Pistlar:

28. apríl 2021 kl. 16:14

Guðný Ósk Laxdal (royalicelander.blog.is)

Vilhjálmur og Katrín í 10 ár

Núna eru komin 10 ár síðan Vilhjálmur bretaprins giftist Kate Middleton í Westminster Abbey. Því er um að gera að fara yfir 10 staðreyndir um hertogahjónin af Cambridge og brúðkaupið þeirra í tilefni dagsins.

  1. Nýtt nafn

Kate gekk inn í kirkjuna sem Kate Middleton en gekk út sem HRH Catherine the Duchess of Cambridge (hennar hátign Katrín, hertogaynjan af Cambridge, eins og við myndum segja á íslensku). Venja er að prinsar fái hertogatitil þegar þeir giftast og fá eiginkonurnar kvenútgáfuna af titlinum. Síðan 2011 ber Katrín ekki lengur Middleton nafnið, þó flestir þekki það nafn mjög vel. Það er hefð að konungsfólk beri ekki eftirnöfn, þar sem allir landsmenn eiga að vita um hvern ræðir. Katrín sjálf valdi að vera kölluð Catherine en ekki Kate.

  1. Tímabundin sambandsslit 

Vilhjálmur og Katrín kynntust fyrst í St. Andrew háskólanum í Skotlandi. Þar voru þau fyrst einungis vinir, og fluttu saman með öðrum vinum í íbúð árið 2002. Það er síðan árið 2004 sem samband þeirra varð opinbert, en þá sást Katrín með Vilhjálmi og fjölskyldu í skíðaferð í Sviss. Árið 2007 hættu þau stuttlega saman í um tvo mánuði en náðu svo aftur saman. Telja margir að tímabundnu sambandslitin hafi verið vegna þess að Vilhjálmur taldi sig ekki tilbúinn að biðja Katrínar. Úr því varð uppnefni slúðurblaðanna fyrir Katrínu "Waity Katie". Í október 2010 bað Vilhjálmur Katrínu um að giftast sér meðan þau voru að ferðast um Kenía. Trúlofunin var síðan gerð opinber á blaðamannafundi í nóvember 2010 og loks giftu þau sig 29. apríl 2011. 

 

  1. „Bíddu þar til þú sérð hana“

Mikil leynd var yfir brúðarkjólnum hennar Katrínar og einungis fáir sem höfðu séð hann áður en hann birtist fyrir heiminum. Kjóllinn var hannaður af Sarah Burton, hönnuði hjá Alexander McQueen tískuhúsinu. Hefð er fyrir því að ekki sjáist í handleggi konunglegra brúða við trúarathafnir og var það ástæðan fyrir síðerma kjól. Það að ermarnar voru úr blúndu leyfðu kjólnum að vera aðeins nútímalegri. 

Samkvæmt hefð mátti Vilhjálmur ekki snúa sér við til að sjá brúði sína ganga upp að altarinu, en bróðir hans Harry fékk leyfi til þess og á að hafa hvíslað að Vilhjálmi "bíddu þar til þú sérð hana" þegar Katrín gekk inn. Það fyrsta sem Vilhjálmur sagði við Katrínu þegar hann sá hana var „You look beautiful“.

  1. Líkindi við brúðkaup Karls og Díönu

Margt við brúðkaupið minnti á brúðkaup Díönu og Karls árið 1981, en bæði brúðkaupin voru í Westminster Abbey. Katrín tók sömu ákvörðun og Díana prinsessa gerði árið 1981, og valdi að fjarlægði orðið "hlýða" úr brúðkaupsheitunum. Einnig ber Katrín sama trúlofunarhring og Díana gerði. 

Eftir athöfnina ferðuðust brúðhjónin í hestakerru að Buckinghamhöll og birtust á svölunum þar fyrir framan mannfjöldann. Á svölunum kysstust þau fyrir framan alla og urðu mikil fagnaðarlæti. Þau ákváðu síðan að kyssast aftur. Foreldrar Vilhjálms, Díana og Karl voru fyrstu konunglegu brúðhjónin sem kysstust á svölunum eftir sitt brúðkaupið, en það var bara einu sinni. 

Mörgum fannst athyglisvert að Vilhjálmur og Katrín kysstust ekki við athöfnina, en þannig eru konunglegu hefðirnar. 

  1. Brúðartertan

Brúðarterta Vilhjálms og Katrínar var frekar smá miða við konunglegar brúðartertur, en hún var um 89 cm. Lítil samanborið við brúðartertu Karls og Díönu sem var ca 183 cm og brúðartertu Elísabetar og Filippusar sem var ca 274 cm. 

Kakan var ávaxtakaka og hefur ekki klárast í veislunni þar sem seinast var boðið upp á sneiðar af kökunni í skírn Lúðvíks prins árið 2018. 

  1. Afslappaðari brúðhjón

Eftir athöfnina, og kossana á svölum Buckinghamhallar, var hádegisverður fyrir gesti í Clarence House. Brúðkaupsveislan var síðan um kvöldið. Það kom öllum á óvart að Vilhjálmur og Katrín sáust keyra um á Aston Martin bíl Karls eftir hádegisverðinn. Þar voru brúðhjónin mjög afslöppuð, miðað við hestakerruferðina fyrr um daginn, og skemmtu sér konunglega. 

 

  1. Konunglegir gestir

Konungsfjölskyldum um 24 þjóða var boðið í brúðkaupið. Þar má telja Margréti danadrottningu, Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daníel prins eiginmaður hennar, Albert prins af Mónakó og Charlene eiginkona hans (þá ógift), Felipe konungur Spánar (þá krónprins) var viðstaddur með Letizia eiginkonu sinni (þá krónprinsessu) og móður sinni Sofia spánardrottningu. Willem-Alexander og Maxima, kóngur og drottning Hollands voru líka viðstödd, en á þessum tíma voru þau krónprins og krónprinsessa. Meðlimir grísku konungsfjölskyldunnar voru líka á gestalistanum, en Filippus afi Vilhjálms fæddist prins af Grikklandi og Danmörku. 

  1. Konungleg heimili

Fyrst eftir brúðkaupið bjuggu Vilhjálmur og Katrín í Clarence House ásamt Harry, Karli og Kamillu. Eftir brúðkaupið fluttu þau inn í Kensingtonhöll (sem var heimili Díönu prinsessu). Harry flutti einnig inn í höllina stuttu seinna en flutti síðan út eftir að hann giftist Meghan. 

Það þarf ekki að hafa áhyggjur um að þröngt sé á þessum heimilum en Vilhjálmur og Katrín búa í "íbúð" 1A í Kensingtonhöll, en sú íbúð er á 4 hæðum með 20 herbergjum. Undanfarin ár hafa þau breytt íbúðum 8 og 9 í skrifstofur fyrir starfsfólk sitt. Íbúðir 8 og 9 voru heimili Díönu á sínum tíma. 

Katrín og Vilhálmur eiga einnig Anmer Hall, sveitasetur í Norfolksýslu. Setrið var brúðkaupsgjöf frá Elísabetu drottningu en þau fluttu ekki inn fyrr en 2013 og var setrið þá mikið endurnýjað. Anmer Hall er 3 km frá Sandringhamsetrinu, en það er í eigu Elísabetar sjálfrar og er breska konungsfjölskyldan þar vanalega um jólin. 

Cambridgefjölskyldan fyrir framan Anmer Hall 2020:

 
 
 
View this post on Instagram

A post shared by ITV News Royals (@itvnewsroyals)



  1. Sögulegir erfingjar

Árið 2013 eignuðust Vilhjálmur og Katrín sitt fyrsta barn Georg Alexander Lúðvík, og síðan stelpu árið 2015, Karlottu Elísabetu Díönu, og síðan strák árið 2018, Lúðvík Arthúr Karl. Öll börn þeirra bera prins og prinsessu tilil, þó þau séu barnabarnabörn drottningar. Þegar Vilhjálmur og Katrín áttu von á Georg var farið í að breyta erfðalögum titla, stærsta breytingin var að stelpur hafa sama rétt og drengir til að erfa titla, og að börn ríkiserfingja fái prinstitla. Áður fyrr voru það einungis börn karlskyns barna konungs sem fengu prins eða prinsessu titil. Þar sem Vilhjálmur er augljós ríkiserfingi á eftir föður sínum þá fá börn hans prinsa og prinsessu titla. 

Þegar Lúðvík prins fæddist fyrir þremur árum varð Karlotta söguleg að því leyti að hún er fyrsta breska prinsessan sem færist ekki aftur í erfðaröðinni við það að eignast yngri bróður. 

  1. Framtíðarkóngur og drottning

Vegna hás aldurs Elísabetar og Karls, er líklegt að ekki munu líða margir áratugir þangað til að Vilhjálmur erfir krúnuna. Mun Katrín þá vera honum við hlið og líklegast fá titilinn drottning, ef ekkert breytist. Mikið er um skilnaði í bresku konungsfjölskyldunni, Anna skildi við fyrsta mann sinn eftir 18 ár, Andrew og Sara skildu eftir 10 ára hjónaband og Karl og Díana skildu eftir 15 ára hjónaband. 

Vilhjálmur og Katrín hafa þó undanfarinn áratug sýnd mikla samheldni og verið mjög stöðug í sínu sambandi. Má því segja að þau minni frekar á Elísabetu og Filippus, en þau voru gift í rúm 73 ár.

 

12. apríl 2021 kl. 22:51

Hverjir mæta í jarðarförina?

Fyrirkomulag jarðarfarar Filippusar prins var gert opinbert síðastliðin laugardag. Allt skipulag var þó tilbúið fyrir löngu, en vegna Covid þurfti að aðlaga skipulagið að núverandi sóttvarnarreglum í Bretlandi. Filippus sjálfur kom mikið að skipulagi að sinni eigin jarðarför, en má þá helst nefna líkbíllinn sem mun flytja hann í St. George kappelluna í Windsor. Er það meira
11. apríl 2021 kl. 15:08

Viðbrögð konungsfjölskyldunnar

Filippus prins lést síðastliðin föstudag. Í tilkynningu frá Buckinghamhöll lýsti Elísabet yfir missi sínum og sagði að hann hefði dáið friðsamlega. Við tekur 8 daga sorgartími fyrir drottninguna og Bretland allt, engin ný lög geta fengið konunglegt samþykki á þessum tíma og hafa stjórnmálamenn um allt konungsríkið dregið sig í hlé. Konungsfjölskyldan sjálf virðir 30 daga sorgartíma, þar sem þau meira
9. mars 2021 kl. 10:44

Af hverju er Archie ekki prins?

Viðtal Oprah við hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan var sýnt hér á landi í gærkvöldi og má vægast sagt segja að það er margt sem þarf að skoða betur og ræða. Eitt af því sem var rætt var titill sonar þeirra hjóna, Archie.  Archie Harrison Mountbatten-Windsor fæddist í maí 2019, og þegar var tilkynnt um nafnið hans var líka tilkynnt að hann myndi ekki bera neinn titil en það yrði talað meira
19. júlí 2020 kl. 15:21

Gifti sig í kjól drottningarinnar

Seinastliðinn fimmtudag var það tilkynnt af Buckinghamhöll að Beatrice, prinsessa í Bretlandi og eldri dóttir Andrésar prins, hefði gifst Edo Mapelli Mozzi fyrr um morguninn í leyni. Átti brúðkaupið sér stað í Windsor og voru um 20 gestir viðstaddir. Upprunalega átti brúðkaupið að vera 29. maí en vegna kórónuveirufaraldursins varð það aldrei að veruleika. Myndir frá brúðkaupinu voru ekki meira
28. maí 2020 kl. 13:42

Katrín móðguð vegna umfjöllunar um þreytu

Breska blaðið Tatler var með umfjöllun um Katrínu um daginn. Umfjöllunin hefur verið mjög umdeild og er það aðallega vegna þess hve harkalega Kensington-höll gagnrýnir umfjöllunina. Með Kensington-höll er átt við starfslið hertogahjónanna af Cambridge. Í stuttu máli þá kemur fram í umfjölluninni að Katrín sé þreytt á hversu mikið álag sé núna á henni og hennar fjölskyldu eftir að Harry og Meghan meira
22. apríl 2020 kl. 23:53

Gjörbreyttur afmælisprins

Lúðvík prins, sonur hertogahjónanna af Cambridge, fagnar 2 ára afmæli í dag. Eins og hefð er fyrir voru gefnar út nýjar myndir af honum í tilefni dagsins. Alls voru þrjár nýjar myndir birtar og má segja að drengurinn hafi þroskast mikið undanfarið en hann er gjörbreyttur í útliti. Sharing a sneak peek of Prince Louis’s handiwork ahead of his second birthday!ðŸÅ½¨ We are pleased to meira
29. mars 2020 kl. 14:33

Konungsfólkið vinnur að heiman

Margir eru núna í þeim sporum að vinna heima hjá sér, og er kóngafólk heimsins engin undantekning. Eitt af stærstu hlutverkum konungsfjölskyldna í heiminum er að vera fyrirmyndir fyrir þegna sína, og er það sérstaklega mikilvægt þegar það er neyðarástand. Undanfarna daga hafa meðlimir hina ýmsu konungsfjölskyldna í heiminum verið dugleg að sýna á samfélagsmiðlum hvernig þau vinna að meira
16. febrúar 2020 kl. 15:23

Konunglegir skandalar 2020

Þó svo að árið sé tiltölulega nýbyrjað þá má segja að þegar kemur að konunglegum fréttum sé nóg að gerast. Undanfarnar vikur hefur mikið gengið á sem má teljast sem nokkuð slæm byrjun á nýjum áratugi. Breska konungsfjölskyldan hefur þar verið hvað háværust en fleiri konungsfjölskyldur í Evrópu hafa verið að takast á við slæmar fréttir.  Danmörk: Í janúar kom það í ljós að Friðrik krónprins og meira
13. janúar 2020 kl. 22:16

Loksins sátt í höllinni

Það var kominn tími til að breska konungsfjölskyldan færi að tjá sig um mál seinustu viku og er ég þá að sjálfsögðu að tala um yfirlýsingu Harry og Meghan um að þau vilji draga úr hlutverki sínu innan konungsfjölskyldunnar. Eða eins og þau sjálf tala um, þau vilji draga sig í hlé sem heldri meðlimir fjölskyldunnar. Málið hefur verið mikið rætt undanfarna daga og því óþarfi að fara ítarlega yfir meira
8. janúar 2020 kl. 22:53

Hin stóra ákvörðun Harry og Meghan

Hertogahjónin af Sussex tilkynntu í gær að þau muni á næstunni vinna að því að breyta hlutverki sínu innan bresku konungsfjölskyldunnar. Í tilkynningunni tala þau um að þau ætli að draga sig í hlé sem „senior“ meðlimir konungsfjölskyldunnar og vilji verða fjárhagslega sjálfstæð. Einnig stefna þau að því að verja meira af tíma sínum í Norður-Ameríku. Tilkynningin kemur virkilega á óvart meira
7. nóvember 2019 kl. 17:26

Meghan og Katrín báðar í bláu

Það mætti halda að þær svilkonurnar Katrín og Meghan hafi lagt á ráðin um litaval fyrir heimsóknir dagsins en báðar voru þær klæddar bláu. Katrín og Vilhjálmur mættu í gærmorgun til að fagna nýjum góðgerðarsamtökum sem munu veita fjárhagsaðstoð þegar um er að ræða stærri neyðartilvik eins og náttúruhamfarir. Katrín var klædd kóngabláum kjól frá Emilia Wickstead og svörtum skóm með svart veski. Í meira
23. október 2019 kl. 22:44

Hvað er í gangi með Harry og Meghan?

Ein helsta spurning sem ég fæ þessa daganna er, hvað er í gangi með Harry og Meghan? Það er engin furða að fólk spyr sig, enda virðist alltaf eitthvað nýtt vera að koma fram. Það nýjasta er heimildamynd sem ITV frumsýndi um seinustu helgi, en myndin fylgir hertogahjónunum af Sussex í konunglegri ferð þeirra um Afríku. Þau hjónin gáfu leyfi fyrir myndinni og koma fram í stuttum viðtölum þar sem þau meira
18. október 2019 kl. 11:24

Formúla sem klikkar ekki fyrir verðandi konung og drottningu

Katrín og Vilhjálmur, hertogahjónin af Cambridge, hafa undanfarna daga verið í konunglegri heimsókn í Pakistan. Pakistan er eitt af þeim löndum sem er hluti af Breska samveldinu og mikilvægt að rækta sambandið milli ríkjanna með konunglegum heimsóknum. Heimsóknin hefur verið frekar óhefðbundin en lítið hefur verið gefið upp um dagskrá hertogahjónanna fyrirfram útaf öryggisástæðum. Einn heimsóknin meira
19. september 2019 kl. 23:24

Katrín sýnir Meghan stuðning

Katrín, hertogaynja af Cambridge var á dögunum í heimsókn í Southwark í London til að fræðast meira um góðgerðarsamtök sem styðja við börn og ungar mæður. Fataval hennar vakti athygli mína en það minnir töluvert á fataval mágkonu hennar, hertogaynjunnar af Sussex. Katrín var mætt í buxum og skyrtu, en hún klæðist vanalega kjólum, pilsum og kápum við svipuð tilefni. Það er sjaldséð að sjá hana meira
4. september 2019 kl. 10:59

Harry prins svarar fyrir sig

Harry prins hefur verið mikið gagnrýndur undanfarið fyrir að ferðast um á einkaþotu í sumar og svaraði loksins fyrir það seinastliðinn þriðjudag. Breski prinsinn hefur verið mikill talsmaður umhverfismála undanfarið og nefndi t.d. í viðtali á dögunum að hann og Meghan ætli sér bara að eignast tvö börn af umhverfisástæðum. Harry var í vikunni staddur í Amsterdam að kynna nýtt samvinnuverkefni sem meira
29. ágúst 2019 kl. 15:45

Andrew prins býr til vandræði

Þessa daganna hefur mál Jeffrey Epstein haft afleiðingar fyrir bresku konungsfjölskylduna en Andrew prins hefur orðið fyrir mörgum ásökunum í málaferlum bandaríska fjárfestsins. Upp hafa komið myndbönd og vitni sem gefa til kynna að prinsinn hafi vitað um mansal og vændissölu Epsteins. Buckinghamhöll hefur afneitað öllum ásökunum á hendur Andrew síðan málið kom fyrst upp, og á dögunum kom út meira
21. ágúst 2019 kl. 13:15

Harry varð brjálaður út í Vilhjálm

Ný heimildamynd um prinsana af Wales, Vilhjálm og Harry var frumsýnd um seinustu helgi í Bretlandi og ber heitið William and Harry: Princes at War. Myndin fjallar um meint ósætti bræðranna, en dramatískur titillinn gefur til kynna að um einhvers konar stríð sé að ræða. Í júní síðastliðnum var það gefið út að góðgerðarsjóður sem þeir bræður stofnuðu saman myndi hér með einungis vera undir stjórn meira
22. júlí 2019 kl. 0:51

Afmælismyndir Georgs prins

Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni. Prins Georg er í dag 6 ára, og eins og konunglegar hefðir segja til um voru opinberar myndir af honum gefnar út í tilefni dagsins. Í ár voru gefnar út þrjár myndir af prinsinum en allar myndirnar voru teknar af móður hans, Katrínu og er því frekar meira
4. júlí 2019 kl. 3:14

Tilkynningin um skírn Archie

Í gær var sent út tilkynning frá Buckinghamhöll um skírn Archie Harrison Mountbatten-Windsor, son Harry og Meghan. Skírnin verður haldin næsta laugardag, 6. júlí, en það er tveimur mánuðum eftir að Archie fæddist. Margir bíða spenntir eftir skírninni, en þá munu loksins koma fleiri myndir af nýjasta meðlimi konungsfjölskyldunnar. Skírnir verða oft til þess að við fáum flottar fjölskyldumyndir eins meira
28. júní 2019 kl. 12:49

Konunglegur klofningur: Cambridge gegn Sussex

Nýlegar fréttir greina frá því að sameiginlegur góðgerðarsjóður hertogahjónanna af Sussex og Cambridge muni framvegis einungis starfa undir nafni Cambridge hjónanna. Þessar fréttir eru einar af mörgum undanfarið sem gefa þá sýn að ekki sé gott á milli Sussex og Cambridge hjónanna, en samstarf hertogahjónanna er í dag lítið sem ekkert. Konungshöllin afneitar öllum ásökunum um ósætti en erfitt er að meira
18. júní 2019 kl. 17:08

Harry prins fer nýjar leiðir

Harry og Meghan eru að verða vel þekkt fyrir að fara öðruvísi að hlutunum en konunglegar hefðir segja til um og vilja margir meina að það sé Meghan sem sé að umbreyta öllu, en Harry er líka að fara nýjar leiðir. Seinasta sunnudag deildi instagram aðgangur Harry og Meghan nýrri mynd af syni þeirra Archie í tilefni feðradagsins í Bretlandi. Það sést hinsvegar bara rétt svo í andlit barnsins, en það meira
Guðný Ósk Laxdal

Guðný Ósk Laxdal

Konungsfjölskyldur eru merkilegt menningarfyrirbæri sem eru stöðugt í sviðsljósinu og vekja sífellt áhuga. Guðný stúderaði nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar í B.A. ritgerð sinni í ensku við HÍ og hefur ávallt haft gaman af konunglegum málefnum, bæði sem dægurmál og fræðilegt menningarfyrirbæri. Hún skrifar útskýringarpistla og segir frá skemmtilegum staðreyndum og fer nánar í konunglegt slúður. Hún fjallar frekar um konungsfjölskylduna á instagram @royalicelander.

Meira