt að vinna eins og mennirnir í laugardagsfötunum, en að koma sér upp í Hádegismóa á hverjum degi og keyra börnin í skólann er að verða dálítið vondur brandari... Í haust lenti mamma meira
mynd
14. desember 2014 kl. 21:19

Blómavasinn lagaði sambandið

Ég varð frekar miður mín í vikunni þegar vinur minn hringdi í mig og sagði mér í trúnaði að það hefði gengið ógurlega illa í einkalífi hans upp á síðkastið. Þar hefðu verið stanslausir árekstrar, núningur og leiðindi og hreinlega stefnt í skilnað. Ég ætlaði að fara að hugga hann en ákvað einu sinni að reyna að hlusta í stað þess að grípa fram í þegar hljómurinn breyttist skyndilega og hann meira
9. desember 2014 kl. 10:59

Dansæði íslenskra húsmæðra ...

Ekki grunaði mig að Beyoncé Knowles sjálf myndi mæta til Íslands rétt fyrir jól til þess að halda upp á afmæli eiginmannsins, tónlistarmannsins Jay Z. Og af því maður þarf náttúrlega alltaf að tengja allt við sjálfan sig þá fannst mér þetta táknrænt. Að hún væri bara mætt á hjara veraldar, á sama tíma og ég hef lagt allt undir (...eða svona næstum því) til að verða jafngóður dansari og hún. Nánast meira
30. nóvember 2014 kl. 13:39

Úttaugaðar í jólastressinu ...

Á þessum árstíma, þar sem yfirsnúningurinn á það til að fara yfir hættumörk, er ágætt að gefa sér tíu mínútur eða korter og spyrja sig nokkurra spurninga. Ágætt er að vera með blað og penna við höndina, svo maður gleymi ekki aðalatriðunum í mesta glundroðanum, og skrifa svarið samviskusamlega niður á blað. Spurningin er eitthvað á þá leið hvað desember og jólaundirbúningurinn geri raunverulega meira
11. nóvember 2014 kl. 10:58

Fullur fataskápur af engu ...

Hver hefur ekki upplifað það að eiga fullan fataskáp af engu. Að lenda í ströggli hvern morgun og vita ekkert í hvað við eigum að fara er ekki sérlega góð leið til að byrja daginn. Í raun mætti segja að þetta væri hin fullkomna leið til að gera daginn alveg glataðan. Að líða eins og okkur vanti alltaf eitthvað er ekki góður staður að vera á. Og trúið mér – ég hef oft upplifað þetta... Ég gat meira
22. október 2014 kl. 9:49

Rammvilt og hjálmlaus ...

Stræti New York borgar skörtuðu sínu fegursta um síðustu helgi þegar ég þeyttist um götur stórborgarinnar á reiðhjóli. Að geta hjólað í bundnum kjól og strigaskóm í 20 stiga hita í október gerir lífið eitthvað svo extra gott. Og þegar mann langar frekar að hjóla og fá smá sól í andlitið í stað þess að vera villuráfandi með vísakort á Fifth Avenue þá hlýtur maður að vera kominn á pínulítið skárri meira
15. október 2014 kl. 0:35

Fótósjoppar af sér Instagram-myndir ...

Á hvaða stað er fólk statt í lífinu þegar það er farið að fótósjoppa sjálft af sér myndirnar sem það deilir á samfélagsmiðlinum Instagram? Ekki nóg með að fílterar séu notaðir heldur er ungviðið farið að ganga mörgum skrefum lengra til þess að koma sinni fullkomnu manneskju á framfæri. Hingað til hefur fótósjoppið verið stór partur af tískuheiminum enda ekki hægt að kaupa glanstímarit nema búið sé meira
28. september 2014 kl. 10:37

Konan í sloppnum ...

Eitt af því sem mikilvægt er að eiga þegar hausta tekur eru notaleg heimaföt. Þá erum við ekki að tala um eitthvað sérhannað og dýrt heldur fatnað sem hægt er að letihaugast í fyrir allan peninginn. Haustið er tími athafna og framkvæmda og þegar við fáum frið fyrir vinnunni og tómstundunum skiptir máli að vera þannig klæddur að ekkert þrengi að þannig að líkaminn fái raunverulega hvíld.Á mínu meira
mynd
24. september 2014 kl. 18:11

Galdurinn að vera gordjöss

Mér finnst alltaf jafngaman að fara í almennileg tískupartí og fílaði mig því í botn innan um alla tískuelítuna sem mætti í 60 ára afmæli Lindex í Gautaborg. Hátískuhönnuðurinn Jean Paul Gaultier var stjarna partísins en með honum í för var fyrirsætan Karen Elson. Elson hefur setið fyrir hjá þekktustu tískuhúsum heims eins og Roberto Cavalli og Lanvin og verið andlit Opium frá YSL svo eitthvað sé meira
mynd
17. september 2014 kl. 10:36

Má bjóða þér akkeri á upphandlegginn?

Tískuinspírasjón vikunnar kemur frá franska tískuhönnuðinum Jean Paul Gaultier sem ég hitti í Gautaborg í tilefni af 60 ára afmæli sænska móðurskipsins Lindex. Hin vandaða sjómannsdóttir sem ég er hefur náttúrlega alltaf haft smekk fyrir þverröndóttum fötum og keypt þau í ýmsum útgáfum í gegnum tíðina. Reyndar hefur aldrei verið splæst í original Gaultier heldur meira verið að vinna með einhverjar meira
9. september 2014 kl. 18:56

Martröð hvers morguns ...

Glundroðinn sem ríkir á heimilinu frá því vekjaraklukkan hringir og þangað til allir eru komnir út í bíl á morgnana getur verið við hættumörk. Stundum líður húsmóðurinni á heimilinu eins og fjölskyldan sé að taka þátt í raunveruleikaþætti og það eina sem vanti í þetta prógramm sé að mesta dólgnum sé hent út vikulega... Aðalbaráttumálin í glundroðanum eru ekki um hvað eigi að vera í morgunmat eða meira
6. september 2014 kl. 9:48

Leynibrúðkaup ársins ...

Hrós vikunnar fá Angelina Jolie og Brad Pitt fyrir að gifta sig nánast í leyni, bjóða bara 22 gestum og sjá til þess að fréttin um brúðkaupið kvisaðist ekki út fyrr en fimm dögum eftir það. Fjölmiðlar standa á gati og vita ekkert nema að brúðkaupið fór fram í lítilli kapellu í Château Mira-val í Frakklandi og að börn hjónanna tóku virkan þátt í athöfninni.Vitað er að Angelina Jolie klæddist hvítum meira
mynd
25. ágúst 2014 kl. 10:51

Þetta er sirka svona ...

September nálgast óðfluga sem þýðir ekki bara nýtt upphaf og ný tækifæri heldur einnig örlitlar breytingar þegar kemur að klæðnaði. Íslenska konan þarf reyndar ekki að gera miklar breytingar þannig séð enda búin að vera í mörgum ullarlögum síðustu mánuði. Þrátt fyrir það þá breytist stemningin alltaf aðeins þegar hausta tekur. Þessi árstími kallar á nýjar hugmyndir og örlítið nýtt tvist þótt við meira
28. júlí 2014 kl. 10:41

Þarftu veðurfarslega áhættustýringu?

Íslenska framsóknarsumrið heldur sínu striki og ef allt fer sem horfir verða næstu tvö sumur eins eða jafnvel lengur. Það fer allt eftir því hver úrslit kosninganna verða 2017. Þeir sem ætla að halda áfram að væla yfir vætunni ættu að setja næsta sumarleyfi í veðurfarslega áhættustýringu ... Það hvarflar stundum að mér að þeir sem röfli mikið yfir veðrinu séu kannski ekki staddir alveg á nógu meira
mynd
24. júní 2014 kl. 22:04

Er ennþá heimild á kortinu?

Ást mín á alvöru „outlettum“ í útlöndum er takmarkalaus. Þá er ég ekki að tala um outlet sem selja staflana af fjöldaframleiddum gallabuxum eða eru með íþróttaföt uppi um alla veggi heldur outlet sem selja alvöru góss. Þegar ég segi „alvöru góss“ þá er ég að meina vörur frá flottustu tískuhúsum heims úr eðalefnum og með fáguðu sniði. Þannig er nefnilega mál með vexti meira
mynd
16. júní 2014 kl. 14:11

Stundum er bara svo stutt í sjoppuna

Ég veit ekki á hvaða stað maður er kominn í lífinu þegar mann er farið að langa í allt frá franska tískuhúsinu Hermés. Ekki bara skartið og töskurnar heldur líka slæðusafnið, hestadótið og stellið. Mögulega er þetta að segja mér að sporunum í þjónustuíbúðina sé að fækka... og ég sé að verða að kerlingu. Í Frakklandi hefur Hermés þótt með því fínasta sem hægt er að eiga. Það þykir álíka fínt og meira
10. júní 2014 kl. 13:44

Kosningasjónvarpið

Þeir sem horfðu á kosningasjónvarpið á RÚV tóku væntanlega eftir því að lítið fór fyrir störfum stílista þegar kom að klæðaburði þáttastjórnenda í útsendingunni. Ég veit að ég er ekki eina manneskjan á plánetunni jörð sem tók eftir þessu þótt „umburðarlynda fólkið“ (takk Bergur Ebbi) vilji ekki ræða þetta. Þar sem ég lá eins og hakkabuff uppi í sófa, gjörsamlega buguð af þreytu og meira
1. júní 2014 kl. 13:51

Lífið á snúrunni

Kvenpeningurinn er upp til hópa mjög upptekinn af því að líta vel út og í mörgum tilfellum skiptir engu máli hvað það kostar. Það að vera svolítið upptekinn af útlitinu hefur ekkert með stétt eða stöðu að gera þótt tískustraumar hins eftirsótta útlits séu mismunandi. Það fer nefnilega alveg eftir kreðsum fyrir hverju snobbað er (útlitslega). Í sumum hópum þykir brúnka eftirsóknarverð á meðan aðrar meira
27. maí 2014 kl. 21:43

Það er ekki hægt að búa til kemestrí

Ég er búin að taka 12. september frá og þann 11. september verð ég hlekkjuð við Kitchen Aid-hrærivélina því ég er búin að lofa upp í ermina á mér. Ég er að fara að baka brúðartertu enda ekki á hverjum degi sem elsku George Clooney okkar gengur í það heilaga. Við Kolbrún Bergþórsdóttir, samstarfskona mín, höfum fylgst náið með ástarlífi stórleikarans síðustu ár. Þótt hann hafi verið á meira
18. maí 2014 kl. 13:10

Sofnaðir þú í partíi 1972?

Ég óttast mest þessa dagana að ég verði eins og gamli maðurinn sem fékk pláss á Hrafnistu 1992 og mætti alveg flottastur inn á heimilið í útvíðum brúnum pólíester-jakkafötum, með yfirvaraskegg, svolítið sítt hár, greitt yfir skallann og með skyrtuna opna niður á nafla. Í barminum var hann með merki og á því stóð „Jesus is the Lord“. Í hvert skipti sem ég rakst á hann á göngum Hrafnistu meira
4. maí 2014 kl. 22:25

Kynverunni hleypt út ...

Mitt einfalda og viðburðasnauða líf heldur áfram að rúlla eins og enginn sé morgundagurinn. Það var líklega þess vegna sem ég sagði já þegar ein afar skemmtileg stelpa hafði samband við mig og bauð mér að koma með sér og vinkonum sínum á Beyoncé Knowles-dansnámskeið. Það þurfti ekki að suða mikið í mér að koma, jafnvel þótt vinkonur mínar segi að ég sé versti dansari á Íslandi. Ég vissi líka meira
21. apríl 2014 kl. 10:42

Finndu miðjuna í neonlituðum "hotpants"

Uppáhaldskristilega hátíðin mín er að ganga í garð – sjálfir páskarnir. Ólíkt jólunum þá koma páskarnir alltaf notalega á óvart enda gerir fólk almennt engar sérstakar kröfur til páskanna. Það er ekki með væntingar um að fá eitthvað sjúklega dýrt og fínt frá ástinni og heimilið þarf ekki að vera fullkomið. Flestir sætta sig við eina grein í vasa með nokkrum vesælum eggjum á og í versta falli meira
30. mars 2014 kl. 20:26

Myndu aldrei láta dólgslæti slá sig út af laginu

Femínistahreyfingin á Íslandi er í krísu eftir að einn af forsprökkum hennar missteig sig á netinu í skjóli nafnleyndar og var með dólgslæti. Hingað til hefur femínistahreyfingin því miður verið of upptekin af og velt sér upp úr smáatriðunum sem engu máli skipta og misst af því sem skiptir konur raunverulegu máli – jafnrétti kynjanna og ekki síst meira
3. febrúar 2014 kl. 12:48

Ekki breyta þorrablótinu í danskeppni

Þótt það sé ekki sérlega sumarlegt um að litast þá eru allar alvöru tískupæjur farnar að pródúsera hvernig þær ætla að taka á móti vorinu – og það með stæl. Til þess að undirbúa sig er ágætt að fara að setja sumarfötin aðeins framar í fataskápinn, strauja það sem þarf að strauja og stagla í það sem þarf að stagla...kannski ekki alveg stagla í en samt (hér varð náttúrlega hrun meira
mynd
13. janúar 2014 kl. 10:45

Saltað og sykrað lífsblóm

Vissir þú að það tekur okkur tíu daga að núllstillast eftir jólin? Tíu daga að afsykra og afsalta líkamann og komast aftur í eðlilega svefnrútínu. Tíu daga að venja okkur af því að stinga öllu gotteríi sem á vegi okkar verður upp í okkur og tíu daga að venja okkur á að klæða okkur í venjuleg föt – ekki bara náttföt eða spariföt til skiptis. Eina tískupælingin svona í upphafi árs er því ekki meira