c

Pistlar:

5. júní 2024 kl. 21:37

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Hvernig er best að forðast gjörunnin vítamín og bætiefni?

 

Flestur matur sem við borðum fer í gegnum einhvers konar vinnslu og er alls ekki allur slæmur. Einfaldast er auðvitað að elda heima; sjóða hrísgrjón, hræra egg eða saxa og búa til ferskan grænmetisrétt. Þegar iðnaðarvinnsla hefur bæst við er maturinn gjarnan orðinn meira skaðlegur, eða í það minnsta ekki eins næringaríkur. Það að hreinsa korn eins og hveiti eða hrísgrjón til að búa til „hvítar“ útgáfur er gott dæmi um það þegar það besta er fjarlægt. Þetta vinnsluferli rífur burt trefjarnar og mikið af næringarefnum. Ef þú ferð lengra upp skalann færð þú það sem kallað er gjörunnin matvæli, sem blessunarlega eru loks til umræðu.

Gjörunnin matvæli geyma langan lista af innihaldsefnum sem þú myndir aldrei bæta við matinn ef þú býrð hann til heima hjá þér. Veltu fyrir þér um rotvarnarefnum, litarefnum, bragðefnum, þykkingarefnum, sveiflujöfnunarefnum og öllu því sem hljómar “efna”! Því miður inniheldur þessi flokkur mörg matvæli sem fyrirfinnast í skápnum okkar, þar á meðal morgunkorn, fjöldaframleitt brauð, kjöt, og tilbúið grænmetiseitthvað, sem hljómar svo vel... [i].

Gjörunnin matvæli hafa tilhneigingu til að innihalda meira af sykri og/eða sætuefnum, sem og meira af mettaðri fitu og gjarnan slatta af hitaeiningum sem stundum eru alveg næringarlausar.
Það eru verulegar heilsufarslegar afleiðingar af gjörunnu mataræði, þar á meðal aukin hætta á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, IBS, þunglyndi, krabbameini og offitu, svo og ofnæmis- og sjálfsofnæmissjúkdómum, astma hjá börnum og hjarta- og efnaskiptabreytingum í æsku [ii] [iii] [iv]. Að lifa á gjörunnum matvælum skilur fólk oft eftir of þungt en samt vannært sem þýðir að það skortir mikilvæg næringarefni, vítamín og steinefni. Að forðast gjörunnin matvæli getur því verið gagnlegt fyrir alla aldurshópa.

gjörunnin vítaminMörg okkar eru orðin meðvituð og kjósa að forðast aukaefnin sem unnin matvæli innihalda. En getum við beitt þessum sömu rökum við val okkar á vítamínum og fæðubótarefnum?


Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt forðast vinnslu þegar vítamín og bætiefni eru búin til, en vissulega er hægt að gera ráðstafanir til að halda þeim eins hreinum og virkum og mögulegt er. Sérstaklega með því að forðast “hjálparefni” sem hafa ekkert næringarfræðilegt gildi og geta í raun haft skaðleg áhrif á heilsu okkar, umhverfið og ekki síst á verksmiðjustarfsmenn sem starfa við framleiðslukeðjunnar.

Hvernig á að bera kennsl á gjörunnin vítamín og bætiefni?
Það er margt í boði á markaðnum í dag sem er vægast sagt misjafnt að gæðum. Á meðan sumt er aðgengilegt í matvöruverslunum fæst margt nær eingöngu á netinu. Þar er því miður hellingur sneisafullir af allskyns óþarfa; litað og bragðbætt, óvandaðir vökvar, freyðitöflur, gúmmí og steyptar töflur með staflana af allskyns auka- og hjálparefnum svo það líti sem best út fyrir neytandann. Aukaefnin eru “hönnuð” með það í huga að gera vítamínin og bætiefnin aðlaðandi í útliti og á bragðið en einnig til að draga úr framleiðslukostnaði.

Þarna leiða oft snjöll skilaboð fókusinn hjá slæmum aukaefnum og minna heilbrigðum formúlum. Hérna komum við að kjarna málsins því fjölmargar rannsóknir hafa tengt mörg af þessum efnum við heilsufarsvandamál. Hér mætti nefna gervi rotvarnarefni eins og natríumbensóat sem stuðlar að hegðunarvandamálum hjá börnum og ofvirkni og svo margt annað [v] Svo spurning er, hverju ættir þú að leita eftir og hvað áttu að forðast? Að velja hrein vítmín og bætiefni í stað gjörunninna er hægt að gera með því að lesa innihaldslýsinguna.

Köfum aðeins dýpra inn í heim gjörunnina hráefna sem þú finnur í smáa letrinu:
Sykur, glúkósasíróp, maltsíróp og dextrósi koma oft fyrir. Vandamálið við sætuefni sem þessi er ekki bara hvað þau eru ávanabindandi heldur hafa þau skaðleg áhrif á tannglerung og sveifla blóðsykrinum (þarf af leiðandi er meiri hætta á sykursýki og offitu), að ekki sé talað um skaðleg áhrif á hjarta, lifur og fleiri líffæri... og svo ekki sé minnst á heilbrigði þarma þar sem þessi efni trufla jafnvægið í þarmaflórunni og ýta undir skaðlega myndun á örverum sem geta verið sjúkdómsvaldandi[vi]. Þetta þýðir að þau eiga hvorki heima í mat né vítamínum og bætiefnum sem eiga að bæta heilsu.

Gervisætuefni eins og súkralósi eða aspartam. Aspartam hefur verið mikið í fréttum undanfarið þar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur flokkað það sem „hugsanlega krabbameinsvaldandi“ og heldur áfram að fylgjast með rannsóknum á áhrifum þess. [vii] Nýlegar rannsóknir tengja súkralósa við aukið gegndræpi og leka í þörmum sem getur kostað það að ómeltur matur, sýklar og eituefni fara í gegn og út í blóðið, sem hefur skaðleg áhrif á ónæmiskerfið. Súkralósi leiðir einnig til breytinga á örverum í þörmum og er bólgumyndandi. Afleiðingarnar eru uppþemba, mataróþol, þreyta, meltingarvandamál og húðvandamál. [viii]

Ýruefni (Emulsifiers). Það er notað til að blanda saman vatni og olíu sem annars blandast ekki frá náttúrunnar hendi. Pólýsorbat 80 er dæmi um það sem er mikið notað í fæðubótarefum en sýnt hefur verið fram á að það skaðar slímhúð í þörmum, veldur bólgum og getur átt þátt í myndun Crohns sjúkdómsins, sykursýki af tegund II og hjarta- og æðasjúkdóma [ix]

Gervi rotvarnarefni (Artificial Preservatives). Þetta er notað til að tryggja gott geymsluþol og áferð, sérstaklega fyrir vökva, vatnsbundnar eða jafnvel olíubundnar samsetningar, sem eru viðkvæmar fyrir pöddum eða oxun. Forðastu tilbúnar útgáfur eins og kalíumsorbat og natríumbensóat. Leitaðu eftir náttúrulegum valkostum, þar á meðal C-vítamíni, E-vítamíni eða jurtum með öfluga virkni gegn sýklum, sbr. rósmarín. Veldu hylki unnin úr jurtum sem í raun varðveita innihaldsefnin. Jurtahylkin eru um leið frábær leið til að forðast óvönduð og skaðleg aukaefni. Hægt er að varðveita góðar olíur með því að nota köfnunarefni þegar þeim er tappað á flöskur. Það kemur í veg fyrir allan óþarfa.

Carrageenan. Þetta er efni er oft að finna í vegan gúmmíum og glærum vítamín- og bætiefna hylkjum en það er einnig notað til að þykkja vörur eða fleyta innihaldsefnum. Carrageenan er efni unnið úr þangi, sem gæti hljómað vel en þar sem það er unnið með sýru hafa menn séð vísbendingar um að það geti valdið bólgum í þörmum..[x]

Magnesíumsterat og sterínsýra. Þetta er almennt notað í vítamínum og bætiefnum sem eru á steyptu formi en líka þeim sem þarf / á að tyggja. Það er bæði til að flýta framleiðsluferlinu og húða pressaðar töflur. Þó að þessi efni komi úr mat eru sérfræðingar á því að þau geti haft skaðleg áhrif. Ef þú tekur fjölda vítamína og bætiefna með þessu efnum getur upptakan orðið alltof hröð og sjáðu til; magnesíumsterat inniheldur lítið sem ekkert magnesíum

Títaníum díoxíð. Þetta skjannahvíta duft er notað í málningu, plast og pappír til að skapa jafnan lit. Það er líka að finna í tannkremi og matvælum eins og ís, súkkulaði, sælgæti, rjóma, eftirréttum, tyggjói, í álegg og dressingar og margt, margt fleira. Í lyfjum og fæðubótarefnum er það notað til að tryggja jafnt útlit á töflum og þjónar engum tilgangi nema að auðvelda framleiðslu og lágmarka fyrirspurnir neytenda um ólík afbrigði. Árið 2022 bannaði Matvælastofnun Evrópu títaníum díoxíð og staðfesti að það væri ekki lengur talið öruggt sem aukefni í matvælum (flokkar það sem líklegt til að vera krabbameinsvaldandi). Engu að síður er það enn notað og miklum mæli í matvælum víða, og þar á meðal hér á landi í lyf, vítamín, bætiefni og mat. Það er ekki aðeins óskynsamlegt að borða E-númer E171 (sem er títaníum díoxíð) heldur er það þekkt fyrir að valda alvarlegum langtíma lungnasjúkdómum hjá starfsmönnum í verksmiðjum þar sem títaníium díoxíð er unnið. Og svo er það einstaklega skaðlegt lífríki í vatni.[xii]

Talkúm (Talk)
. Þetta er annað fylliefni sem mikið notað í lyf en hefur líka lætt sér inn í vítamín og bætiefniframleiðslu. Talk er oftast notað sem svokallað “klessunarefni” til að koma í veg fyrir að innihaldsefni festist við vélar við framleiðslu þeirra. Þótt það sé almennt notað við lyfjagerð er enginn ávinningur af því og öryggi þess alls óvíst vegna skorts á áreiðanlegum upplýsingum um eiturhrif, þótt uppi sé sterkur grunur um það.[xiii] [xiv]

Pálmaolía. Það er kapíutuli út af fyrir sig. Notuð sem flæðiefni til að koma í veg fyrir að efni festist og klessist og kekkist. Pálmaolía er mörgum áhyggjuefni. Vinnsla á pálmaolíu hefur í auknum mæli haft skaðleg áhrif á viðkvæmt vistkerfi skóga og á búsvæði á svæðum í Asíu og Afríku. [xv]

Stóra spurningin?
Þegar við gröfum aðeins dýpra á bak við vörumerki lyfja- og fæðubótarefna og inn í aðfangakeðjuna, byrjum við að skilja áhrifin sem mörg þessara aukefna hafa, ekki aðeins á okkar eigin heilsu, heldur einnig heilsu jarðar og ekki síst heilsu þeirra starfsmanna sem taka þátt í ræktun eða námuvinnslu þessara hráefna. Fjöldamarkaðsframleiðsla til að framleiða ódýran mat byggir á gjörunnum aðferðum og sömuleiðis byggja vítamín og fæðubótarefni sem framleidd eru hratt og ódýrt oft á sama lögmáli. Og oft er meiri skaði en næring

Góð bætiefni. Líkt og með mat, þá er best að hafa vítamín og bætiefni eins einföld og mögulegt er og lífræn vottun innihaldsefna frá viðurkenndum vottunaraðilum er alltaf besti kosturinn. Það gefur til kynna að hreinleiki og siðferðisleg sjónarmið eru höfð að leiðarljósi Munið að börn eru viðkvæmari en fullorðinir og barnshafandi konur einnig. Öll erum við í raun viðkvæm fyrir óþarfa djönki

Merkimiðinn: Sum vörumerki velja að skrá „virk“ innihaldsefni á meira áberandi stað og setja síðan fullan innihaldslista aftan á merkimiðann með mjög smáu letri. Þú finnur földu aukefnin gjarnan á hinum listanum. Vertu viss um að þú skoðir alla lista; bæði stóra og smá letrið. Flest virt vörumerki hafa raunar ekkert að fela og bjóða 100% virk innihaldsefni án alls þess sem er skaðlegt fyrir mann eða jörð.

Fræðslan
Það er alltaf gott að leita eftir vandaðri fræðslu í tengslum við inntöku vítamína og bætiefna, til þeirra sem þekkinguna hafa. Ekki er víst að slíkt sé boði þar sem eingöngu netsala fer fram eða í stórmörkuðunum.

Svo er hitt með óþols- eða ofnæmisvaldana. Matvælastofnun leggur líka til að þeir séu feitletraðir svo auðvelt sé að koma auga á þá. Ofnæmivaldar geta verið glúten, egg, fiskur, skeldýr, mjólk, hnetur og jarðhnetur, soja, jafnvel sinnep og brennisteinsdíoxíð/súlfít.

Lokaorð
Líf okkar hefur tilhneigingu til að vera gjörunnið úr öllum áttum, ef svo má að orði komast. Nú liggja fyrir mikið af vísindarannsóknum sem sýna hversu skaðlegt okkar gjörunna líf getur verið. Taktu ákvörðun um að velja það sem er óunnið, lítið unnið og sérstaklega hreint. Það sem virkar 100% er auðvitað besta ráðið sem þú getur gert fyrir heilsu og hamingju þína og komandi kynslóða.

massa vítamín

 

Heimildir:

[i] BBC ‘What is ultra-processed food? - BBC Food
[ii] Pagliai G, Dinu M, Madarena MP, Bonaccio M, Iacoviello L, Sofi F. Consumption of ultra-processed foods and health status: a systematic review and meta-analysis. Br J Nutr. 2021 Feb 14;125(3):308-318. 
[iii] Elizabeth L, Machado P, Zinöcker M, Baker P, Lawrence M. Ultra-Processed Foods and Health Outcomes: A Narrative Review. Nutrients. 2020 Jun 30;12(7):1955.
[iv] Srour, B., Fezeu, L, K., Kesse-Guyot, E., Allas, B., Majean, C., Andrianasolo, R, M., et al (2019) ‘Ultra-processed food intake and risk of cardiovascular disease: prospective cohort study’ (NutriNet-Sante), BMJ, 365:l145
[v] McCann, D., Barret, A., Cooper, A., Crumpler, D et al (2007) ‘Food additives and hyperactivity behaviour in 3-year old and 8/9-year-old children in the community: a randomised, double-blind, placebo-controlled trial, The Lancet, Vol: 370 (9598), pp. 1560-1567
[vi] Satokari R. High Intake of Sugar and the Balance between Pro- and Anti-Inflammatory Gut Bacteria. Nutrients. 2020 May 8;12(5):1348. 
[vii] Aspartame hazard and risk assessment results released (who.int)
[viii] M C ArrietaL Bistritz, and J B Meddings. Alterations in intestinal permeability. Gut. 2006 Oct; 55(10):1512-1520
[ix] Partridge D, Lloyd KA, Rhodes JM, Walker AW, Johnstone AM, Campbell BJ. Food additives: Assessing the impact of exposure to permitted emulsifiers on bowel and metabolic health - introducing the FADiets study. Nutr Bull. 2019 Dec;44(4):329-349.
[x] Martino JV, Van Limbergen J, Cahill LE. The Role of Carrageenan and Carboxymethylcellulose in the Development of Intestinal Inflammation. Front Pediatr. 2017 May 1;5:96.
[xi] https://ec.europa.eu/newsroom/sante/items/732079/en
[xii] Identification of research needs to resolve the carcinogenicity of high-priority IARC carcinogens (who.int)
[xiii] Talc | FDA[xiv] mono100C-11.pdf (who.int)
[xv] Rainforest-Action-Network-Leuser-Report-FINAL-WEB.pdf (ran.org) 

 

 

 

 

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira