Pistlar:

27. ágúst 2024 kl. 14:57

Unnur Pálmarsdóttir (unnurpalmars.blog.is)

Litríkir og hollir þeytingar uppáhalds hjá Unni Pálmarsdóttur

Unnur Pálmarsdóttir

Holl­ur og ljúf­feng­ur morg­un­verður ger­ir góðan dag betri. Góður þeyt­ing­ur eða safi sem er nær­ing­ar­rík­ur er hinn full­komni morg­un­verður fyr­ir marga. Unni Pálm­ars­dótt­ur þykir fátt betra en að fá sér safa sem hún press­ar sjálf og legg­ur mikið upp úr að hefja dag­inn á nær­ing­ar­rík­um morg­un­verði sem tek­ur stutt­an tíma að út­búa.

Unn­ur er einn reynd­asti hóp­tíma­kenn­ari og þjálf­ari lands­ins. Hún hef­ur kennt hóp­tíma og þjálfað lands­menn og um heim all­an í yfir 30 ár. Núna starfar hún við fram­leiðslu í fræðslu - og hreyfi­ferðum ásamt að vera hóp­tíma­kenn­ari hjá Ree­bok Fit­n­ess og reka Fusi­on kenn­ara­nám­skeið og mannauðsráðgjöf. Einnig er hún far­ar­stjóri í vin­sæl­um ferðum til Kana­ríeyja og fleiri áfangastaða.

Hreinn safi

„Morg­un­verður­inn sem ég fæ mér er oft­ast hreinn safi sem ég pressa sjálf. Mér finnst gott að hefja dag­inn á vatni með sítr­ónu og góðu heitu rjúk­andi kaffi.  Svo er það grænn spínat og gul­rót­arsafi sem er í upp­á­haldi hjá mér svo að morg­un­mat­ur­inn sam­an­stend­ur af þess­ari dýrð,“ seg­ir Unn­ur. 

Stund­um er líka dek­ur á morgn­ana með fjöl­skyld­unni og þá er lagt meira í morg­un­verðinn. „Þegar ég vil dekra við mig í faðmi fjöl­skyld­unn­ar þá er upp­á­halds­morg­un­verður­inn pönnu­kök­ur eða prótein vöffl­ur með blá­berj­um, jarðarberj­um, ban­ana, hnetu­smjöri, súkkulaði og sírópi. Spælt egg og góður gul­rót­arsafi með er topp­ur­inn að mínu mati. Það er helst um helg­ar sem ég fæ mér þenn­an góm­sæta morg­un­verð með syn­in­um og mann­in­um mín­um.  Svo eru það miðviku­dag­ar í vinn­unni minni í Úrval Útsýn sem standa alltaf upp úr þá er fram­reidd­ur góm­sæt­ur morg­un­verður að hætti starfs­manna okk­ar og hlakka alltaf til þeirra góðu stunda með vinnu­fé­lög­un­um.“

Nýj­ar og spenn­andi upp­skrift­ir

Nýj­ar upp­skrift­ir er eitt af því sem heilla Unni. „Áhuga­mál mitt er einnig að finna upp nýj­ar og spenn­andi upp­skrift­ir að holl­um, góðum og fersk­um drykkj­um sem all­ir geta nýtt sér. Mik­il­vægt er að hafa upp­skrift­ina auðvelda í sam­setn­ingu og fyr­ir alla.“

Unn­ur seg­ir það skipta líka máli að velja hrá­efni sem ykk­ur finnst best og það sé í lagi að breyta upp­skrift­um. „Ég mæli að þið séuð óhrædd við að prufa ykk­ur áfram í holl­ustu drykkj­un­um og munið að hreyfa ykk­ur vel alla daga. Við eig­um aðeins einn lík­ama og því er mik­il­vægt að huga vel að lík­ama og sál og njóta lífs­ins.“

Hér deil­ir Unn­ur tveim­ur dá­semd­ar­upp­skrift­um með les­end­um sem vert er að prófa, ann­ars veg­ar upp­skrift að hind­berja- og kó­kosþeyt­ing og hins veg­ar morg­undrykk Unn­ar.

Fallegir og litríkir í glasi þeytingarnir hennar Unnar.
Fal­leg­ir og lit­rík­ir í glasi þeyt­ing­arn­ir henn­ar Unn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lit­rík­ir og holl­ir þeyt­ing­ar upp­á­halds hjá Unni

Hind­berja- og kó­kosþeyt­ing­ur Unn­ar

  • ¼  bolli trönu­ber eða hind­ber
  • 1 bolli fersk blá­ber
  • ½  avóka­dó
  • 1 ban­ani
  • 2 msk. hör­fræ
  • ½  bolli hreint grískt jóg­úrt ef ekki þá er kókós­vatn mjög gott með
  • 1 tsk. Chia fræ
  • 2 msk. kó­kos­flög­ur
  • 1 tsk. hun­ang

Aðferð:

  1. Setjið allt í bland­ara og blandið vel sam­an.
  2. Berið fram með klaka beint úr fryst­in­um í fal­legu glasi eða krukku.

Morg­undrykk­ur Unn­ar

  • Spínat að vild
  • 1/​2 ag­úrka
  • 1 - 2 sm af engi­fer
  • 1 tsk. kó­kosol­ía
  • 1 dl vatn
  • 1/​2 epli að eig­in vali
  • Gul­ræt­ur að vild

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í bland­ara og þeytið vel sam­an.
  2. Berið fram í fal­legu glasi eða krukku.
Morgundrykkurinn hennar Unnar er fagurgrænn og inniheldur meðal annars spínat.
Morg­undrykk­ur­inn henn­ar Unn­ar er fag­ur­grænn og inni­held­ur meðal ann­ars spínat. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Hindberja- og kókosþeytingur Unnar er dökkbleikur og gleður líkama og …
Hind­berja- og kó­kosþeyt­ing­ur Unn­ar er dökk­bleik­ur og gleður lík­ama og sál. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
 
Hér má sjá greinina á matarvef Morgunblaðsins 
mynd
22. mars 2021 kl. 15:00

Sjö skref í innleiðingu á heilsustefnu

 Sjö skref í innleiðingu á heilsustefnu   Á breytingatímum sem þessum er mikilvægt fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnanna að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu starfsmanna. Mannauðurinn felst í heilsu starfsfólks, kjarnafærni og því er það ábyrgð yfirmanna að leiða heilsueflandi stefnur til framtíðar. Ég hef alltaf haft brennandi ástríðu fyrir menntun, hreyfingu meira
mynd
13. desember 2018 kl. 10:13

6 ástæður til að forðast sykur

Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast. Oftast er það skyndibitinn sem verður fyrir valinu þegar lítill tími er í sólarhringnum en sem betur fer erum við orðin meðvitaðri um hvað við borðum allt árið. meira
mynd
11. desember 2018 kl. 9:09

Bananabrauð fyrir jólin

Bananabrauð er alltaf vinsælt á mínu heimili og hér er holl og fljótleg uppskrift af ljúffengu bananabrauði fyrir jólin. Bananabrauð Unnar: • 3 heilir bananar• 2 egg• 1 dl haframjöl• 2 dl gróft spelt hveiti• 1 dl hrásykur• 1 tsk lyftiduft• 3 tsk kanill Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið. Bakist við 180 gráður í 35 mínútur. Mjög gott að bera bananabrauðið meira
mynd
24. janúar 2017 kl. 11:35

Góð heilsa fyrir mannauðinn

Góð heilsa er starfsmönnum mikilvægust í lífinu. Heilsurækt í lífi og starfi.  Á nýju heilsuári setjum við okkur ný markmið og stefnu. Heilsan skiptir okkur öll miklu máli því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að huga vel þessum þáttum sem snúa að heilsu og lífsgæðum starfsfólks. Hvetja starfsmenn til að stunda heilsurækt í lífi og starfi meira
mynd
29. desember 2016 kl. 11:40

Detox drykkur Unnar Pálmars

Detox drykkurinn sem ég drekk oft er í miklu uppáhaldi og sígildur. Uppskriftin hittir í mark og tala nú ekki um eftir hátíðirnar.  Detox-drykkur  1 lítri vatn 1 sítróna 1 lime1/2 agúrka engifer (5 sentímetrar, skorið niður)grænt te duft10 mintu laufklakar að vild Allt sett saman í könnu og hrært vel saman eða blandað saman í blandara. Gott er að geyma í ísskápnum yfir nótt. meira
mynd
5. desember 2016 kl. 11:30

Græn Bomba fyrir jólin

Jólin eru að nálgast og á þessum tíma er mikilvægt að huga vel að heilsunni, orkunni og næringunni. Við erum það sem við borðum og gefum okkur tíma að passa vel upp á næringuna með því að útbúa fyrirfram heilsuríkar máltíðir og drykki. Með því móti þá minnkar sykurlöngun okkar og ég mæli með að þið hafið ávallt ávexti, grænmeti, möndlur, rúsínur og holl fræ til að grípa í þegar að sykurlöngunin meira
mynd
22. nóvember 2016 kl. 10:21

Góð heilsa er gulli betri - 7 ráð fyrir þig

Helstu kostirnir við að gera líkamsrækt að lífsstíl og stunda daglega eru aukið heilbrigði, vellíðan andlega og líkamlega. Þegar að við breytum slíkum lifnaðarháttum þá fylgir meiri orka, líkamleg vellíðan, bætt sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Dánarorsök fólks er oft rakin til ofneyslu fitu og offitu. Má þar nefna hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Fituríkt mataræði má einnig tengja meira
mynd
16. nóvember 2016 kl. 9:43

10 heilsupunktar í lífi & starfi

  10 heilsupunktar í lífi & starfi Það er staðreynd að sjálfstraustið okkar eykst þegar við hugsum vel um okkur sjálf. Setjum okkur í fyrsta sætið. Hér eru 10 góð ráð fyrir þig.   1.  Dekrum við líkamann. Leyfum okkur að dekra við líkamann t.d. fara í nudd, sund eða það sem hentar þér til að ná betri vellíðan. Vellíðan öðlumst við einnig með vaxandi sjálfstrausti sem meira
mynd
10. nóvember 2016 kl. 15:41

Morgunstund gefur gull í mund

  Morgunstund gefur gull í mund.  Með hækkandi sól þá er komið að því að vakna fyrr og stunda líkamsrækt á degi hverjum. Umfram allt að njóta lífsins í botn og vera jákvæður í lífi og starfi. Ert þú A eða B manneskja? Ertu ein/n af þeim sem ýtir alltaf nokkrum sinnum á “Snooze” takkann þinn til að lúra aðeins lengur? Langar þig að verða A manneskja og stunda líkamsræktina meira
mynd
17. október 2016 kl. 11:01

Fimm góð heilsuráð í lífi og starfi

Heilsan skiptir okkur öll miklu máli því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Besta leiðin er að byrja að hreyfa sig og breyta rólega um mataræði, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Hér eru 5 góðir heilsupunktar í lífi og starfi fyrir ykkur kæru lesendur: 1. Setjum okkur og heilsuna í fyrsta sætið! Heilsan skiptir okkur öll máli því er nauðsynlegt að stunda líkamsrækt daglega meira
Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012,  diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008, M.Sc. gráða í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2020.  

Unnur er mannauðsráðgjafi, deildarstjóri framleiðslu í hreyfi- og fræðsluferðum, fararstjóri, hóptímakennari, einkaþjálfari og eigandi Fusion, eigandi Fusion Fitness Academy, UP Online Health Club og kennir á ráðstefnum og fræðsluerindi erlendis. 

Unnur er höfundur að líkamsræktarkerfunum Fusion Pilates, Kick Fusion, Hot Fusion og Dance Fusion. 

Unnur hefur unnið á flestum sviðum mannauðs- og fræðslumála. Hún hefur unnið við mannauðsstjórnun, markaðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun, stefnumiðaða stjórnun í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig kennt á ráðstefnum, haldið erindi um heim allan og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.  hefur starfað sem ráðgjafi og kennari hjá Virgin Active og David Lloyd í Bretlandi í mörg ár. Unnur er eigandi og stofnandi að Fusion. 

www.fusion.is 

 

 

 

 

 
Meira