c

Pistlar:

12. apríl 2025 kl. 18:12

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Heilbrigðiskerfi fyrir hverja?

Ríkisreikningur og bókhald ríkisins er ekki það nákvæmnistæki sem margir skattgreiðendur halda. Því er það svo að við verðum að fara til ársins 2022 til að fá útleggingu á framlögum til heilbrigðismála en þá námu þau um 838 þúsund krónum á hvern íbúa (á föstu verðlagi 2022), og heildarútgjöld ríkissjóðs til málaflokksins voru um 245 milljarðar króna (án fjárfestinga). Þess má geta að fjárlagafrumvarp ársins 2022 gerði ráð fyrir 16,3 milljarða króna aukningu til heilbrigðismála, sem var stærsta einstaka hækkun útgjalda það ár.

Samkvæmt nýjustu bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir 2024 eru útgjöld hins opinbera í heild 2.135,3 milljarðar króna, sem nemur 46,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) og hækkar um 1% frá fyrra ári. Heilbrigðismál eru umfangsmikill hluti þessara útgjalda, en nákvæm tala fyrir málaflokkinn liggur ekki fyrir í bráðabirgðagögnum.aaheilbr

Frumkvæði einkaframtaksins

Af þessu sést að gríðarlegir fjármunir renna til þessa málaflokks. Margir halda að við greiðum fyrir heilbrigðisþjónustu í gegnum skatta okkar en margt í heilbrigðisþjónustunni er greitt af notendum, svo sem mestöll tannlæknaþjónusta og mikið af sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Þá eru ótalin þau úrræði á sviði vímuefna- og meðferðarmála sem einkaframtakið hefur sett af stað.

Lyf eru að mestu þróuð fyrir tilverknað fjárfesta og sama má segja um lækningatæki og þjónustu þeim tengda. Þannig má segja að mikið af nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fari fram í gegnum einkaframtak og áhættufjárfesta. Stundum koma sjóðir fjármagnaðir af skattpeningum þar að en það er hverfandi. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu er afrakstur einkaframtaksins og við getum leyft okkur að segja að nýsköpun sé lykilþáttur til að bæta skilvirkni, lækka kostnað og auka gæði heilbrigðisþjónustu. Ekki er langt síðan bent var á hér í pistli að einkaframtakið hrinti af stað nauðsynlegu grettistaki í menntun lækna.

Hamlandi ríkiskerfi

Það er hins vegar oft í höndum ríkisins og embættismanna þess að taka ákvörðun sem geta haft mikil áhrif á þessa nýju þjónustu og fjárfestingu þar. Þar er einstaka stofnunum og forstjórum veitt furðumikið vald. Og svo sjáum við stundum að það vald spillir fyrir framförum.

Það var því merkilegt að hlusta á umræðu í Spursmálum Morgunblaðsins um fyrirtækið Intu­ens sem hef­ur frá ár­inu 2023 boðið upp á seg­ulóm­mynda­töku fyr­ir fólk sem vill huga að heilsu sinni. Háþróaður búnaður frá Phil­ips er notaður til þess að mynda lík­ama fólks hátt og lágt en með hon­um má greina ýmis heilsu­far­svanda­mál sem fólk er í mörg­um til­vik­um ómeðvitað um að hrjái það. Á það til dæmis við um krabba­mein­sæxli.
Í grein í Morgunblaðinu kemur fram að mik­il eft­ir­spurn hef­ur verið eft­ir þjón­ust­unni en fyr­ir mynda­tök­una og grein­ingu rönt­gen- og heim­il­is­lækna á mynd­efn­inu greiðir fólk 300.000 kr. Þjón­ust­an er ekki niður­greidd af rík­inu. Í frétt Morgunblaðsins er vitnað til viðtals Spursmála við þau Stein­unni Erlu Thorlacius, geisla­fræðing og fram­kvæmda­stjóra Intu­ens og Guðbjart Ólafs­son heim­il­is­lækni.segulómun

Í sam­keppni við fleiri

Í viðtalinu rekur Steinunn til­urð fyr­ir­tæk­is­ins og bend­ir á að fleiri einka­fyr­ir­tæki séu á markaðnum hér á landi sem bjóði upp á þessa þjón­ustu. Þau hafi viljað auka hana og efla sam­keppni. Það hafi hins veg­ar reynst erfiðara en ætlað var í fyrstu.
Þegar fyr­ir­tækið gerði til­raun til þess að kom­ast inn í samn­inga Sjúkra­trygg­inga, sem gera myndi lækn­um kleift að beina sjúk­ling­um sín­um til þess, rák­ust stjórn­end­ur fljótt á vegg segir í fréttinni. Í ljós kom að samn­ing­ar sem í gildi höfðu verið í ára­tugi voru ólög­leg­ir og að ekki stóð til að bjóða þjón­ust­una út. Voru Sjúkra­trygg­ing­ar að lok­um þvingaðar til þess.

Sérsniðnir útboðsskilmálar

Þá tók hins veg­ar ekki betra við, að sögn Stein­unn­ar, því að útboðsskil­mál­ar sem sett­ir voru virðast hafa verið sér­sniðnir að þeim fyr­ir­tækj­um sem fyr­ir voru á markaðnum. Fyrir vikið var Intu­ens gert ómögu­legt að bjóða fram krafta sína. Með eftirgangsmunum var stofn­un­in gerð aft­ur­reka með útboðið en þrátt fyr­ir það hef­ur enn ekki tek­ist að koma á samn­ings­sam­bandi milli Intu­ens og Sjúkra­trygg­inga.

Þau Stein­unn og Guðbjart­ur gagnrýndu þetta eðlilega. Bæði sé mik­il eft­ir­spurn eft­ir þess­ari þjón­ustu en þá sé einnig aug­ljóst að hægt væri að draga mjög úr kostnaði rík­is­sjóðs með auk­inni sam­keppni. Lækka mætti ein­inga­kostnað við hverja mynda­töku og grein­ingu. Fyr­ir­tæk­in sem eru á þess­um markaði fyr­ir hafa á síðustu árum malað gull og því ljóst að eft­ir miklu er að slægj­ast í þess­ari starf­semi. Brús­inn er hins veg­ar að stór­um hluta borgaður af skatt­greiðend­um.

Mikilvæg grein­ing

En út frá heilsufari er alvarlegra að hlusta á Guðbjart­ segja frá afleiðingum þessara aðgangshindrana. Hann segir að þjón­usta Intu­ens hafi nú þegar sannað sig. Sem bet­ur fer sé stærst­ur hluti viðskipta­vina lán­sam­ur og al­var­leg veik­indi upp­götvist ekki hjá þeim. Hins veg­ar hafi all­mörg dæmi komið upp þar sem al­var­leg, und­ir­liggj­andi veik­indi hafi upp­götv­ast. Það eigi t.d. við um al­var­leg krabba­mein­sæxli.

Seg­ir hann að slík grein­ing sé afar mik­il­væg þar sem öllu skipti að grípa sem fyrst inn í. Tek­ur hann sem dæmi ristil­krabba­mein. Upp­götvist það meðan það er enn ein­angrað við það til­tekna líf­færi séu lífs­lík­ur um 95% fimm árum eft­ir lækn­ingu. „Ef þú tek­ur ein­hvern sem fékk ristil­krabba­mein sem grein­ist með mein­vörp í tveim­ur líf­færa­kerf­um út fyr­ir ristil eru lífs­lík­urn­ar í kring­um 5-10% eft­ir fimm ár,“ segir Guðbjartur. Hvernig fæst svona óátalið? Þetta er á pari við atlögu Svandísar Svavarsdóttur að heilbrigði kvenna sem hún var aldrei gerð ábyrg fyrir.