Pistlar:

20. febrúar 2025 kl. 16:16

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Heita gullið á Íslandi

Líklega er fátt sem leggur traustari grunn að lífsgæðum fólks hér á Íslandi en heita vatnið okkar og nýting þess. Þetta eru orðin svo sjálfsögð gæði að við áttum okkur líklega ekki lengur á mikilvægi þess. Við þekkjum sögur af kolareyk í bæjum og borgum Evrópu en færri vita að hann var einnig hér á landi áður en hitaveitan kom til sögunnar. Heita vatnið leggur til milljarðatugi á hverju ári í gjaldeyrissparnað fyrir þjóðarbúið þar sem við þurfum ekki að kynda hús okkar með jarðefnaeldsneyti eins og flestar þjóðir. Þá telst jarðhiti til grænnar orku, þar sem hún hefur mun minni kolefnisfótspor en jarðefnaeldsneyti. Notkun jarðhita dregur þar af leiðandi úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem skiptir máli fyrir vernd loftslagsins.aaajarð

Talið er að um 90% íbúa Íslands njóti ávaxtanna af jarðhitavinnslu. Öll þekkjum við fréttir um að það hafi fundist hiti og vatn í virkjanlegum mæli. Gerist það á svæðum þar sem slíkra gæða naut ekki áður, markar það alger kaflaskil. Það er hins vegar svo að jarðhitaleit krefst úthalds og seiglu, jafnhliða hyggjuviti, reynslu og þekkingu. „En þegar vel gengur eru viðbrögðin stundum lík því að í sjávarpláss sé kominn nýr togari eða happdrættisvinningur sé í hendi,“ sagði Árni Magnússon, forstjóri Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR), í viðtali við Morgunblaðið fyrir stuttu. Um hina einstöku nýtingu jarðhitans hér hefur verið fjallað áður hér í pistlum

Heitt gull á Ísafirði

Í viðtalinu kom fram að mörg stór verkefni séu fram undan hjá ÍSOR en með starfi sínu í áratugi hafa vísindamenn stofnunarinnar kortlagt landið með tilliti til þess hvar jarðhita sé helst að finna. Út frá þeirri þekkingu sem þar liggur fyrir er borað eftir vatni sem oftar en ekki skilar góðum árangri og verður sem vítamínsprauta fyrir byggð og samfélag á viðkomandi stað. Um það þekkjum við mörg dæmi.
Orku­bú Vest­fjarða hafði um langt skeið leitað að heitu vatni á Vest­fjörðum, meðal annars í von um að finna vinnslu­holu á Ísaf­irði. Þannig væri hægt að skipta út raf­kynd­ingu í hita­veitu á Ísaf­irði og hægt að nýta raf­magnið í annað sem skiptir máli í þeim raforkuskorti sem er fyrir vestan. Síðasta vor fannst svo heitt vatn í Tungudal á Ísafirði sem ætti að duga til upphitunar húsa þar í bæ. Skiljanlega líkti bæjarstjórinn þessu við gullfund. Hafa verður í huga að Ísa­fjarðarbær er næststærsta bæj­ar­fé­lag lands­ins án jarðvarma­veitu, en jarðhita­leit hef­ur staðið yfir með löng­um hlé­um í Skutuls­firði allt frá ár­inu 1963. Því er ljóst að fund­ur­inn get­ur haft mikla þýðingu fyr­ir alla Vest­f­irði.aaajarð2

Jarðhiti á bökkum Ölfusár

Jarðhitarannsóknir eru dýrar en bera sem betur fer oft árangur. Á Selfossi var orðið þröngt um heitt vatn og skömmtun á vetrum. Þar var borað á bakka Ölfusár inni í miðjum bænum. Við borun fannst heitt vatn eins og rannsóknir ÍSOR gáfu vísbendingar um. Fréttastofur líktu þessu við það að detta í lukkupottinn en um 30 sekúndulítra af 85 gráðu heitu vatni fundust á níu hundruð metra dýpi. Þetta gerbreytti stöðu mála á Selfossi.

Þá hefur leit á Suðurnesjum skilað sínu í vinnu sem hófst eftir að æð hitaveitunnar frá Svartsengi fór í sundur í eldgosi í febrúar í fyrra. Meðal annars fannst nærri 80 gráðu heitt vatn á Miðnesheiði í magni sem dugað gæti öllum Suðurnesjabæ; það er Sandgerði og Garði þar sem búa samtals um 4.000 manns. Það er lykilþáttur þess að við getum tekist á við ógnir jarðeldanna.aaajarð

Jarðhiti á Höfn í Hornafirði

Breytingar í atvinnulífi kalla á nýjar þarfir í jarðhitaleit og vinnslu. Það á við um aukin umsvif í ferðaþjónustu en nú er að hefjast að nýju leit að jarðhita við Kirkjubæjarklaustur. Sá staður er fjölsóttur og heitt vatn þar, með gæðum sem slíku fylgir, gæti eflt ferðaþjónustuna þar. Nýlega lagði Orkusjóður til nokkra fjármuni í leit á Klaustri sem vænta má mikils af. Þar og víðar í grennd ætti eflaust að finnast heitt vatn en eins og flesta rekur minni til fannst heitt vatn á Nesjum við Hornafjörð fyrir nokkrum árum. Hitaveita hefur breytt mörgu á Höfn en þar hafði verið rekin kyndistöð og dreifikerfi fyrir rafkynta hitaveitu og voru 75% húsa í bænum tengd veitunni sem notaði ótryggða raforku en olíu til vara til að hita upp vatn sem nýtt var í dreifikerfi veitunnar. Síðustu árin áður en heitt vatn fannst hafði verð á ótryggðri raforku hækkað verulega og framboð á henni verið mikilli óvissu háð. Því var forsenda fyrir óbreyttum rekstri fjarvarmaveitunnar ekki lengur fyrir hendi.

Krefjandi svæði en ekki köld

Það var athyglisvert að lesa lýsingar Árna á jarðhitaleit. Hann benti á að í eina tíð hafi verið talað var um köld svæði. Það eru staðir þar sem talin var borin von um að finna heitt vatn í nýtanlegum mæli. Þetta segir Árni vera úrelta nálgun, svo mikið hefur þekkingu og verkgetu í orkuöflun fleygt fram. Fremur sé talað um að svæði séu krefjandi þegar kemur að jarðhitaleit. Áður hafi gjarnan verið litið svo á að vatn undir 70 gráðum væri vart nýtanlegt en allt annað sé uppi á teningnum í dag.
Þó sé áfram og eðlilega alltaf mikið horft til háhitasvæða svo sem á Hellisheiði, Hengilssvæðinu og Þeistareykjum þar sem eru ríkir möguleikar til rafmagnsframleiðslu. ÍSOR starfar mikið með stóru orkufyrirtækjunum en svo líka í samvinnu á vegum utanríkisráðuneytisins, fóstruð hjá ÍSOR. Erlend verkefni og tengsl eru mikilvæg hér, meðal annars svo viðhalda megi og þróa tækni og þekkingu.

Byggja á þjónustutekjum

Það er athyglisvert að ríkisstofnunin ÍSOR byggir á þjónustutekjum fyrir útselda vísindavinnu. Áherslubreytingar voru gerðar í starfseminni fyrir nokkrum árum og Árni fullyrðir í samtalinu að rekstur stofnunarinnar sé í góðri stöðu. Starfsemi ÍSOR veltir um 1,4 milljörðum króna á ári. Flest verkefna stofnunarinnar snúa að jarðhitaleit og tengdum verkefnum hér innanlands. Hjá stofnuninni vinna alls um 50 manns, fólk með menntun á breiðu sviði jarðvísinda og með góða sérþekkingu sem erlendir aðilar leita oft í.

mynd
19. febrúar 2025

Stál og hnífur gegn evrópskum borgurum

Sama dag og pistlahöfundur var að tygja sig heim frá skíðaferð í Austurríki var framin hroðaleg hnífsstunguárás í borginni Villach nálægt landamærum Slóvakíu. 14 ára gamall drengur var drepinn og fjórir aðrir særðir. Samkvæmt lýsingu lögreglunnar í Villach þá hóf hinn grunaði að ráðast á gangandi vegfarendur af handahófi. Það varð líklega mörgum til bjargar að sendill einn varð vitni að meira
mynd
17. febrúar 2025

Bandaríkin tala - Evrópa stynur

Það deilir enginn um hver hefur frumkvæðið í heimsmálunum núna. Bandarískir ráðamenn láta frá sér yfirlýsingar eða halda ræður og aðrir eru síðan í því að bregðast við. Nú er meira að segja svo komið að kosningar í lykilríkjum Evrópu mótast að einhverju leyti af orðum bandarískra stjórnmálamanna, sem hafa verið við völd í innan við mánuð. Oftast hefur verið nóg að fylgjast með orðum Donalds Trump meira
mynd
7. febrúar 2025

Hvað á að gera við afa sem býr á Gaza?

Margir þekkja heldur ótuktarlegt grínatriði frá spaugurunum í Fóstbræðrum sem hét, Hvað á að gera við afa? Eins og margar fjölskyldur kynnast þá geta komið þau augnablik að það þarf að taka erfiðar ákvarðanir og grínið hjá Fóstbræðrum gekk að sjálfsögðu út á heldur öfgafulla útgáfu af búsetuúrræðum aldraðra, svo ekki sé meira sagt. Það dregur þó fram að ekki eru kostirnir alltaf augljósir eða meira
mynd
6. febrúar 2025

Sammannlegur skilningur og Trump

Það eina sem menn eru almennilega sammála um í dag er að heimurinn er rækilega klofinn og svo skautaður milli ólíkra sjónarmiða að mannkynið hefur nánast enga sameiginlega fótfestu þegar kemur að þekkingu og skilningi á því sem er að gerast í kringum okkur. Um leið og samfélagsmiðlarnir hafa búið til heima þar sem milljarðar manna mætast daglega virðist sýn og skoðun almennings á því hvað meira
mynd
4. febrúar 2025

Andleg uppsögn og bullstörf

Allt að 17 til 19% þeirra sem eru á vinnumarkaði teljast óvirkir en undir þá skilgreiningu falla þeir sem mæta til vinnu, en reyna að komast upp með að gera sem minnst og láta sig síðan hverfa á slaginu. Sjálfsagt kemur svona tölfræði á óvart en þó er margt sem styður þessar niðurstöður, svo sem sífelld aukning þess að fólk sé frá störfum vegna kulnunar (e. burnout) í starfi. Á móti eru um 34 til meira
mynd
3. febrúar 2025

Lyfseðill Kauphallarinnar stækkar

Nýskráningar í íslensku kauphöllina eru ekki algengar og það vekur alltaf eftirtekt þegar nýtt félag boðar komu sína þangað. Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður og stofnandi lyfjafyrirtækisins Coripharma, greindi frá því í samtali við Viðskipta-Moggann í síðustu viku að stefnt sé að því að skrá Coripharma á markað eigi síðar en árið 2026. Það er ekki nýtt að rætt sé um hugsanlega skráningu meira
mynd
30. janúar 2025

Breytt Bretland í breyttum sakamálaheimi

Allir Íslendingar þekkja til breskra sakamálaþátta enda má segja að þeir séu samofnir sögu Ríkisútvarpsins sem hefur verið duglegt að færa okkur þennan heim sem byggir á sterkri hefð í bókmenntum Breta og felur í sér velheppnaðri aðlögun lista og afþreyingar. Margir breskir lögregluþjónar hafa orðið íslenskir heimilisvinir og um leið hafa áhorfendur notið þess að rýna inn í breskt samfélag sem meira
mynd
29. janúar 2025

Grænlenskt gull í íslenskri kauphöll

Gull er merkilegur málmur, nýtist vissulega til margvíslegra hluta tengt rafleiðni en er fyrst og fremst ávísun á verðmæti. Sannarlega er gull fallegt og orðatiltæki gull og gersemar rammar betur en annað inn sókn eftir verðmætum og glysi. Hægt er að framleiða demanta með iðnaðarferlum en gullið verður aðeins sótt í skaut náttúrunnar. Gull er frumefni og fágætt en um 1.200 tonn af þessum eðalmálmi meira
mynd
27. janúar 2025

Trump stelur athyglinni, aftur og aftur

Það finnst ekki sá pólitíski fréttaskýrandi sem ekki hefur fjallað um Donald Trump, ný­kjör­inn for­seta Banda­ríkj­anna, undanfarna daga. Hann hefur algerlega tekið yfir umræðuna og það var fróðlegt að fylgjast með honum ávarpa ráðstefnuna í Davos talandi á skjá verandi sjálfur í Washington. Ef til eru skuggastjórnendur í heiminum þá eru þeir í Davos, líka þeir sem telja sig meira
mynd
25. janúar 2025

Þekktir sósíalistar: Jean-Jacques Rousseau

Talsverðu púðri hefur verið eytt í að blasa lífi í sósíalíska baráttu á Íslandi síðustu misseri og vegna rausnarskapar skattgreiðenda hafa nokkrir einstaklingar haft lifibrauð af því þó að þorri kjósenda hafi ekki stutt framtakið. Utan um þá baráttu (eða ættum við að segja trúboð) hefur verið smíðaður flokkur sem fékk það mörg atkvæði í síðustu kosningum að hann á rétt á um 120 milljónum króna frá meira
mynd
23. janúar 2025

Pössum banka betur en börn

Það er þyngra en tárum taki að lesa frásagnir af því sem henti börnin á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum. Hátt í fimmtíu börn veiktust þá eftir að þau borðuðu E. coli-mengaðan mat og líf nokkurra barna hékk á bláþræði eftir matarsýkinguna. Erfið og langvarandi sjúkdómsdvöl tók við og hætta er á að sum barnanna glími við eftirköst veikindanna um ókomin tíma. Viðar Örn Eðvarðsson meira
mynd
21. janúar 2025

Fyrsti dagur Trumps í embætti

Þá er Donald Trump kominn aftur til starfa sem 47. forseti Bandaríkjanna, nokkuð sem fáir sáu fyrir þegar hann lét af embætti sem sá 45! Hvað svo sem hægt er að segja um Trump þá er ekki annað hægt en að undrast baráttuþrekið, einbeitnina og sigurviljann sem hefur nú fleytt honum aftur í Hvíta húsið, að hluta til í andstöðu við þá sem ráða umræðunni heima og erlendis. Strax eru greinendur og meira
mynd
16. janúar 2025

Íslandsbanki: Halda, sleppa, selja!

Sagan endalausa heldur áfram. Íslandsbanki verður seldur á árinu! Daði Már Kristófersson, nýr fjármálaráðherra, hyggst leggja fram nýtt frumvarp um söluferlið á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka áður en næsta söluumferð fer fram. Ríkið hefur verið meðeigandi að Íslandsbanka sem er skráð félag í Kauphöll Íslands eftir að ríkissjóður hefur í tvígang selt almennum hluthöfum bréf í félaginu. Ríkið er meira
mynd
13. janúar 2025

Bretland: Kynþáttafordómar undir öfugum formerkjum

Bretland hefur lengi glímt við ógeðfellda sögu svokallaðra tælingargengja, sem hafa misnotað þúsundir ungra stúlkna kynferðislega í gegnum tíðina. Nú er svo komið að málið klýfur bresk þjóðlíf og bresk stjórnmál eins og vikið var að hér í síðasta pistli. Undir niðri er uppgjör við innflytjendastefnu Breta og samlögun ólíkra trúar- og þjóðfélagshópa. Það er erfitt að sneiða framhjá þeirri staðreynd meira
mynd
10. janúar 2025

Tæling Englands

Sum samfélagsmein geta verið svo sársaukafull að það getur tekið langan tíma þar til unnt er að ræða þau. Það átti við um útbreidda kynferðislega misnotkun kirkjunnar þjóna víða í hinum kaþólska heimi en þar gat tekið áratugi að fá niðurstöðu í málunum. Sama virðist eiga við um misnotkun og raðnauðgun þúsunda enskra stúlkna síðustu áratugi. Fórnarlömbin eru flest barnung og mörg með mjög viðkvæman meira
mynd
8. janúar 2025

Er heimurinn hættur að batna?

Allt frá iðnbyltingunni hafa rík lönd að mestu vaxið hraðar en fátæk. En í um það bil tvo áratugi eftir 1995 birtist eftirtektarverð undantekning frá þessu ferli. Á þessu tímabili minnkaði bilið á mörgum sviðum, fyrst í vergri landsframleiðslu en svo tók sárafátækt (extreme poverty) að dragast saman og lýðheilsa og menntun á heimsvísu batnaði til muna. Meðal annars með stórfelldu falli í malaríu- meira
mynd
6. janúar 2025

Verða Íslendingar stærstir í landeldi?

Þó að við Íslendingar séum uppteknir af laxeldi þessa dagana þá stendur slíkt eldi aðeins undir á að giska einu prósenti af öllum framleiddum laxi í heiminum, en miðað við þau áform sem eru komin í farveg er gert ráð fyrir miklum vexti í landeldi sem gæti orðið umfangsmeira en sjóeldi á næstu árum. Þegar öll fyrirtækin sem eru komin af stað á Íslandi verða komin í fulla virkni má gera ráð fyrir um meira
mynd
5. janúar 2025

Óheyrilegur kostnaður vegna glæpa í Svíþjóð

Undanfarin ár höfum við hér á Íslandi og reyndar annars staðar á Norðurlöndunum fylgst með þróun mála í Svíþjóð. Aukin tíðni glæpa, vaxandi áhrif glæpagengja, afbrot og ofbeldi sem má að sumu leyti tengja við fjölgun innflytjenda í landinu. Það er ekki svo að neinn haldi því fram að innflytjendur sem slíkir séu ofbeldisfyllri í eðli sínu en með innflytjendum hefur komið rót og uppbrot á mörgu því meira
mynd
3. janúar 2025

Íslandsmótið í hagræðingu með frjálsri aðferð

Ný ríkisstjórn hefur bryddað upp á þeim nýmælum að óska eftir hagræðingar- og sparnaðartillögum frá kjósendum landsins nú þegar þeir eru nýbúnir að ganga í gegnum kosningar. Ef marka má fréttir þá rignir tillögum inn í samráðsgátt stjórnvalda þó að sumir kjósendur spyrji eðlilega hvort að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki haft plan þegar þeir gengu til kosninga. En tökum viljann fyrir verkið meira