Pistlar:

13. maí 2025 kl. 16:25

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Auðsöfnun í sjávarútvegi

Ef marka má spunakarla úr röðum stjórnarliða virðist ein röksemd fyrir því að hækka beri auðlindagjald vera sú að eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafi grætt svo mikið og séu fyrir vikið orðnir auðmenn á íslenskan mælikvarða. Gefið er í skyn að auðsöfnun þeirra sé vegna þess að það sé rangt gefið, eitthvað í útfærslu fiskveiðistjórnunarkerfisins geri það að verkum að þeir efnist óeðlilega mikið og hratt. Þetta er eins og oft áður ekki stutt neinum rökum, huglægar forsendur liggja til grundvallar þessu mati en það er engin tilviljun að menn sögðu til sveita hér einu sinni, aumur er öfundlaus maður!gunnar

Öfund er sterk tilfinning, svo sterk að öfund (eða afbrýðisemi) er talin ein af hinum sjö dauðasyndunum í kristinni hefð. Öfund felst í því að óska sér þess sem aðrir hafa, oft með gremju eða illsku. Í Njálu kemur orðið öfund sex sinnum fyrir, þar af fjórum sinnum í garð Gunnars á Hlíðarenda, hinnar kristnu hetju sögunnar eins og Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur bent á. Njáll sagði Gunnar vera hinn mesta afreksmann: „og ert þú mjög reyndur en þó munt þú meir síðar því að margur mun þig öfunda.“ Í þennan tíma bjó Mörður Valgarðsson að Hofi á Rangárvöllum. Hann var slægur og illgjarn og öfundaði mjög Gunnar frá Hlíðarenda enda óvinsæll sjálfur. Öll vitum við hvernig sú saga endaði.

Kyrrstaða eða auðsöfnun

Á öllum tímum Íslandssögunnar hafa átt sér stað breytingar sem hafa haft í för með sér framfarir og auðsöfnun tiltekinna einstaklinga. Strax eftir að Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd breyttist ýmislegt í samfélagsgerðinni. Til dæmis varð ímynd stórbóndans virðingarmeiri en goðans sem áður réði öllu og markaði þannig ákveðna kyrrstöðu. Staða goðans snérist um völd en stórbóndinn vildi efla jarðnæði sitt og efnast. Í kjölfar þessara breytinga máttu menn auðgast með söfnun jarðeigna og leigu á þeim sem var raunar nauðsynleg forsenda til að komast í áhrifastöðu hjá konungi. Um leið tóku vöruviðskipti og kaupmennska líka að breytast. Nú tók að birtast krafa um að verð á innfluttri vöru væri ekki bundið en áður mátti ekki leggja á hana. Nú átti verð að mótast af samkomulagi kaupenda og seljenda. En breyting hugarfarsins gerðist seint og það að efnast vegna verslunarágóða kallaði á fyrirlitningu samfélagsins, sú leið gat varla freistað margra fyrr en nokkrum öldum seinna. Á öllum tímum hefur fyrirlitning beinst að þeim sem efnast á breytingum því aflvaki þeirra er mörgum hulinn.Hákarla Jörundur

Atvinnulífsbylting og auður Hákarla-Jörundar

Ef við förum nokkrar aldir fram í tímann má rifja upp að um daga Hákarla-Jörundar varð atvinnulífsbylting á Eyjafjarðarsvæðinu. Það varð í kjölfar fjármagnsmyndunar vegna stóraukinnar framleiðslu hákarlalýsis til sölu á erlendum mörkuðum og sauðasölu til Bretlands eins og áður hefur verið fjallað um hér í pistlum. Þessar breytingar juku auðsæld margra en þær ráku samfélagið úr kyrrstöðu sjálfsþurftarbúskapar í átt til hagvaxtar og markaðsbúskapar. Hákarla-Jörundi tókst að brjótast úr hlekkjum fátæktar og vinnumennsku og verða sjálfstæður útvegsbóndi. Hann efnaðist og árið 1862 settist hann að á Syðstabæ í Hrísey með fjölskyldu sinni. Þar hélt velgengni hans áfram og Jörundur gat sér orð fyrir að vera einn fengsælasti hákarlaveiðimaður landsins, áræðinn og farsæll skipstjóri. Viðurnefni hans, Hákarla-Jörundur, segir meira en mörg orð. Flestir halda að hann hafi fyrst og fremst verið útgerðarmaður en færri vita að á árunum 1865 til 1888 rak hann eitt af stærstu sauðfjárbúum í Eyjafirði. Af rekstri sínum til sjós og lands komst hann í hóp efnuðustu manna í landinu um sína daga en hann lést árið 1888, þá rétt að verða 62 ára.

Bjartsýni leiðir til ríkidæmis

Afstaðan til auðs hefur verið mótuð af mörgum þáttum í gegnum söguna en hugarfarið skiptir öllu. Árið 1976 var Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður á Eskifirði, í viðtali í Frjálsri verslun, undir fyrirsögninni, „Bjartsýnin verður aldrei frá mér tekin“. Lokaspurning blaðamanns snéri að viðurnefninu „Alli ríki“. Aðalsteinn svarar á sinn einstaka hátt: „Þegar ég heyrði þetta nafn fyrst, vissi ég að fólk sagði það í háði. En það var blaðamaður á Þjóðviljanum sem sá um að opinbera nafnið „Alli ríki“ fyrir landsmönnum, og ég hefi ekki tapað á því að hafa fengið þessa nafngift, en menn geta verið ríkir á ýmsan hátt. Ég held, að maður sem er bjartsýnn og ólatur verði aldrei fátækur.“ Þessi orð gætu verið bundin við kynslóðir frá þeim tíma þegar menn skilgreindu sig út frá vinnu sinni og töldu sér allar leiðir færar svo framarlega sem heilsa og styrkur dygði til.

Það er ekkert nýtt að menn séu kenndir við ríkidæmi á Íslandi, nánast öll Íslandssagan og reyndar bókmenntasagan ber með sér þetta heiti og deilir því nokkuð samviskusamlega út í gegnum aldirnar. Þar getum við séð hvernig frá einum tíma til annars vont kerfi eða óáran dregur úr mönnum bjartsýni. Hugsanlega eru hin manngerðu hagstjórnarmistök verri en það sem náttúran hefur lagt á okkur.helgi

Fórnarlömb eigin velgengni

Nú reyna talsmenn hærri auðlindaskatts að gera tortryggilegan auð þeirra einstaklinga sem hafa starfað í greininni. Þannig má segja að þeir hafi orðið fórnarlömb eigin velgengni. Ef þessi bráðum 40 ára tilraun til að láta sjávarútveginn reka sig sjálfan hefði farið á annan veg og sjávarútvegurinn ekki orðið sjálfbær hefði staðan verið öðruvísi. Þá væri umræðan um sjávarútveg á pari við það sem á við um landbúnaðinn sem er rækilega fastur í kerfi ríkisstuðnings og ríkisafskipta. Þá er það heldur undarlegt að gera veður úr því að menn efnist en rifja má upp eftirfarandi hugleiðingu Rómverjans Sallust sem hann skrifaði um 40 árum fyrir Krists burð:

„Það virðist náttúrulögmál að í öllum ríkjum öfunda hinir auralausu þá auðugu, lofsyngja þá óánægðu, hata gamla kerfið og þrá breytingar. Vegna fyrirlitningar á eigin örlögum eru þeir tilbúnir að umbylta öllu. Áhyggjulausir nærast þeir á uppreisnum og uppþotum, því fátæktin er eign sem enginn þarf að hafa áhyggjur af að tapa.“

mynd
10. maí 2025

Framleiðni og arðsemi í sjávarútvegi

Það er hægt að fullyrða að íslenskur sjávarútvegur í dag sé fyrst og fremst markaðsdrifinn á meðan hann er enn auðlindadrifinn í flestum öðrum löndum. Á þessu er mikill munur og þetta skýrir árangur íslensks sjávarútvegs, hér vita menn að það verður að ná eins miklum verðmætum og unnt er úr hráefninu þar sem það er takmarkað. Því hefur áhersla á gæði hráefnisins og fullnýtingu fisksins orðið að meira
mynd
8. maí 2025

Opnir kranar ríkisins

Um það bil 46% af vergri landsframleiðslu fer í gegnum endurúthlutunarkerfi hins opinbera. Með öðrum orðum, nánast önnur hver króna sem verður til í hagkerfinu er sótt í gegnum skattkerfið og endurúthlutað aftur í gegnum fjárlög ríkis og sveitarfélaga. Það segir sig sjálft að þessari millifærslu fylgir nokkur kostnaður en getum við haft einhverja tryggingu fyrir því að þessum fjármunum sé betur meira
mynd
6. maí 2025

Buffett leggur töfrasprotann á hilluna

Við erum vön að trúa því að Bandaríkin séu upphaf og endir hlutabréfaviðskipta í heiminum en hlutabréfamarkaðir þar eiga rætur sínar að rekja til seinni hluta 18. aldar. Elsti formlegi hlutabréfamarkaðurinn er oft talinn New York Stock Exchange (NYSE), sem var stofnaður árið 1792, þegar kaupmenn samþykktu að versla með verðbréf undir tré á Wall Street. Þetta markar upphaf skipulagðs meira
mynd
4. maí 2025

Sundabraut og ómöguleikinn

Í um það bil þrjá áratugi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands beðið eftir að eitthvað miði áfram við Sundabraut. Um þetta hefur verið fjallað hér í pistlum með reglulegu millibili og alltaf er hægt að undrast framkvæmdaleysi yfirvalda og skammsýni í málinu. Sundabraut hefur afhjúpað getuleysi yfirvalda þegar kemur að takast á við stórar og kostnaðarfrekar framkvæmdir, rétt eins og urðu meira
mynd
2. maí 2025

Glóaldin í Silves

Fyrir einni öld eða svo fannst málhreinsunarmönnum rétt að íslenska sem flest og þá fæddist hið fallega orð glóaldin yfir appelsínur. Því miður náði orðið ekki að festa rætur en appelsínur eru einkennandi fyrir bæinn Silves í Portúgal. Það er vegna ríkrar sögu svæðisins í appelsínuræktun en þó ekki síður vegna þess hve gómsætar þær eru, sannkölluð glóaldin. Eiginlega rekur mann í rogastans yfir meira
mynd
29. apríl 2025

Týnda fólk hælisleitendakerfisins

Við getum sagt að við séum í miðju auga stormsins. Eftir að hafa rekið ráðaleysislega landamærastefnu og opnað allt upp á gátt þegar kom að hælisleitendum bíður næstu ára að vinna úr vandanum. Í fyrsta lagi þarf að ná utan um það fólk sem hingað streymdi og fara með það í gegnum skriffinnsku hælisleitendakerfisins. Nú þegar heyrast sögur af því að fólk sé einfaldlega týnt, finnist hvergi og það meira
mynd
28. apríl 2025

Grátkórinn eða sannir skattaflóttamenn

Í þeirri umræðu sem hefir verið undanfarið um ætlaða hækkun auðlindagjalds hefur mörgum orðið tíðrætt um að svör útgerðarmanna og hagsmunasamtaka þeirra séu til marks um skort á einhverskonar þegnskap og vöntun á vilja til að greiða til samneyslunnar. Þessi umræða fer gjarnan út í það að tala um „grátkór“ þar sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru. Af þessu má stundum hafa gaman og meira
mynd
27. apríl 2025

Kastalabær í Algarve-héraði

Portúgalar eiga sérstakan málshátt um aprílmánuð sem segir: „Í apríl, þúsund regndropar.“ Það er viðeigandi að hafa hann í huga þegar haldið er til Portúgals í þessum mánuði, þó að ætlunin sé að stytta aðeins veturinn hér heima. Málshátturinn vísar til þess hversu rigning er algeng á vorin, sérstaklega í apríl, og er oft notaður til að lýsa breytileika veðurs á þessum tíma. Að þessu meira
mynd
18. apríl 2025

Föstudagur í tilveru kristninnar

Á föstudaginn langa minnast kristnir menn krossfestingar og dauða frelsara síns, Jesú Krists á Golgatahæð. Dagurinn er einn sá mikilvægasti í kristinni trú og markar hástig píslargöngu Jesú. Að sumu leyti hverfist kristin trú um þennan dag sem er talinn fela í sér fórn Jesú fyrir syndir mannkyns, grundvöll frelsissögu kristninnar. Helsta trúarskáld Íslendinga, Hallgrímur Pétursson, orti svo um meira
mynd
15. apríl 2025

Ótrúleg umskipti í Argentínu

Javier Milei, forseti Argentínu, hefur undanfarna mánuði ekki getað hamið spennuna segir í viðskiptatímaritinu Economist. Ástæðan er sú að allt síðan í desember síðastliðnum, þegar síðasti samningur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Argentínu rann út, hefur forseti landsins leitað nýrrar björgunar. Síðan gerðist það síðasta föstu­dag að samningar náðust um að meira
mynd
12. apríl 2025

Heilbrigðiskerfi fyrir hverja?

Ríkisreikningur og bókhald ríkisins er ekki það nákvæmnistæki sem margir skattgreiðendur halda. Því er það svo að við verðum að fara til ársins 2022 til að fá útleggingu á framlögum til heilbrigðismála en þá námu þau um 838 þúsund krónum á hvern íbúa (á föstu verðlagi 2022), og heildarútgjöld ríkissjóðs til málaflokksins voru um 245 milljarðar króna (án fjárfestinga). Þess má geta að meira
mynd
10. apríl 2025

Ríkisstjórnin og skattalegur feluleikur

Það er viðkvæmt fyrir nýja ríkisstjórn að tala um skattahækkanir. Þess vegna er hækkun á auðlindaskatti kynnt sem „leiðrétting“ á gjaldi en ekki skattstofni og sú skattahækkun sem fjölskyldufólk fær með af­námi sam­skött­un­ar hjóna sögð vera „minni­ eftirgjöf“. Reyndar svo lítil að varla að það taki því að nefna það! Ferðaþjónustan í landinu er líka að meira
mynd
9. apríl 2025

Lögreglustjórinn og landamærin

Þýski heimspekingurinn Immanuel Kant taldi að þjóðríki með skýr landamæri væru nauðsynleg til að koma á stöðugleika en merkilegt er til þess að hugsa að Kant fjallaði um landamæri í tengslum við hugmyndir sínar um varanlegan frið, „Um eilífan frið“ (Zum ewigen Frieden, 1795). Hann lagði einnig til alþjóðlegt samstarf sem gæti dregið úr átökum milli ríkja þó að líklega hafi hann ekki meira
mynd
7. apríl 2025

Er hælisleitendakerfið hrunið?

Mestöll samskipti við fólk af erlendum uppruna eru góð og ánægjuleg, rétt eins og á við um mannleg samskipti svona almennt. Líklega er það svo að flestir hafa einhver fjölskyldutengsl við fólk sem hingað hefur flutt og stór hópur Íslendinga á erlent ætterni ef farið er aftur í ættir og stundum þarf ekki að fara langt aftur. Lengst af voru þessi tengsl helst við hinar Norðurlandaþjóðirnar. meira
mynd
1. apríl 2025

Inngilding á Ráðhústorginu

Það er eins og yfir mannhaf yfir að líta á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn nú á ramödunni, helgasta tíma múslíma. Þar heyrist framandlegur hljómur frá mannfjöldanum sem rís og hnígur taktfast. Hin íslamska tilbeiðsla krefst samhljóms. Ef augunum er lokað og eingöngu treyst á heyrn þá verða þessi austrænu bænaköll eins og framandi heimur. Þegar augun eru opnuð og litið upp sjást grænlensku meira
mynd
29. mars 2025

Auðlindin í ólgusjó

Enginn syngur eða yrkir um sjómannslífið lengur enda þjóðin uppteknari við aðra hluti og flest sem tengist sjómennsku er hluti af fortíðinni hjá fólki sem berst við einhverskonar kulnun og almennt tilgangsleysi tilverunnar. Þrátt fyrir það sitjum við uppi með sjávarútveginn, enda einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og hefur, þegar á allt er litið, líklega lagt hvað mest atvinnugreina til þess meira
mynd
27. mars 2025

Afkristnun Miðausturlanda

Staða kristinna manna í Sýrlandi er mjög erfið og flókin en eftir fall Bashar al-Assad-stjórnarinnar í desember 2024 og valdatöku uppreisnarhópa, þar á meðal Hayat Tahrir al-Sham (HTS) undir stjórn Ahmed al-Sharaa, hefur óvissa aukist um örlög minnihlutahópa, þar á meðal kristinna. Víða um Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna fara lækkandi. Til dæmis voru kristnir um 20% af íbúum meira
mynd
25. mars 2025

Dagbók lögreglunnar og undirheimaátök

„Alls voru þrettán handteknir vegna hópslagsmála sem brutust út á ellefta tímanum á föstudagskvöld á Ingólfstorgi þar sem barefli og hníf var beitt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en þeir voru báðir útskrifaðir í gær. Lögregla rannsakar hvort átökin tengist deilum tveggja hópa í undirheimunum.“ Svona hljómaði frétt Ríkisútvarpsins frá því á sunnudaginn um átök í næturlífi meira
mynd
23. mars 2025

Langt frá heimsins vígaslóð

Sjálfsmynd okkar Íslendinga snýst að verulegu leyti um það að við séum herlaus þjóð í friðsömu landi. Við höfum haft trú á að það væri okkur nokkur vörn að vera varnarlaus. Sem er auðvitað ekki rétt, því við höfum útvistað vörnum landsins, erum ein af stofnþjóðum Nató auk þess sem við höfum gert varnarsamning við Bandaríkin. Við höfum því lifað í skjóli annarra og hagað okkur eftir því. Ísland á meira