c

Pistlar:

16. febrúar 2016 kl. 10:15

Marta María Jónasdóttir (martamaria.blog.is)

Beyoncé bjargar heimilisbókhaldinu

beyoncé formationSmáhesturinn brosti hringinn þegar hann sá vinkonu sína, Beyoncé Knowles, slá í gegn í bandarísku Ofurskálinni í vikunni. Ekki nóg með það heldur frumflutti hún nýtt lag í leiðinni, svona fyrst hún var að massa þetta á annað borð. Myndbandið við lagið Formation er ekki bara fullt af fallegum fáklæddum konum heldur sýndi vinkonan það að hún er gallharður aðgerðarsinni.

Í verkinu tekur vinkonan afstöðu gegn lögregluofbeldi og lofsyngur svarta fegurð, en fram til þessa hefur farið fremur hljótt aðkoma hennar að Black Lives Matter-hreyfingunni.

Knowles, sem er 34 ára gömul, hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að flagga skoðunum sínum þótt hún hafi lagt femínistahreyfingunni lið. Hún hefur líka hálfpartinn verið í felum, ekki gefið fjölmiðlum mikið aðgengi að sér, heldur látið verkin tala.

Það að vera með dólg fyrir framan 111 milljón áhorfendur eins og hún gerði á Ofurskálinni bandarísku er töff og eitthvað sem konur ættu að gera meira af, alltaf, alla daga.beyoncé gucci

Í myndbandinu við Formation dregur hún upp myndir af veruleika sem venjulegir borgarar þekkja ekki. Þessu er svo pakkað inn í glansumbúðir en í nánast öllum klippum úr myndbandinu klæðast Knowles og dansararnir fatnaði frá ítalska tískuhúsinu GUCCI. Ákveðinn hópur Íslendinga tengir þetta munstur eflastu við góðærið svokallaða sem einhverjir upplifðu á árunum fyrir hrun. Þá voru spariguggurnar ekki gjaldgengar nema eiga tösku með þessu mónógrami og svo rataði það í fréttir þegar íslenskur athafnamaður keypti sér GUCCI-leðurjakka fyrir um hálfa milljón með krítarkortinu sínu erlendis. Það þótti alls ekki nógu vandað.

Á dögunum byrjaði smáhesturinn aftur í Beyoncé-dansi eftir smá hlé og endurnýjaði kynnin við kynveruna (djók). Vegna anna í daglegu lífi hafði smáhesturinn þurft að hvíla dansinn því hin bugaða húsmóðir, sem smáhesturinn er, getur ekki alltaf gert allt. Stundum þarf eitthvað undan að láta.

Það sem kom á óvart, þegar kynnin við dansa Beyoncé voru endurnýjuð, er hvað það bústar upp gleðina í hjartanu að dansa. Það er eins og að fá vítamínsprautu að klæða sig upp í dansbúninginn í hádeginu á sunnudögum til þess eins að skemmta sér. Í Beyoncé-dansinum er ekki keppt í því hver er mest töff, með flottustu hreyfingarnar eða í besta búningnum.

Á þessu nýja námskeiði hefur verið boðið upp á nýjungar, smáhesturinn lært ýmibeynocé gucci2s ný spor eins og að skipta um gír í bíl með kynfærunum eins og danskennarinn kallar það. Þið verðið bara að ímynda ykkur hvernig sporið er en þess má geta að þetta spor vakti kátínu á heimili smáhestsins þar sem stífar dansæfingar hafa staðið yfir á síðkvöldum. Þessi dansspor hafa mikið notagildi og geta sparað heimilinu heilmikla peninga. Karldýrið á heimilinu hefur allavega ekkert að gera á kampavínsklúbba þegar þessi dans er stiginn inni á heimilinu. Á morgun mun danshópurinn læra dansinn við Formation. Legg ekki meira á ykkur!