Það var glatt á hjalla heima hjá Indverska sendiherranum á Íslandi, Rajiv Kumar Nagpal, þegar Dr. Harbeen Arora hélt glæsilegt boð á heimili hans. Indverski sendiherrann býr í húsi sem var áður í eigu Rolfs Johansen heitins og Kristínar Ásgeirsdóttur og stendur við Laugarásveg í Reykjavík. Húsið er glæsilegt en það var teiknað af Kjartani Sveinssyni 1977.
Dr. Harbeen stýrir samtökunum All Ladies League sem stendur fyrir Women Economic Forum sem eru samtök sem stuðla að valdeflingu kvenna á heimsvísu.
Á þessu ári er stefnan að halda slíka ráðstefnu hérlendis og til þess að kynna verkefnið var Vigdísi Finnbogadóttur, Elizu Reid forsetafrú Íslands og fleiri framúrskarandi konum boðið til fundar við dr. Harbeen. Sendiherrafrúin, Lata Nagpal, er meistarakokkur en hún eldaði girnilega indverska rétti sem runnu ljúflega niður.
Dr. Harbeen klæddist glæsilegum bleikum síðkjól þetta kvöld sem var sérsaumaður á hana af móður hennar.
Kristín Ýr Pétursdóttir, Hrönn Margrét Magnúsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Lata Nagpal, Ásta Hauksdóttir og Marta María Jónasdóttir.
mbl.is/Árni Sæberg
Helga Valfells, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir, Salome Guðmundsdóttir, Aðalheiður Magnúsdóttir, Svana Friðriksdóttir, Kristín Ýr Pétursdóttir og Hrönn Margrét Magnúsdóttir.
mbl.is/Árni Sæberg
Vigdís Finnbogadóttir hélt heillandi ræðu. Dr. Harbeen og indverski sendiherrann, Rajiv Kumar Nagpal hlustuðu af athygli.
mbl.is/Árni Sæberg
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar hélt erindi.
mbl.is/Árni Sæberg
Vigdís Finnbogadóttir hlustaði af áhuga og lagði margt til málanna líka.
mbl.is/Árni Sæberg
Aðalheiður Magnúsdóttir, Svana Friðriksdóttir, Kristín Ýr Pétursdóttir, Hrönn Margrét Magnúsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ásta Hauksdóttir.
mbl.is/Árni Sæberg
Hrönn Margrét Magnúsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ásta Hauksdóttir.
mbl.is/Árni Sæberg
Vigdís Finnbogadóttir og Freyja Önundardóttir.
Dr. Harbeen Arora, Vigdís Finnbogadóttir, Lata Nagpa og Rajiv Kumar Nagpal,
Eliza Reid og Vigdís Finnbogadóttir kveiktu á kertum.
Ragnhildur Gísladóttir og Aðalheiður Magnúsdóttir.