Pistlar:

13. janúar 2025 kl. 15:56

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Bretland: Kynþáttafordómar undir öfugum formerkjum

Bretland hefur lengi glímt við ógeðfellda sögu svokallaðra tælingargengja, sem hafa misnotað þúsundir ungra stúlkna kynferðislega í gegnum tíðina. Nú er svo komið að málið klýfur bresk þjóðlíf og bresk stjórnmál eins og vikið var að hér í síðasta pistli. Undir niðri er uppgjör við innflytjendastefnu Breta og samlögun ólíkra trúar- og þjóðfélagshópa. Það er erfitt að sneiða framhjá þeirri staðreynd að gerendur áberandi mála sem vöktu mikla fjölmiðlaathygli reyndust í öllum tilvikum vera karlmenn af pakistönskum uppruna.aarocdale

Segja má að umræðan hafi farið á flug þegar milljarðamæringurinn Elon Musk hóf afskipti sín með ummælum á samfélagsmiðli sínum X. Þar sakaði hann Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands um að hafa ekki tekist á við ógn sem stafar af karlagengjum sem táldrógu ungar stúlkur og misnotuðu þær kynferðislega. Musk dróg ekki af sér og hvatti meira að segja til þess að Jess Phillips, ráðherra málaflokks barna sem eiga undir högg að sækja, yrði fangelsuð eftir að hún neitaði að taka upp og endurskoða opinbera rannsókn á sögu barnaníðs í bænum Oldham. Þess í stað hafði Phillips lagt til að sett yrði á fót staðbundin nefnd í samræmi við þær sem stofnaðar höfðu verið í Rotherham og Telford. Málið hefur orðið rammpólitískt og þingmenn Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt ríkisstjórn Verkamannaflokksins harðlega og fullyrt að stjórnin hafi „yfirgefið“ fórnarlömb þessara glæpa. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins vakti athygli á áhrifum málsins á bresk stjórnmál í dag en nýr leiðtogi Íhaldsflokksins, Kemi Badenoch, hefur farið fram á heildstæða rannsókn en nú þegar hafa verið skrifaðar staðbundnar rannsóknarskýrslur.

Í upphafi síðasta árs kom út hrikaleg skýrsla um hvað gekk á í Rochdale frá 2004 til 2013 þegar þar voru reknir umsvifamiklir barnanauðgunarhringir. Fjallað var um skýrsluna í grein hér en henni var að fara yfir ábyrgð lögreglu og félagsmálayfirvalda á Manchester-svæðinu en viðkvæmni yfirvalda við að taka á málinu var beint rakið til ótta við áskanir um útlendingahatur eða kynþáttafordóma. Rishi Sunak, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét málið mikið til sín taka og heimsótti Rockdale þegar skýrslan kom út. Þá voru fjölmiðlar mjög uppteknir af niðurstöðum hennar og um hana mikil umræða í breska þinginu. En þó að skýrslan hafi haft veruleg áhrif meðal almennings í Bretlandi fékk hún litla sem enga umræðu hér á landi þó af henni væru sagðar fréttir.aarocdale

Erfðar frásagnir

Hér í síðasta pistli var vitnað í grein blaðamannsins og dálkahöfundarins Dominic Green á vefnum The Free Press (The Biggest Peacetime Crime - and Cover-up - in British History). Í það skipti var ekki farið ofan í einstök mál en óhugnanlegar lýsingar hafa verið staðfestar í þeim til þess að gera fáum ákærum sem hafa komist fyrir dómstóla. Þjáningarnar sem lýst er í málsskjölum eru hræðilegar og Green segir það ekki fyrir viðkvæma að lesa. Atburðarásin er oft þannig að barnungum stúlkum í viðkvæmri félagslegri stöðu er nánast rænt, þeim haldið föngnum og þær barðar eða þeim misþyrmt. Allt með það að markmiði að beita kynferðislegri misnotkun í formi hópnauðgana eða þær eru seldar mansali og oft pyntaðar.

Sum málanna eru ótrúleg en Green rekur þekkt mál sem kom upp í Oldham árið 2006 þegar 12 ára stúlka að nafni „Sophie“ kom kvöld eitt inn á lögreglustöð og greindi frá því að hún hefði nýlega verið misnotuð í kirkjugarði af manni að nafni „Ali“. Sá er tók á móti henni á stöðinni sagði stúlkunni að koma aftur í fylgd fullorðinna þegar hún væri edrú. Tveir menn réðust að henni þegar hún kom út af lögreglustöðinni. Ásamt þriðja manni nauðguðu þeir henni í bíl sínum. Þegar þeir hentu henni á götuna spurði hún mann að nafni Sarwar Ali til vegar. Hann fór með hana heim til sín, nauðgaði henni og gaf henni síðan peninga fyrir rútufargjaldi heim. Maður að nafni Shakil Chowdhury kom í bíl hans og bauðst til að fara með hana heim. Hann rændi henni og fór með hana í hús þar sem hann og fjórir aðrir menn nauðguðu henni ítrekað. Þessa frásögn birti blaðakonan Charlotte Green á vefsíðu The Oldham Times í júní 2022.grooming

Nokkrar stúlkur voru myrtar. Í Manchester árið 2003 var Victoria Agoglia ítrekað byrlað ólyfjan og nauðgað áður en henni var gefinn banvænn skammtur af heróíni þegar hún var 15 ára. Í Blackpool sama ár hvarf hin 14 ára Charlene Downes, lík hennar fannst aldrei.

Í Telford tældi (groomed) Azhar Ali Mehmood hina 12 ára gömlu Lucy Lowe og gerði hana ólétta þegar hún var 14 ára. Hann brenndi hana lifandi á hennar eigin heimili ásamt móður hennar, fatlaðri systur og ófæddu öðru barni hennar, sem Mehmood átti einnig. Mehmood var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2001 fyrir morð en var ekki dæmdur fyrir kynferðisglæpi.

Green rifjar upp að á þeim tíma sem herferðin „Segðu nafnið hennar“ (Say Her Name, sem var herferð sem sneri að svörtum stúlkum sem urðu fyrir ofbeldi) var í gangi hafi engum málsmetandi aðila þótt skipta máli að segja nöfn þessara stúlkna. Nauðgararnir sögðu að þær væru „hvítar dræsur“ (white slags), einskis virði og mættu missa sín og er í raun furðulegt að lesa um þá mannfyrirlitningu sem ríkti meðal brotamanna. Það verður ekki horft framhjá því hvaðan þeir komu og þess furðulegra að lesa um þá augljósu kynþáttafordóma sem þeir sýndu fórnarlömbum sínum. Þess má geta að rithöfundurinn  JK Rowling hefur mótmælt orðnotkuninni „grooming“, telur rétt að tala um nauðgun.aagrom

Störfuðu eins og hryðjuverkasamtök

Það hvaðan brotamennirnir komu hafði einnig áhrif á umfjöllun um málið eins og rækilega hefur verið sýnt fram á. Fyrir utan nokkra uppljóstrara, flestar konur, og einstaka hugrakka blaðamenn eins og Julie Bindel, Andrew Norfolk, Douglas Murray og Charlie Peters sýndu fjölmiðlar engan áhuga. Hugsanlega gat enginn almennilega skilið hvað var í gangi og árið 2018 skrifaði blaðakonan Ella Hill í The Independent að þeir hópar sem væru að tæla stúlkur (grooming) hegðuðu sér ekki eins og hringir barnaníðinga. Í staðinn störfuðu þeir næstum nákvæmlega eins og hryðjuverkasamtök, með allar sömu aðferðir og þeir.

Hvernig gat þetta allt gerst, spyr Green og svarar sér sjálfur. Jú, vegna þess að þetta var röng tegund af kynþáttafordómum, framin af rangri tegund glæpamanna. Almenningur virtist ekki geta skilið að meirihluti fórnarlambanna var hvítur en meirihluti ofbeldismanna þeirra var af múslímskum uppruna frá Pakistan og Bangladesh. Það er til að auka vandann að á honum var pólitískur vinkill, því meirihluti glæpanna var framinn í borgum undir stjórn Verkamannaflokksins og þar sem þingmenn Verkamannaflokksins þurftu atkvæði múslíma. Þetta segir Green að hafi leitt til stofnanakynþáttafordóma af öfugum toga (institutional racism of the inverted kind) og það gerði gerendum kleift að gera eins og þeir vildu. Nú hefur hins vegar borgarstjóri Manchester, sem er úr Verkamannaflokknum, kallað eftir því að ráðist verði í rannsókn á vegum ríkisvaldsins, með þeim rökum að staðbundnar rannsóknir dugi ekki lengur.aagrom

Spillt kerfi

Kerfið sjálft varð spillt, segir Green. Starfsmenn velferðarkerfisins hafa viðurkennt að þeir hafi ekki tilkynnt um glæpi vegna þess að lögreglan sagði þeim að þeir yrðu sakaðir um kynþáttaníð. Leiðtogi eins nauðgunargengis í Oldham, Shabir Ahmed, starfaði fyrir sveitarstjórnina sem „velferðarréttindafulltrúi“ og stýrði gengi sínu frá velferðarskrifstofu ráðsins. Annar meðlimur var í ungmennaráði Oldham.

Í mörgum tilfellum höfðu menn sem voru meðlimir í Verkamannaflokknum og af pakistönskum uppruna afskipti af lögreglurannsóknum. Í Telford árið 2016 skrifuðu 10 meðlimir Verkamannaráðsins til innanríkisráðherrans, íhaldsmannsins Amber Rudd, og fullyrtu að ásakanir um misnotkun væru byggðar á „tilfinningalegum rökum“ (sensationalized) og að engin þörf væri á aðgerðum. Tveimur árum síðar taldi rannsókn dagblaðsins Sunday Mirror að um 1.000 fórnarlömb væri að ræða. Yfirlögregluþjónn Vestur-Mercia-svæðislögreglunnar efaðist um þessar tölur og taldi að Mirror væri að gera of mikið úr málinu.

Hagsmunir Verkamannaflokksins

Það er enn erfiðara fyrir Verkamannaflokkinn að hann hefur lagt áherslu á að rækta „samfélagstengsl“ við múslímska kjósendur í þéttbýli. Nazir Afzal, sem var yfirsaksóknari í norðvesturhluta Englands á árunum 2011 til 2015, heldur því fram að árið 2008 hafi innanríkisráðuneytið ráðlagt lögreglu að sækja ekki mál tengt tælingu (grooming) vegna þess að stúlkurnar hafi sjálfar „tekið upplýsta ákvörðun um kynferðislega hegðun sína“.

Íhaldsmenn voru ekki alltaf betri. Árið 2019, skömmu áður en hann varð leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, kvartaði Boris Johnson yfir því að fé sem varið var í að rannsaka barnaníðsglæpi í fortíðinni væru peningar sem „slettust upp vegg“. (Boris, sjálfum sér líkur, notaði orðið „spaffing“ sem er enskt slangurorð fyrir sáðlát). Árið 2020 lagði innanríkisráðuneyti Johnson niður eigin rannsóknir á tælingagengjum. Það væri ekki í þágu „þjóðarhagsmuna“ að birta upplýsingarnar.

En það er staðreynd að Elon Musk hefur breytt pólitískri nálgun íhaldsmanna, svo nýr leiðtogi þeirra, Kemi Badenoch, kallar nú eftir rannsóknum eins og áður sagði. Keir Starmer, forsætisráðherra, er hins vegar milli steins og sleggju því hann virðist einhvers staðar í ferlinu hafa gert málamiðlanir við eigin stefnu, klemmdur milli hagsmuna flokksins og kjósenda. Sem ríkissaksóknari (director of the Crown Prosecution Service, or CPS) á árunum 2008 til 2013, náði Starmer fram nokkrum farsælum sakfellingum gegn nauðgunargengjunum. En Starmer og samstarfsfólki hans mistókst að taka á málinu í heild sinni og vernda marga af viðkvæmustu íbúum landsins. Það er að koma aftan að honum núna þegar hann er orðinn forsætisráðherra.

mynd
10. janúar 2025

Tæling Englands

Sum samfélagsmein geta verið svo sársaukafull að það getur tekið langan tíma þar til unnt er að ræða þau. Það átti við um útbreidda kynferðislega misnotkun kirkjunnar þjóna víða í hinum kaþólska heimi en þar gat tekið áratugi að fá niðurstöðu í málunum. Sama virðist eiga við um misnotkun og raðnauðgun þúsunda enskra stúlkna síðustu áratugi. Fórnarlömbin eru flest barnung og mörg með mjög viðkvæman meira
mynd
8. janúar 2025

Er heimurinn hættur að batna?

Allt frá iðnbyltingunni hafa rík lönd að mestu vaxið hraðar en fátæk. En í um það bil tvo áratugi eftir 1995 birtist eftirtektarverð undantekning frá þessu ferli. Á þessu tímabili minnkaði bilið á mörgum sviðum, fyrst í vergri landsframleiðslu en svo tók sárafátækt (extreme poverty) að dragast saman og lýðheilsa og menntun á heimsvísu batnaði til muna. Meðal annars með stórfelldu falli í malaríu- meira
mynd
6. janúar 2025

Verða Íslendingar stærstir í landeldi?

Þó að við Íslendingar séum uppteknir af laxeldi þessa dagana þá stendur slíkt eldi aðeins undir á að giska einu prósenti af öllum framleiddum laxi í heiminum, en miðað við þau áform sem eru komin í farveg er gert ráð fyrir miklum vexti í landeldi sem gæti orðið umfangsmeira en sjóeldi á næstu árum. Þegar öll fyrirtækin sem eru komin af stað á Íslandi verða komin í fulla virkni má gera ráð fyrir um meira
mynd
5. janúar 2025

Óheyrilegur kostnaður vegna glæpa í Svíþjóð

Undanfarin ár höfum við hér á Íslandi og reyndar annars staðar á Norðurlöndunum fylgst með þróun mála í Svíþjóð. Aukin tíðni glæpa, vaxandi áhrif glæpagengja, afbrot og ofbeldi sem má að sumu leyti tengja við fjölgun innflytjenda í landinu. Það er ekki svo að neinn haldi því fram að innflytjendur sem slíkir séu ofbeldisfyllri í eðli sínu en með innflytjendum hefur komið rót og uppbrot á mörgu því meira
mynd
3. janúar 2025

Íslandsmótið í hagræðingu með frjálsri aðferð

Ný ríkisstjórn hefur bryddað upp á þeim nýmælum að óska eftir hagræðingar- og sparnaðartillögum frá kjósendum landsins nú þegar þeir eru nýbúnir að ganga í gegnum kosningar. Ef marka má fréttir þá rignir tillögum inn í samráðsgátt stjórnvalda þó að sumir kjósendur spyrji eðlilega hvort að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki haft plan þegar þeir gengu til kosninga. En tökum viljann fyrir verkið meira
mynd
2. janúar 2025

Ruslið eftir partýið!

Það má hafa gaman af því að þegar gengið er um hverfið eftir áramót er það svolítið eins og vígvöllur en út um allt má sjá umbúðir utan af flugeldum sem hafa verið skildir eftir svo að þeir skotglöðu komist aftur sem fyrst inn í hlýjuna. Ruslið eftir partýið bíður því eftir nýju ári en þá eru reyndar allar sorptunnur fullar. Yfirvöld í borginni eru stöðugt að reyna að minna íbúa á að hver og einn meira
mynd
31. desember 2024

Jimmy Carter (1924-2024)

Jimmy Carter er fallinn frá á 101 aldursári. Hann var 39. forseti Bandaríkjanna á árunum 1977 til 1981. Sem forseti kom hann að ýmsum umbótum, bæði í mennta- og velferðarmálum og má þar nefna að hann stofnaði menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna og jók umfang velferðarkerfisins á margan hátt. Þá kom Carter að nokkrum mikilvægum friðarsamningum og ber þar sérstaklega að nefna Camp meira
mynd
28. desember 2024

Er markaður fyrir allan þennan lax?

Fiskeldi er orðin ein af mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein­um Íslands en út­flutn­ings­verðmæti grein­ar­inn­ar nam um 40 millj­örðum króna árið 2023 eða 4,3% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. Horfur eru á að aukningin verði allnokkur á þessu ári og áfram næstu árin. Útflutningsverðmæti eldisafurða á fyrstu fimm mánuðum ársins meira
mynd
22. desember 2024

Hvers konar borg erum við að fá?

Síðasta áratuginn eða svo hefur verið rekin hörð þéttingastefna hér í Reykjavík. Til að byrja með höfðu margir skilning á þeim markmiðum og forsendum sem þar lágu til grundvallar. Ný hús gátu þétt borgarmyndina og skapað betri nýtingu á þeim innviðum sem voru fyrir. En þegar framkvæmd og útfærsla þéttingastefnunnar, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, fór að birtast runnu tvær grímur á menn. Nú meira
mynd
20. desember 2024

Hagvöxtur er forsenda velferðar

Það eru örlög Íslendinga að vera nágrannar þeirra þjóða sem hafa það einna best í heiminum. Norðurlandaþjóðirnar skora nánast hæst á öllum þeim samanburðarprófum sem sett eru fram um lífsgæði. Meira að segja þegar hamingja er rædd þá eru þessar þjóðir ofarlega á blaði með hina „þunglyndu“ Finna í efsta sæti. Stjórnin sem var mynduð 2009, í kjölfar bankahrunsins, kaus að skilgreina sig meira
mynd
17. desember 2024

Eykst flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi?

Það er líklega ofrausn að tala um eina sýrlenska þjóð og nánast er ómögulegt á þessari stundu að segja hvort hægt verður að byggja upp ríkisvald sem getur ráðið yfir og friðað það landsvæði sem kallað er Sýrland og styðst við landamæri sem Bretar og Frakkar teiknuðu upp þegar þeir voru að skipta með sér ottómanska heimsveldinu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Bretar og Frakkar voru ekki mikið að meira
mynd
15. desember 2024

Hver vinnur mest og lengst?

Viðskiptaráð birti í vikunni úttekt um sérréttindi opinberra starfsmanna. Sam­kvæmt greiningu þeirra njóta opin­berir starfs­menn sérréttinda sem jafn­gilda um 19% kaup­hækkun miðað við einka­geirann. Styttri vinnuvika vegur þar þyngst og jafngildir 11,1% kauphækkun opinberra starfsmanna að mati Viðskiptaráðs. Úttektin vakti hörð viðbrögð hjá stéttarfélagi opinberra meira
mynd
12. desember 2024

Drepur heimabíóið bíóhúsin?

Það er augljóst að rekstur kvikmyndahúsa hér sem erlendis verður stöðugt erfiðari. Íslendingar voru einu sinni taldir til mestu bíóþjóða heims og það var vinsæl félagsleg athöfn að fara í bíó. Flestir eiga skemmtilegar minningar eftir slíkar ferðir, með vinum og vandamönnum þar sem menn nutu augnabliksins. En nú blasir við að kvikmyndahúsunum hefur fækkað og margir óttast að þeim muni fækka enn meira
mynd
10. desember 2024

Sýrland: Upplausn eða betri tímar?

Það er nokkur kaldhæðni í því að Bashar Hafez al-Assad sé nýjasti flóttamaðurinn frá Sýrlandi eftir að hafa skapað mesta flóttamannavanda seinni tíma. Veldi Assad-fjölskyldunnar er fallið eftir rúmlega hálfrar aldar ógnarstjórn. Glyshallirnar eru nú rændar og heimamenn ganga um með síma sína og mynda það sem fyrir augun ber. Allir undrast íburðinn og óhófið sem ríkti í kringum Assad-fjölskylduna á meira
mynd
8. desember 2024

Bókardómur: Okkar maður í Kísildal

Starfsævi Guðmundar Hafsteinssonar (Gumma) er sannarlega óvenjuleg en hann er líklega sá Íslendingur sem hefur náð lengst á framabraut í tæknigeiranum í Kísildal í Kaliforníu. Hér er rakin viðburðaríkur feril Gumma, allt frá því að hann fékk ungur að aldri áhuga á forritun og þar til hann komst til æðstu metorða hjá Google tæknirisanum í Bandaríkjunum. Þetta er um margt eftirtektarverð meira
mynd
6. desember 2024

Blýhúðun Evrópusambandsins

Stundum má heyra þær fullyrðingar úr munni stuðningsmanna Evrópusambandsins að ríki sambandsins tróni í hæstu hæðum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að viðskiptafrelsi. Það er alrangt enda gengur grunnhugsun ESB út á að skapa eitt efnahagssvæði á bak við tollmúra og samræmt regluverk. Ef þú ert ekki inni, ertu úti, er viðkvæðið. Staðreyndin er sú að mjög fá ríki sambandsins komast nálægt efstu meira
mynd
4. desember 2024

Svíþjóð: Á ríkisstyrk í hryðjuverk

Fyrir stuttu varð sá óvenjulegi atburður að sak­sókn­ar­ar í Svíþjóð ákærðu þrjá ein­stak­linga fyr­ir að skipu­leggja hryðju­verk í landinu. Hryðjuverkin áttu meðal annars að bein­ast gegn gyðing­um í Svíþjóð. Þre­menn­ing­arn­ir eru einnig ákærðir fyr­ir að tengj­ast Ríki íslams, sem Sví­ar skil­greina sem meira
mynd
3. desember 2024

Arfleifð Pírata - upphafið

„Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál,“ skrifaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í síðasta pistli sínum fyrir kosningar. Þetta endurtók hún þegar kosningaúrslitin lágu fyrir en hún sagði að meira
mynd
30. nóvember 2024

Óþarfi Íslendingurinn og gerendur sögunnar

Ein af mörgum aðferðum til að greina kosningabaráttu hvers tíma getur falist í að horfa til framtíðar með fortíðina í farteskinu. Allir stjórnmálaflokkar reyna að sannfæra kjósendur sína um að þeir hafi betri og skynsamlegri lausnir á því sem bíður okkar næstu vikur, mánuði og ár. Um leið eru stjórnmálaflokkarnir að nokkru leyti bundnir af arfleifð þjóðarinnar hvort sem hún birtist í menningu eða meira