c

Pistlar:

29. apríl 2025 kl. 18:38

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Týnda fólk hælisleitendakerfisins

Við getum sagt að við séum í miðju auga stormsins. Eftir að hafa rekið ráðaleysislega landamærastefnu og opnað allt upp á gátt þegar kom að hælisleitendum bíður næstu ára að vinna úr vandanum. Í fyrsta lagi þarf að ná utan um það fólk sem hingað streymdi og fara með það í gegnum skriffinnsku hælisleitendakerfisins. Nú þegar heyrast sögur af því að fólk sé einfaldlega týnt, finnist hvergi og það eigi meira að segja við um barnafjölskyldur.hæli

Það er óheyrilega tímafrekt að fara með einstök mál hælisleitenda og útlendinga í gegnum skriffinnskukerfi sem í grunninn miðast við að fólk taki sjálfviljugt þátt í því. Það segir sig sjálft að ef lögreglan þarf að elta uppi hvern og einn, sem á að vísa úr landi, og það margsinnis þá mun slíkt ferli ganga hægt og kosta skattgreiðendur óheyrilega fjármuni. Um þetta hefur verið fjallað áður hér í pistlum en fyrir stuttu lá beint við að spyrja hvort það væri hrunið? Fréttir dagsins staðfest að svo er.

Það getur verið fróðlegt að rekja sig í gegnum einn fréttadag af þessum málum til að sjá umfangið. Morgunblaðið greindi frá því í dag að alls hafi fallið fimm úr­sk­urðir í Lands­rétti und­an­farna daga þar sem út­lend­ing­um er vísað af landi brott. Í þrem­ur þess­ara til­vika er um að ræða hæl­is­leit­end­ur sem dvalið hafa ólög­lega hér á landi, en í einu er um að ræða lit­háísk­an mann sem fall­ist var á að fram­seld­ur yrði til síns heima­lands á grund­velli evr­ópskr­ar hand­töku­skip­un­ar. Gengu tveir úr­sk­urðir í Lands­rétti um þann mann.

Maður­inn hef­ur verið bú­sett­ur hér á landi und­an­far­in ár, en dóm­ari í Viln­íus í Lit­há­en gaf út hand­töku­skip­un hon­um á hend­ur í fe­brú­ar síðastliðnum en maður­inn hafði verið dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir þrjú kyn­ferðis­brot gegn barni. Átti hann eft­ir að afplána fjög­ur ár og sex mánuði af dóm­in­um. Viðkomandi var svo í öðru máli hneppt­ur í gæslu­v­arðhald svo hann yrði til­tæk­ur þegar til brott­flutn­ings kæmi.

Ítrekaður brotaferill

Í hinum þrem­ur til­vik­un­um voru út­lend­ing­arn­ir hneppt­ir í gæslu­v­arðhald svo þeir hlypust ekki á brott áður en þeir yrðu flutt­ir burt af land­inu. Ekki fylgdi sögunni hve lengi þeir þurfa að vera í gæsluvarðhaldi áður en þeir fara úr landi, sjálfsagt veit það enginn.

Morgunblaðið sagði frá því að í einu þess­ara til­vika hafi verið um að ræða mann sem nefnd­ur er X í úr­sk­urðinum og á að baki sér nokk­urn brota­fer­il hér á landi og hef­ur áður gengið und­ir nöfn­un­um X1, Xw2 og X3 í dóms­skjöl­um. Þjóðerni viðkom­andi kem­ur ekki fram. Hon­um hef­ur ít­rekað verið gert að yf­ir­gefa landið og hann hef­ur ekki virt end­ur­komu­bann á Schengen-svæðið. Hann hef­ur nokk­urn brota­fer­il að baki sér, hef­ur verið dæmd­ur fyr­ir brot á um­ferðarlög­um, lög­um um áv­ana- og fíkni­efni og al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um.immigration 3

Ólöglega í sex ár í landinu

Morgunblaðið sagði líka frá því að Lands­rétt­ur hefði staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að Als­ír­ing­ur, sem dvalið hef­ur ólög­lega hér á landi í sex ár, skuli sæta gæslu­v­arðhaldi til 6. maí næstkomandi en í bíg­erð er að senda mann­inn til síns heima­lands á morg­un, 30. apríl, að öllu óbreyttu.

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að maður­inn skuli enn vera á landinu eftir að hafa komið óboðinn hingað til lands í maí 2017. Um­sókn hans um alþjóðlega vernd var synjað af Útlend­inga­stofn­un í júní 2018 og staðfesti kær­u­nefnd út­lend­inga­mála þá niður­stöðu í októ­ber sama ár. Sama dag barst heim­ferða- og fylgda­deild rík­is­lög­reglu­stjóra beiðni frá Útlend­inga­stofn­un um að mann­in­um yrði komið af landi brott, en ekki virðist hafa verið orðið við því. Það var síðan ekki fyrr en í lok janú­ar 2024 sem mann­in­um var kunn­gjört að hon­um bæri að til­kynna sig dag­lega á lög­reglu­stöð. Hann sinnti því ekki og lét sig hverfa.
Nú í mars mætti maður­inn í viðtal hjá sér­fræðingi heim­ferða- og fylgda­deild­ar og var hon­um gerð kunn­ug sú ákvörðun að hann skyldi til­kynna sig dag­lega hjá lög­regl­unni næstu 28 daga. Það gerði maður­inn í 13 skipti, en síðan ekki sög­una meir. Þegar hann svo loks mætti á lög­reglu­stöð 8. apríl síðastliðinn var hann hand­tek­inn.

Í úr­sk­urði héraðsdóms kem­ur meðal annars fram að Als­ír­ing­ur­inn hafi ekki verið sam­starfs­fús við að upp­lýsa um hver hann væri, en sendi­ráð Als­ír í Stokk­hólmi hafi þó lýst sig reiðubúið til að gefa út ferðaskil­ríki til bráðabirgða hon­um til handa, svo unnt væri að koma hon­um af landi brott. Kostnaður við málsvörn manns­ins í héraði og Lands­rétti nem­ur tæp­um 310 þúsund krón­um og er greidd­ur úr rík­is­sjóði. Þá hef­ur manni frá Gín­eu verið vísað brott og öðrum frá Als­ír.

Gín­eumaður­ í felum

Annar hælisleitandi sem gerir grín að íslenska kerfinu, kemur frá Gín­eu, og hefur dvalið ólög­lega hér á landi í nær hálft fjórða ár. Hann var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 14. apríl síðastliðinn en Lands­rétt­ur kvað upp úr­sk­urð þess efn­is þann 11. apríl og staðfesti þar með héraðsdóm. Gín­eumaður­inn hafði óskað eft­ir alþjóðlegri vernd hér á landi en var synjað með ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar í sept­em­ber 2021 og staðfesti kær­u­nefnd út­lend­inga­mála þá niður­stöðu í des­em­ber sama ár.

Morgunblaðið upplýsir að brös­ug­lega hafi gengið að koma mann­in­um úr landi þar sem hann var ekki með gild ferðaskil­ríki og sýndi eng­an vilja til sam­starfs við út­veg­un þeirra. Sló hann úr og í með það, þótt­ist stund­um vilja sýna sam­starf en hafnaði því svo síðan. Send var beiðni til sendi­ráðs Gín­eu í London um miðjan fe­brú­ar 2022 og óskað eft­ir ferðaskil­ríkj­um fyr­ir viðkom­andi, en sendi­ráðið svaraði engu. Var því ekki unnt að flytja mann­inn af landi brott vegna skorts á skil­ríkj­um.

Var þá gripið á það ráð að heim­ferða- og fylgda­deild rík­is­lög­reglu­stjóra óskaði eft­ir að taka þátt í alþjóðlegu auðkenn­ing­ar­verk­efni á veg­um Frontex og var sér­stök sendi­nefnd frá Gín­eu vænt­an­leg hingað til lands 14. apríl sl. til að ræða við samlanda sinn og finna út hver hann væri og gefa síðan út ferðaskil­ríki hon­um til handa. Þann 3. apríl sl. var Gín­eu­mann­in­um birt sú ákvörðun að hann skyldi til­kynna sig á lög­reglu­stöð dag­lega næstu 28 daga, en hann sinnti því í engu. Meðfylgjandi úrklippa sýnir hvernig staðan var 2004!hæli

Gæslu­v­arðhald nauðsyn­legt

Þegar hér var komið sögu var það mat lög­regl­unn­ar að nauðsyn­legt væri að úr­sk­urða Gín­eu­mann­inn í gæslu­v­arðhald til að tryggja að unnt væri að færa hann fyr­ir sendi­nefnd­ina of­an­greind­an dag og væg­ara úrræði væri ekki tækt þar sem maður­inn hefði ekki sinnt til­kynn­ing­ar­skyldu sinni.

Morg­un­blaðið sendi rík­is­lög­reglu­stjóra fyr­ir­spurn þann 22. apríl sl. varðandi Gín­eu­mann­inn og spurði hvort viðkom­andi væri enn hér á landi. Einnig var spurt um hvað komið hefði út úr fundi sendi­nefnd­ar­inn­ar frá Gín­eu með mann­in­um sem og hvort al­gengt væri að sendi­nefnd­ir væru gerðar út af örk­inni til að ræða við fólk sem synjað hefði verið um hæli hér á landi.
Þegar Morgunblaðið gekk eftir því gat heim­ferða- og fylgda­deild rík­is­lög­reglu­stjóra ekki sagt hvort maður­inn sé hér enn. Kostnaður vegna mála­rekst­urs Gín­eu­manns­ins fyr­ir Héraðsdómi Reykja­ness og Lands­rétti var greidd­ur úr rík­is­sjóði, en mann­in­um var skipaður sami verj­andi á báðum dóm­stig­um. Fékk lögmaður hans greidd­ar 100.440 krón­ur fyr­ir málsvörn­ina í héraði en 66.950 krón­ur fyr­ir vörn­ina í Lands­rétti. Sam­tals nam því kostnaður vegna mála­rekst­urs­ins 167.390 krón­um.

Einföldun verkferla

Í enn einni frétt í dag upplýsir dóms­málaráðherra að hún vilji „nýta til fulls“ laga­heim­ild­ir sem gera stjórn­völd­um kleift að láta er­lenda fanga á Íslandi afplána dóm í sínu heimalandi og seg­ir að ráðuneytið sé að ein­falda verk­ferla með það fyr­ir aug­um. Einnig kem­ur „vel til greina“ að semja við önn­ur ríki um flutn­ing er­lendra fanga. Þetta kem­ur fram í svari Þor­bjarg­ar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur dóms­málaráðherra við fyr­ir­spurn Diljár Mist­ar Ein­ars­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Í svari ráðherra er vísað í samn­ing Evr­ópuráðs um flutn­ing dæmdra manna, sem ger­ir það mögu­legt að flytja fanga til síns heima­lands, í sum­um til­fell­um í óþökk fang­ans. Stór hluti fanga sem eru í fang­els­um núna falli und­ir þann samn­ing. „Að mati ráðherra er mik­il­vægt að nýta þess­ar heim­ild­ir til fulls,“ seg­ir í svari Þor­bjarg­ar. Vinna standi yfir við að ein­falda verk­ferla og virkja alþjóðasam­starf með það fyr­ir aug­um.

Diljá Mist seg­ist í sam­tali við Morg­un­blaðið taka vel í af­stöðu ráðherr­ans. Að henn­ar mati væri með þessu hægt að draga úr þeim kostnaði sem fylgi því að láta er­lenda fanga afplána hér á landi. „Þetta er gríðarlega mik­il­vægt,“ seg­ir Diljá.

Allt þetta sýnir hve þunglamalegt og seinvirkt kerfi hefur verið byggt upp hér í kringum þennan málaflokk en allar tafir kosta skattgreiðendur óheyrilegar fjárhæðir. Höfum hugfast að nágrannar okkar, Færeyingar, hafa engan kostnað af hælisleitendum. Hvernig skyldu þeir fara að því?