Pistlar:

6. febrúar 2025 kl. 18:45

Valgeir Magnússon (valgeirmagnusson.blog.is)

Hvað myndi ég segja við foreldra mína?

Ég var að velta fyrir mér um daginn hvað ég myndi segja við foreldra mína ef ég gæti hitt þau í dag. Það er nefnilega svo skrítið að stóran hluta ævinnar þá er maður reglulega að segja foreldrum sínum frá afrekum sínum, vandamálum og hversdegi. En svo allt í einu þá eru þau ekki lengur til staðar. Hverjum á maður þá að segja þessa hluti?

Þá fór ég að velta fyrir mér þeim tíma sem liðinn er frá því að ég gat talað við þau síðast og hverju ég myndi segja frá fyrst. Þessu merkilegasta eða þessu skemmtilegasta? Eða þessu sem var erfiðast? Ætli ég myndi ekki byrja á að segja þeim frá barnabarnabörnunum þeirra. Og hversu vel foreldrahlutverkið gengur hjá börnunum okkar. Ég myndi segja þeim hversu vel hefur gengið í viðskiptum, bæði hjá mér og Silju konunni minni. Frá ævintýrunum sem við höfum ratað í, tónlistinni sem ég hef tekið þátt í að skapa og öllum dýrmætu augnablikunum sem við höfum átt sem fjölskylda og þau misstu af. Augnablikunum með æskuvinunum okkar Silju sem þau þekktu svo vel. Ég myndi tala um íþróttir við pabba, gengi Víkings í fótboltanum og segja honum frá því þegar ég keppti á HM öldunga í badminton. Hann hefði fílað það. Ég myndi ræða stjórnun við mömmu. Um vandamál og velgengni við að byggja upp teymi þar sem allir róa í sömu átt. Um sanngirni og að standa með gildum sínum.

Svo þegar ég hefði verið óðamála góða stund myndi ég líklega ná að slappa af. Bara vera. Sitja og vera. Rifja upp tíma frá því ég var krakki. Spyrja meira um sjálfan mig til að skilja mig betur. Spyrja spurninganna sem ég aldrei spurði þau þegar ég hafði tækifæri til. Hvernig það var fyrir þau að verða foreldrar? Koma sér fyrir og díla við unglinginn mig? Hrokafullan og uppfullan af sjálfum mér. Skilja betur hvort þau hafi haft trú á mér og borið mikið traust til mín? Eða hvort þau hafi kannski alltaf verið hrædd um mig en bara falið það svona vel? Spyrja þau út í hvernig þeim hafi fundist að verða afi og amma? Hvernig þau áttuðu sig á að þau gerðu sem mest gagn? Því meira sem ég hugsaði um það hvað ég myndi segja þeim, því meira fann ég að ég saknaði mest að geta ekki leitað ráða. Spurt um þessa hluti sem erfitt er að finna hvar maður á að leita svara um. Mér finnst þau eiginlega vera alltumlykjandi hvort sem er. Kannski þarf ég ekki lengur að segja þeim hvað á daga mína hefur drifið síðan síðast. Ég hef ekki lengur sömu þörf fyrir að þau viti að ég sé að standa mig og að fólkið í kringum mig sé að standa sig. Enda vildu þau bara vera til staðar þegar eitthvað bjátaði á og vera til staðar til að gleðjast þegar allt gekk vel. Veita ráð og stuðning. Benda mér á þegar ég virtist vera að fara fram úr mér. Róa mig þegar ég hafði áhyggjur og styðja þegar þau sáu að við Silja þurftum tíma saman. Þá spurðu þau hvort þau mættu fá börnin okkar lánuð upp í bústað. Svo það leit út eins og við værum að gera þeim greiða með að gefa þeim tíma með börnunum okkar, þegar þau voru í raun að búa til tíma fyrir okkur bara tvö.

Núna þegar maður er sjálfur afi, þá held ég að ég myndi helst vilja ræða við þau um það. Afahlutverkið, svona afi við afa. Afi við ömmu. Stoltur af því að vera á jafningjagrundvelli. Ræða um hvernig maður kemur að sem bestu liði? Hvað skiptir mestu máli á hverju aldursskeiði barnabarnanna. Því ég man sérstaklega þegar börnin mín voru unglingar hvað afi og amma skipu miklu máli. En líka hvað það hafði mikil áhrif þegar þau á viðkvæmum aldri misstu ömmu sína. Þá hefði ég viljað hafa reynsluna sem ég er með núna. Kunna betur að hugsa um sjálfan mig á sama tíma og ég hugsaði um alla aðra. Kunna betur að gráta og skilja að allt þarf sinn tíma. Skilja betur tilfinningasveiflurnar sem koma í vanlíðan. Hafa meiri þolinmæði.

Ég held að það sé kjarni málsins. Þolinmæði. Því ástin er þolinmóð. En í foreldrahlutverkinu finnst manni svo oft að maður hafi ekki tíma fyrir þolinmæði. Það þarf þroska til þess. Ég horfi á börnin mín í dag og hugsa; þau eru mun þolinmóðari en ég var á sama aldri. Það gerir mig stoltan. Það er líklega það fyrsta sem ég myndi segja foreldrum mínum ef ég gæti hitt þau í dag.

22. nóvember 2024 kl. 17:42

Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?

Mikil umræða hefur verð í samfélaginu um fíknisjúka og hversu brotið kerfið er í kringum þann alvarlega sjúkdóm. Sumum finnst kerfið vera mannskemmandi á meðan aðrir segja að sjúkdómurinn sé sjálfskapaður og fjármagi því betur varið til annarra innviða í samfélaginu. Ég fór að velta fyrir mér hvort við gætum litið á málið frá annarri og harðari hlið. Þ.e.a.s. arðsemisreiknað verðmæti þjónustunnar meira
22. nóvember 2024 kl. 17:24

Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?

Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um fíknisjúka og hversu brotið kerfið er í kringum þann alvarlega sjúkdóm. Sumum finnst kerfið vera mannskemmandi á meðan aðrir segja að sjúkdómurinn sé sjálfskapaður og fjármagni því betur varið til annarra innviða í samfélaginu. Ég fór að velta fyrir mér hvort við gætum litið á málið frá annarri og harðari hlið. Það er að segja með því að arðsemisreikna meira
18. nóvember 2024 kl. 9:25

Af hverju endaði Þórður Snær með því að slaufa sjálfum sér.

Mál Þórðar Snæs fór hátt í síðustu viku sem endaði með því að hann fann sig knúinn til að gefa frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann myndi ekki taka þingsæti yrði hann kosinn. Þetta er allt hið furðulegasta mál og hef ég enga skoðun á því hvort hann átti eða átti ekki að gefa frá sér yfirlýsingu sem þessa. En mér þykir áhugavert að skoða svona mál út frá almannatengslavinklinum og af hverju allt meira
27. september 2024 kl. 16:50

Tækifærin jafnast

 Ég sótti um daginn ráðstefnuna RIMC þar sem gervigreind eða AI var helsta umræðuefnið og hvernig þessi tækni hefur breytt og mun breyta markaðsmálum. Ég velti fyrir mér í kjölfarið hversu smeyk við mannfólkið erum oft við breytingar. Sérstaklega ef þær ógna tilvist okkar eða tilgangi á einhvern hátt.  Að einhvers konar tækni eða sjálfvirkni breyti störfum og starfsumhverfi er meira
10. apríl 2024 kl. 8:34

Ég ætla að verða meira Beyoncé,

Ég var að hlusta á nýjustu plötu Beyoncé, Cowboy Carter. Platan er frábær en hún er líka mikil ádeila á kántrítónlist og hvernig slík tónlist hefur í gegnum tíðina jaðarsett svartar konur sérstaklega. Beyoncé er frá Texas og ólst upp við þessa jaðarsetningu frá tónlistarsenunni. En hvað gerði hún? Hún bjó til geggjaða kántríplötu og er að beyta heiminum og breyta sögunni. Hún tekur samtalið á meira
22. mars 2024 kl. 15:26

Reiði fólks í hlutfalli við stýrivexti

Ég hef verið hugsi yfir reiði fólks í samfélaginu undanfarið og því hve orðræðan verður sífellt harðari og harðari. Fyrir nokkrum árum voru nettröllin nokkur og þau röfluðu út í eitt og enginn hafði miklar áhyggjur af því. Þetta fólk dæmdi sig bara sjálft. En núna virðist stór hluti þjóðarinnar hafa breyst í einhvers konar nettröll. Það eru góðu nettröllin og vondu nettröllin. Þau góðu hika ekki meira
11. mars 2024 kl. 15:17

Vald fjölmiðla

Ég hef verið hugsi yfir því hvernig fjölmiðlar hafa talað um Söngvakeppnina síðustu viku. Allar fréttir hafa snúist um kosningaklúður, reiði á samfélagsmiðlum og að Ísland sé í „frjálsu falli“ í veðbönkum. Rasisma í garð Bashar og árásir á Heru Björk. Enginn fjölmiðill hefur skrifað um að kona á sextugsaldri hafi verið að vinna Söngvakeppnina og sé á leiðinni að syngja á meira
16. febrúar 2024 kl. 16:57

Ekki lenda á girðingunni

Það eru tvær leiðir til að takast á við vandamál. Önnur veldur því að allt verður auðvelt og fólk hópast saman við að leysa það. Hin leiðin (sem er algengari) er hræðslan við að mistakast. Í báðum tilfellum er drifkraftur og í báðum tilfellum ræðst fólk að vandamálinu, en með algjörlega sitthvora sýnina. Ef andi vinnustaðar eða aðstæðna er þannig að fólk er drifið áfram af hræðslu við að meira
4. desember 2023 kl. 12:42

Auðvitað sýður upp úr!

Aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum fíknisjúkra hefur verið svo gengdarlaust nú árum og áratugum saman að á einhverjum tímapunki hlaut að sjóða upp úr. Virðingarleysi og/eða fávisku virðist vera um að kenna. Meira og minna allar götur frá 1956 þegar Guðni afabróðir minn ásamt fleirum stóðu fyrir því að AA samtökin hæfu starfsemi á Íslandi, föstudaginn langa, hefur allt er við kemur sjúkdómnum meira
5. október 2023 kl. 10:30

Það þarf að ná fólki með sér

Ég hef eins og allir fylgst með Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra kynna hverja vaxtahækkunina á fætur annarri og séð viðtölin við hann á eftir. Hann hefur yfirleitt verið nokkkuð skýr um það af hverju hækka þurfi vextina og hvert vandamálið er. Hann hefur einnig verið skýr um það að verkefnið að ná niður verðbólgunni sé samvinnuverkefni stjórnvalda, fyrirtækja og launþega. Að sama skapi hefur hann meira
13. september 2023 kl. 8:43

Við getum svo miklu betur

Miðvikudaginn 30. ágúst útskrifaðist ung móðir af Vogi. Þar sem ekki var pláss fyrir hana á Vík í meðferð eftir afvötnunina þá þurfti hún að bíða til 12. september til að halda áfram með sína meðferð og vinna í sjálfri sér. Hún lést aðfaranótt laugardags, 2. september. Þetta er því miður ekki einangrað tilvik heldur saga sem endurtekur sig í sífellu. Fíknisjúkdómar eru alvarlegasta meira
10. ágúst 2023 kl. 21:00

Barbie skiptir máli.

Við Silja, konan mín, fórum saman á Barbie í bíó. Myndin er skemmtileg en fyrir mig sem markaðs-, samskipta- og auglýsingamann þá er hún einstaklega áhugaverð.   Dúkkan Barbie hefur fyrir löngu síðan misst sinn upprunalegan tilgang og orðin á skjön við samtímann. Hún varð tákn neysluhyggju, „steríótýpa“ hlutgervingar og óraunverulegra krafna um fullkomnun kvenna. Þetta leikfang meira
1. ágúst 2023 kl. 9:41

Að tilheyra

Hverri manneskju er lífsnauðsynlegt að tilheyra. Tilheyra fjölskyldu, hópi, samfélagi, trúarbrögðum, áhugamálum, íþróttafélagi eða bara mannkyninu öllu. En sum alast upp við stöðug skilaboð frá samfélaginu um að þau tillheyri ekki. Oftast eru þetta ómeðvituð skilaboð sem við öll sendum frá okkur og borast inn í undirmeðvitund viðkomandi um að hann, hún eða hán sé gallað. Ég er sekur um að senda meira
10. júlí 2023 kl. 10:08

Sjúkdómar taka ekki sumarfrí.

„Því miður þá verð ég að segja þér að þú ert með krabbamein á þriðja stigi og ef ekkert verður að gert núna þá er ekki aftur snúið. Það verður að hefja meðferð núna strax. En því miður verð ég líka að segja þér að það er ekki hægt. Krabbameinsdeildin fer nefnilega í frí allan júlí og fyrstu vikuna í ágúst. Við verðum því bara að vona það besta og það verði ekki of seint að hefja meðferð um meira
28. júní 2023 kl. 9:55

Fyrstu viðbrögð skipta öllu máli

„Ég verð því miður að viðurkenna að við stóðum okkur afar illa í þessu máli og þessi skýrsla er áfellisdómur yfir okkar vinnubrögðum. Okkur var sem betur fer boðin sátt í þessu máli sem við munum greiða. En það sem skiptir meira máli er að við fengum tækifæri til að lagfæra okkar ferla. Við tókum málið strax alvarlega og endurskoðuðum alla okkar ferla til að koma í veg fyrir að mál sem þetta meira
7. júní 2023 kl. 8:19

Töfralausnir eru ekki til

Nú eru allt í einu allir orðnir sérfræðingar í vöxtum og verðbólgu. Ekki ósvipað því þegar við urðum öll skyndilega sérfræðingar í bóluefnum og grímum. Flestir þessara sérfræðinga tala út frá sínum persónulegum þörfum eða hagsmunum en fáir virðast velta fyrir sér raunveruleikanum og af hverju við erum núna með verðbólgu og af hverju það er ekki bara hægt að leysa hana með því að hækka alla í meira
19. maí 2023 kl. 9:09

Að vera með sjálfum sér

Þar sem bý að hluta til í Oslo og vinn þar er ég oft einn á kvöldin. Silja konan mín, börnin og barnabörnin búa öll á Íslandi. Ég varð smám saman háðari símanum og iPad-inum. Í hvert sinn sem ég var einn í þögn, tók ég upp annaðhvort tækið og tékkaði hvort eitthvað hefði breyst á fréttamiðlunum, LinkedIn og Snapchat. Ég er sem betur fer ekki til á Facebook og Instagram og hef aldei verið. En meira
2. maí 2023 kl. 15:30

Ég vorkenni Einari?

 Ég hef nú í mörg ár fylgst með borginni okkar að sökkva dýpra og dýpra í skuldir, þjónustuna versna og verða óskipulegri. En ef þú heldur að hér sé á ferðinni enn ein pólistíska greinin um það hvað Dagur sé lélegur borgarstjóri og að skipta þurfi um meirihluta, þá verðurðu fyrir vonbrigðum,    Að reka borg er ekkert smámál. Reykjavíkurborg, Landspítalinn og Icelandair eru þrír meira
18. apríl 2023 kl. 13:42

Nýtum tímann

Það er aldrei tímien samt er ég alltaf að bíðaÞað er aldrei tímien samt kemur nýr dagurEftir hverju er ég að bíða,það er kominn nýr dagur.Það skrítna við tímann er hvað hann er afstæður. Sundum er hann ótrúlega lengi að líða en stundum er hann allt í einu bara búinn. Stundum myndum við vilja getað spólað áfram og stundum til baka. Það er ansi oft sem ég væri til í að geta spólað til baka en það er meira
14. mars 2023 kl. 16:46

Ekki skrítið að fólk verði reitt

Margir hlutir hafa áhrif á líðan fólks en fjárhagslegar áhyggjur og óöryggi í fjálmálum ristir þar mjög djúpt. Bæði getur fólk orðið dofið og langþreytt, sem hefur áhrif á getu þeirra til að koma sér út úr aðstæðunum eða þá að fólk fær aukna orku til að gera eitthvað í málunum – og svo er það reiðin í báðum tilfellum.Ég hef gaman að því að tala við ungt fólk. Þannig fær maður orku en líka meira
2. mars 2023 kl. 13:13

Kredithirðir eða ekki?

Í síðasta pistli var ég að velta fyrir mér egói og hvernig það þvælist fyrir fólki í samskiptum. En það eru fleiri hliðar á peningnum. Til eru nokkrar gerðir af fólki; það er fólkið sem getur ekki tekið heiðurinn af neinu sem það gerir og finnst það bara vera fyrir í samfélaginu. Það er týpan sem oft er gert grín fyrir að byrja á að afsaka sig með orðum eins og „fyrirgefið hvað þetta er nú meira
21. febrúar 2023 kl. 12:33

Reiður úti á plani

Stoltið og réttsýnin geta verið skrítin systkin, sérstaklega þegar við upplifum að eitthvað hafi verið gert á okkar hlut. Við eigum erfitt með að kyngja stoltinu þó að það sé augljóslega okkur í hag. Við mætum hörðu með hörðu af því að við lítum hlutina með okkar augum og eigum rétt á því. Hver kannast ekki við manninn sem mætir reiður inn í verslun með bilaðan hlut og rausar um hvað þetta sé meira
13. febrúar 2023 kl. 13:29

Er ferðaþjónustan bara fyrir láglaunafólk?

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ og fráfarandi meðlimur í peningastefnunefnd, skrifaði nýverið grein þar sem hann segir að ferðaþjónustan sé láglaunagrein í hálaunalandi og að það sé dæmi sem gangi ekki upp. Einnig heldur hann því fram að ferðaþjónustan sé góð aukagrein, góð byggðastefna en afleit grein til að búa til verðmæt störf og lífskjör fyrir Íslendinga í framtíðinni.Ég rak upp stór meira
28. nóvember 2022 kl. 13:54

Refsingar virka öfugt

Ég er búinn að vera að velta fyrir mér refsingum og hvort refsingar virka. Heimurinn er fullur af refsingum og við erum því alin upp í skólakerfinu og lífinu sjálfu við það að ef við högum okkur ekki eins og við eigum að gera þá sé okkur refsað. Þannig eigum við að læra af reynslunni og láta af þeirri hegðun. Fáum punkta fyrir mætingu, í umferðinni, látin sitja eftir, gera armbeygjur, borga meira
16. maí 2019 kl. 13:56

Afi í Palestínu

Ég fæddist frjáls en kvarta samt ég fæddist í friði með allt sem ég þarfnast en kvarta samt kvarta yfir veðrinu, vöxtunum og verðinu   En hvað ef ég fengi steikjandi hita, engar afborganir og lægra verð? Yrði ég þá ánægður? Eins og landlausi maðurinn sem brosti til mín í Palestínu. Ég flýg heim til að kvarta yfir veðrinu. Ég var svo heppinn að vera í Ísrael og Palestínu nýlega þar sem ég var meira
14. mars 2019 kl. 14:35

Afi á instagram

Þetta er pistill 3 í pistlaröðinni þar sem ég varð nýlega afi.   Stærsti munurinn á því hvernig er að verða foreldri í dag og þegar ég og konan mín stóðum í þeim sporum árið 1991 í fyrsta skipti eru samfélagsmiðlarnir. Ég hringdi úr tíkallasíma, eins og þeir voru kallaðir, bæði í foreldra mína og tengdaforeldra til að segja þeim fréttirnar áður en ég yfirgaf fæðingardeildina. Gekk svo út af meira
18. febrúar 2019 kl. 10:54

Afi í fæðingarorlofi

Afi í fæðingarorlofi Okkur hjónunum hlotnaðist nýlega sú gleði að verða afi og amma í fyrsta skipti. Það vakti upp miklar tilfinningar hjá mér og opnaði augu mín fyrir foreldrahlutverkinu á alveg nýjan hátt. Að vera afi er allt annað en að vera sjálfur foreldrið og í kjölfarið ákvað ég að gera þessa greinaröð – um muninn á því að verða foreldri nú og þegar við hjónin urðum það. Þetta er meira
6. febrúar 2019 kl. 22:08

Nýfæddur afi

Stórkostleg tíðindi bárust um daginn þar sem nýtt ráðuneyti varð til á Íslandi, Barnamálaráðuneytið. Þegar ég var barn, þá hefði þetta verið eitthvað sem gæti komið fyrir í grínþætti en ekki í raunveruleikanum. En hugmyndir okkar um lífið og því sem er mikilvægt hafa sem betur fer þroskast og breyst á þeim 50 árum frá því ég fæddist. Hvað er að verða foreldri og hvernig eru kröfur samfélagsins um meira
Valgeir Magnússon

Valgeir Magnússon

Valgeir er auglýsinga og markaðsmaður ásamt því að vera rithöfundur, textahöfundur, dægurlagahöfundur, pistlahöfundur, pabbi og afi. Valgeir er stjórnarformaður hjá Pipar\TBWA, The Engine, Ghostlamp og Fastland. Stofnandi og einn eigenda Landnámseggja í Hrísey og stjórnarformaður í Hrísey verslun. Framkvæmdastjóri SDG\TBWA og Scandinavian Design Group í Noregi og stjórnarmaður í TBWA\Nordic og varaformaður Norsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Meira