Pistlar:

28. júní 2024 kl. 11:11

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Flugklasi og flughermar

Flug hefur eins og gefur að skilja verið okkur Íslendingum mikilvægt og segja má að millilandaflug hafi frá upphafi verið tengt fullveldi landsins. Það var því engin tilviljun að slíkt flug hófst einmitt þjóðhátíðardaginn 17. júní 1947. Þá fór fyrsta flugvélin, sem Íslendingar keyptu til millilandaflugs, Hekla, í eigu Loftleiða hf. í sína fyrstu áætlunarferð til útlanda. Það þurfti mikinn stórhug og kjark til að afráða kaup á íslenskri millilandaflugvél á þessum tíma og var framtakið af vel flestum talið orka mjög tvímælis. Um leið vafðist fyrir mörgum að skilja rekstrargrundvöll hennar. Þekking Íslendinga hefur vaxið stórum á flugi í gegnum tíðina en þetta er um margt kvik og erfið starfsgrein þó að hún hafi skipt atvinnusögu okkar Íslendinga gríðarlega miklu mál.icelanairsaf

Í dag skiptir flugið enn miklu máli og hefur gefið okkur mikið af áhugaverðum og vel launuðum störfum. Tvö stór íslensk millilandaflugfélög eru nú í rekstri, bæði skráð í Kauphöll Íslands, annað á aðallista og hafa bæði fengið stuðning fjárfesta þó rekstrarstaða beggja sé erfið og fjárfestar hafi litla ávöxtun fengið. En það er stundum eins og stjórnvöld og almenningur átti sig ekki á möguleikum og þeim tækifærum sem flugi fylgja. Þó fáum við reglulega frásagnir sem segja okkur slíka sögu.

Úr ríkiseigu til stjarnanna

Í Morgunblaðinu í vikunni mátti lesa forvitnilegt viðtal við Magnús Már Þórðarson framkvæmdastjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Tern Systems, sem hefur í næstum 30 ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar á Íslandi og selt síðan í Evrópu, Asíu og Afríku. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 80 manns, þar af 65 á Íslandi. Áætluð velta Tern Systems er 1.500 milljónir króna í ár og er 80% af því launakostnaður.

Tern Systems stendur nú á ákveðnum tímamótum en mikil eftirspurn er eftir hugbúnaði félagsins. Eignarhaldið er því hins vegar fjötur um fót ef það á að þróast í alþjóðlegt fyrirtæki. Í viðtalinu kemur fram að óformlegar þreifingar eru hafnar um framtíðareignarhald félagsins sem er nú í ríkiseigu í gegnum Isavia ANS.

Tern Systems hefur um nokkurra ára skeið selt kerfi sín víða um heim en þrjú ár eru síðan fyrsti evrópski viðskiptavinurinn bættist í hópinn, HungaroControl í Ungverjalandi. Búnaðinn kaupa Ungverjar sem varakerfi fyrir aðalflugumsjónarkerfið. Í Asíu er búnaður Tern Systems notaður sem aðalkerfi og/eða varakerfi á yfir 10 flugvöllum, í S-Kóreu, Indónesíu og Taílandi. Megnið af þeim eru stórir flugvellir sem þjóna tugum milljóna farþega á hverju ári. Í viðtalinu við Magnús Má kemur fram að eru veruleg tækifæri eru til að þróa félagið áfram með breyttu eignarhaldi.Flug1

Nýr flugklasi?

Magnús Már bendir á hve mikilvægt flugið sé fyrir Íslendinga. „Fyrir mér er flugið auðlind sem við ættum að gera meira úr. Sú hugmynd hefur komið upp í samræðum við Isavia og flugfélögin að hér verði stofnaður flugklasi. Þar myndu sprotar geta haft aðstöðu til að byggja upp þjónustu sem tengdist ekki bara flugumferð heldur líka flugvellinum.”

Það má taka undir þessa hugmynd en nú í vikunni var sérstakur fæðuklasi settur upp og verður vonandi til að styðja við landbúnaðarframleiðslu okkar. Flug á Íslandi býður upp á gríðarleg tækifæri.

Tern byrjaði sem sproti í Háskóla íslands á níunda áratugnum og varð formlegt fyrirtæki árið 1997 og hefur vaxið og dafnað síðan þá. Tern Systems þróar og rekur fjöldann allan af kerfum í dag fyrir Isavia en markmiðið er að skerpa fókusinn og þróa einungis 2 til 3 kerfi. Það yrðu þá Polaris og Orion, flughermir fyrir flugumferðarstjóra og í þriðja lagi lítið flugumsjónarkerfi sem notað er á 25 litlum flugvöllum á Íslandi og Grænlandi. Þróun þess kerfis hefur verið hætt að mestu en viðhaldi er sinnt af Tern Systems.

Fleiri flughermar

Önnur frétt sýndi einnig tækifærin í flugheiminum, þá í starfsemi sem var ekki endilega fyrirséð að væri hér á landi. Rekstur flugherma hófst hér árið 2015 og hefur fært miklar tekjur inn í landið með því að færa hingað þjónustu sem ella þyrfti að sækja út fyrir landsteinanna.flug2

Greint var frá því að Icelandair hefði samið við fyrirtækið CAE um kaup á flughermi fyrir Airbus A321 flugvélar sem félagið tekur í notkun síðar á árinu. Nýi Airbus hermirinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Flughermirinn verður settur upp í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði seinni hluta árs 2025 og verður rekinn af CAE Icelandair Flight Training sem hefur rekið flugherma fyrir Boeing flugvélar Icelandair í þjálfunarsetrinu í Hafnarfirði frá árinu 2015. Fyrir þann tíma fór hermaþjálfun flugmanna Icelandair fram erlendis. Flughermar félagsins í Hafnarfirði hafi einnig verið vinsælir hjá erlendum flugfélögum og rekstur félagsins hefur gengið vel og stækkað jafnt og þétt.

„Það er mjög ánægjulegt að tilkynna samninginn við CAE og styrkja frekar það góða samstarf sem við höfum átt við fyrirtækið um árabil. Sem eyja í miðju Atlantshafinu reiðir Ísland sig á flug og mikilvægur þáttur í því að halda uppi góðum flugsamgöngum til og frá landinu er að hér sé aðstaða til þess að bjóða upp á fyrsta flokks þjálfun flugmanna,“ sagði Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, þegar greint var frá samningnum. Það má taka undir þau orð.

mynd
26. júní 2024

Orkumál: Með vindinn í fanginu

Orkustofnun er með til meðferðar virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar en þar hefur Landsvirkjun lagt fram ósk um að fá að reisa 120 MW vindmyllugarð sem yrði sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Vindmyllur finnast ekki hér fyrir utan þær tvær sem hafa verið endurreistar í Þykkvabæ. Líklegt verður að telja að Landsvirkjun fái virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar innan tíðar og þar með verði meira
mynd
24. júní 2024

Róttæka vinstrið á lausu?

Það blæs ekki byrlega fyrir Vinstrihreyfingunni – grænt framboð (VG) sem fagnaði nýlega 25 ára afmæli sínu. Kannanir sýna að fylgi flokksins dansar nú í kringum hin örlagaríku 5% sem þarf til að ná jöfnunarsæti. VG er hætt að leiða ríkisstjórnina sem var forsenda fyrir því að hún var mynduð á sínum tíma. Óvíst er hver mun leiða VG í framtíðinni og áhrifafólk í flokknum hefur sagt sig úr meira
mynd
19. júní 2024

Runn­ing Tide og loftslagsiðnaðurinn

Í þriðju þáttaröðinni af hinum vinsælu norsku þáttum Útrás (Exit) fá fjórmenningarnir siðblindu augastað á nýrri tegund af útrás og viðskiptum. Þeir snúa sér að grænu orkunni og sjá tækifæri í vaxandi starfsemi á vindmyllum. „Allt sem fram kemur í þessari seríu er alveg eins og það er í Noregi í vindmyllubransanum. Einhverjir spaðar eins og þessir gaurar, hafa séð sér leik á borði, eru búnir meira
mynd
18. júní 2024

Gleymdu stríðin í Jemen og Súdan

Stundum er talað um gleymd stríð sem eru þá stríð sem einhverra hluta vegna fá ekki athygli heimsins. Fyrst koma upp í hugann til þess að gera nýleg stríð í Jemen og Súdan en sjálfsagt eru þau fleiri. Í báðum þessum löndum hafa geisað mannskæð átök sem hafa haft í för með sér miklar hörmungar fyrir landsmenn. Í tilfelli Súdan er óhætt að segja að ástandið sé einstakt en í kjölfar meira
mynd
15. júní 2024

Fiskeldið sem klýfur þjóðina

Við venjulegar aðstæður ættu landsmenn að geta glaðst yfir því að útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 3,2 milljörðum króna í maí síðastliðnum en það er hvorki meira né minna en 80% aukning frá sama mánuði í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins er verðmætið eldisafurða komið í 22,2 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Í greiningu Radarsins, sem SFS stendur fyrir, er meira
mynd
14. júní 2024

Nvidia og gervigreindarkapphlaupið

Í liðinni viku gerðist það að fyrirtækið Nvidia fór framúr úr Apple þegar litið er til markaðsvirðis. Félagið náði þeim tímamótum að vera metið á þrjú þúsund milljarða Bandaríkjadala og komst fyrir vikið í heldur fágætan hóp. Það er auðvitað merkilegt að markaðsvirði Nvidia sé það sama og Apple þar sem velta og hagnaður Apple er mun meiri, enda eitt eftirsóttasta vörumerki heims. Rekstrartölur meira
mynd
12. júní 2024

Amsterdam: Frjálslyndasta borgin

Hollendingar eru þjóða fremstir í að nema land úr sjó en um tveir þriðju landsins er undir sjávarborði. Amsterdam, hvers nafn vísar til stíflu, er þremur metrum undir sjávarmáli og Schiphol flugvöllur tveimur metrum betur. Einu löndin sem komast í hálfkvisti við Holland í því að nema land úr sjó eru smáríki eins og Mónakó og Singapore en um 25% af furstadæminu við Miðjarðarhafið er á landfyllingum meira
mynd
9. júní 2024

Gustar um Donald Trump

Steve Bannon er einn margra pólitískra ráðgjafa Donalds Trump til að hljóta dóm. Nú hefur Bannon verið gert að gefa sig fram við fangelsisyfirvöld og hefja fljótlega fjögurra mánaða afplánun. Sakirnar virðast ekki miklar en Bannon var sakfelldur í október árið 2022 fyrir að vanvirða þingnefnd þegar hann neitaði að bera vitni í tengslum við rannsókn hennar á innrás stuðningsmanna Trumps í þinghús meira
mynd
5. júní 2024

Parísarleikarnir - met slegið í öryggisgæslu

Ólympíuleikarnir í París eru stærsti íþróttaviðburður sögunnar í Frakklandi og mikið undir að vel takist til. Ljóst er að öryggisráðstafanir vegna leikanna verða umfangsmeiri en áður hefur sést. Tony Estanguet, yfirmaður undirbúningsnefndar vegna leikanna, hefur látið hafa eftir sér að leikarnir verði verndaðir með „fordæmalausum“ öryggisráðstöfunum. En það er ekki aðeins í meira
mynd
4. júní 2024

Stóriðjuöldin - til góðs eða ills?

Það er stundum undarlegt að hlusta á þá umræðu að stóriðja og virkjanir hafi litlu skilað til íslenska þjóðarbúsins en nú styttist í að það verði 60 ár síðan Íslendingar hófu virkjanaframkvæmdir á Þjórsársvæðinu og stóriðjuöldin hélt innreið sína. Rifja má upp að álverið í Straumsvík var fyrsta stóriðjuframkvæmdin á Íslandi og með því hófst í raun skeið stórframkvæmda hér á landi. Um líkt meira
mynd
3. júní 2024

Efnahagslegar raunir í kjölfar forsetakosninga

Íslendingar hafa kosið sér forseta sem mun taka við embætti eftir tvo mánuði og hugsanlega mun nýr forseti fá stjórnarkreppu í morgungjöf því ljóst er að ríkisstjórnin á erfiða tíma fyrir höndum. Ríkisstjórnarsamstarf þriggja flokka var talið velta á forsætisráðherranum fyrrverandi, Katrínu Jakobsdóttur, sem lengst af var mun vinsælli en ríkisstjórnin sem hún stýrði. Hún virtist hins vegar draga meira
mynd
26. maí 2024

Þjóðflutningar Miðausturlanda

Menn grípa gjarnan til sögunnar til að reyna að skilja það sem gengur á fyrir botni Miðjarðarhafsins en engum dylst að átökin þar eiga sér djúpstæðar sögulegar- og trúarlegar forsendur. Það virðist tilviljunum háð hve langt menn fara aftur til að rökstyðja landakröfur sínar en stundum eru menn komnir aftur á slóðir Biblíunnar eða jafnvel enn lengra aftur í tímann. Svæði það sem nú fellur undir meira
mynd
22. maí 2024

Met í hælisumsóknum í Evrópu

Nýjar tölur frá Hagstofu Evrópu, Eurostat, sýna að ekkert lát er á innflæði flóttafólks í álfuna. Í febrúar 2024 sóttu 75.445 umsækjendur um fyrsta sinn um hæli (ríkisborgarar utan ESB) og hafa ekki verið fleiri í febrúar áður. Viðkomandi flóttamenn eru þá að sækja um alþjóðlega vernd í ESB-löndum. Það er aukning um 2% miðað við febrúar 2023 (74.295). Hafa má í huga að Bretland er ekki inni í meira
mynd
21. maí 2024

Sósíalistarnir og svarti listinn

Ríkissjónvarpið sýndi að kvöldi hvítasunnudags kvikmyndina Trumbo og var hún kynnt sem sannsöguleg. Myndin hefst árið 1947 þegar Dalton Trumbo er einn eftirsóttasti handritshöfundur Hollywood eða allt þar til hann og fleira listafólk var sett á bannlista. Myndin fjallar um það tímabil í Bandaríkjunum þegar fólk var ofsótt vegna stjórnmálaskoðana sinna en það var sérlega áberandi í tengslum meira
mynd
20. maí 2024

Reykjavík, húsin rísa og vegirnir hverfa

Verandi íbúi í Vogahverfinu hef ég lengst af þurft að keyra Suðurlandsbraut og efsta hluta Laugarvegar til og frá vinnu. Þar hafa verið tvöfaldar akreinar og í seinni tíð er umferðin þung. Þarna á borgarlínan að koma, hún mun helga sér miðjuna á veginum og fyrir vikið hverfa tvær akreinar báðum megin. Nú er rætt um að færa umferðahraða á Suðurlandsbraut niður í 40 km, úr 60 km. Erfitt er að ráða í meira
mynd
18. maí 2024

Blaðamennska í breyttum heimi

Mörgum fjölmiðlamönnum finnst eins og það sé stöðugt meira sótt að þeim og starfi þeirra en með samfélagsmiðlum má segja að almenningur hafi fengið eigin rödd á vettvangi þjóðmálaumræðunnar. Sú rödd dregur oftar en ekki í efa það sem birtist í fjölmiðlum sem í eina tíð höfðu einskonar einkarétt á því að segja hvað væri í fréttum og tóku sér hlutverk hliðvarðar sem réði því hvað væri yfir höfuð meira
mynd
15. maí 2024

Skilyrðislausa góðmennskuloforðið

Geta íslenskir forsetaframbjóðendur svikið börnin á Gasa eins og haldið hefur verið fram nú í aðdraganda forsetakosninga? Og ef þeir hafa svikið þau eru það þá einu börnin í veröldinni sem forsetaframbjóðendurnir hafa svikið? Það getur verið erfitt að koma auga á rökin bak við slíkar fullyrðingar sem eru þó dæmigerð fyrir margt í þjóðmálaumræðunni í dag. Margir virðast trúa því einlæglega að meira
mynd
13. maí 2024

Hringlandaháttur í útlendingamálum

Við Íslendingar höfum kosið að læra ekkert af reynslu nágrannalanda okkar í útlendingamálum. Hvað nákvæmlega veldur er erfitt að segja, hugsanlega er landinu núna stýrt af fólki sem hefur lítinn áhuga á sagnfræði eða hvernig utanaðkomandi breytingar geta móta samfélagið. Eða að það jafnvel trúi því ekki að slíkir hlutir skipti máli, þróunin verði að hafa sinn gang og við höfum hreinlega ekkert um meira
mynd
9. maí 2024

Duero - þar sem púrtvínið skákar rauðvíninu!

Duero-áin er eitt helsta kennileiti Portúgals en hún á þó upptök sín í fjöllunum langt norður af Madríd á Spáni þar sem hún rennur frá norðaustri til suðvesturs. Vegferð hennar til sjávar er löng en hún er talin vera alls um 890 km og þar af eru 260 km innan landamæra Portúgals. Til samanburðar er Þjórsá lengsta á Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Duero er heill meira