Pistlar:

12. desember 2024 kl. 16:59

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Drepur heimabíóið bíóhúsin?

Það er augljóst að rekstur kvikmyndahúsa hér sem erlendis verður stöðugt erfiðari. Íslendingar voru einu sinni taldir til mestu bíóþjóða heims og það var vinsæl félagsleg athöfn að fara í bíó. Flestir eiga skemmtilegar minningar eftir slíkar ferðir, með vinum og vandamönnum þar sem menn nutu augnabliksins. En nú blasir við að kvikmyndahúsunum hefur fækkað og margir óttast að þeim muni fækka enn frekar, jafnvel hverfa. Bæði Sambíóin og Laugarásbíó hafa verið rekin með tapi síðan kóvidfaraldurinn gekk yfir. Hann, ásamt tilkomu risasjónvarpsins, er að breyta upplifun fólks. Hugsanlega voru ein tímamótin þegar verð 65 tommu skjásins fór undir 150 þúsund krónur. Nú er á allra færi að kaupa skjái allt upp í 85 tommur og með tilheyrandi heimabíói og aðgengi að streymisveitum getur fólk horft á það sem hugurinn girnist án þess að fara út úr húsi.bíó

Fyrir ári síðan var sagt frá því að frá ár­inu 1980 hefðu sjö kvik­mynda­hús týnt töl­unni í Reykja­vík. Það átt­unda í röðinni, Há­skóla­bíó, lokaði fyrir rúmu ári síðan. Ekkert virðist stöðva þessa þróun þó að í umræddri frétt hafi verið talað um „menningarslys“.

Á þessari þróun eru margar hliðar. Ein er sú félagslega breyting sem af þessu hlýst, að fólk fari ekki í kvikmyndahús en eins og áður sagði hefur það löngum verið stór hluti af félagslífi fólks. Vinir og félagar hafa tekið frá stund til að hittast í kvikmyndahúsi og tilhugalíf margra snérist um það. Allir eiga mikilvægar minningar í myrkvuðum kvikmyndasalnum. Mun einmanaleiki aukast með þessu nú þegar tilefnið til að fara út og hittast hverfur? Það er erfitt að sjá fyrir sér að fólk hittist heima við og horfi á nýjustu Netflix-myndina.

Áhrif á gerð kvikmynda

Þessi þróun mun einnig hafa áhrif á kvikmyndagerðariðnaðinn sjálfan. Það er svo sem ekkert nýtt að framleiðsluvaldið sé að færast yfir til streymisveitnanna. Flestir kvikmyndagerðarmenn starfa þar og það eru ekki nema einstaka risar kvikmyndaiðnaðarins sem enn geta gert stórmyndir fyrir kvikmyndaskjáinn. En þó að flestir dáist að myndmáli Ridley Scotts komu frekar fáir að sjá nýjustu mynd hans um Skylmingaþrælinn. Þó að ekki séu fyrirliggjandi tölur þá má ætla að margfalt færri hafi séð hana en fyrri myndina sem var mögnuð kvikmyndaleg upplifun eins og á við um flestar myndir Scotts. Fyrir stuttu leikstýrði Francis Ford Coppola kvikmyndinni Megalopolis sem hann hafði lengi gengið með í maganum. Þó að frægð hans sé óumdeild og myndir hans um Guðföðurinn með því besta sem hefur birst á hvíta tjaldinu varð hann að framleiða og fjármagna sjálfur myndina. Hún hefur fengið dræma aðsókn en í nýlegu viðtali við Washington Post segist Coppola sannfærður um að Megalopolis muni borga sig að endingu. Það deila ekki allir þeirri sannfæringu hans.

Áhorfendum fækkar og styrkir aukast

Á síðustu árum hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að styrkja bókaútgáfu og fjölmiðla með beinum fjárframlögum. Það gerist með þeim hætti að rekstraraðilar skila inn reikningum sem eru svo endurgreiddir en vikið hefur verið að þessu í pistli hér áður. Erfitt er að sjá fyrir sér að það sama verði gert með kvikmyndahúsin þó að menningarlegt hlutverk þeirra sé óumdeilt eins og vikið var að hér að framan. Þau framleiða ekkert (nema kannski poppkorn) þannig að framleiðslustyrkir til þeirra eru ólíklegir. Reyndar er það svo að eitt kvikmyndahús, Bíó Paradís, fær nokkra opinbera styrki því ef réttu aðilarnir eru í húfi finnast alltaf einhverjir fjármunir.

En það er svo sem vitað mál að kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi er styrktur um háar fjárhæðir árlega. Þar er um að ræða framleiðslustyrki sem í seinni tíð nýtast fyrst og fremst streymisveitum. Það má hafa mörg orð um þessa styrki, til hvers þeir eru og hvaða markmiðum er ætlað að ná með þeim. Að endingu virðast þeir styðjast við svipuð lögmál og styrkir í bókaútgáfu og kvikmyndagerð, þegar þeir eru einu sinni komnir á er erfitt að hætta að veita þá. Það er eins og að taka súrefnisgrímuna frá sjúklingi.bíó

Jólamyndirnar horfnar?

Hér var í upphafi rætt um hina félagslegu athöfn að fara í kvikmyndahús. Enn er til fólk sem vill njóta kvikmynda á stóru tjaldi og með öflugu hljóðkerfi. Þannig verði upplifunin af myndinni sterkust. En meira að segja þetta fólk fer sjaldnar í bíó. Það er helst að barnamyndir haldi stöðu sinni en hve lengi mun það endast.

Samfélagið er stöðugt að breytast og einu sinni var sungið Myndbandið drap útvarpsstjörnuna („Video Killed the Radio Star“) sem minnir okkur á að ný tækni hefur tilhneigingu til að læðast aftan að okkur og breyta samfélaginu án þess að við áttum okkur á því til fullnustu. Einu sinni voru jólamyndir kvikmyndahúsanna kynntar með látum og fjölskyldur tóku sig saman og fóru í bíó. Það er að breytast, hvað svo sem tekur við.

mynd
10. desember 2024

Sýrland: Upplausn eða betri tímar?

Það er nokkur kaldhæðni í því að Bashar Hafez al-Assad sé nýjasti flóttamaðurinn frá Sýrlandi eftir að hafa skapað mesta flóttamannavanda seinni tíma. Veldi Assad-fjölskyldunnar er fallið eftir rúmlega hálfrar aldar ógnarstjórn. Glyshallirnar eru nú rændar og heimamenn ganga um með síma sína og mynda það sem fyrir augun ber. Allir undrast íburðinn og óhófið sem ríkti í kringum Assad-fjölskylduna á meira
mynd
8. desember 2024

Bókardómur: Okkar maður í Kísildal

Starfsævi Guðmundar Hafsteinssonar (Gumma) er sannarlega óvenjuleg en hann er líklega sá Íslendingur sem hefur náð lengst á framabraut í tæknigeiranum í Kísildal í Kaliforníu. Hér er rakin viðburðaríkur feril Gumma, allt frá því að hann fékk ungur að aldri áhuga á forritun og þar til hann komst til æðstu metorða hjá Google tæknirisanum í Bandaríkjunum. Þetta er um margt eftirtektarverð meira
mynd
6. desember 2024

Blýhúðun Evrópusambandsins

Stundum má heyra þær fullyrðingar úr munni stuðningsmanna Evrópusambandsins að ríki sambandsins tróni í hæstu hæðum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að viðskiptafrelsi. Það er alrangt enda gengur grunnhugsun ESB út á að skapa eitt efnahagssvæði á bak við tollmúra og samræmt regluverk. Ef þú ert ekki inni, ertu úti, er viðkvæðið. Staðreyndin er sú að mjög fá ríki sambandsins komast nálægt efstu meira
mynd
4. desember 2024

Svíþjóð: Á ríkisstyrk í hryðjuverk

Fyrir stuttu varð sá óvenjulegi atburður að sak­sókn­ar­ar í Svíþjóð ákærðu þrjá ein­stak­linga fyr­ir að skipu­leggja hryðju­verk í landinu. Hryðjuverkin áttu meðal annars að bein­ast gegn gyðing­um í Svíþjóð. Þre­menn­ing­arn­ir eru einnig ákærðir fyr­ir að tengj­ast Ríki íslams, sem Sví­ar skil­greina sem meira
mynd
3. desember 2024

Arfleifð Pírata - upphafið

„Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál,“ skrifaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í síðasta pistli sínum fyrir kosningar. Þetta endurtók hún þegar kosningaúrslitin lágu fyrir en hún sagði að meira
mynd
30. nóvember 2024

Óþarfi Íslendingurinn og gerendur sögunnar

Ein af mörgum aðferðum til að greina kosningabaráttu hvers tíma getur falist í að horfa til framtíðar með fortíðina í farteskinu. Allir stjórnmálaflokkar reyna að sannfæra kjósendur sína um að þeir hafi betri og skynsamlegri lausnir á því sem bíður okkar næstu vikur, mánuði og ár. Um leið eru stjórnmálaflokkarnir að nokkru leyti bundnir af arfleifð þjóðarinnar hvort sem hún birtist í menningu eða meira
mynd
27. nóvember 2024

ESB og stefnumót við óvissuna

Það er hugsanlega eitt af undrum kosningabaráttunnar að þeir tveir flokkar sem hafa aðild að Evrópusambandinu í stefnu sinni tala einna minnst um hana. Getur verið að þeir hafi misst trúna á þessu baráttumáli sínu eða telja þeir einfaldlega að Evrópusambandið sé ekki góð söluvara núna nokkrum dögum fyrir kosningar? Hugsanlega er það reyndin og segja má að fylgi Samfylkingarinnar hafi tekið að meira
mynd
26. nóvember 2024

Börn og brotamenn í hælisleitendakerfinu

Einhver mesta breyting sem hefur orðið á íslensku samfélagi síðustu tvo áratugi er annars vegar fjölgun fólks af erlendum uppruna hér á landi og síðan gríðarleg ásókn hælisleitenda inn í landið. Eðlilega hefur þetta komið róti á marga og haft áhrif á þjóðmálaumræðuna. Lengi vel voru þessi mál hálfgert tabú og margir sjálfskipaðir umræðustjórar landsins reyndu að fela tölfræði og upplýsingar á bak meira
mynd
25. nóvember 2024

Auðlegðarskattur kostaði norska ríkið mikla fjármuni

Árið 2022 hækkaði norska ríkisstjórnin auðlegðarskatt upp í 1,1% og birti um leið áætlanir um að hann myndi skila sem svaraði 146 milljónum dollara í viðbótarskatttekjur. Reyndin var sú að einstaklingar sem áttu eignir upp á nettóvirði um 54 milljarða dala tóku sig upp og fluttu fóru úr landi. Það leiddi til 594 milljóna tapaðra skatttekna. Raunlækkun nam því 448 milljónum dala. Stjórnarskipti meira
mynd
22. nóvember 2024

Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni

Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag viðkomandi ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið. Stjórnarskráin er því grunnrit og nokkurskonar sáttmáli meira
mynd
20. nóvember 2024

Ólafur Ragnar afhjúpar vanhæfi Jóhönnu-stjórnarinnar

Stundum mætti halda að það eina sem ekki hefur afleiðingar í íslenskum stjórnmálum sé vanhæfni. Í stuttu máli má segja að það að taka ákvörðun sem kostar skattgreiðendur 100 milljarða hafi minni afleiðingar en að skila inn röngum reikningi upp á 10 þúsund krónur. Þetta kemur upp í hugann þegar ný bók eftir fyrrverandi forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, er lesin en hún fjallar að stærstum hluta meira
mynd
17. nóvember 2024

Pólitísk saga í aðdraganda kosninga

Fyrir mörgum vefst að greina íslensk stjórnmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Eftir bankahrunið hefur það gerst að fjórflokkurinn gamli hefur misst stöðu sína og nú eru 10 til 12 framboð fyrir hverjar kosningar. Það leiðir af sjálfu sér að mörkin á milli flokkanna verða óskýrari eftir því sem þeim fjölgar og stundum virðast stjórnmálafræðingar nútímans standa heldur skýringarlitlir gagnvart meira
mynd
13. nóvember 2024

Kosning Trumps: Fremur óvissa en áframhald

Bandaríski rithöfundurinn og fræðimaðurinn Francis Fukuyama segir að gríðarsterkur sigur Donalds Trump og Repúblikanaflokksins í síðustu viku muni leiða til mikilla breytinga á mikilvægum málaflokkum, allt frá innflytjendamálum til stríðsins í Úkraínu. Hann segir að þó að mikilvægi kosninganna nái langt út fyrir þessi tilteknu málefni. Niðurstaðan tákni í raun afgerandi höfnun bandarískra kjósenda meira
mynd
11. nóvember 2024

Íslensk fiskihagfræði í fremstu röð

Í síðustu viku var gefin út bókin Fish, Wealth, and Welfare (Fiskur, fé og farsæld) eftir Ragnar Árnason, prófessor emeritus í fiskihagfræði við Háskóla Íslands. Í tilefni útgáfunnar héldu hagfræðideild Háskóla Íslands og RSE, Rannsóknamiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum, alþjóðlega ráðstefnu um fiskihagfræði í hátíðarsal Háskóla Íslands. Bókin hefur að geyma tíu merkustu ritgerðir Ragnars á meira
mynd
8. nóvember 2024

Er Donald Trump misskilinn umbótamaður?

Hlutabréf víða um heim tóku kipp í gær í kjölfar methækkunar bandarískra hlutabréfa, eftir að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Það varð meira að segja 3% hækkun á bréfum kínverskra stórfyrirtækja. Af þessu má ráða að fjárfestar eru bjartsýnir á að Trump vilji örva markaði fremur en að hækka tolla þó að hann hafi sannarlega nefnt það, kalli bandarískir hagsmunir á slíkt. Engum dylst að meira
mynd
7. nóvember 2024

Donald Trump með pálmann í hendinni

Donald Trump hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna, sá 47. í röðinni. Sigur hans er mjög afgerandi, hann fær bæði fleiri kjörmenn og einnig hlaut hann fleiri atkvæði á landsvísu (popular vote) en keppnauturinn. Fyrstur repúblikana til að gera það síðan 2004. Sigur hans er einstakur, segir Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra og undir það skal tekið. Fyrir suma kom þessi sigur á óvart meira
mynd
5. nóvember 2024

Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan

Öflugur hlutabréfamarkaður er oftast talinn til vitnis um sterkt hagkerfi sem byggir á góðri löggjöf, hefur sterkt regluverk og býr yfir pólitískum fyrirsjáanleika. Það sjá allir að til lítils er að bjóða hlutabréf til sölu þar sem ríkir pólitísk óvissa og eignarrétturinn stendur höllum fæti. En um leið er vandasamt að skapa nauðsynlegt traust og jafnvægi í kringum hlutabréfamarkaðinn og enn sem meira
mynd
3. nóvember 2024

Bubbi, þorpið og réttu fiskarnir

Á forsíðu nýs Sportveiðiblaðs eru feðgarnir Bubbi Morthens og Brynjar Úlfur Morthens en í viðtali í blaðinu ræða þeir veiðiferð sína í Laxá í Aðaldal sem er ein dýrasta veiðiá landsins. Gera má ráð fyrir að dagurinn kosti þá feðga 300 til 400 þúsund krónur. Þeir tala um að þarna muni þeir veiða um ókomna framtíð. Þetta virðist ánægjulegt og öfundsvert líf og ekki spillir að Bubbi lætur mynda sig í meira
mynd
31. október 2024

Jafnaðarmenn allra landa og skattahækkanir

Þó að heiti flokkanna séu ólík þá er mörgum vinstri mönnum í Evrópu tamt að tala um sjálfa sig sem jafnaðarmenn og undir þeim merkjum klappa þeir hvor öðrum á bakið þegar vel gengur. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði innilega kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Sir Keir Starmer. Kristrún dvaldist með föruneyti sínu í herbúðum meira