Pistlar:

5. nóvember 2024 kl. 13:37

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan

Öflugur hlutabréfamarkaður er oftast talinn til vitnis um sterkt hagkerfi sem byggir á góðri löggjöf, hefur sterkt regluverk og býr yfir pólitískum fyrirsjáanleika. Það sjá allir að til lítils er að bjóða hlutabréf til sölu þar sem ríkir pólitísk óvissa og eignarrétturinn stendur höllum fæti. En um leið er vandasamt að skapa nauðsynlegt traust og jafnvægi í kringum hlutabréfamarkaðinn og enn sem komið er hefur engri þjóð tekist það sama og Bandaríkjamönnum þegar kemur að því að skapa forsendur fyrir skilvirk og áreiðanleg kauphallarviðskipti.aa

Stærð bandaríska hlutabréfamarkaðarins er slík að hann hefur áhrif um allan heim og bandarískir fjárfestar eru iðnir að fjárfesta í ólíkum hagkerfum og ólíkum fyrirtækjum. Það sjáum við ágætlega hér á Íslandi en bandarískir fjárfestar hafa tyllt hér niður fæti með reglulegu millibili. Skemmst er að minnast þegar þeir keyptu íslenska „einhyrninginn“, Kerecis, fyrir ári síðan og eru nú búnir að tryggja sér óskabarn íslenska iðnaðarins, sjálft Marel.

Menningarpólitísk áhrif

Undanfarinn áratug hafa hlutabréfaeigendur átt undir högg að sækja og sótt að þeim úr ýmsum áttum. Mest áhrif hafa þó íþyngjandi skattar og reglugerðir sem oft og tíðum er ætlað að færa samfélagslega sýn einstakra stjórnmálaafla inn í bókhald fyrirtækja og hlutafélaga. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á arðsemi rekstrarins og að endingu finna hluthafarnir fyrir því. Þessi íþyngjandi ákvæði geta átt uppruna sinn víða, svo sem í umhverfismál eða einhverskonar félagsleg úrlausnarefni, svo sem jafnrétti kynjanna eða hrein og klár menningarpólitísk atriði sem vælustjórnmálin (woke) hafa fært okkur. Það segir sig sjálft að allt getur þetta aukið stjórnunarkostnað verulega, dregið úr skilvirkni, skapað íþyngjandi regluverk og þá um leið truflað ákvarðanatöku. Þetta er vandamál sem við þekkjum ágætlega hér á landi. Ef fyrirtækin eiga að snúast um allt annað en að framleiða og markaðssetja vöru eða þjónustu verður erfitt að réttlæta fjárfestingu í þeim.

Breytingar í Japan

Stundum getur verið fróðlegt að skoða hreyfiafl markaða og hvaða breytingar eru að eiga sér stað annars staðar í heiminum. Japan er með þriðja stærsta hagkerfi heims en eins og hér hefur oft verið fjallað um glíma Japanir við fólksfækkun og landsframleiðsla minnkar samhliða fækkun fólks. Japan notar enn að grunni til stjórnarskrána sem Douglas MacArthur hershöfðingi afhenti þeim eftir uppgjöf í heimsstyrjöldinni síðari. Hagkerfið og stjórnkerfið mótast af því en gamlar hefðir hafa líka áhrif.

Í Japan ríkti stöðnun um árabil og skuldir ríkissjóðs námu um 250% af landsframleiðslu sem er fáheyrt. Miklu skiptir þó að þær séu að mestu innlendar og þar sem vextir hafa verið neikvæðir lengst af hefur þetta ekki verið svo íþyngjandi fyrir ríkið þó að flestir átti sig á að á skuldastöðunni verður að vinna að lokum, sérstaklega núna þegar vextir eru orðnir jákvæðir.

Undir stjórn Abe Shinzo var ráðist í nokkrar endurbætur en hann varð forsætisráðherra árið 2012 og var myrtur tíu árum seinna. Hann var áhrifamaður innan Frjálslynda lýðræðisflokksins (Liberal Democratic Party/LDP) stjórnarflokksins og barðist fyrir efnahagslegum umbótum. Margt af því sem hann gerði hefur haft áhrif á japanskt efnahagslíf og sérstaklega hlutabréfamarkaðinn sem hefur hækkað um 16 til 17% það sem af er ári. Er þá vísað í japönsku vísitöluna Nikkei 225 sem tekur til 225 stærstu fyrirtækja Japans.aa

Einfalda reglur til að liðka fyrir markaðnum

Abe Shinzo leit svo á að það yrði að einfalda reglur til að liðka fyrir markaðnum. Það hafði sín áhrif en hreyfing komst á samruna og yfirtökur sem skilaði sér í því að fjármagn leitaði á arðbærari staði. Einnig var fyrirtækjum gert auðveldara að kaupa eigin hlutabréf sem jók skilvirkni markaðarins.

Allt leiddi það til þess að erlendir fjárfestar fóru að gefa japönskum hlutabréfum meiri gaum og fram í lok ágúst höfðu þeir fjárfest fyrir um 33 milljarða Bandaríkjadala í japönskum bréfum. Miklu skipti að bandaríski stórfjárfestirinn Warren Buffett hóf að kaupa japönsk bréf og að venju fylgdu margir í kjölfar hans. Alla jafna hefur Buffett ekki fjárfest mikið fyrir utan Bandaríkin og því voru þetta nokkur tíðindi.

Í leiðara viðskiptatímaritsins Economist voru þessar aðgerðir japanskra yfirvalda lofaðar en um leið bent á að menn mættu ekki halda að verkinu væri lokið. Áfram þyrfti að koma með umbætur en því miður væru stjórnmálamenn búnir að setja þær í hendurnar á embættismönnum og því óttast margir að umbótaferlið tefjist.

mynd
3. nóvember 2024

Bubbi, þorpið og réttu fiskarnir

Á forsíðu nýs Sportveiðiblaðs eru feðgarnir Bubbi Morthens og Brynjar Úlfur Morthens en í viðtali í blaðinu ræða þeir veiðiferð sína í Laxá í Aðaldal sem er ein dýrasta veiðiá landsins. Gera má ráð fyrir að dagurinn kosti þá feðga 300 til 400 þúsund krónur. Þeir tala um að þarna muni þeir veiða um ókomna framtíð. Þetta virðist ánægjulegt og öfundsvert líf og ekki spillir að Bubbi lætur mynda sig í meira
mynd
31. október 2024

Jafnaðarmenn allra landa og skattahækkanir

Þó að heiti flokkanna séu ólík þá er mörgum vinstri mönnum í Evrópu tamt að tala um sjálfa sig sem jafnaðarmenn og undir þeim merkjum klappa þeir hvor öðrum á bakið þegar vel gengur. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði innilega kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Sir Keir Starmer. Kristrún dvaldist með föruneyti sínu í herbúðum meira
mynd
30. október 2024

Hagkerfið kólnar og bréfin hækka

Einstaka sinnum kemur hlutabréfamarkaðurinn skemmtilega á óvart. Það sést best af því að þar hafa verið allnokkrar hækkanir undanfarið þrátt fyrir að margt bendi til þess að ástandið í hagkerfinu sé heldur að versna. Við sjáum vaxandi atvinnuleysi, óvissu með loðnuvertíð, jafnvel lækkun á eignaverði og almennt vaxandi óvissu. Allt þetta gæti þó haft í för með sér rækilega vaxtalækkun þegar meira
mynd
28. október 2024

Lægri fæðingartíðni lækkar mannfjöldaspár

Verulegar lýðfræðilegar breytingar eru í gangi víða um heim og fæðingartíðni heldur áfram að vera undir því sem mannfjöldaspár sögðu til um. Meira en helmingur hagkerfa heimsins, þar sem búa tveir þriðju hlutar jarðarbúa, er nú með frjósemi undir 2,1 barni á konu en það er sú tala sem þarf til að viðhalda mannfjölda. Án aðgerða mun meðalaldur landanna verða hærri og hærri og íbúum þeirra svo fækka meira
mynd
25. október 2024

Söngvar til sársaukans eða hnípin þjóð í vanda

Fyrir stuttu kom út ný ljóðabók eftir Valdimar Tómasson sem ber heitið Söngvar til sársaukans. Valdimar var í viðtali við helgarblað Morgunblaðsins þar sem rætt var um ljóðabókina. Þar sagði Valdimar: „Þetta er ljóðaflokkur þar sem fjallað er um þann tilvistarlega og tilfinningalega sársauka sem nútímamaðurinn virðist lifa við. Maður opnar varla fjölmiðil eða útvarp án þess að þar séu meira
mynd
23. október 2024

Sósíalistar í útgerð

Það fer ekki framhjá neinum að það eru kosningar framundan og frambjóðendur eru farnir að leggja stefnu sína og sýn á þjóðfélagið fyrir kjósendur. Sósíalistaflokkur Íslands býður nú fram í annað sinn á landsvísu og virðist ætla að taka við af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði (VG) sem forystuafl þess sem stundum er kallað „vilta vinstrið“ og túlkar ýtrustu sýn og meira
mynd
18. október 2024

Um hvað snýst kosningabaráttan?

Kosningar hellast yfir landsmenn með skömmum fyrirvara en kosið verður eftir 43 daga. Þriggja flokka stjórn hverfur af vettvangi og fátt bendir til annars en að stjórnarmyndun verði flókin eftir kosningar og ný ríkisstjórn krefjist aðkomu að minnsta kosti þriggja flokka. Hugsanlega er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2013 síðasta tveggja flokka stjórn landsins, þó auðvitað sé meira
mynd
16. október 2024

Veruleiki íslenska hagkerfisins

Í gær voru tveir fundir sem fjölluðu um íslenskt efnahagslíf, samkeppnishæfni landsins og þau tækifæri sem eru framundan. Að því leyti voru þessir fundir dálítið á skjön við fyrsta kosningafundinn í aðdraganda kosninga sem fór fram í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu kvöldið á undan. Á meðan pólitísk óvissa hefur helst yfir landsmenn reynir atvinnulífið að meta ástand og horfur út frá efnahagslegum meira
mynd
14. október 2024

Glæpir og innflytjendur í Marseille

Fyrir stuttu fór frétt um það að 15 ára piltur í frönsku borginni Marseille í Frakklandi hefði verið stunginn 50 sinnum og brenndur til bana eins og eldur um sinu um hinn vestræna heim. Tengd atburðarás leiddi til þess að 14 ára leigumorðingi drap 36 ára gamlan bílstjóra sem átti sér einskis ills von. Þegar málið var skoðað kom í ljós að svæsin glæpaalda gengur yfir í borginni og morð og meira
mynd
10. október 2024

Að segja söguna um Icesave

Það kom mörgum á óvart að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherrann, skyldi birtast í pólitíska spjallþættinum Silfrinu á mánudagskvöldið. Þar hrukku margir við þau ummæli hans að Icesave-málið hefði í raun aldrei verið neitt mál, þrotabú Landsbankans hefði greitt útistandandi innistæður eins og allir hefðu vitað allan tímann! Þetta er reyndar ekki með öllu ný fullyrðing og hefur meira
mynd
8. október 2024

Sögublinda og sögulegir tímar

Í gær var ár liðið frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins með árás Hamas-liða inn í Ísrael þar sem mikill fjöldi fólks var drepinn á hroðalegan hátt. Þar með var friðurinn rofinn og átök síðasta árs hafa nánast yfirtekið heimsfréttirnar. En dagurinn í gær var að sumu leyti minningardagur þess að átökin eins og þau eru núna hófust og einnig þess sem dundi yfir íbúa Ísraels. Það var meira
mynd
7. október 2024

Gáleysisstefna í hælisleitendamálum

Það vakti nokkra athygli þegar Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki ráðlegt að taka við fleira flóttafólki á meðan innviðir landsins anna ekki þörfum þeirra sem hingað leita. Það eigi ekki síst við um húsnæði sagði þessi nýi liðsmaður Viðreisnar. Jón taldi einnig að regluverk og mannskapur yrði að vera til staðar og taldi hann að of geyst hefði verið farið í málefnum meira
mynd
4. október 2024

Frakkland: Skattahækkanir og niðurskurður

Það getur verið tilviljunarkennt hvaða rata í fjölmiðla hér á Íslandi, sérstaklega þegar kemur að frönskum stjórnmálum. Síðasta þriðjudag hélt Michel Barnier forsætisráðherra Frakka sína fyrstu stefnuræðu á franska þinginu (Assemblée Nationale) og flutti löndum sínum heldur harðan boðskap. Niðurskurður og skattahækkanir eru nauðsynlegar til að þetta lykilríki Evrópusambandsins geti staðist þau meira
mynd
2. október 2024

Hassan Nasrallah og íslamismi

Drápið á Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah, markar þáttaskil í átökunum í Miðausturlöndum að mati margra sérfræðinga. Bæði Nasrallah og samtökin sem hann stýrði voru hert í áratuga átökum innan Líbanon, fyrst í stríði gegn Ísrael og síðar í Sýrlandi. Bæði Nasrallah og Hezbollah hafa verið öflug pólitísk og félagsleg öfl með mikil áhrif innan Líbanon og fyrir botni Miðjarðarhafsins þó að meira
mynd
1. október 2024

Skuldaráðuneytið það þriðja stærsta

Í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta, uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna þar sem þeir voru knúnir til að fallast á stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og afhenda íslenskar eigur sínar gerbreyttist skuldastaða ríkissjóðs. Ríkissjóður varð nánast skuldlaus árið 2016. Það kann að hafa skapað andvaraleysi hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem brá á það ráð að láta ríkissjóð taka yfir stóra hluta meira
mynd
30. september 2024

Skattgreiðendur fá reikninginn

Framundan er kosningavetur, síðasti vetur fyrir alþingiskosningar sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Enginn veit þó hve lengi stjórnin lifir, hún er ekki það burðug að hún geti staðið af sér mikið mótlæti og þegar svo háttar í stjórnmálum geta smávægileg atvik sett af stað atburðarás sem forystumenn stjórnarinnar ráða ekki við. Eitt er þó víst, veturinn verður skattgreiðendum dýr, það mun birtast í meira
mynd
26. september 2024

Kattasmölun og hundaát í forsetakosningum

„Það er krefjandi að leiða alla demókrata saman. Við sögðum í Albany að þetta væri eins og að smala köttum,“ sagði Eric Adams borgarstjóri New York-borgar við flokkssystkini sín í Demókrataflokknum í upphafi kosningabaráttu Kamala Harris og varaforsetaefnis hennar, Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Við Íslendingar þekkjum vel söguna af erfiðleikum Jóhönnu Sigurðardóttur við að smala meira
mynd
25. september 2024

Sænskar glæpaklíkur gera strandhögg

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra upplýsti fyrir stuttu að sænsk­ir glæpa­hóp­ar hefðu verið send­ir gagn­gert til Íslands til að fremja af­brot. Þar var dómsmálaráðherra að vísa til atviks þegar kveikt var í bíl lög­reglu­manns fyr­ir utan heim­ili hans í ág­úst á síðasta ári. Það atvik fól í sér ákveðna stigmögnun meira
mynd
23. september 2024

Uppljóstrarar og gervigreind

Áhyggjur af hugsanlegum skaða vegna gervigreindar hafa verið til staðar í áratugi en velgengni gervigreindarinnar síðustu ár hefur að sumu leyti aukið þann ótta og skilið eftir spurningar um hvernig eigi að takast á við þau tækifæri og þær ógnanir sem fylgja tækniframförum sem þessum. Þó að gervigreindarfyrirtækin hafi opinberlega heitið að þróa tæknina á öruggan hátt, hafa vísindamenn og einstaka meira