c

Pistlar:

17. febrúar 2017 kl. 14:11

RVKfit (rvkfit.blog.is)

RVKfit og meistaramánuður

RVKfit er hópur sem samanstendur af sjö vinkonum sem hafa það sameiginlegt að hafa áhuga á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl. Í um tvö ár hafa þær verið í þjálfun saman þar sem þær eru að gera fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Sú hugmynd myndaðist svo að stofna snapchat aðgang og deila gleðinni. Snapchattið höfðar til þeirra sem hafa áhuga á heilbrigðum lífstíl án allra öfga.
Við í RVKfit höfum tekið endurvakningu meistaramánuðs fagnandi og höfum allar sett okkur markmið, hvort sem þau eru stór eða lítil. Einhverjar sáu þetta sem kjörið tækifæri til þess að halda í markmið janúar mánuðar og fylgja þeim enn betur eftir. Aðrar settu sér róttækari markmið til þess að skora á sjálfa sig. Markmiðin hafa það öll sameiginlegt að ýta undir heilbrigði og góðar venjur, en það tekur yfirleitt fjórar vikur að koma upp nýjum venju og því er meistaramánuður tilvalinn í það verkefni.
Hér koma nokkur markmið sem stelpurnar hafa sett sér í febrúar:
- Hlaupamarkmið (10km á viku fyrir þær sem vildu koma sér af stað en 100km á mánuði þegar markmiðið var að bæta tíma)
- Hot Yoga og teygjur að minnsta kosti 1x í viku
- Ekki borða neitt sælgæti (Sumar leyfðu sér þó smá nammi um helgar ;) )
- Drekka meira af vatni, 2L á dag er gott viðmið
Svo voru einnig minni og almennari markmið eins og að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum, elda oftar heima og huga vel að andlegri líðan.
 
Ef þið viljið fylgjast meira með markmiðum stelpnanna í meistaramánuð og sjá hvernig þeim gengur við að fylgja þeim eftir þá getið þið fylgst með þeim á snapchat og Facebook undir nafninu RVKfit.
RVKfit

RVKfit

Rvkfit er hópur sem samanstendur af 7 stelpum sem allar hafa það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á hreyfingu og heilbrigðum lífstíl.

Meira